Morgunblaðið - 30.09.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 30.09.2000, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Ársfundur NAMMCO í Noregi Madeleine Albright heimsækir ísland í dag Unmð að sam- eiginlegum hvalatalningum Á 10. FUNDI Norður-Atlantshafs- tengsla og frekari vísindasamvinnu sjávarspendýraráðsins (NAMMCO), sem var haldinn í Sandefjord í Noregi dagana 26. til 28. september, var m.a. ákveðið að vísindanefnd NAMMCO ynni áfram að undirbúningi og sam- ræmingu á sameiginlegum hvala- talningum aðildarþjóðanna. Þær eiga að fara fram næsta sumar og beinast aðallega að stofnstærðar- mati á hrefnu og langreyði. NAMMCO var stofnað árið 1992 af núverandi aðildaþjóðum. Markmið NAMMCO er að stuðla með samráði og samvinnu að stjórnun, verndun og rannsóknum á sjávarspendýrum í Norður- Atlantshafi. • Gistisamningur undirritaður í tengslum við fundinn var ritað undir gistisamning milli Noregs og NAMMCO. Sjávarútvegsráðherra Noregs, Otto Gregusen, ritaði und- ir samninginn fyrir hönd Noregs en formaður NAMMCO, Amalie Jessen, fyrir hönd NAMMCO. Samningurinn kveður m.a. á um réttindi og skyldur NAMMCO, sem alþjóðastofnunar með aðsetur í Noregi. Ray Gambell, sem nýlega lét af störfum sem framkvæmdastjóri Alþjóðahvalveiðiráðsins, var gesta- fyrirlesari á fundinum. I ræðu sinni fór hann yfir stjórnun hval- veiða síðustu áratugi og vísindi og stjórnmál í því sambandi. Vísindanefnd NAMMCO kynnti niðurstöður sínar varðandi ástandsmat á m.a. Vestur-Græn- landsstofni mjaldurs, sem er sam- eiginlegur stofn Grænlands og Kanada. Fram kom að miðað við núverandi veiðiálag eru verulegar líkur á hruni stofnsins innan 20 ára. Lýsti NAMMCO yfir veruleg- um áhyggjum á ástandi stofnsins en stjórnunarákvarðanir eru tekn- ar á vegum sameiginlegrar stjóm- unarnefndar Grænlands og Kan- ada. NAMMCO hvatti til nánari milli NAMMCO og sameiginlegu stjórnunarnefndarinnar. Einnig var fjallað um úttekt vís- indanefndarinnar á Vestur-Græn- landsstofni náhvals, langreyðar við Færeyjar og hnísu í Norður- Atlantshafi. Vísindanefndin kynnti stöðu rannsókna á samspili sjávar- spendýra og fiskveiða í efnahags- legu tilliti. Kom m.a. fram að afrán sjávarspendýra nemur svipuðu magni á sjávarfangi og fiskveiðar á ýmsum svæðum í Norður Atlants- hafi. Talsvert skortir þó á að unnt sé að meta efnahagsleg áhrif þessa afráns miðað við núverandi þekk- ingu. NAMMCO lagði áherslu á mikilvægi rannsókna á þessu sviði og samþykkti í samræmi við tillög- ur vísindanefndarinnar að hún ein- beitti sér m.a. að efnahagslegum áhrifum afráns hrefnu við Island. í þessu sambandi lýsti NAMMCO yfir mikilvægi rannsókna á hlut- verki sjávarspendýra í vistkerfí hafsins og lýsti yfir stuðningi við rannsóknir Japans í vesturhluta N orður-Kyrrahafs. Vinnufundur á íslandi á næsta ári Ákveðið var að halda vinnufund á Islandi næsta ár um veiðiaðferðir á sjávarspendýrum og undirbúa ráðstefnu um samþættingu þekk- ingar veiðimanna og vísindamanna. Fundinn sátu fulltrúar aðildar- þjóða NAMMCO sem eru auk ís- lands, Noregur, Grænland og Fær- eyjar. Þá voru fulltrúar Japans, Rússlands, Danmerkur og Kanada á fundinum auk fulltrúa alþjóða- stofnana og samtaka. í sendinefnd íslands voru Kristín Haraldsdóttir, sjávarútvegsráðuneytinu, formað- ur sendinefndarinnar, Eiður Guðnason, sendiherra, Kolbeinn Árnason, sjávarútvegsráðuneytinu, Gísli Víkingsson, Hafrannsókna- stofnuninni, Kristján Loftsson og Konráð Eggertsson. Hagræði fynr fískkaupendur Sameining- Reiknistofu fiskmarkaða hf. og íslandsmarkaðar hf. TVÖ stærstu fyrirtækin í tölvu- þjónustu fyrir íslenska fiskmarkaði, Reiknistofa fiskmarkaða hf. og ís- landsmarkaður hf. hafa sameinast í eitt fyrirtæki og nafn fyrirtækisins verður Islandsmarkaður hf. Bæði félögin hafa annast rekstur tölvu- kerfa fyrir fiskmarkaði landsins sem eru 20 talsins með 30 starfs- stöðvar. Fiskmarkaðirnir skrá dag- lega upplýsingar um framboð á ferskum fiski inn í sölukerfi ís- landsmarkaðar sem selur fiskinn i fjarskiptauppboðum með þátttöku 150-200 fiskkaupenda. Upplýsingar um framboð og sölu fisks á einum stað „Sameining þessara félaga hefur margþætt hagræði í för með sér fyrir fiskkaupendur. Fyrir samein- ingu þurftu fiskkaupendur að kaupa bankaábyrgðir fyrir sitthvort sölukerfið og voru í mörgum tilfell- um með fullnýtta ábyrgð á öðru sölukerfinu en vannýtta á hinu. Sameiningin upprætir þetta vanda- mál og gerir auk þess að verkum að nú eru allar upplýsingar um fram- boð og sölu á fiski aðgengilegar á einum og sama staðnum. Aætlað er að búið verði að koma öllum fisk- mörkuðum á eitt uppboðs- og sölu- kerfi í lok nóvembermánaðar." Bætir þjónustuna við fískmarkaði „Reiknistofa fiskmarkaða tekur yfir allar eignir og skuldir íslands- markaðar við sameininguna. Hún eykur hagkvæmni í rekstri fyrir- tækjanna, auðveldar frekari upp- byggingu tölvukerfanna, eykur möguleikann á að flytja út íslenska þekkingu á þessu sviði og bætir þjónustuna við fiskmarkaði, fisk- kaupendur og -seljendur. Á vegum þessara fyrirtækja hefur verið hannað háþróað tölvukerfi sem hef- ur m.a. verið selt til notkunar á fiskmarkaði í Bandaríkjunum og Þýskalandi,“ segir í frétt fyrirtækj- anna um sameininguna. Stjórnarformaður íslandsmark- aðar er Sigurbjörn Svavarsson en Ingvar Örn Guðjónsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Reikni- stofu fiskmarkaða, verður fram- kvæmdastjóri hins sameinaða fé- lags. „Kvenhaukur“ af tékkneskum uppruna MADELEINE K. Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kem- ur í opinbera heimsókn til íslands í dag, til viðræðna við íslenzka ráða- menn. Engin kona í bandarískri stjómmálasögu hefur gegnt æðra pólitísku embætti en Albright. Bill Clinton forseti skipaði hana utanrík- isráðherra ríkisstjórnar sinnar í des- ember 1996 og tók hún við því í jan- úar 1997, við upphaf seinna kjörtímabils Clintons. Hún er 64. ut- anrfkisráðherrann í sögu Bandaríkj- anna. Albright fæddist í Prag árið 1937 undir nafninu Marie Jana Korbel- ova. Faðir hennar, Josef Korbel, var í utanríkisþjónustu Tékkóslóvakíu. Fjölskyldan fluttist til Lundúna árið 1939, er Hitler hafði innlimað Tékk- land í ríki sitt. Hún sneri aftur til Prag eftir stríðið, en hafði þar skamma viðdvöl. Árið 1948, er kommúnistar höfðu tekið við völdum í Tékkóslóvakíu, fluttist Korbel-fjöl- skyldan til Denver í Bandaríkjunum. Það vakti athygli og umtal, er það virtust henni nýjar fréttir, þegar henni var bent á, í febrúar 1997, að báðir foreldrar hennar hefðu verið af gyðingaættum. Þrennt af öfum hennar og ömmum hefði látið lífið í helförinni. Pólitískt hugarfar mótað af lærdómum sögunnar „Hugarfar mitt er mótað af Múnchen[fundinum]; flestra af minni kynslóð er mótað af Víetnam," eru fleyg orð sem Albright lét falla á fyrsta embættisári sínu. Með þeim átti hún við, að lærdómar sögunnar sem hún hefur tileinkað sér eru að minna leyti um hættuna á því að landið sem hún er í forsvari fyrir dragist niður í kviksyndi, heldur að meira leyti um hættuna af því að halda að sér höndum í alþjóðamál- um. Leiðtogar stórvelda Evrópu lögðu á Múnchen-fundinum svokall- aða árið 1938, í nafni þess að koma í veg fyrir stríð, blessun sína yfir innlimun Súdetahéraða Bæheims í Hitlers-Þýzkaland, og þar með í raun endalok sjálfstæðrar Tékkó- slóvakíu. Mið- og Austur-Evrópu hefur reyndar lengi átt hug Albright. í Reuters Madeleine Albright doktorsritgerð sinni í stjórnmála- fræði, sem hún skrifaði við Columb- ia-háskóla í New York árið 1976, fjallaði hún um hlutverk fjölmiðla í róstunum í Tékkóslóvakíu árið 1968. Meistarprófsritgerð hennar árið 1968 fjallaði um sovézku utanríkis- þjónustuna og meðal annarra bóka sem hún hefur skrifað fjallar ein um hlutverk fjölmiðla í róstunum í Pól- landi upp úr 1980. Albright talar, auk ensku, tékk- nesku og frönsku og getur lesið pólsku og rússnesku. Áður en hún var skipuð utanríkis- ráðherra var hún sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hún var forseti Center for National Policy, rannsóknastofnun um opin- bera stefnumótun í Washington, og var meðal kennara í diplómataskóla Georgetown-háskóla. Eftir að Albright tók við embætti sögðu fréttaskýrendur hana vera harða í hom að taka, en sveigjan- lega. Sjálf hefur hún kosið að lýsa sér hvorki sem „hauki“ né „dúfu“, heldur sem „uglu“. Þó hefur hún, að sögn Lundúnablaðsins Daily Tele- graph, gjaman látið sér lynda að vera lýst sem „hauki“, þar sem stjómmálamenn af því sauðahúsi þættu ákveðnir og væra svo að segja „í tízku“. Hefur ekki útilokað for- setaframboð í Tékklandi Samkvæmt bandarísku stjórnar- skránni eru bandarískir ríkisborgar- ar, sem fæðzt hafa erlendis, útilok- aðir írá því að mega bjóða sig fram til forseta. Hins vegar var nokkuð þrýst á Albright að gefa kost á sér í forsetakosningum í Tékklandi. Vaclav Havel, sem verður að hætta sem forseti Tékklands árið 2002, stakk fyrst upp á því árið 1998 að hún gæfi kost á sér til að verða eftir- maður sinn, og fram á þetta ár hafa sögusagnir sprottið upp við og við um að hún væri ekki fráhverf þess- um möguleika, þótt talsmaður henn- ar bæri það jafnan til baka. Að sögn bandaríska tímaritsins Time mun hún sjálf þó hafa tjáð Havel að hún myndi ekki endanlega gera upp hug sinn í þessu máli fyrr en eftir að skipunartímabil hennar í ríkisstjórn Clintons er runnið út, þ.e. í byrjun næsta árs. Albright hefur, að sögn CNN, leynt og ljóst notfært sér stöðu sína sem utanríkisráðherra til að koma konum í há embætti og styðja við bakið á kynsystram sem náð hafa langt. Og hún hefur svarið að gera allt sem í hennar valdi stendur til að stuðla að þvi að kona verið kosin for- seti Bandarikjanna. Á fundi í siðustu viku á vegum samtakanna „The White House Project", sem hafa helgað sig því markmiði að koma konu í valda- mesta embætti heims á næstu tíu ár- um, fór Albright yfir embættistíð sína sem utanríkisráðherra. Sagðist hún hafa komizt að því, að til að gegna hlutverki málsvara Banda- ríkjanna með skilvirkum hætti er- lendis breytti það engu að hún væri kona. Þeir erlendu ráðamenn, sem hún hefði þurft að skipta við, virtu hana sem fulltrúa Bandaríkjanna og kyn hennar skipti þar engu máli. „I hreinskilni sagt finnast mér banda- rískir karlmenn erfiðari við að eiga en erlendir ráðamenn," sagði hún. Spáði hún því að baráttan fyrir því að konur fái rétt sinn til jafnréttis á öllum sviðum viðurkenndan yrði eitt af mótandi öflum 21. aldarinnar í heiminum. Abdurrahman Wahid Segist krefjast nýrra málaferla Jakarta. AP. ABDURRAHMAN Wahid, forseti Indónesíu, krafðist þess í gær að málaferli gegn Suharto, fyrrum ein- ræðisherra landsins, yrðu hafin að nýju og heiðarlegur dómari að þessu sinni látinn fara með málið, en dóm- stóll úrskurðaði á fimmtudag að spillingarákæra á hendur Suharto skyldi vísað á bug vegna varanlegs heilsubrests. Wahid, sem er þessa dagana í op- inberri heimsókn í Brasilíu, sagði fjölmiðlum að hann væri óánægður með þann úrskurð dómara að heilsu- far Suharto væri of bágborið til að hann gæti setið réttarhöld. „Ég hef beðið starfandi forseta hæstaréttar að leita að heiðarlegum og ákveðnum dómara sem ekki er hægt að kaupa,“ hafði Antara-fréttastofan eftir Wahid. „Hænsnaþjófar sæta fanga- vist. Suharto var ekki settur í fang- elsi heldur var honum leyft að dvelja heima hjá sér.“ Réttarhöldin hafa verið talin með- al mikilvægari þátta í þeirri stefnu Wahids að uppræta spillingu og fjár- drátt með lýðræðislegum umbótum í landinu. Ríkissaksóknari hefur þeg- Lalu Mariyun Abdurrahman Wahid ar sagst munu áfrýja úrskurði dóm- aranna. Lalu Mariyun, yfirmaður nefndar fimm dómara sem fjölluðu um málið, hafnaði því í gær alfarið að nokkuð væri óviðurkvæmileg við málsmeð- ferð. „Ég mótmæli þeim orðum Wahids forseta sem gefa í skyn að dómararnir sem fjölluðu um mál Suhartos séu falir,“ sagði Mariyun. Sá úrskurður dómaranna að öllum ákæram á hendur Suharto skyldi vísað á bug leiddi til óeirða á götum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, á fimmtudag. Vitað er til þess að einn hafi látið lífið og tugir slösuðust. Ford snýr sér til Michelin Detroit. AP. BANDARÍSKA bílafyrirtækið Ford skýrði frá því í vikunni að hjólbarðafyrirtækið Michelin myndi sjá því fyrir megninu af hjólbörðum sem notaðir yrðu í vin- sælustu gerðina af Explorer-bflum. Hingað til hafa aðeins verið not- aðir hjólbarðar frá fyrirtækinu Bridgestone/Firestone í Explorer- bílana. Áður hafði dekkjafyrirtæk- ið kallað inn 6,5 milljónir Fire- stone-hjólbarða vegna gruns um að þeir væra gallaðir. Grunur leik- ur á að gallaðir hjólbarðar frá fyr- irtækinu hafi valdið umferðarslys- um sem hafi kostað alls 101 mann lífið. Ennfremur var skýrt frá því að í dómskjölum kæmi fram að á ár- unum 1990-95 hefðu bílaeigendur oftar kvartað yfir gölluðum hjól- börðum frá Firestone-verksmiðju í Norður-Karólínu en öðrum verksmiðjum fyrirtækisins. Þetta er ekki í samræmi við fullyrðingar fyrirtækisins um að gallarnir stafi aðallega af brotalömum í gæðaeft- irliti í verksmiðju fyrirtækisins í Illinois.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.