Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS ___________LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 65, KIRKJUSTARF Heyrt og séð í Danmörku Frá Auðuni Braga Sveinssyni: VAFALÍTIÐ mun Danmörk vera það land erlent sem við veitum hvað mesta athygli. Mannlífið þar verður okkur iðulega að umræðuefni. Ríkis- útvarpið hefur lengi haft þar sér- stakan fréttaritai'a sem sendir frétt- ir mjög oft. _ Yfirleitt hefur hver fréttaritari RÚV verið tvö ár á Hafn- arslóð. Sá sem gegnir nú þessu mik- ilsverða starfi er Arnar Páll Hauks- son, áður forstöðumaður Ríkisútvarpsins á Akureyri. Hann er greinargóður og ötull að afla frétta og upplýsinga í þessu gamla sam- bandslandi og miðla okkur hér á gamla Fróni. Hafi hann þökk fyrir það allt saman. Nýlega átti ég leið til Danmerkur, raunar í annað sinn á þessu ágæta sumri sem nú er að kveðja okkur. Ég ferðaðist með lestum innan Dan- merkur, einnig með áætlunarbif- reiðum. Nú er ekki lengi farið yfir Stóra-Belti, því að lestarferðin tek- ur, bæði í jarðgöngum og á brú, að- eins um 11 mínútur. Áður tók ferju- sigling sömu leið rúma klukkustund. Oft fannst mér gaman að sigla yfir Stóra-Belti. Kom jafnvel fyrir að mávar sem þarna var margt af, gleyptu brauðmola úr lófa manns. En þetta er sem sagt horfið skeið, þökk sé tækninni. í Danmörku er meira reykt en annars staðar á Norðurlöndum. I jámbrautarlestum má reykja í öðr- um hverjum vagni eða svo, að mér skildist. Þegar ég keypti farmiða í lest á Aðaljárnbrautarstöðinni (Hovedbanegaarden) í Kaupmanna- höfn og hugðist ferðast vestur á Jót- land, var ég spurður hvort ég vildi vera í reykfylltum klefa eða reyk- lausum. Ég vildi umfram allt vera í þeun síðarnefnda. Þá var mér tjáð að ég gæti því miður ekki fengið sæti nema í reykingaklefa. Nú jæja, ég hafði ákveðið að taka lest einmitt á þessum tíma og varð að láta mér lynda að sitja í sama klefa og nokkrir forfallnir reykingamenn. Ég settist í sætið sem mér var ætlað og fljótlega kveiktu menn í vindlingum sínum og reyktu nú uppá kraft. Þetta angraði Frá Orra Blöndal: NÚ ÞEGAR farið er að hausta fer maður alltaf að hugsa hvort maður eigi að stytta skammdegið með því að gerast áskrifandi að Stöð 2, svo maður geti haft það sem notalegast heima í stofu með góða dagskrá sér til halds og trausts, eða láta sér nægja RÚV. Af því tilefni langar mig til gam- ans að bera saman RÚV (skylduna) og Stöð 2 (aukaútgjöld) og vonandi hjálpar þetta öðrum í sömu sporum og ég er í. Þegar sjónvarpsstöðvarnar tvær sem borga þarf fyrir kynna hvað best þær geta haust- og vetrardag- skrána finnst mér kveða við hálfgert tómahljóð hjá Stöð 2 og þeir virðast fara sér afar hægt í allri kynningu á dagskránni. En það er ekki hægt annað en taka eftir dagskránni hjá RÚV fyrir litríkt efnisval. Svo ég komi aftur að markmiði þessa bréfs, þ.e. aukaútgjöldunum eða að ákveða í hvað ég eyði. Þá finnst mér ég ekkert hafa með Stöð 2 að gera ef ég þarf að horfa á end- urtekið efni dag eftir dag. Og ekki nóg með það, ef mig langaði að hafa Bíórásina líka héldi ég áfram að horfa á sömu endurtekningarnar aftur og aftur sem ég hefði verið nýbúinn að sjá á Stöð 2. Nei þá vil ég heldur sleppa rugl- aranum og ruglinu sem honum fylg- ir og horfa á mjög vandaða dagskrá RÚV sem er búið að sópa til sín öll- mig ekki svo mjög í fyrstu, en svo héldu menn áfram að reykja og þá fannst mér nóg boðið. Lestarþjónn birtist og ég spurði hvort hann gæti útvegað mér reyklausan klefa. Hann sagðist ætla að athuga það. Nokkur tími leið og nú sagðist hann hafa reyklausan klefa handa mér. Þetta gladdi mig óneitanlega því að mér leið orðið allt annað en vel innan um þessa „reykháfa". Maðurinn kom nú loks og ég fylgdist með honum í ann- an vagn nokkra leið með tösku mína allþunga. Mikill munur var að geta loks andað að sér hreinu lofti Já, mikið er reykt í henni Dan- mörku. Mér skildist að ekki væri neitt alvarlegt gert í málinu enn í þessu ágæta landi. Ég kom inn í skóla og var gestur á kennarastofu þar. Margir kennaranna reyktu þar í frímínútum, þó fleiri konur en karl- ar, sýndist mér. Reykingar eru mik- ið þjóðfélagslegt vandamál víða, einnig hér á landi. Haldi svo áfram sem horfir er víða vá fyrir dyrum. Hvernig verður líðan þess fólks eftir til dæmis 30 ár, sem nú er ungt og reykir pakkann sinn og kennir sér enn ekki meins? Það er nefnilega þannig með reykingar að svo virðist sem ungt fólk sem reykir sé nokkurn veginn jafn gott hvað heilsuna áhrærir og það sem ekki reykir. Þá er mótstaðan það mikil gegn eitrinu. En þegar komið er yfir fertugt - fimmtugt, taka afleiðingamar að sýna sig. Og einhvern tíma las ég að engir stórreyldngamenn næðu sjöt- ugsaldri. Sem sagt: dæju á besta al- dri. Er það ekki ógnvekjandi? Líklega er best að fara að hætta þessum skrifum. Þau lesa víst ekki þeir sem þyrftu þess helst með. Að lokum vísa, ef einhver nennir að lesa hana: Já, ýmsumyndiveitist, sem iðka reykingar; en sælan seinna breytist ísárarþjáningar. AUÐUNN BRAGISVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. um gullkornunum frá kvikmynda- risanum Walt Disney, sem hlýtur að teljast í fararbroddi í gerð úrvals barnaefnis og bíómynda. Mér virðist í fljótu bragði sem dagskrá RÚV valti svo gjörsamlega yfir Stöð 2 í vetur að það hálfa væri of mikið. Það þýðir ekki fyrir Stöð 2 að ætla að lifa á fornri frægð þótt þeir hafi náð einhverjum sjónvar- psþáttum af RÚV og halda að þeir hafi unnið stríðið um hylli áhorfenda og ætla sér að setjast í helgan stein. Talandi um þessa þætti sem stöð 2 náði af RÚV þá var þetta í sjálfu sér hálfgerð landhreinsun fyrir RÚV því margir þessara þátta höfðu runnið sitt skeið á enda og fólk vildi breytinguna. Hvenær tak- ið þið á Stöð 2 Derrick? Mér sýnist þetta ekki vera erfitt val: Ef Stöð 2 ætlar að vera áfram í keppninni um hylli áhorfandans þá mega þeir gefa ansi mikið í - ef þeir þá lifa veturinn af. Meira að segja fría sjónvarpsstöðin Skjár 1 virðist vera að síga fram úr Stöð 2. Eftir stendur í þessum stutta samanburði að það er hægt að taka ofan fyrir RÚV en maður virðist, án þess að ráða nokkru um það, þurfa að vita af Stöð 2 í svaðinu. Því segi ég: Ekkert rugl - áfram RÚV! ORRIBLÖNDAL, Háabergi 41, Hafnarfirði. Safnaðarstarf Trú o g vísindi á nýrri öld í Hall- grímskirkju SÍÐASTLIÐIÐ sumar var haldin hér í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um trú ogvísindi. Var þar flutt margt athyglisverðra erinda um þetta áhugaverða efni. Næstkomandi sunnudag, 1. októ- ber, mun dr. Sigurður Árni Þórðar- son, sem sat í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar, taka upp þráðinn og flytja erindi á fræðslumorgni í Hall- grímskirkju sem nefnist: Trú og vís- indi á nýrri öld frá sjónarhomi guð- fræðings. Fræðslumorgunninn hefst kl. 10.00, en kl. 11.00 hefst síðan guðsþjónusta í kirkjunni. Fræðslu- morgnarnir eru öllum opnir. Barnastarfíð í Hveragerðis- kirkju SUNNUDAGASKÓLINN i Hvera- gerðiskirkju byrjai- sunnudaginn 1. október kl. 11:00 og verður á þeim tíma á sunnudögum í vetur. Nýtt fræðsluefni frá fræðsludeild kirkjunnar verður notað, þ.á m. nýj- ar „Ljósgeislamyndir“ sem safnað er í límmiðabók og fuglinn Konni sem er sannkallaður furðufugl, en veit þó lengra nefi sínu. Gamlir kunningjar frá fyiTÍ árum munu líka láta sjá sig og við höldum áfram með verkefið okkar um Branninn. Hittumst heil á sunnudaginn í Hveragerðiskirkju. Sóknarpresturinn og hitt fólkið í barnastarfinu. Dagur þjónust- unnar í Lang- holtskirkju SUNNUDAGURINN 1. október verður helgaður þjónustu (diakoniu) í Langholtskirkju. Fólk úr ýmsum starfsþáttum kirkjunnar undfrbýr predikun, les almenna kirkjubæn og ritningarlestra, bakar altarisbrauð- ið, leiðir söng og annast ýmsan und- irbúning og framkvæmd með leið- sögn prests, djákna og organista. Eftir messu er boðið upp á súpu, sal- at og brauð í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi (kr. 500). Allur ágóði rennur til kærleiksþjónustu í söfnuð- inum. Sr. Kristján Valur Ingólfsson verður gestur safnaðarins þennan dag, annast altarisþjónustu og flytur eftir messuna erindi um almenna djáknaþjónustu út frá hinum al- menna prestdómi og svarar fyrir- spurnum. Séra Kristján Valur Ing- ólfsson kennir m.a. djáknafræði við guðfræðideild Háskóla íslands. Barnastarfið er í safnaðarheimili einnigkl. 11. Miðbæj armessa MIÐBÆR Reykjavíkur er sameign okkar allra sem í borginni búum. Við í miðbæjarstarfi KFUM/K og Dómkirkjunni viljum leggja okkar af mörkum til að bæta menningu og yf- irbragð miðbæjarins. Þess vegna ætlum við að hafa miðbæjarmessu í Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 1. október kl. 20.30. Þangað eru allir velkomnir, en messan verður upp- byggð með yngri kynslóðina í huga. Hljómsveitin Hringir (hr. Ingi. R) og Magga Stína ætla að sjá um tónlist- ina. Það verður örugglega til þess að kæta hugann að hlýða á þessa góðu listamenn sem höfða til fólks á öllum aldri með tónlist sinni. Ungt og vax- andi fólk úr þjóðkfrkjunni ætlar að tala og miðla sínum pælingum með okkur. Prestarnir Jóna Hrönn Bolla- dóttir og Jakob Ágúst Hjálmarsson þjóna. Boðið verður upp á smum- ingu eftir fyrirbæn í lok stundarinn- ar. Við hvetjum sérstaklega ungt fólk til að leggja leið sína í Dómkir- kjuna á sunnudagskvöldið. Allir vel- komnir. Dómkirkjan og Miðbæjarstarf KFUM/K. Tónlistarguðs- þjónusta í Hafn- arfjarðarkirkju UNDANFARIN ár hafa verið haldnar svokallaðar tónlistarguðs- þjónustur á vegum Hafnarfjarðar- kirkju. Tónlistarguðsþjónustan er sænsk að uppruna en hefur verið þýdd á íslensku. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlistarguðsþjónustan helguð íhuguninni og tónlistinni. Stutt hugleiðing og bænir tengjast þeirri tónlist sem flutt er hverju sinni. Einn listamaður eða einn hóp- ur listamanna tekur þátt í hverri tónlistarguðsþjónustu og setur þannig svip sinn og sérkenni á at- höfnina. Margir listamenn hafa tekið þátt frá árinu 1996, þegar tónlistar- guðsþjónustan var flutt í fyrsta sinn í kirkjunni. Sunnudaginn l.október fer fram fyrsta tónlistarguðsþjónusta þessa vetrar í Hafnarfjarðarkirkju. Þá mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja sálma og lög sem hún hefur valið af þessu tilefni. Tónlistarguðsþjónust- an hefst kl. 20.30 og allir eru að sjálf- sögðu velkomnir. Sr. Þórhallur Heimisson. Neskirkja. Tónleikar Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna kl. 17. Einleikarar Hildur Ársælsdóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir og., Áshildur Haraldsdóttir. Stjórnandi Ingvar Jónasson. Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11. Frilíirkjan Vegurinn: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Brauðs- brotning verður á báðum samkom- unum. KEFAS. Laugard.: Samkoma í Hlíðardalsskóla kl. 16. Ræðumaður Helga R. Armannsdóttir. Þriðjud.: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Föstud.: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allfr velkomnir. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl. 14. Allfr"*- að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Allir að mæta. Akraneskirkja. Barnastarfið hefst í dag, laugardag. Kirkjuskóli yngri bama kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Hvammstangakirkja. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Borgaraleg ferming 2001 Skráning er þegar hafin. Upplýsingar á heimaslóð: http://www.sidmennt.is og í síma 557 3734. Skráning í sama síma eða hopeful@islandia.is. I fyrsta sinn verður einnig boðið upp á námskeið, ætlað landsbyggðarfólki, ef næg þátttaka verður. Námskeiðið mun fara fram á tveimur helgum í Reykjavík. I Oíjartans papfjrí Merkjasala Hjálpræðishersins er árlegur við- burður. Enn á ný hafa meðlimir Hjálpræðishersins verið víða í bænum og selt merki. Eins og alltafhafa viðtökur verið góðar og merkja- salan gengið mjög vel. Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega sem keyptuð merkin. Þökkum líka öll hlý orð og viðurkenningu um starf Hjálpræðishersins á Islandi. Við óslqim [andi og pjóð SCessunar Quðs. Knut Gamst yfirforingi. Stöð 2 - til hvers?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.