Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 28
1 28 LÁtJGÁRDÁGÚR 14. OKTÓBER 2000 ÚRVERINU mórgunblaðið Morgunblaðið/Finnur Ársæll Egilsson hafnarvörður og Jón Þorgilsson, verkstjóri áhaldahúss og varavigtarmaður, fylgjast með Agli Sigurðssyni þar sem hann setur upp nýjan öryggisramma um hafnarvogina. Meiru landað á Tálknafírði Tálknafirði - Á dögunum var unnið að viðgerð á hafnarvoginni á Tálknafirði. Skipt var um umgjörð, en hún ver vogina fyrir „óþægileg- um snertingum". Umferð um hafn- arvogina var með mesta móti á síðasta fiskveiðiári, þar sem land- aður afli fór í 5.668 tonn, sem er 1.507 tonna aukning frá árinu þar á undan, þegar landað var 4.161 tonni af fiski. Uppistaðan í aflan- um var óslægður þorskur, 2.904 tonn. Landað var 574 tonnum af slægðum þorski. Næst kemur steinbíturinn eða „sladdinn" eins og hann er kallaður hér fyrir vest- an, en 1.866 tonnum var landað af honum. í þriðja sæti kemur svo skarkoli, 67 tonn. Öðrum tegund- um var landað í mun minna magni. Það vekur athygli þegar borið er saman við nýliðið fiskveiðiár og næsta á undan, mikil aukning í steinbít, eða 650 tonn milli fiskveiðiára. Það rifjar upp fornar sagnir af lestarferðum sem farnar voru frá Skálholtsstað vestur á firði, til þess að sækja hertan steinbít. Þá var steinbíturinn kallaður „Bjargræðið". Urðu þessar ferðir á Vestfirðina til bjargar Skálholtsstað frá hungurs- neyð. Steipumar úr Rekstrarvörum ætia að taka hressilega á því fyrir jðlin. kjólinn fyrir jólin Enn er tími til að hrista af sér aukakílóin og komast í faliega sparikjólinn fyrir jólin. Við verðum með þrjú átta vikna námskeið á tímabilinu 16. október til 9. desember þar sem meðal annars er boðið upp á flölbreytta hreyfingu og fræðslu um næringu, hreyfingu og þjálfun. Kennt er í Heilsuskólanum, Skipholti soa og Planet Gym 80. Nú er engin afsökun lengur fyrir að liggja í sófanum og bæta við sig aukakílóum. !Þú færð: 8 vikna námskeið j fitumælingar j þrekmælingar ummálsmælingar aðhald j fræðslu um hreyfingu og þjálfun 1 einkaviðtöl við næringarfræðing fyrirlestur um næringarfræði matardagbók lokaða hópa þrjá fasta tímar á viku fjölbreytta hreyfingu aðgang að Bermúdaþríhymingnum þjónustu fjögurra líkamsræktarstöðva Leiðbeinendur á námskeiðinu eru alOr þrautreyndir og góðkunnir á sínu sviði: Jónína Benediktsdóttir, íþróttafræðingur Ólafúr Sæmundsson, næringarftæðingur Unnur Pálsdóttir, sjúkraþjálfari Gígja Þórðardóttir, sjúkraþjálfari tfmar: mán/mið/fös kl.i7:i5 Heilsuskólinn, Skipholti soa þri/fim kl.i8:i5 + sun kl.i2:oo Heilsuskólinn, Skiþholti soa mán/mið kl.20:oo + sun kl.u:oo Planet Gym 80, Suðurlandsbr. 6 Skráning f sfma 588 9400 Athugið að starfsmannahópar fá sérstakan afslátt á námskeiðið. F y//»Mvto/(r/ iceuand Aldahvörf - þátt- ur um sjávarút- veg á tímamótum ALDAHVÖRF, sjávarútvegur á tímamótum, er sjónvarpsþáttaröð sem er gerð í tilefni aldamóta, til heiðurs sjávarútvegi, stærsta at- vinnuvegi landsmanna á tuttugustu öld. Fjallað er um stöðu atvinnu- greinarinnar á aldamótum, og horft fram á nýja öld. Verður sjávarútveg- ur jafnmikilvægur landsmönnum á 21. öld eins og hann var á öldinni sem er að líða? Þáttaröðin samanstendur af átta 50 mín. þáttum þar sem fjall- að er um öll svið sjávarútvegs. Þætt- imir eru: Lífríkið, Fiskveiðar, Fisk- veiðistjómun, Umheimurinn, Fisk- vinnsla, Utflutningsmarkaður, Fisk- eldi og Efnahagur og nýtækni. Byrjað á lífríkinu Byrjað er á að fjalla um hafið og lífríki þess. Hvað skapar þær að- stæður við eyjuna í norðurhöfum, sem gerir það að verkum að hér er að finna ein ríkulegustu fiskimið á jörðinni? Lögð er áhersla á neðan- sjávarmyndatökur í hafinu við ís- land, sem ekki hefur verið gert mikið af til þessa. Þá er fiskifræðin skoðuð og fjallað um nýtingu fiskistofnanna. Gerð er grein fyrir helstu veiðum íslendinga um þessar mundir, ekki síst útrás þeirri sem hefur orðið á allra síðustu árum, þegar íslenskir útgerðar- og sjómenn bratust úr viðjum fiskveiðilögsögunnar og hófu veiðar á fjarlægum miðum í mörgum iöndum. Á sama hátt er fjallað um helstu greinar fiskvinnslunnar á ís- landi, og um stóra verksmiðjumar sem reknar era í Evrópu og Banda- ríkjunum, auk þess sem ný sóknar- færi í vinnslu í fjarlægum löndum era skoðuð. Áhersla er lögð á byggðamál í tengslum við fiskvinnsl- una á Islandi, á byggðin sér framtíð í núverandi mynd, eða mun hún breytast veralega á nýrri öld? Einn- ig er fjallað um þá vá sem alvarleg mengun við Island gæti haft í för með sér. Kvótakerfið á íslandi er krafið og fjallað um margs konar fiskveiði- stjórnunarkerfi í mörgum löndum heims. Er kvótakerfið jafngott og margir vilja vera láta, eða era önnur kerfi betri? Spurningin er krafin út frá líffræðilegum, hagrænum og pólitískum rökum, er kerfið réttlátt? I þættinum um Umheiminn er fisk- veiðistefna Evrópusambandsins at- huguð, og leitað svara við því hvort hún sé óásættanleg fyrir Islendinga, eða hvort landsmenn séu betur sett- ir innan Evrópusamfélagsins. Markaðurinn kannaður Útflutningsmarkaður fyrir ís- lenskar fiskafurðir er kannaður, ekki síst með því að fylgja fiskinum af Islandsmiðum eftir í gegnum vinnslu og útflutning á markaðs- svæðin í fjölmörgum löndum. Hvemig er íslenskur fiskur seldur og snæddur víða um heim? Hvemig er hann matreiddur í Bretlandi, Spáni, Rússlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu eða Japan? Fiskeldi er vax- andi atvinnugrein í Evrópu og Norð- ur-Ameríku, en ekki síður í þróunar- löndunum, þar sem líkja má vexti í fiskeldi við sprengingu. Hvaða áhrif hefur það á sjóveiddan fisk á nýrri öld? Loks lýkur þáttaröðinni með um- fjöllun um efnahagsmál og nýtækni. Leitað er svara við því hvort sjávar- útvegur verði jafnmikilvægur í efna- hags- og atvinnulífi landsmanna á nýrri öld, eins og hann var á þeirri gömlu. Og hvert leiðir tæknin at- vinnugreinina og hvaða vaxtarmögu- leikar era í sölu á hátæknibúnaði tengdum sjávarútvegi frá íslandi í framtíðinni víða um heim? Alþjóðlegt yfirbragð „Sjónvarpsþáttaröðin Aldahvörf hefur vafalítið á sér meira alþjóðlegt yfirbragð en áður hefur þekkst í ís- lenskri sjónvarpsmyndagerð. Kvik- myndað hefur verið í meira en 20 löndum í öllum heimsálfum utan Ástralíu og rætt við þjóðhöfðingja ríkja, ráðherra í mörgum löndum, yfirmenn alþjóðastofnana, embætt- ismenn, sérfræðinga, og almenning. Kostnaður við þáttagerðina er svip- aður og við gerð íslenskrar bíómynd- ar. Framleiðandi er Arcticfilm ehf., en Ríkisútvarpið er meðframleið- andi. Fjölmörg stór fyrirtæki og samtök kostuðu gerð Aldahvarfa, auk þess sem ríkisstjórn íslands styrkti verkefnið sérstaklega. Fyrir- hugað er að gera þrjá alþjóðlega sjónvarpsþætti úr þáttunum átta, sem sýndir verða víða um heim. Vinna við Aldahvörf hefur tekið þrjú ár. Höfundur er Páll Benedikts- son fréttamaður. Páll hefur verið fréttamaður við útvarp og sjónvarp um árabil, auk þess sem hann hefur stjórnað gerð margra útvarps- og sjónvarpsþátta þar sem fjallað er um atvinnumál og náttúra Islands. Myndlegur stjórnandi er Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri, sem leikstýrt hefur þremur íslenskum kvikmyndum og stjórnað gerð fjöl- margra sjónvarpsþátta. Aðalkvik- myndatökumenn eru Friðþjófur Helgason og Ólafur Rögnvaldsson. Neðansjávarmyndatöku annaðist Matthías Bjarnason köfunarkenn- ari. Framsömd tónlist er eftir breska tónskáldið Jonathan Cooper, sem samið hefur tónlist við fjöl- marga sjónvarpsþætti á vegum BBC og fl. Órvar Hilmarsson grafískur hönnuður sér um þrívíddargrafík. Klippingu önnuðust auk Hilmars, Jón Þór Víglundsson og Birgir Þór Birgisson. Fjöldi annarra hefur lagt hönd á plóg við gerð Aldahvarfa, bæði hérlendis og erlendis. Fyrsti þáttur Aldahvarfa verður framsýndur í Sjónvarpinu 16. okt. næstkomandi, og eftir það verður þáttaröðin á dagskrá á hveiju mánu- dagskvöldi fram til 4. desember næstkomandi,“ segir í frétt frá fram- leiðanda þáttaraðarinnar. Páli Benediktsson, höfundur þáttanna Aldahvörf, sjávarútvcgur á tímamótum. | »
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.