Morgunblaðið - 30.09.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 30.09.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 57 KATTARÞYOTTUR JÓNS ÓLAFSSONAR ÉG SÉ í Morgunblaðinu 18. ágúst sl. að Jón Ólafsson heimspekingur, forstöðumaður hugvísindastofnunar Háskóla íslands, hefir snúið við blað- inu frá síðustu grein sinni í blaðinu, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki svara grein minni frá 24. júní, en vonaði að hann gæti átt við- ræður við mig í góðu tómi. Ég fagn- aði þessu og bjóst við að hann myndi hafa frumkvæði um viðræður fyrr eða síðar. Ekki veit ég hvað hefur komið yfir Jón, að hann skuli kjósa nú að svara grein minni. Svarið er reyndar allt í skötulíki. Að vísu byrjar hann grein- ina með nokkrum orðum um það sem var höfuðatriði í greinum mínum og kveikja þess að ég skrifaði þær, þ.e. rangfærslur og ósannindi um þátt Borgarfells í meintum fjárstuðningi Sovétríkjanna í bók hans. Jón segir orðrétt: „I síðustu grein sinni um þetta efni, en hún birtist í Morgunblaðinu 3. ágúst sl., tekur hann við að skrökva. Hann segir að ég fullyrði eitthvað um lánaveitingar og af- skriftir lána til íyrirtækis hans í bók minni. Það geri ég alls ekki; það voru allt önnur fyrirtæki sem fengu skuldaniðurfellingu gegnum mið- stjórn sovéska kommúnistaflokksins heldur en Borgarfell, eins og lesa má skýrum stöfum í bókinni." Það er með eindæmum hve Jón er berskjaldaður í röksemdafærslu sinni. Hann segir mig skrökva því að hann fullyrði eitthvað um lán og af- skriftir lána til Borgarfells. Það er rétt hjá Jóni að hann segir það hvergi orðrétt en allir sem lesa bók- ina eru ekki í nokkrum vafa um að Jón á við Borgarfell ekki síður en önnur fyrirtæki þegar hann telur upp ýmsar aðferðir til að koma fjár- munum til íslenskra sósíalista, enda fullyrðir hann að Borgarfell hafi þar verið í aðalhlutverki (sbr. bls. 117 í tilvísanaskrá): „Þessi fyrirtæki voru einkum Borgarfell, Baltic hf., Elting Trading Co., Borgarey og Mars Trading Co. Umsvif þess fyrst- nefnda og síðastnefnda voru mest.“ Jón segir endurtekið i bók sinni að ýmis fyrirtæki hafi verið stofnuð til styrktar Sósíalistaflokknum og nefn- ir þar til Borgarfell (réttilega), Mars Trading (ranglega), Baltic sem aldrei hóf starfsemi auk Elding Trading sem mér vitanlega var ekki tengt Sósíalistaflokknum á nokkurn hátt og að þessi fyrirtæki hafi síðan styrkt Sósíalistaflokkinn með fjár- framlögum. Sannleikurinn er sá að Borgarfell hefir aldrei styrkt Sósíal- istaflokkinn með einum einasta eyri, þótt skömm sé frá að segja. Mér þykir einnig ólíklegt að hin fyrirtæk- in hafi getað gert það, strax af þeirri ástæðu að samlögð velta þeirra hefir verið svo lítil að það væri útilokað. I bók Jóns eru taldar upp fimm að- ferðir Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna til þess að styrkja Sósíalista- flokkinn. Þar segir að þriðja aðferðin hafi verið að beina viðskiptum til fyr- irtækja sem tengd voru Sósíalista- flokknum og létu ágóðann renna til flokksins að einhverju eða öllu leyti. Fjórða aðferðin hafi verið lánveiting- ar til flokkshollra fyrirtækja sem sósíalistar stjórnuðu og slík lán síðan stundum afskrifuð eða aðeins greidd að hluta. Nú segir Jón að hann eigi ekki við Borgarfell hvað þetta síðasta snert- ir. Hann segir að hann eigi við allt önnur fyrirtæki en Borgarfell eins og lesa megi skýrum stöfum í bók- inni, en hefir þó undir rós látið að liggja að Borgarfell sé þar meðtalið. Nú er það svo að það eru líka ósann- indi hjá Jóni að Mál og menning og Mars Trading (hann mun eiga við þessi fyrirtæki) hafi fengið lán í Sov- étríkjunum sem hafi verið afskrifuð. Mars Trading fékk að því er ég best veit ekki lán þar og um afskriftir sem Jón talar um til handa fyrirtækinu voru útstrikanir á vörureikningum yfir gallaða vöru sem íyrirtækið fékk þaðan og ollu stórtjóni fyrir íyrir- tækið. Hvað Mál og menningu varð- ar mun hafa verið um að ræða skuldajöfnun vegna útgáfu og sölu rússneskra fagurbókmennta og vís- indarita samkvæmt samningi við bókafor- lagið Mesdunorodnaja Kniga (sbr. Ijósrit af einkabréfi Einars 01- geirssonar sem Jón birtir á kápusíðu bók- arinnar. Ósannindavaðall í bók Jóns Jón segir í grein sinni að ég hafi ekki til- tekið neitt úr bók hans sem hann geti ekki staðið við. Allir sem hafa lesið greinar mín- ar vita að ég hefi nefnt tug dæma þar sem sannleikanum er hallað og rang- færslur viðhafðar. Ekki ætla ég að misbjóða langlundargeði lesenda með því að endurtaka þær allar en nefni hér nokkur dæmi: Jón segir endurtekið að ágóði af fyrirtækjum í eigu flokksmanna hafi runnið til Sós- íalistaflokksins og nefnir Borgarfell sérstaklega. Þetta er uppspuni, Borgarfell hefir aldrei stutt Sósíal- istaflokkinn fjárhagslega. í bókinni segir að ein aðferðin við að styrkja Sósíalistaflokkinn hafi verið að Sov- étríkin hefðu beint viðskiptum til fyrirtækja sem tengd voru Sósíalistaflokknum. Engum við- skiptum var beint til Borgarfells nema ef nefna skyldi boð um kaup á tveim milljónum sippubanda! Jón skýrir frá því í bókinni að Borgarfell hafi samkv. Moskvuskjölunum haft einokunarstöðu um sölu á ritvélum frá A-Þýskalandi. Hreinn uppspuni. Ennfremur segir hann að það hafi smám saman orðið viðurkennd að- ferð að beita fyrirtækjunum til að fjármagna flokksstarfið. Hreinn uppspuni. Jón segir að Kommúnista- flokkurinn hafi fengið fjárstuðning frá Sovétríkjunum vegna kosning- anna 1937. Þetta er ósatt. Jón segir að MÍR hafi skuldað margra mánaða húsaleigu og ber Kristin Andrésson fyrir því. Þetta er ósatt. Hér læt ég staðar numið en af nægu er að taka um rangfærslur og ósannindavaðal og lýsi því yfir sem ég reyndar hefi gert áður að ekkert af því sem Jón segir í bók sinni um Borgarfell er rétt að því einu undanskildu að fyrir- tækið var upphaflega stofnað til að létta undir með íslenskri alþýðu í baráttunni við íhaldið, sem því miður mistókst. Lesendur skeri úr Ég læt lesendum eftir að skera úr um hvort þeir álíti að Jón hafi rétt fyrir sér. Hann segir að ég skrökvi þegar ég sagði að Jón hefði haldið því fram að Borgarfell hefði fengið lán frá Sovétríkjunum sem síðan hefðu verið afskrifuð. Jón neitar að hann hafi haldið þessu fram. Það er athyglisvert að Jón segir hér að ég skrökvi um málið en tekur ekki sterklega til orða með því að segja að ég segi ósatt því hann veit upp á sig skömmina að hafa talað undir rós án fullyrðinga. Það var heldur ekki til- viljun að Ámi Snævarr sagnfræðing- ur benti á Borgarfell sem höfuðpaur í sambandi við meintar fjárveitingar Sovétn'kjanna til Sósíalistaflokksins í „sæta skúbbinu sínu“ með því að birta mynd af aðsetri Borgarfells meðan hann sagði fréttina og Jón söng undir með fullyrðingum um að- ildina. Ég hefi ekki fullyrt neitt um að heimildir Jóns væru falsaðar, að- eins bent á að ef það stendur í Moskvuskjölunum að viðskiptum hafi verið beint til Borgarfells og Borgarfell þegið lánsveitingar sem síðan hafi verið afskrifaðar og að Borgarfell hafi látið ágóða renna til flokksins sé það bein fölsun og upp- spuni fi-á upphafi til enda. Undarlegt mat og harmatölur Jón segir að ábata- sömustu viðskipti við Sovétríkin hafi verið bifreiðainnflutningur. Ekki er ég viss um að allir skrifi undir þetta og myndu benda á að fiskútflutningur og inn- flutningur jáms og timburs hafi verið ábatasamari. Ef aðrar ályktanir og mat um menn og málefni í bók Jóns eru álíka traustar er vissara að taka öllu slíku með var- fæmi, vægt til orða tekið. Þó er það ekki svo að bók hans hafi enga já- kvæða þýðingu fyrir umræðuna um tengsl íslenskra sósíalista við Sovét- ríkin. Þar á ég einkum við þá kafla í bókinni þar sem hann birtir gömul bréf frá fyrstu tengslum sem ég treysti að séu rétt þýdd. Að vísu er sumt af því sem ritað er af Sovét- Það er með eindæmum, segir Halldór Jakobs- son, hve Jón er ber- skjaldaður í rök- semdafærslu sinni. mönnum undarlegur heilaspuni. í grein sinni nú svarar Jón ekki neinu úr greinum mínum heldur fer eins og köttur í kringum heitan graut. Eftir stendur enn að fá svar við hvaðan Jóni komi heimildirnar um aðalhlutverk Borgarfells í meint- um fjárstuðningi Sovétríkjanna við Sósíalistaflokkinn. Ef þær em úr Moskvuskjölunum er það hrein föls- un og em ósannindi hvaðan sem þær koma. Meginefni greinar Jóns nú er að útskýra fyrir áhugamönnum um hvað honum finnst umræðan um málið eiga að snúast. Jón myndi ekki hafa áhyggjur af því ef hann hefði vandað betur bók sína. Hann segir að hann hafi vonast til að bók hans myndi lyfta umræðunni um sögu sós- íalisma og kommúnisma upp á hærra plan en verið hefði. Þetta hefur ekki gerst. Hefði Jón strax eftir fyrstu grein mína um bókina eða jafnvel fyiT, því ég var búinn að segja Jóni, strax eftir Súfistafundinn, að hann færi með staðlausa stafi í bókinni um viss atriði, tekið af skarið og viður- kennt það opinberlega þótt ekki væri annað en að í bókinni væri að finna atriði varðandi Borgarfell sem ekki stæðust. Sérstaklega hefði hinn sið- lausi fréttaflutningur Árna Snævars og Stöðvar 2 átt að ýta við Jóni hvað þetta snertir. Þá hefðu málin strax komist á hærra plan og Jón fengið verðskuldað hrós fyrir. Ég gaf Jóni ástæðu til að benda á og viðurkenna að ranglega væri vegið að Borgar- felli, bæði á Súfistafundinum og strax eftir hann. Eigi veldur sá er varir. Jón tók því miður hinn lakari kost- inn að verja siðleysið og ósannindin en viðurkennir nú að umræðan hafi valdið sér sárum vonbrigðum. Hann Halldór Jakobsson nefnir annars vegar skrif manna á borð við Halldór Jakobsson, sem sér virðist eftir síðustu grein hans hafa þann tilgang einan að ómerkja sig og rannsóknir sínar með öllum tiltæk- um ráðum, jafnvel ósannindum (hvaða ósannindum, Jón?), hins veg- ar fýluleg ummæli þeirra sem telja að hann hefði átt að ganga í skrokk á sósíalistum og gera bókina að ein- hvers konar siðvæðingarrollu. Það er eins og maður sjái fyrir sér hveij- ir þeir fýlulegu eru. Það er óþarfi að nefna nöfn. „Það merkilega er, að mér virðist hagsmunir vinstri og hægri manna algjörlega falla saman í þessum efnum, hvorum tveggja kemur best að bókinni sé hafnað," segir Jón í grein sinni. Þessar harmatölur allar hefði Jón losnað við, annaðhvort með betri undirbún- ingi eða því að viðurkenna rang- færslurnar í bókinni eftir á. Það er umhugsunarefni að velta því fyrir sér að Jón skuU enn einu sinni halda því fram að það séu með- mæli með bókinni að hafa ekki sam- band við alla aðila sem hefðu getað gefið honum upplýsingar um tengsl- in við Moskvu, þegar hann segir: „Sannleikurinn er sá, að með því að skoða vinstri hreyfinguna frá því sjónarhorni sem Moskvuskjölin leyfa, má fá miklu fyllri, heillegri og áhugaverðari mynd af henni heldur en af frásögnum manna eins og HaH-. dórs Jakobssonar og annarra stríðs- manna kalda stríðsins á íslandi." Hvaða frásagnir mínar skyldi Jón eiga við? Og hveijir byrjuðu kalda- stríðstalið nú, ég eða Jón og félagar hans? Það er hárrétt hjá Jóni þegar hann segir að það liggi ljóst fyrir að til að gera sósíaUsma á íslandi skil verði að fara til Rússlands og grafa upp heimildir, en það þarf að gera það á hlutlausan máta og gæta þess að sannreyna frásagnir og rasa ekki um ráð fram með einUtum ályktun- um vegna algjörs sambandsleysis við aðUa málsins. Á sama máta er ekki hægt að skrifa sögu kapítalismans hér nema fara til fjölda landa nær og fjær. ísland er í þessum skilningi ekki eyland og íslandssagan verður ekki skrifuð nema með því að fara vítt og breitt um allan heim og rannsaka skjöl. Fjölmiðlar ekki marktækir? Mér er um megn að skiija hvert Jón er að fara með því að segja: „Það ber vott um ákveðinn mis- skilning HaUdórs og fleiri að taka þvílíkt mark á umfjöllun og fram- setningu í fréttum þegar um flókin mál eins og stjómmálasögu er að ræða.“ Hér mun Jón eiga við fréttaflutn- ing Stöðvar 2. Þetta er nýstárleg kenning hjá heimspekingnum. Það á ekki að taka mark á fjölmiðlum þeg- ar þeir fjalla um stjómmálasögu, segir Jón. Ekki veit ég hvað Árni Snævarr sagnfræðingur og yfir- menn hans á Stöð 2 eða aðrir fjöl- miðlamenn segja um þetta. Það er þó framför hjá Jóni að viðurkenna undir rós að ekki sé mark takandi á frétta- flutningi Stöðvar 2. Það er einnig gott að Jón skuU taka það sérstak- lega fram að það virðist ekki tíðkast að menn undirbúi sig áður en þeir koma fram í fjölmiðlum að tjá sig um j aðskiljanlegustu efni. Vonandi skilur Ami sneiðina. Að síðustu kemur Jón að tengslum íslenskra sósíalista við Sovétríkin. Hann vill nú ekki tala meira um Rús- sagullið, en það gengur eins og rauð- ur þráður gegnum alla bókina, allt frá tíundu síðu, og segir nú: „Nær er að setjast niður og velta fyrir sér spumingum sem raunveru- lega skipta máli: Hvernig stendur á því að formaður SósíaHstaflokksins hafði miklu betri og nánari tengsl við ráðamenn stórveldisins í austri held- ur en andstæðingar hans í pólitík virðast hafa haft við bandamenn er- lendis?“ Ég hef margítrekað að ég hefi ekki borið brigður á tengsl íslenskra kommúnista og sósíalista við ráða- menn Sovétríkjanna, enda stendur það í stefnuskrám flokka þeirra að fylgst skuli með framvindu sósíalismans þar og það var auðvitað ekki hægt nema að hafa einhvers- konar samband við stjórnvöld lands- ins. Þetta samband fór síversnandi með árunum þegar séð var að hug- sjón sósíalismans var ekki í heiðri höfð í Sovétríkjunum. Komintren-Bilderberg Ekki veit ég hvað fræðimaðurinn ^ Jón hefir fyrir sér þegar hann full- yrðir að formaður SósíaUstaflokks- ins hafi haft miklu betri og nánari tengsl við ráðamenn stórveldisins í austri en andstæðingar hans við bandamenn sína í pólitík erlendis virðast hafa haft. Það er þó sýnUegt að Jón hefir efasemdir því að hann notar hér orðið „virðast" en fullyrðir ekki, enda er ekki allt sem sýnist og Jón mun hafa nasasjón af einhveiju sem heitir Bilderberg-samtökin. Vit- að er að forystumenn andstæðinga sósíaUsta hafa árum saman sótfr fundi þess félagsskapar sem er sam- tök manna yst tU hægri í baráttu við félagshyggju og fijálslyndi. Þótt leynd eigi að hvfla yfir þessum fé- lagsskap hefir þótt við hæfi, lesandi góður, að þú greiðir hluta af kostnaði við þessi samtök, samkv. ágætri grein Gríms Hákonarsonar í Dag- blaðinu-Vísi 16. september sl. Ekki getur Jón Ólafsson verið al- veg viss um að forystumenn and- stæðinga sósíaUsta hafi ekki sótt fundi fleiri sUkra samtaka sem eru enn leynUegri en það nægir að vita um tengsl þessara manna við Bilder- berg sem er nokkurskonar Komitem afturhaldsaflanna sem þú, lesandi góður, ert látinn borga kostnað við, að þér forspurðum. Jón endar grein sína á nokkrum upphrópunum sem öllum má snúa upp í andhverfu sína og spyija: Hvað græðir íhaldið pólitískt á Bilderberg- tengslunum? Hveiju tapar það? Hverskonar afl eru kapítaUstar í ís- lenskri pólitík? Hver verður arfleifð kapítalismans á íslandi? Hver er þáttur BUderberg og annarra leyni- samtaka íhaldsins í gerð íhalds- aflanna hér? Já, hvers vegna skrifar fólk ekki greinar í blöðin um þessar spurningar frekar en að einblína á aukaatriði? Ég mun nú láta staðar numið um frekari skrif um bók Jóns og frétta- flutning Stöðvar 2. Það er að bera í bakkafullan lækinn að þurfa sífellt * að misbjóða þolinmóðum lesendum með sífelldum endurtekningum úr fyrri greinum vegna þess að mér hefir verið svarað út í hött. Höfundur er fyrrverandi forstjóri. GOJU-RYU KARATE Karatedeild Fylkis Byrjendanámskeiðln eni liafln Stundaskra: Bðm byijendun Mán. og Föstud. kl. 18:15 Fuliorðnir byijendun Mán., mið. og Föstud. kl. 19:15 Upplýsingar í síma: 896 3010 eða 567 6467

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.