Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 -y, ............ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Gamalt efni í fréttum Menn eru mishrifnir afþvíþegar stór- viðburðir í íþróttum tröllríða sjónvarps- dagskránni. Þrátt fyrir mikinn og al- mennan áhuga á þessum útsendingum, þykir mörgum ofmiklu púðri eytt í sportidjótana, að minnsta kosti sé fár- ánlegt að leggja sjónvarp allra lands- manna undir útsendingar afþessu tagi. Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson Þessar raddir heyrast til að mynda þegar hefð- bundin sjónvarps- dagskrá færist úr skorðum vegna beinna útsendinga frá Ólympíuleikum. „Hvers eigum við að gjalda sem höfum engan áhuga á þessu efni?“ syngur óánægjukórinn, sem hefur ekki hugmynd um hve þjónusta ís- lenska sjónvarpsins er í raun góð. Því þó þeir sem áhugalausir eru um íþróttir hafi svo sem sitthvað tíl síns máls er því ekki að neita að íþróttir eru afskaplega vinsælt i/inunoc sjónvarpsefni. VIÐHOnr : Banda- rögunum er málum öðru- vísi háttað. Þarervissu- lega sýnt frá þessum fréttnæm- asta íþróttaviðburði heims, en á annan hátt en við eigum að venj- ast. Það virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá forsvarsmönn- um NBC sjónvarpsins, sem hefur einkarétt á útsendingum frá Ól- ympíuleikunum, að þeir snúast fyrst og fremst um íþróttafréttir. Og fréttir viil fólk helst fá um leið og þær gerast. Fólkið sem safnað- ist saman snemma morguns íyrir framan sjónvarpstækin tíl að horfa á Völu Flosadóttur svífa yfir rána veit þetta auðvitað manna best. En í Ameríkunni hafa þeir ann- an háttinn á. Stjómendur NBC gerðu sér auðvitað grein fyrir að þeir voru með frábært efni í hönd- unum og þar með héldu þeir að bjöminn væri unninn. Án fyrir- hafnar væri tryggt metáhorf og auglýsingatekjur upp úr öllu valdi. En vemleikinn er ekki alveg svona bjartur hjá hinum háu herr- um NBC. Þeir gerðu þau mistök að líta á Ólympíuleikana sem dag- skrárefni sem lyti reglum um þáttagerð, en ekki fréttir. Banda- rískir sjónvarpsáhorfendur hafa því þurft að bíða eftir að sjá helstu atburði leikanna á meðan dag- skrárgerðarmenn stöðvarinnar klippa atburði til, stytta, lagfæra og bæta við kynningum á banda- ríska íþróttafólkinu. Kynningum sem era svo ótrúlega væmnar að það fer eiginlega út fyrir öll vel- sæmismörk. Það er nefnilega ekki logið upp á bandaríska þáttagerða- menn, þeir era sjaldan hamingju- samari en þegar þeir hafa úr ein- hverju dramatísku að moða. íþróttafólk sem getur státað af fjölskylduharmleikjum, stóram jafnt sem smáum, er öraggt um mikla og mjúka umfjöllun með mildri fiðlutónlist undir svo hug- hrifin komist öragglega tO sldla. Eftir alla þessa matreiðslu era svo öll herlegheitin sýnd einum til tveimur sólarhringum eftir að at- burðimir gerast í Sydney. Með því háttalagi sínu hefúr NBC tekist að eyðileggja alla stemmningu sem héfur alltaf fylgt því að fylgjast með þessum mestu kappleikjum mannkyns. Þetta era allt gamlar fréttir í glansbúningi. Það er ekki bara töfin sem gerir þessar útsendingar óþolandi, held- ur hitt að dagskrárgerðarmenn NBC virðast halda að enginn hafi áhuga á að sjá nokkum íþrótta- mann á skjánum nema hann sé bandarískur. Einstaka út- lendingur slæðist á skjáinn, einna helst ef hann hefur einhvem tíma stundað nám í bandarískum skóla eða sótt æfingabúðir þar í landi. Svo rammt hefur kveðið að þessu að halda mætti að verið væri að sýna frá bandarísku meistaramóti, nema fyrir þá sök að NBC sýnir gestgjöfum leikanna kurteisi og fjallar um einstaka Astrala. Til að reyna að tryggja sem mest áhorf gætir NBC þess einnig vandlega að láta aldrei uppi hve- nær sýnt er frá hveijum atburði. I dagskrárkynningu segir aðeins, að frá klukkan sjö að kvöldi tíl mið- nættis verði sýnt frá keppni í dýf- ingum, fimleikum og fijálsum íþróttum, svo dæmi sé tekið. Svo setjast áhorfendur við skjáinn og fá korter af fimleikum, svo tuttugu mínútur af dýfingum, eitt sprett- hlaup, aftur dýfingar í korter og svo koll af kolli. Þegar Vala keppti í stangastökkinu þurftí fjögurra tíma setu við skjáinn, sólarhring eftir keppnina, til að ná samtals um tuttugu mínútna útsendingu, þar sem hetju íslendinga brá að- eins einu sinni fyrir í stökki og svo aftur stuttlega á verðlaunapalli. Sigurvegarinn er bandarísk kona og silfurverðlaunahafinn frá Ástra- h'u og þar með var frekari umfjöll- un óþörf. Grófara dæmi má nefna úr einu sundinu, þar sem Banda- ríkin unnu gull og brons, því þar gleymdist að nefna silfurhafann. En þótt áhorfendur séu óðum að guggna á þáttagerð NBC, - og kannanir sýna að það era þeir að gera -, er þó eitt sem Kaninn gerir öðram betur. íþróttafréttamenn hika ekki við að gagnrýna óíþrótta- mannslega framkomu þeirra Bandaríkjamanna sem hafa unnið til slíkrar gagnrýni. Þegar banda- rísk sundkona heyrðist dylgja um steranotkun keppinautar síns var hún elt uppi með þau ummæli. Þegar bandarískur hlaupari hædd- ist að þeim sem hlupu hægar lýstu fréttamenn slíka hegðun í algjöra ósamræmi við ólympíuandann, sem er auðvitað hárrétt. Og þegar uppáhald allra landsmanna, kvennaliðið í knattspymu, tapaði fyrir norska liðinu féUu íþrótta- fréttamenn ekki í þá gryfju að halda því fram að sigurmark Norð- manna hefði verið vafasamt, held- ur tóku sérstaklega fram eftir út- sendinguna að þeir hefðu skoðað myndbandið margoft og væra sammála um að markið hefði verið fyllilega löglegt. íslenskir íþróttafréttamenn virðast stundum blindast af tryggð við íslenska íþróttamenn og missa hæflleikann til að lýsa því hlutlaust sem fyrir augu ber. Þeir gleyma því að hlutverk þeirra er að veita áhorfendum hlutdeild í sérþekk- ingu sinni, svo þeir megi njóta íþróttafréttanna sem best. Þar geta fréttamennimir ýmislegt af bandarískum kollegum sínum lært. En vonandi apa þeir aldrei þáttagerðina eftir. SVEINN GARÐAR GUNNARSSON + Sveinn Garðar Gunnarsson skip- stjóri fæddist á Eiði í Eyrarsveit 17. júlí 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. september síðast- liðinn. Foreldrar Sveins Garðars voru Gunnar Jóhann Stef- ánsson, f. 22. nóvem- ber 1903, d. 21. júlí 1980, og Lilja Elís- dóttir, f. 24. júní 1907, d. 1. júní 1964. Systkini Sveins Garð- ars eru Elís Gunnars- son, f. 25. febrúar 1929; Hjálmar Gunnarsson, f. 5. mars 1931; Sig- rún Gunnarsdóttir, f. 3. febrúar 1934; Sigurlín Gunnarsdóttir, f. 17. maí 1936; Helga Soffía Gunn- arsdóttir, f. 8. nóvember 1937, d. 11. desember 1997; Jóhann Leó Gunnarsson, f. 15. mars 1941; Snorri Gunnarsson, f. 22. septem- ber 1943; óskírð Gunnarsdóttir, f. 6.1.1946, d. 6.1.1946, og Þórarinn Gunnarsson, f. 18. júlí 1947. Eftirlifandi eiginkona Garðars er Ólöf Ragna Pétursdóttir frá Grundarfírði, f. 20. ágúst 1940. Þau giftust 26. nóvember 1960 og hófu þau búskap í Grundarfirði það sama ár og hafa búið þar síð- an. Foreldrar Ólafar voru Jóhann Pétur Konráðsson, f. 3.4. 1909, d. 12.4. 2000, og Jódís Kristín Björnsdóttir, f. 24.7. 1906, d. 9. desember 1974. Böm Garðars og Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdapabba míns Garðars, en það er rúmt 21 ár síðan kynni okkar hófust, það hafa verið góð ár. Alltaf var hann til staðar fyiir okkur börnin sín og tengdabörn og ekki síður bamabömin sem hann hafði mjög gaman af og snerist í kringum; keyrði í skólann, náði í í leikskólann, horfði á fótboltann í sjónvarpinu með fótbolt- astrákunum sínum. Og svo skemmti- Ólafar eru: 1) Haf- steinn Garðarsson, f. 11. nóvember 1960, kvæntur Guðbjörgu Jennýju Ríkarðs- dóttur, f. 6. janúar 1962, búsett í Grund- arfirði, þau eiga tvo syni. 2) Jódís Garð- arsdóttir, f. 22. jan- úar 1964, gift Guðna Ásgeirssyni, f. 8. febrúar 1965, búsett í Garði, þau eiga fjögur böm. 3) Jó- hann Garðarsson, f. 6. febrúar 1965, kvæntur Ólöfu I. Hallbergsdóttur, f. 28. ágúst 1963, búsett í Grund- arfirði, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 4) Eyþór Garðars- son, f. 18. nóvember 1967, sambýl- iskona Elínrós M. Jónsdóttir, f. 9. júní 1967, búsett í Grundarfirði, þau eiga þijú böm. 5) Gaukur Garðarsson, f. 19. nóvember 1974, sambýliskona Bergdís Rósants- dóttir, f. 5. október 1972, búsett í Kópavogi, þau eiga einn son. Garðar fór fyrst til sjós 12 ára gamall. Hann lauk siðan námi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1958. Hann var lengst af skip- stjóri á bátum frá Grundarfirði. Eftir að sjómennsku hans lauk starfaði hann við ýmis störf tengd sjávarútvegi í Gmndarfírði. Útför Garðars fer fram frá Grundarfjarðarkirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 14. lega vildi tíl í sumar að hann og Tryggvi sonarsonur hans vora vinnu- félagar í beitningu í nokkrar vikur, það fannst þeim báðum mjög gaman og fylgdust að í morgunsárið í skúr- inn og þar var spjallað og gantast eins og jafnaldrar væra. Fyrsta hjólið hans Garðars sonarsonar hans kom afi með úr siglingu og ekki neitt smá- hjól; BMX. Hann var kletturinn sem við gátum öll reitt okkur á og leitað HAFLIÐI SIGURÐSSON + Hafliði Sigurðs- son fæddist á Siglufírði 24. júní 1932. Hann lést 22. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Hafl- iðadóttir og Sigurð- ur Einarsson sem bæði em látin. Fóst- urfaðir Hafliða var Ásgeir Gunnarsson. Systkini Hafliða, sammæðra, eru: Hanna Sigríður, Ás- dís Björg, Gunnar Hilmar, Guðbjörg Margrét, Pétur, Jón Ásgeir Ás- geirsbörn. Samfeðra em: Anna Sigurbjörg, Steindór, Margrét Siguijóna, Anna, Heiða, Sigurð- ur, Sigmundur og Ástríður Helga. 18. nóvember 1955 kvæntist Hafliði eftirlifandi konu sinni, Jó- hönnu Vernharðsdóttur, og bjuggu þau lengst af á Laugar- vegi 1, Siglufírði. Börn Hafliða og Jöhönnu eru: 1) Fanney, f. 18. nóvember 1953, búsett á Siglu- firði, gift Sturlaugi Kristjánssyni, börn þeirra: Jóhanna, gift Jóni Ásmundssyni, búsett í Keflavík, Elsku pabbi. Það er sárt og erfitt fyrir okkur að skilja að þú sért farinn og að skilja að þessi erfiði sjúkdómur skyldi leggja þig að velli því þú varst einn af þeim sem aldrei fannst til og barst tilfinningar þínar í hljóði og kvartað- ir aldrei. Aðaláhugamálið þitt var vinnan á gröfunni, vörabílum, jarðýtum og hjólaskóflum, svona mætti lengi telja. En sama hvert tækið var öll þau eiga tvö börn, Arnar og Söndru, áður átti Jón Sig- urð, og Jóhanna Sturlaug Fannar. Krislján, sambýlis- kona hans Hugborg Inga Harðardóttir, búsett á Siglufírði. Sonur þeirra er Haukur Orri. Þrúð- ur, gift Sigurði Þor- leifssyni, búsett í Noregi. Þau eiga tvo syni, Brynjar Þór og Þorleif Gest. 2) Vernharður, f. júní 1956, búsettur á Siglufírði, kona hans er Hulda Kobbelt, þau eiga tvo syni, Víði og Fannar. 3) Hafl- iði, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Helgu Magneu Harðardóttur, börn þeirra em: Hafliði, Sigríður Sóley, Þórður og Harpa Rut. Hafliði stundaði sjómennsku á togurum á sínum yngri árum, en hóf störf hjá Siglufjarðarkaupst- að og starfaði þar í um 40 ár á ýmsum vinnuvélum, tækjum og bflum. Útför Ilafliða fer fram frá Sigluljarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. störfin vora unnin af áræði, dugnaði og snyrtimennsku. Þegar pabbi var ungur var hann mikið á skíðum og var skíðastökkið hans aðaláhugamál. Alla tíð hafði hann mikinn áhuga á íþróttum, eink- um knattspymu og var mikill stuðn- ingsmaður KS og mætti á alla þeirra heimaleiki ef hann mögulega gat og þrátt fyrir sín veikindi mætti hann á alla leikina þeirra í sumar. Elsku pabbi, við eigum eftir að til, enda var það óspart gert. Þegar við Hafsteinn, hálfgerðir unglingar þá, fórum út í húsbyggingu var hann ráðgjafinn og aðstoðarmaðurinn í flestum verkum. Hann var sjálfur nýbúinn að byggja hús á Grandar- götu 64, þau höfðu áður búið á Grand- ai-götu 47, og þar kom ég fyrst til Garðars og Olafar. Mér fannst strax eins og ég hefði alltaf verið heima- gangur þar, þannig vora móttökurn- ar og hafa alltaf verið. Á þessum tíma, um 1980, var Garðar skipstjóri á Haukaberginu og var hann með það til 1990 að hann greindist með hjarta- sjúkdóm og fór í uppskurð í mars 1991 sem tókst vel. Hann fór sem há- setí á Krossnesið haustið 1991 og var þar um borð hinn örlagaríka morgun 23. febrúar 1992 þegar Krossnesið sökk skyndilega á Halamiðum og þrír menn fórast, blessuð sé minning þeirra. Hafsteinn sonur hans var skipstjóri í þessum túr og komst í björgunarbát ásamt átta öðrum en Garðar bjargaðist úr sjónum eftír mikla raun, einn á reki úti á reginhafi, hálfklæddur í flotgalla, fótbrotinn í myrkri og vindi. Áhöfnin á Sléttanesi ÍS sá hönd hans upp frá sjávarborð- inu í ljósgeisla kastarans. Ungur og hraustur maður, Bergþór Gunnlaugs- son, stýrimaður á Sléttanesinu, kast- aði sér í sjóinn og bjargaði þar með lífi Garðai-s. Við fengum að hafa hann í átta ár í viðbót og fyrir það eram við þakklát og hefðu þau mátt vera miklu fleiri. Síðustu tíu ár ævinnar fékk Garðar að rejma ýmislegt; hjartaupp- skurð, sjóslys og nú síðast baráttu við hinn skæða sjúkdóm krabbamein. En ekki kvartaði hann Gæi eins og flestir kölluðu hann. Hann var maður verka en ekki orða, en hann var hress og spaugsamur í góðra vina hópi og stríðinn með afbrigðum ef svo bai- undir. Á kveðjustund er margs að minnast og söknuðurinn er sár. Allt sem var smátt og venjulegt í hvers- dagsins önn fær nýja og trega- blandna merkingu. Kíkt var í kaffi, litíð í Moggann og spurt: Hvað segir frúin í dag? Þessi heimsókn tók kannski 30 mínútur en var fastur punktur í tilverunni og ekki þurftum við tengdadætumar sem erum sjómannsgrasekkjur að ofreyna okk- ur við snjómokstur á tröppum okkar. sakna þín úr fjölskylduboðunum en þú verður alltaf hjá okkur í hugan- um. Elsku mamma,Venni, Halli, og fjölskyldur ykkar, systkini og aðrir vandamenn, Ég og fjölskylda mín vottum ykkui- okkar samúð, guð geymi ykkur öll. Fanney Hafliða. í dag kveð ég tengdaföður minn, Hafliða Sigurðsson, eða Didda eins og hann var alltaf kallaður. Það var mikil gæfa að fá að kynnast Didda og það er undarlegt að hugsa sér tilver- una án hans. Diddi var mikill fjöl- skyldumaður og skiptu börnin í fjöl- skyldunni hann miklu máli. Hann fylgdist með þeim af áhuga og ekki síst þegar þau tóku þátt í íþróttum enda vora íþróttir eitt af áhugamál- um Didda. A þessum tímamótum vil ég þakka Didda fyrir ánægjulegar samverastundir og bið guð að blessa hann. Lát ekki öldur hafsins skilja okkur að og árin sem þú varst hjá okkur, verða að minningu. Þú hefur gengið um meðal okkar, og skuggi anda þíns heíúr verið ljós okkar. Heitt höfum við unað þér. (úr Spámanninum.) Elsku Jóhanna og fjölskylda, ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Helga Magnea Harðardóttir. Elsku afi Diddi. Ég vona að þér líði betur núna. Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir okkur öll. Það er margs að minnast fyrir lítinn strák eins og mig. Þegar ég sat í með þér þegar þú varst að vinna á stóra JCB-gröfunni og ég sofnaði eiginlega alltaf. Og þegar þú komst með bílakoppinn handa mér svo ég gæti hætt með bleiu og allt annað sem þú sagðir mér og gerðir með mér. Samverustundirnar voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.