Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillaga um að loka skrif- stofu LÍV STJÓRN Landssambands ís- lenskra verslunaiTnanna hefur til athugunar tillögu um að loka skrifstofu sambandsins til að auka hagræðingu og var ákveð- ið að setja vinnuhóp á iaggirnar á fundi framkvæmdastjórnar LIV í vikunni til að skoða hvaða leiðir væru færar til þess að starfrækja sambandið áfram verði skrifstofu þess lokað. Stefnt er að því að vinnuhóp- urinn skili áliti á næsta fram- kvæmdastjórnarfundi sem haldinn verður síðari hluta þessa mánaðar. Ingibjörg R. Guðmundsdótt- ir, formaður Landssambands íslenskra verslunarrnanna,^ sagði að vinnuhópurinn hefði það verkefni með höndum að athuga hvaða möguleikar væru fyrir hendi á þjónustu ef ákvörðun yrði tekin um að loka skrifstofu sambandsins. „Mér finnst alveg sjálfsagt að skoða þessi mál. Það er auð- vitað alveg sama hvort það er um verkalýðshreyfmguna eða aðra aðila að ræða, auðvitað ber að skoða hvernig rekstri er almennt best fyrir komið. Það er ljóst að það eru ólík viðhorf, en það er ekki þar með sagt að þau séu ósamrýmanleg," sagði Ingibjörg ennfremur. Hún sagði að einnig hefði verið rætt um starfsemi lands- sambandsins í kjölfar kjara- samninga 1997. Síðan hefði verið gerður samningur við Verslunarmannafélag Reykja- víkur ári síðar um símsvörun og undirbúning kjarasamninga og það samstarf hefði gengið ágætlega. Hugmyndir um sameigin- legan sjúkrasjóð Framkvæmdastjórn LÍV hefur einnig beint því til stjórna aðildarfélaganna að þau svari því fyrir 25. október næstkomandi hvort þau vilji hefja viðræður um sameiningu sjúkrasjóða félaganna, en at- hugun sem Talnakönnun hefur gert bendir ótvírætt til þess að hagkvæmt sé að sameina sjúkrasjóðina. Ingibjörg sagði að LÍV hefði lengi verið með sameiningu sjúkrasjóðanna í skoðun, þann- ig að um sömu tryggingavernd yrði að ræða fyrir verslunar- menn alls staðar á landinu. Hún teldi að um brýnt hags- munamál væri að ræða, ekki síst fyrir smærri félögin úti á landi sem hefðu veikari sjúkra- sjóði. Hagkvæmni yrði meiri og áhættudreifingin hagstæðari með stærri sjóði. „Mér þætti þetta mjög skynsamlegt og vonast til þess að það verði nið- urstaðan," sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Arekstur við Ing- ólfshvol í Ölfusi Þreifingar um samruna sérleyfíshafa í fólksflutningum Skilyrði fyrir auknum styrkjum ishafarnir að taka til í sínum rekstri þannig að tryggt væri að hann væri sem allra hagkvæmastur. „Út frá þessu var farið að ræða hvað við gæt- um gert ef við værum betur samein- aðir,“ segir hann. Margir aka um Vesturland og á norðurleið A undanfömum árum hafa fólks- flutningafyrii-tæld á Suðurlandi sam- einast og er nú nánast allur sérleyfis- akstur þar á hendi eins fyrirtækis, Austurleiðar-SBS. Oddur staðfestir að meðal viðfangsefna nú sé hugsan- leg sameining sérleyfa á Vesturlandi og norðurleiðinni. Leiðir á þessu svæði eru aðallega á höndum þriggja sérleyfishafa, Sæ- mundur Sigmundsson ekur til Akra- ness og í Borgarfjörð, Sérleyfisbflar Helga Péturssonar annast akstur um Snæfellsnes og hluta Vestfjarða og Norðurleið er með ferðir til Akureyr- ar. Aka bifreiðir þessara fyrirtækja allar í Borgames þar sem leiðir skil- ur. Út írá stofnleiðum er fjöldi smæm- sérleyfishafa sem annast flutninga til einstakra staða og aka sumir þeirra þessa sömu leið úr Reykjavík en aðrir aka í tengslum við ferðir Norðurleiðar. Oddur segh- ólíklegt að öllum þess- um sérlejdúm verði steypt saman en ömgglega megi ná hagræðingu með minni sameiningu. Sérleyfin em rekin af einkafyrir- tækjum sem sum hafa verið í marga áratugi í eigu sömu einstaklinga eða fjölskyldna. Haukur Helgason hjá Sérleyfis- og hópferðabílum Helga Péturssonar staðfestir að þreifingar séu í gangi um sameiningu sérleyfanna. Hann fullyrðir að öll sérleyfi í landinu séu rekin með tapi og þau séu greidd nið- ur af tekjum af hópferðum sem séu skárri þótt þar séu einnig erfiðleikar, ekki síst nú á þessu ári vegna verk- falis og olíuverðshækkana. Segir Haukur að markmiðið með viðræðun- um sé að auka hagræðingu f rekstri. Selfossi. Morgunblaðið. LÍTILL fólksbfll og stór jepþi með hestakerru lentu í árekstri á móts við Ingólfshvol í Ölfusi um hálftíuleytið í gærkvöldi. Jeppinn var í þann mund að beygja heim að Ingólfshvoli þeg- ar fólksbfllinn hugðist aka fram úr en lenti framarlega á jeppan- um. Fólksbfllinn lenti út af veginum og báðir bflarnir skemmdust mik- ið. Ekki urðu slys á fólki. VERIÐ er að athuga möguleika á sameiningu eða víðtækri samvinnu nokkurra helstu sérleyfishafa í fólks- flutningum á leiðum til Vestur- og Norðurlands. Rekstur fyi-irtækjanna er erfiður og er markmiðið að gera hann hagkvæmari. Þá hefur sam- gönguráðuneytið gert hagræðingu að skilyrði fyrir auknum stuðningi. Þreifingar um sameiningu sérleyfis- hafa hófust að nokkru leyti að fnjm- kvæði samgönguráðuneytisins. í út- tekt sem ráðuneytið lét gera á almenningssamgöngum á lands- byggðinni kom fram það álit að rekstrareiningarnar gætu verið mun öflugri ef þær væru færri og stærri. Áætlunarferðir með fólk eru styrktar af ríkinu og hafa sérleyfis- hafar verið að óska eftir auknum stuðningi. Oddur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Is- lands, segir að ráðuneytið hafi svarað þeirri umleitan með því að vísa til skýrslunnar, sagt að til greina kæmi að skoða málið en á móti yrðu sérleyf- Jeppinn skemmdist mikið og fólksbfllinn lenti utan vegar. Ljósmynd/Guðmundur Karl Stjórnarfrumvarp vegna leitar að olíu á landgrunni fslands Lagasetning forsenda þess að erlend fyrirtæki hefji olíuleit VALGERÐUR Svemsdóttú- iðnaðarráðherra telur nauðsynlegt að sett verði sérstök löggjöf sem tekur til leitar, rannsóknar og vinnslu á olíu og gasi og hef- ur ríkisstjómin samþykkt að tillögu hennar að lagt verði fram á Alþingi stjómarfrumvarp um leit, rannsóknh- og vinnslu kolvetnis. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra greindi frá þessu í ávarpi á ráðstefnu um landgrunnið og auðlindir þess í gær. Iðnaðarráðherra átti einnig að flytja ávarp en for- fallaðist og kom utanríkisráðherra nokkmm atrið- um á framfæri á ráðstefnunni fyrir hennar hönd. Fram kom í máli hans að Ijóst væri af viðræðum samráðsnefndar um landgmnns- og olíuleitarmál við erlend olíufyrirtæki að forsenda þess að fyrir- tæki hefji olíuleit á íslensku landgmnni sé sú að sett verði sérstök lög um þetta efni. Talið er mikilvægt að huga að því; í framhaldi af setningu laga um þessi mál, hvemig Islendingar geta fengið erlenda aðila til þess að hefja leit að olíu og gasi á landgmnni Is- lands. „I þessu sambandi verður að hafa í huga að leit að olíu og gasi er svo kostnaðarsöm að varla er raunhæft að íslenska rfldð eða íslenskir aðilar standi fyrir leit að olíu og gasi á landgmnni íslands. Það er hins vegar von iðnaðarráðherra að þessi ráð- stefna og það lagafmmvarp sem lagt hefur verið fram um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis geti markað upphafið að frekari leit að olíu og gasi á landgranni íslands," sagði Halldór. í dag, á síðari degi ráðstefnunnar, flytja innlendir og erlendir sérfræðingar erindi um olíuleit og olíuvinnslu í N-Atlantshafi. ■ Mikilvægir/12 Sérblöð í dag ALAUGAROOGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.