Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLADItí LAUGAKUAGUK 30. SLFi'KMBtíK 2000 FÓLK í FRÉTTUM Atli Örvarsson vinnur í Los Angeles við að semja kvikmyndatónlist Þrjóskan er það eina sem dugar til að ná langt í Los Angeles þar sem búa fleiri listamenn en í nokkurri annarri borg heims. Hildur Loftsdóttir hitti Atla Orvarsson kvikmynda- tónskáld á ströndinni. ÞAÐ er fullt af fólki héma í Los Angeles sem lang- ar ta að „meika“ það og lifa í sviðsljósinu. Ég held samt að til að end- ast í kvikmynda- og tónlistarbrans- anum hérna þurfi fólk að hafa mjög mikla löngun til þess, annars myndi það ekki leggja á sig það sem þarf,“ segir Atli Órvarsson 30 ára kvik- myndatónskáld sem kom til Engla- borgarinnar fyrir tveimur árum og gengur nú mjög vel í hinni hörðu samkeppni sem þai- ríkir. Atli vinnur hjá sjónvarpsþáttatón- skáldinu Mike Post, hefur samið tónlist fyrir nokkrar myndir, m.a Bad Dog, og unnið til ýmissa verð- launa, og nú seinast í samkeppni ungra tónskálda hjá Turners Classic Movies TV. „Hugmyndina á bakvið samkeppn- ina var að gefa ungum tónskáldum tækifæri á að semja tónlist við gaml- ar myndir frá því tímabili þegar spil- að var á píanó eða orgel á staðnum og engin tónlist er því til við flestar þessara mynda. Á vefsíðunni þeÚTa voru myndskeið úr nokkrum mynd- um og maður gat valið eitt þeirra til að semja tónlist við og sent tilbaka á MP3 vefsíðu, sem maður býr sér til. Þannig mættust gamli og nýi tím- inn,“ útskýrir Atli sem hlaut verð- laun sem einn af þremur hlutskörp- ustu af 200 keppendum. „Það var mjög gaman að vinna. Ég tek þátt í öllum samkeppnum til þess að kynna mig, því hér skiptir 80% máli hvem þú þekkir og 20% hvað þú getur.“ Varð ekki aftur snúið „Ég var 22ja ára þegar ég byrjaði í Berklee College of Music í Boston, og vissi bara að ég þurfti að komast burt frá Islandi og læra meira. Var búinn að fá gull- og platínu-plötur með Sálinni, spila með Todmobile, í Eurovision og gera eiginlega allt sem mig langaði að gera. Eg skráði mig í djasspíanóleik, en valdi síðan kvik- myndatónlistarprógrammið sem er gríðarlega fjölbreytt. Maður lærir útsetningar, upptökur, vinnur með tölvur og við tónsmíðar sem er mjög hagkvæmt. Ég sá ekkert endilega fram á að vinna við kvikmyndatón- smíðar, en svo komst ég að því að þetta var listform sem hentaði mér mjög vel. Þegar ég hafði prófað það einu sinni varð ekki aftur snúið.“ - Oggekk þér vel? „Já, ég vann samkeppni um að semja lag fyrir útskriftina í tilefni 50 ára afmælis skólans og fékk ein- hverja heiðursorðu," segir Atli og hlær við tilhugsunina. Eftir Berklee fór Ath í meistara- uám í kvikmyndatónlist í North Car- olina School of the Arts sem er virtur listaskóli. „Þar kynntist ég David McHugh, prófessornum mínum, sem hefur haft gríðarlega áhrif á mig og mitt líf. Hann byggði upp trúna hjá mér að ég gæti gert hvað sem ég vildi, eins- og það að koma mér áfram í Los Angeles. Þangað til hafði mér eigin- lega bara fundist það fjarlægur draumur. En það eru engir þröskuld- ar, maður býr þá bara til í hausnum." Mike Post er gæðastimpill Örlögin gripu svo í taumana þegar Atli vann samkeppni um að fara í starfskynningu hjá Mike Post. „Þá hafði ég einhvem byrjunarreit í Los Angeles og ég ákvað að flytja hingað. Það hefur líka komið á dag- inn að 80-90 % af þeim verkefnum sem ég hef fengið, hafa komið í gegn- „Maður þarf að líta á sig sem kvikmyndagerðarmann númer eitt og tónskáld númer tvö,“ segir Atli. Það eru engir þröskuldar m*» rttnoMAN mmtmm MICMáli ruuu mm mxwtmsm ttjjgýrm ívafAKf* Bt'tsy MElfcS twm* JW.ttlHrMM.EK IKNNS WU9W& *vc*wr útt*MJL MUMtK tttMtmt KNKCN bMMAUUA B A O © as» Veggspjald stuttmyndarinnar Bad Dog sem Atli samdi tónlistina við. um Mike. Nú tveimur árum síðar losnaði staða hjá honum og ég er aft- ur byrjaður að vinna fyrir hann sem er mjög mikilvægt skref fyrir mig. Það skiptir mjög miklu máli að vinna með þekktum nöfnum, og hann er nokkurs konar gæðastimpill fryir mig.“ Mike Post er með stærstu nöfnum í sjónvarpstónlist í Hollywood, og eru margir þættir sýndir á íslandi sem hann hefm- samið tónlistina við, einsog NYPD Blues, LA Law og Hill Street Blues. „Hann verður með fimm eða sex sjónvarpsþætti í vetur, og gerir því bara beinagrindina að tónlistinni og við aðstoðarfólkið vinnum út frá því. Ég verð í útsetningum og upp- tökustjóm svona fyrsta árið og kannski sem ég einhverja bakgrunnstónlist, eins og ef atriði gerist á veitingastað, eða eitthvað slíkt. En vonast svo til að verða far- inn að semja eftir eitt til tvö ár.“ í annarri vídd - Hefur þá draumurinn ræst? „Ég stefni að því að semja kvik- myndatónlist, en mjög mörg virt kvikmyndatónskáld hófu ferilinn í sjónvarpi, og það er alveg frábært tækifæri til að komast inn í brans- ann. Og líka fín þjálfun því pressan er svo mikil. Að semja tónlist er ekk- ert öðruvísi en hvað annað. Eftir því sem maður gerir meira af því, því betri verður maður og getur unnið hraðar.“ - Hver er aðalmunurinn á því að semja fyrir sjónvarp eða kvikmynd? „I rauninni gilda sömu megin- reglur, jafnvel í auglýsingum. Maður bætir við myndina sálfræðilegri dýpt og undirstrikar það sem er að gerast í myndinni en í annarri vídd. Sann- leikurinn er sá að 90% af fólki tekur ekki eftir tónlist í sjónvarpi og kvik- myndum og á ekkert endilega að gera það, því hún er hluti af kvik- myndinni. Maður þarf að líta á sig sem kvikmyndagerðarmann fyrst en tónskáld númer tvö. Alveg eins og með búningahönnun eða lýsingu. Allt þarf að falla nákvæmlega að mynd- inni. Einhverra hluta vegna er þetta það sem mér finnstsvo skemmtilegt. Ekkert gefur mér jafn mikið og að taka atriði úr mynd og bæta við hana tilfinningu sem er kannski til staðar en auka við hana með því að semja viðeigandi tónlist." - Sum tónskáld vilja nú láta heyra ísér... „ Tónlist gegnir mismunandi hlut- verkum í mismunandi myndum. Þeir sem eru færastir í þessu geta sam- einað hvort tveggja. Ná að uppfylla allar þarfir myndarinnar, og láta tónlistina sitja eftir í áhorfendunum, án þess að draga til sín of mikla at- hygli en þó stendur hún fyllilega fyr- ir sínu upp á eigin spýtur. Það fannst mér heppnast mjög vel í Schindler’s List.“ Tónlistin hefúr hlutverk í Bad Dog - Hvemig kvikmyndir myndir þú helst vilja semja tónlist við? „Þessar mannlegu myndir sem eru að verða vinsælli, einsog American Beautyeða Shawshank Redemption. Annars er ég hálfgert kameljón. Mér finnst mjög gaman að gera allar teg- undir af tónlist. Um daginn gerði ég tónlist við hasarteiknimyndaþátt og það var alveg rosalega skemmtileg. Þetta er eiginlega einsog leikur eða íþrótt, þar sem þarf að leysa þraut- ina. Seinasta myndin sem ég vann við var einmitt stuttmyndin Bad Dog. Leikstjórinn Peter Freedman var búinn að leita lengi að tónskáldi, hlustaði á marga diska frá fullt af tónskáldum, en hafði ekki fundið hinn hreina tón. Það var sameigin- legur vinur okkar sem benti honum á mig. Hann var að leita að suður- amerískri tónlist, jafnvel ítalskri, og það vildi þannig til að ég hafði unnið sjónvarpsþætti í fyrra með þannig tónlist, sem var einmitt á mínum diski.“ -Hvererhann? „Hann hefur aðallega unnið sem handitshöfundur í sjónvarpsþáttum og þetta er hans fyrsta mynd. Þetta er svona lítil sæt gamanmynd með neyðarlegum húmor. Þetta var mjög skemmtileg vinna, bæði að semja tónlist í þessum stíl og svo fékk ég tækifæri til að spila á harmonikku sem mér finnst gaman að spreyta mig á. Peter er mikill aðdáandi Enn- io Morricone og Nino Rota og við höfðum þá félaga til hliðsjónar. Best var að Peter vildi að tónlistin léki stórt hlutverk í myndinni og ég fékk tækifæri til að gera nokkum veginn það sem ég í rauninni vildi sem er frekar óvenjulegt." -Muntu vinna meira meðhonum? ,Álveg örugglega, þegar hann fer að gera sínar næstu myndir. Þessi mynd hefur gengið mjög vel víða og vann m.a. Grand Jury Price í Hou- ston Film Festival. Þetta er áreiðan- lega ekki seinasta myndin sem hann gerir.“ Að vinna sig upp - Varstu að spila með Jessicu Simpson? „ Já, ég hef gert svolítið af því, svona af og til. Það hefur verið fínt en ég ætla að einbeita mér núna að kvikmyndatónlistinni. Það var samt æðislegt að fá þetta tækifæri. Þegar ég var 15 ára var draumurinn hjá mér að verða hljómborðsleikari hjá frægum popp- og rokkstjörnum úti í heimi. Og þegar þetta kemur upp af tilviljun, fannst mér gaman að fá að3®" uppfylla þann gamla draum. Það er t.d. dálítið geggjuð upplifun að spila á 60 þúsund manna leikvangi." - En hvað tekur viðnúna? „Fyrir utan vinnuna hjá Mike er ég að leita að mínum eigin verkefn- um, aðallega smærri óháðum mynd- um til að fá sem mesta þjálfun. Hug- myndin er að vinna sig upp, það er eina leiðin. Maður fær 4 vikur til að gera heila mynd sem gera um 45-60 mínútur af tónlist sem þarf að senya. Þetta er allt spuming um hugarfar og þjálfun. Þegar stóru kvikmynda- verin eni að gera kvikmynd með kostnaðaráætlun upp á hálf fjárlög Islands, þá þarf maður að vera búinn að sanna sig margoft til að fá það ”1" verkefni. Ég vann við útsetningar fyrir teiknimyndina Titan AE og einnig Blue Streak með Martin Lawrence, og þá er svo ofsaleg tíma- pressa að það er heill hópur að vinna við tónlistina. Þá myndast ákveðin fæðukeðja og bara þeir efstu sem komast á kreditlistann," segir Atli og hlær. Það þarf greinilega að hafa húmor fyrir bardaganum úti í Holly- wood og það hefur hann. simi 587 6080 Dúndrandi dansleikur með hljómsveitinni Sín. Húsið opnað kl. 22.00. _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.