Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ríkisútvarp - án hjálp- ar Morgunblaðsins Fjölmiðlar Lausnin er sú, segir Jón Asgeir Sigurðsson, að gera Ríkisútvarpið FRETTAFLUTNINGUR er helsti mælikvarði á þjónustu íjölmiðla við lýðræðið í landinu. í þeim efnum hefur þjóðin margoft fellt sinn dóm og hann hýóðar alltaf á sama veg: Ríkis- útvarpið - Útvarp og Sjónvarp eru áreiðanlegustu og traustustu frétta- miðlar á landinu. Morgunblaðið er þriðja í röðinni að áliti almennings. í könnun eftir könnun lýsir mikill meirihluti þjóðarinnar því yfir, að þetta séu helstu miðlar upplýsinga í mikilvægisröð: Útvarpið, Sjónvarpið og Morgunblaðið. Aðrir fjölmiðlar eru langt á eftir. Og við skulum hafa það alveg á hreinu að það eru ekki for- ystugreinar Morgunblaðsins sem al- menningur er að leggja dóm á, heldur hin metnaðarfulla fréttaþjónusta, hún er aðalsmerki blaðsins. Það er for- ystugrein Morgunblaðsins 24. september, sem er tilefni þessarar greinar. Hagsmunatengslin Sjónvarpsstöðvar hafa að undan- fömu fært ýmis rök fyrir því, að skynsamlegt sé að auka auglýsingar í sjónvarpi - á kostnað Morgunblaðs- ins. En Morgunblaðið vill auðvitað halda óskertum þeim milljarðatekjum sem það hefui' af auglýsing- um. Það sem blaðið seg- ir í ritstjómargrein um Ríkisútvarpið sunnu- daginn 24. september, ber að meta með hlið- sjón af rekstrarhags- munum Morgunblaðs- ins. Ríkisútvarpið er öflugasti fjölmiðillinn, sökum útbreiðslu og vegna þess trausts sem þjóðin ber til þess, og þessvegna leita auglýs- endur þangað. Morgun- blaðið vill selja Sjón- varpið og Rás 2, einfaldlega sökum eigin muna. Jón Ásgeir Sigurðsson tekjuhags- Ótti ritstjóra Morgunblaðsins við styrk Ríkisútvarpsins er svo mikill að blaðið þykist þess umkomið að inn- kalla pólitískar skuldir. í makalausri forystugrein í Morgunblaðinu á sunnudag em lokaorðin þessi: ,Að því leyti hefur Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri rangt fyrir sér í grein hér í Morgunblaðinu í gær, þegar Styttri og sveigj- anlegri vinnuvika A MORGUN taka gildi samkvæmt kjara- samningi Verzlunar- mannafélags Reykja- víkur og Samtaka atvinnulífsins ný ákvæði sem stytta samningsbundinn vinnutíma VR-félaga um 30 mínútur á viku. Úm 30 ár eru liðin frá því að samið var síðast um styttingu á vinnu- vikunni. Það athyglisverða er, að auk þess sem vinnuvikan styttist mun hún framvegis taka mið af virkum stundum, þ.e. þeim tíma sem unnið er að frá- dregnum kaffihléum. Umreiknað í virkar vinnustundir styttist vinnu- vikan hjá afgreiðslufólki í 36 stund- ir og 35 mínútur (úr 37.05) og hjá Vinnutími Meginforsenda þess að hér verði áfram öflugt atvinnulíf, segir Magnús L. Sveinsson, er að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins. skrifstofufólki í 36 stundir og 15 mínútur (úr 36.45). Markmiðið að auka sveigjanleika vinnutímans Það er mikið nýmæli að miða kjarasamning verslunarmanna við virkar vinnustundir, í stað hinnar hefðbundnu 38 eða 40 stunda vinnu- viku, eins og venja var, þegar kaffi- tímar voru taldir til vinnutímans, sem átti ekki að gera. Að baki virk- um vinnustundum býr sú hugsun að gera vinnuframlag félagsmanna sýnilegra en ella. Við það verður sjálft vinnufyrirkomulagið með- færilegra, þ.e. hvenær og hvemig vinnan fer fram, og svigrúmið til að gera það sveigjanlegt eykst. Af þeim sökum lagði VR í síðustu kjarasamningum þunga áherslu á að samhliða kröfunni um styttri vinnuviku yrði hún framvegis mið- uð við virkar vinnustundir. Magnús L. Sveinsson Miklar breytingar hafa orðið á vinnu- markaðinum á undan- förnum árum, m.a. vegna tæknivæðingar. Það er t.d. þekkt að hin hefðbundnu kaffí- hlé á skrifstofum eru víða aflögð, án þess að tillit sé tekið til þess hvað viðveru starfs- fólks varðar. Á einu ári samsvara þessi 15 mínútna kaffihlé á dag 7 daga vinnu. Það þýð- ir að frá og með 1. október á frítími þess starfsfólks sem tekur ekki kaffihlé að lengjast sem því svarar. Ávinningur félagsmanna VR Helsti ávinningur félagsmanna VR af þeim breytingum sem taka nú gildi felast því ekki einungis í vinnutímastyttingu. Með því að miða við virkar vinnustundir í stað hefðbundinnar vinnuviku gefast áð- ur óþekkt tækifæri til að gera vinnutímann sveigjanlegan, eða sveigjanlegri. Það hentar ekki öll- um félagsmönnum að taka álags- timabil út í yfirvinnu, svo að dæmi sé nefnt. Sífellt fleiri kjósa að eiga þess fremur kost að stytta vinnu- tímann sinn og um leið svigrúm til að sinna öðrum mikilvægum þátt- um lífsins samhliða vinnunni, svo sem fjölskyldunni. Þetta þýðir að sókn til betri lífskjara einskorðast ekki lengur við hina almennu kröfu um betri laun og launakjör. Öldin er önnur Fyrir síðustu kjarasamninga fór VR fram undir yfirskriftinni „Nú er öldin önnur“. Öldin er sannast sagna önnur í margs konar skiln- ingi. Atvinnuþátttaka hefur aldrei verið almennari, hvort heldur litið er til aldurs eða kyns og atvinnulífið hefur sjaldan einkennst af meiri fjölbreytileika en nú, svo að fátt eitt sé nefnt. Meginforsenda þess að hér verði áfram öflugt atvinnulíf er að auka sveigjanleika vinnumark- aðarins, þannig að hann geti tekist á við þá öru þróun sem nú á sér stað; sveigjanleika sem byggir grunn sinn á virkum vinnustundum og fjölbreyttu vinnufyrirkomulagi. Höfundur er formaður VR. hann segir: „Ríkisrekin afþreying í sjónvarpi allra landsmanna stendur fyrir sínu.“ Það getur ekki verið að út- varpsstjóra, með þann pólitíska feril að baki, sem hann á, sé alvara með þessum orðum.“ Morgunblaðið vill með öðrum orðum að Mark- ús Öm gangi flokks- pólitískra erinda í starfi sínu sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Grímulaus hvatning Morgunblaðsins til póli- tískrar spillingar af þessu tagi er óþolandi. Ríkisútvarpið er síður en svo galla- laust, en það sem hefur bjargað því í ólgusjó fjölmiðlunar er öflug innan- hússmenning sem almennir starfs- menn þekkja og framfylgja þrátt fyr- ir mótvinda. Kjamaviðhorf starfsmanna hefur mótast á mörgum áratugum og er í stuttu máli þetta: Ríkisútvarpið stuðlar að bættum lífs- skilyrðum þjóðarinnar með því að vera vandaður, ábyrgur og ómissandi vettvangur og uppspretta upplýsinga, fróðleiks og upplyftingar. Því miður nægir ekki að margir starfsmenn skynji hvað sé mikilvægt. Helstu hindran í vegi fyrir því að sjálfstætt. kjamaviðhorfið ráði ferðinni er að finna í núverandi stjómkerfi Ríkis- útvarpsins. Samkvæmt lögum hefur menntamálaráðherra alla þræði í hendi sér. Hann skipar útvarpsstjóra, ræður alla framkvæmdastjóra Ríkis- útvarpsins, hann skipar formann út- varpsráðs (sem ásamt þeim áður- nefndu myndar framkvæmdastjóm Ríkisútvarpsins) og ráðherrann ræð- ur tekjum Ríkisútvarpsins. Það vora íslensk stjómvöld sem hönnuðu þetta kerfi, en auðvitað nýtir ráðherra hveiju sinni þessa miklu valdastöðu í þágu eigin flokks og skoðana. Svona stjómkerfi þekkist hvergi, hvorki á Norðurlöndum né annars staðar á Vesturlöndum, en það er bara fram- hald af þeirri pólitísku spillingu sem var altæk hér á landi langt fram eftir tuttugustu öldinni. Staðreyndin er sú, að einn maður drottnar lögum sam- kvæmt algjörlega yfir Ríkisútvai-p- inu, og þar era hans menn í helstu valdastöðum. Lausnin Ríkisútvarpið er síður en svo galla- laust, en lausnin er sú að gera það sjálfstætt. Könnun sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey gerði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC sannar að alls staðar þar sem ríkis- útvarp er raunveralega sjálfstætt með sjálfstæðan fjárhag, þar neyðast „frjálsir" fjölmiðlar til þess að bæta sig. Almenningur hefur nefnilega eitthvað til að miða við þar sem fyrir hendi er vel rekið ríkisútvarp. Eins og í Ástralíu, Þýskalandi, Bretlandi, Sví- þjóð, Frakklandi, Kanada og víðar. Hefði Ríkisútvarpið verið lagt nið- ur árið 1985, þá sæju sjónvarps- stöðvar reknar í hagnaðarskyni enga ástæðu til þess að halda úti vönduðum fréttaflutningi, með æmum tilkostn- aði. McKinsey ráðgjafamir segja - að lokinni athugun á útvarpsmálum í helstu lýðræðisríkjum - að einungis ef einkamiðlar standi frammi fyrir öflugri fyrirmynd í formi ríkisút- varps, reyni þeir að spjara sig, en bjóði að öðrum kosti upp á lágkúra- lega auglýsingadagskrá. Þjóðin hefur áram saman sagt í skoðanakönnunum að Ríkisútvarpið ástundi vandaðan og ábyrgan frétta- flutning, það sé ómissandi vettvangur umræðu, fróðleiks og upplyftingar. Starfsmenn Ríkisútvarpsins era reiðubúnir að stórbæta dagskrána, gefist þeim færi. Það gefst ef völdin era tekin af menntamálaráðheira og færð í hendur fjölskipaðri útvarps- stjóm, og tekjur Ríkisútvarpsins enn- fremur auknar svo að það geti sinnt hlutverki sínu. Morgunblaðið ætti að láta af kröf- um um sölu eða sundurliðun Rfldsút- varpsins og hvetja fremur til þess að því veitist friður frá pólitískum af- skiptum, svo að hægt sé að efla metn- aðarfulla dagskrá þess til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Höfundur er formaður Starfsmanna- samtaka Ríkisútvarpsins. Símenntun og endur- menntun - Oft er þörf en rní er nauðsyn A BESTU tímum þegar þjónustan er sem verst - og hún hefur sjálfsagt á fáum stöðum verið slakari en einmitt hér á íslandi - þá hefur það oft hefur viijað gleymast í umræðunni hve þjónustustigið hér á landi er lágt. Því miður hefur okkur íslending- um ekki tekist sem skyldi að veita góða þjónustu né verið neitt sérstaklega færir í sölu- mennsku. Okkur hefur ekki heldur gengið sem best að skapa viðskipta- velviid né ná fram gæðasölum í okkar viðskiptum. Hver skyldi vera orsök þessa? Ef til vill er skýringin sú, að þrátt fyrir að við Islendingar teljum okkur fremsta og besta, þá er staðreyndin sú að við eram að mörgu leyti rétt skriðin út úr torfkofunum og eram langt á eftir nágrannaþjóðum okkar í þessum málum. Þó svo við getum státað okkur af metsölu í bflum per einstakling og metnotkun á farsímum o.s.frv. þá geta sjálfsagt flestir tekið undir það að í þjónustu er víða pottur brotinn. Hvað er hægt að gera í málinu? Svarið er einfalt - símenntun og end- urmenntun. En hvað er það sem fólk þarf að læra. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að hamingja og ánægja þess í starfi veltur á því sjálfu en er ekki ein- göngu á ábyrgð atvinnurekandans. Því miður verður að segjast eins og er, að í dag virðist þessu öfugt farið. Svo virðist sem það séu ekki lengur einstaklingar í hinum ýmsu geiram atvinnulífsins sem bera ábyrgð á sjálfum sér og gerðum sínum, heldur beri atvinnurekandanum skylda til að gera þetta eða hitt. Og vissulega ber hann ábyrgð, en það er fyrst og fremst starfsmaðurinn sjálfur sem ber ábyrgð á því hvort honum eða henni líkar starfið vel eða illa. Hér hefur orðið kúvending á síðastliðnum árum og í dag tala margir atvinnu- Gunnar Andri Þórisson rekendur um að þeir gefi ekki lengur tæki- færi til starfsfólks með því að skapa þeim vinnu heldur séu þeir sjálfir komnir undir hælana hjá starfsfólki sínu. Þessa breytingu kannast margir mjög vel við og því skyldi engan undra að gremju kenni hjá atvinnurek- endum í hinum ýmsu geiram og að þeir hugsi stundum til þess hvers vegna þeir ættu að vera að auka símenntun og endurmenntun hjá starfsfólki sem hvort eð er, er í þeim hugleiðingum að e.t.v. sé grasið grænna hinum megin við læk- inn vegna allra þeirra gylliboða sem era í gangi. Ekki bætir úr skák þegar starfsmaður hefur beint eða óbeint uppi hótanir um að hann fari bara eitthvert annað fái hann ekki það sem hann vill. Það sem vantað hefur í umræðuna er að starfsmannavelta sumra fyrir- tækja hefur stóraukist og í sumum fyrirtækjum þarf varla lengur viftu vegna þess að hurðin opnast og lokast svo hratt á eftir nýju fólki sem er að byija og hætta. Þetta hefur þær af- leiðingar að viðskiptavmurinn sér í sí- fellu ný og ný andlit og hann þarf sí- fellt að tengja sig við nýjar persónur þannig að viðskiptatryggð nær aldrei fyllilega að skapast. Enda er slíku starfsfólki oft nokkuð sama um það hvort viðskiptavinurinn er ánægður og ekki er lögð nein sérstök áhersla á að skapa viðskiptavelvild þar sem við- komandi hefur ekki hugsað sér að stoppa lengi á þessum vinnustað, hann lítur á vinnustaðinn sem stökk- pall til betri hluta. Hér þarf að koma til hugarfars- breyting. Það þarf að kenna fólki jafnframt því sem aukin er símenntun og endurmenntun varðandi það hvernig bæta skuli þjónustustig og fleira. Og hér kemur stóra spumingin: Er rétt að fjárfesta í símenntun og end- Þjónusta Það þarf að kenna fólki, jafnframt því sem aukin er símenntun og endur- menntun, segir Gunnar Andri Þórisson, hvernig bæta skuli þjónustustig og fleira. urmenntun á þessum tímum? Svarið er einfalt, Já. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Með breyttum tímum þarf þó að framkvæma þetta á annan hátt en áð- ur. í dag eram við á þjónustu-, upp- lýsinga- og tækniöld, en við eram líka á símenntunar- og endurmenntunar- öld. I rekstri fyrirtækja era starfs- mannamál oft erfiðasti þáttur rekst- ursins og þar af leiðandi þarf lausnir til að bæta úr því. Hér getur rétt sí- menntun og endurmenntun verið frá- bær lausn, þ.e.a.s þjappað starfsfólki saman, komið af stað meiri samheldni sem síðan leiðir til betri starfsanda, aukins árangurs í starfi og bættri þjónustu við viðskiptavini. Símenntun og endurmenntun mun aukast í framtíðinni og verða fastur hluti af rekstri fyrirtækja. Það má greinilega sjá hverjir það eru sem að staðaldri sækja símenntun og endur- menntun. Það er hæfasta starfsfólkið, hæfustu fyrirtækin, þeir einstakling- ar og fyrirtæki sem skara fram úr og vilja skara fram úr. Nú er tími til kominn að íslending- ar hætti að tala um mikilvægi símenntunar og endurmenntunar og láti í þess stað verkin tala. Þess vegna hvetur undirritaður einstaklinga og fyrirtæki til að kynna sér vel þar sem er í boði í símenntun og endurmennt- un. Höfundur er framkvæmdastjóri SGA símennt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.