Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 61 ar kom nýr Bergur til hafnar í Eyj- um. Réttum tíu árum síðar er Kristinn kominn til Japan til þess að taka á móti nýju skipi, skuttogaranum Vestmannaey, sem smíðaður var þar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin, eign máganna Kristins og Guðmund- ar Guðmundssonar og fleiri. Vest- mannaey var einn tíu skuttogara sem samið var um smíði á fyrir ís- lenska útgerðarmenn í Japan. Samn- ingaviðræður um smíði þeirra skipa stóðu nokkuð lengi yfir. Hingað til lands kom hver japönsk sendinefnd- in af annarri til viðræðna, oftast fjöl- mennt lið fjármálamanna og tækni- manna á hinum ýmsu sviðum. Viðræðumar voru gjarnan bæði langar og strangar. Af hálfu íslend- inga tóku þátt í þeim útgerðarmenn- irnir sem hugðust kaupa skipin, skipstjórar, vélstjórar og margir ráðgjafar, ýmist margir eða nokkrii- saman. Það var mikill lærdómur að vera þátttakandi í þessum viðræðum ásamt Kristni og öllum hinum. Þar veittu Japanir mönnum nýja sýn á samningaviðræður og reyndi oft á útsjónarsemi landans við að tryggja það að fá hin fullkomnustu skip á við- unandi verði. Kristinn Pálsson var meðal þeirra sem einna mest reyndi á í þessum viðræðum. Eg held að hann hafi haft betra lag en flestir hinna á að ræða við Japanina og sjá hvað þeir raunverulega meintu. Kannski féll honum betur en öðrum aðferð Japana við að ræða hvert mál lengi og ítarlega með síendurteknum hléum þar sem hvor hópur ræddist við innbyrðis. Eitt er víst að hann ávann sér eindregið traust allra sem þar tóku þátt, íslendingarnir treystu á skarpskyggni hans, Japanamir lærðu að meta réttsýni hans og út- sjónarsemi. Nú nærri þremur ára- tugum síðar eru þessir Japanstogar- ar enn í fullum rekstri og hefur reynslan af þeim sýnt að varla hafa í annan tíma verið gerð betri kaup á fiskiskipum fyrir íslendinga. Eftir að Kristinn hætti störfum á sjónum gat hann helgað útgerðinni starfskrafta sína alla. Auk þess að byggja upp traust útgerðarfyrirtæki átti hann þátt í vexti og viðgangi ís- félags Vestmannaeyja sem einn hlut- hafa, stjórnarmaður til margra ára og formaður í nokkur ár. Hann tók einnig þátt í rekstri sfld- arsöltunarstöðvar á Reyðarfirði, sem nefnd var Berg hf. Kristinn var einnig virkur í félagsstörfum fyrir samtök útgerðannanna, átti lengi sæti í stjórn Utvegsbændafélags Vestmannaeyja, þar af formaður í sjö ár, og sat á sama tíma í stjórn Landsambands íslenskra útgerðar- manna. Þeir sem kynntust Kristni Páls- syni komust fljótt að því hversu ein- stakur öðlingur hann var. Hann var ekki aðeins réttsýnn og víðsýnn heldur einnig einstakur félagi og vin- ur. Þess nutu ekki aðeins nánasta fjölskylda hans og vinir heldur miklu miklu fleiri. í djúpri virðingu og þökk er góður drengur kvaddur. Halldór S. Magnússon. Við leiðarlok góðs vinar og sam- ferðamanns vill hugurinn reika aftur liðna tíð. Myndir frá förnum vegi skjóta upp kollinum. Stundum bros- að, stundum ekki. En það er nú ein- hvem veginn svo að maður hugsar ekki um hversu lífið er stutt fyrr en höggvið er nærri manni. Það var miðvikudagsmorgunn og Eyjamar skörtuðu sínu fegursta. Glampandi sól og stafalogn. Einhver hefði sagt að þetta væri nú veður til að fara í ferðalag. Þetta hefur vinur minn Kristinn Pálsson, útgerðarmaður og sldpstjóri til margra ára, sennilega hugsað líka þegar hann hóf sína hinstu för og kvaddi þennan heim eftir alllanga legu á Heilbrigðis- stofnuninni í Vestmannaeyjum. Ég var gutti norður á Siglufirði þegar ég sá Kristinn fyrst. Hann var að koma með sfld á Fúsaplan til sölt- unar. Ég var með myndavél sem mér hafði nýlega verið gefin og tókst að ná hreint ágætri mynd af skipi og áhöfn, sem þekkja mátti vel á mynd- inni. Svo einkennilega vill til að fimm ámm seinna er ég farinn að róa með þessum mönnum suður í Eyjum og þekkti ég þá flesta af myndinni. Já, vegur lífsins er stundum skrítinn. Arið 1967 hófust kynni mín af Kristni er ég var ráðinn á Berg VE, sem þeir bræður Kristinn og Sævald áttu og skiptust á að vera með. Þetta var góður skóli fyrir byrjandann að komast í. Allt var unnið hávaðalaust og af stakri gætni svo af bar. Krist- inn var sérstakt prúðmenni hvort sem var í leik eða starfi. Hann var óspar á að segja byrjandanum til og koma honum inn í sjómennskuna og fræðin sem henni fylgdu. Kvöld eitt árið 1970 var bankað á dyrnar á Urð- arveginum, þar sem ég bjó. Úti stóðu Kristinn og hans hægri hönd og vin- ur, Fúsi vélstjóri, ásamt betri helm- ingunum. Erindið var að nú skyldi strákur i Stýrimannaskólann um haustið. Það var nú ekki á dagskrá hjá mér, en undankomu varð ekki auðið og í skólann var farið og hafðu þökk fyrir það. Árin urðu 25 mínus 14 dagar í starfi hjá Kristni og aldrei bar skugga á þá samvinnu. Við hjónin áttum oft ánægjulegar stundir með Kristni og Dídí og þá sérstaklega eftir að þau fluttu í Birkihlíðina. Stutt var að sækja félagsskapinn, þ.e.a.s. þvert yfir götuna. Alltaf var Kristinn boðinn og búinn að aðstoða sína ef eitthvað bjátaði á. Þegar Kolla gekk með yngri strákinn fylgdist Kristinn með að allt væri í lagi heima, mokaði tröðina þegar snjóaði og annað. „Það verður ein- hver að sjá um þetta þegar kallinn er alltaf á sjó,“ sagði hann og ekki meira um það. Þegar kom að því að skíra strákinn, á sjómannadaginn 1981, eignaðist Kristinn nafna að hluta til. Kristinn var af gamla skólanum og vildi allt fyrir alla gera og mátti ekk- ert aumt sjá. Þeim gamla sárnaði þegar honum fannst góðvild hans vera misnotuð. Við sigldum stundum á Þýskaland saman og í einni slíkri siglingu var tekinn slatti af málningu með. Nú átti að dudda við að mála á leiðinni út, en ekki viðraði til þess og það átti því að bíða heimferðar. Þeg- ar byrjað var að landa kom sá gamli að máli við mig og spurði hvort það væri ekki alveg tilvalið að bjóða lönd- unargenginu upp á bjór. Jú, það félli örugglega í góðan jarðveg og þeir ynnu betur. Drifið var í að ná 1 tvo kassa af bjór og slatta af sígarettum og þessu var dreift á liðið og vel þakkað. Daginn eftir fer Kristinn að kíkja yfir svæðið og sér þá að búið er að stela allri málningunni. Seint gleymi ég því þegar hann kom alveg sótillur og sagði mér að löndunar- gengið hefði stolið allri málningunni. Atti hann ekki til orð að lýsa þessum drullusokkum og bætti svo við: „Við sem gáfum þeim allan bjórinn." Þetta var ekki hans stfll. Oft hefur maður brosað að því eftir á hversu innilega sár sá gamli var yfir þessum trakteringum. Því miður datt Kristinn alltof fljótt út úr hinu daglega amstri vegna veikinda þeirra er hrjáðu hann og að lokum höfðu betur. Það er víst einn sem ræður öllu í þessum málum og Kristins tími var kominn. Við á Birkihlíð 9 kveðjum góðan dreng og þökkum þér samfylgdina gegnum árin. „Sendu nú gullvagninn að sækja mig...,“ syngur Björgvin og örugglega hefur vagninn verið send- ur eftir þér, kæri vinur. Elsku Dídí mín og fjölskylda, við sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykk- ar. Sverrir, Kolbrún og synir. Við viljum með nokkrum orðum minnast frænda okkar Kristins Páls- sonar. Við vonim svo heppnar að kynnast honum þar sem hann lá á sjúkrahúsinu og við unnum þar í sumarafleysingum. Þar varð hann strax mikill vinur okkar enda ekkert smámontinn með það að hafa tvær frænkur sínar að annast um sig. Þó svo að heilsan hafi ekki verið góð þá var samt oftast stutt í húmorinn enda var hann oft eitthvað að grín- ast. Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa kynnst þér þó svo að sá tími hafi ekki verið langur. Elsku Dídí, Maggi, Jóna Dóra, Bergur, Birkir og aðrir aðstandendur megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðum tímum. Guð blessi þig, elsku frændi. Kristín Inga og Þdrunn. AAGE REINHOLT L’ORANGE + Aage Reinholt L’Orange fædd- ist í Stykkishólmi 29. júní 1907. Hann lést í Reykjavík 2. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugameskirkju 9. október. Ekki fæ ég stillt mig um að stinga niður penna í minningu Aag- es L’Oranges, þessa lundljúfa danska lista- manns úr Hólminum sem hélt uppi menning- arlífi höfuðstaðarins svo áratugum skipti. Brotthvarf hans úr heimi hér fór undarlega hljótt þegar tillit er tekið til þess hvflíkur Atlas hann var í tónlistarlífi íslendinga í skauti þeirr- ar aldar sem nú i-ennur senn sitt skeið. En svo fljótt gleymast menn og málefni í tímans flaumi að samtíman- um hefur vart þótt taka því að líta upp eitt augnablik þótt slíkur tónjöf- ur fyrri tíma gengi fyrir ættemis- stapa. Én sem ég sat andspænis honum, í fallegu stofunni hans í litla húsinu á Laugamesveginum, þá reis hin gamla Reykjavík aftur úr gröfum sínum í frásögnum hans. Það var sama hver nefndur var úr íslands- sögu hinnar tuttugustu aldar; allir hringdu bjöllum hjá Aage; hann hafði lifað þá, heyrt séð og mælt málum. Og óspart miðlaði hann mér minn- ingu þeirra af stálminni sínu, gáfum og geðprýði, svo þeir risu mér Ijóslif- andi fýrir hugskotssjónum, öðluðist líf og liti sem væra þeir enn í fullu fjöri okkar á meðal. Þama sat hann og sagði frá, þessi fallegi listamaður, með lífsfjörið ólgandi í æðum. A veggjum málverk frá Stykkishólmi, þorpi æsku hans sem hann unni svo mjög. Og í hominu flygillinn sem hann settist síðan við og sló lyklana af list og öryggi: Dægurtónlist áratug- anna; lög írá fjórða áratugnum þegar hann sat við hljóðfærið á Hótel Borg og töfraði fram slíka hljóma að prúð- búnar Austurstrætisdætur fengu ekki stillt sig um að stíga sporin við Reykjavíkursyni í þeirrar tíðar takti. Og charleston-sveifluna sem forðum sneri yngismeyjum úr vesturbænum í örmum breskra og amerískra brilli- antin-vemdara í glæsilegum „uni- formum“ stríðsáranna. Allt vaknaði þetta lífs í frásögnum þessa lífsglaða og erna Dana af Snæfellsnesi sem varið hafði ævistarfinu til að fjörga og kæta höfuðstaðarbúa með spil- verki sínu um áratuga skeið. Sem ég sat þama gegnt þessum aldraða lífs- kúnstner, fékk ég ekki stillt mig um að slá honum gullhamra fyrir æsku hans í hárri elli. „Hvemig á annað að vera, þegar maður á svona kærastu?“ spurði gestgjafinn, leiddi mig út í bfl- skúr og sýndi mér bflinn sem þar stóð í öraggu skjóli; japanska Hondu árs- ins 1976 - muni ég rétt. „Ef þú finnur eina ryðbólu á henni, þá skal ég gefa þér hana!“ sagði þessi 91 árs gamli ökuþór stoltur sem hann sýndi mér bflinn. Og viti menn; enn átti hann farkostinn þegar ég kvaddi! Þá tók Aage til að snyrta í garðinum - rétt svo að hann mætti vera að því að kveðja. „Komdu bara þegar þú vilt,“ sagði hann að skilnaði. „En það er vissara að hringja á undan því ég gæti verið úti í bæ!“ Svona lúta þeir Snæfellingamir öðram lögmálum en við hinir, enda göldróttir upp til hópa. Fari hann nú ætíð vel, þessi lífs- glaði, reykvíski danski unglingur á tí- ræðisaldri af Snæfellsnesinu. Fylgi honum í framandi heimum hjarta- hlýja hans, mannvild, gleði og gáski, tónlist hans, fjölgáfur og lífskúnst öll. Á þeirri Hótel Borg sem bíður okk- ar handan heims verður hvorki doði né grámi meðan Aage L’Orange situr þar við flygilinn. Jón B. Guðlaugsson. Þegar ég var sex ára gömul var ég send í einkakennslu í píanóleik til Aage L’Orange og var ég í námi hjá honum til tólf ára aldurs. Mig langar að minnast hans með fáeinum orðum og þakka fyrir þær stundir sem ég átti með honum. Þegar ég hugsa til baka minnist ég hlýju hans og góðvildar, hann tók ætíð á móti manni með bros á vör og hafði alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að segja okkur mömmu þegar við komum til hans í litla gula húsið. Ég man þegar við komum keyr- andi að húsinu sat hann ætíð annaðhvort inni í eldhúsi svo það sást grilla í höfuðið gegnum gluggann eða var á góðviðrisdögum að sópa laufin sem féllu á gangstíginn við húsið hans. Aage naut þess að ganga um á friðsælum stöðum og sagðist oft fá sér göngutúra í kirkjugarðinum, því þar væri svo kyrrt og rótt, og indælt að sitja þar á bekk og hlusta á fugla- sönginn. Stundum gekk hann um garðinn sinn, sem honum var mjög annt um. Hann hugsaði alltaf sér- staklega vel um bflinn sinn, sem hann bónaði við hvert tækifæri og sýndi okkur svo stoltur árangurinn. Það sem gerði kennslustundirnar hans svo sérstakar var það að Aage leit ekki á tímana eingöngu sem kennslu heldur þótti honum einnig gaman að setjast niður og spjalla. Hafði hann þann vana á að taka sér alltaf hié í miðri kennslustund og bauð þá upp á smákökur eða konfekt og epla- eða peracider. Síðan þá er sá drykkur alltaf til í ísskápnum heima. Áhugi minn á tónfræðinni var lítill sem enginn og vandi ég mig því á það - að hlusta á Aage spila lagið sem ég átti að læra og spilaði ég svo eftir eyr- anu og minni. Áage gerði þó margar tilraunir til að fá mig til að líta upp á nótnablöðin. Til dæmis fór hann að kalla nótumar mannanöfnum og þá sumar í höfuðið á þekktum íslending- um. Ég gleymi því aldrei þegar hann gaf mér loks möppu af lögum með nótum sem vora svo stórar að aðeins örfáar nótur komust íyrir á hverju blaði. Hélt hann að stærri nótur myndu frekar fá mig til nótnalesturs. Framan á ljósritaðar nótnabækur, sem hann gaf mér, skrifaði hann allt- V. af Til Sólar fra Aage og teiknaði geisla í kringum ó-ið. Þær era dýrmætar minningarnar um svo yndislegan og ljúfan mann sem Aage var. En núna læt ég staðar numið þótt ég gæti skrifað endalaust. Svo margar og góðar minningar á ég um hann. Ég mun ætíð varðveita þær í hjarta mínu eins og ég mun alltaf geyma litlu styttuna sem hann gaf mér eitt sinn og sagði að í hvert sinn sem ég ræki augun í hana ætti ég að æfa mig á píanóið. En þó núna hafi ég tekið mér hlé frá píanónámi mun ég ætíð hugsa til Aage þegar ég horfi á styttuna þar sem hún stendur í gluggakistunni heima. Eg sendi mínar innilegustu sam-^í úðarkveðjur til allra ástvina og ætt- ingja Aage L’Orange og megi minn- ing hans lifa um ókomna tíð. Sól Hrafnsdóttir. Elskulegur sonur minn, faðir, bróðir og sam- býlismaður, ÞORVARÐUR HALLDÓRSSON, Mýrarbraut 21, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 14. október, kl. 14.00. Halldór Þorvarðarson, Vilhjálmur Hólmar Þorvarðarson, Ivar Snorri Halldórsson, Ulrike Brilling og aðrir aðstandendur. + Utför dr. philos. BJARNA EINARSSONAR handritafræðings, Háaleitisbraut 109, verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Styrktarfélag vangefinna. Sigrún Hermannsdóttir, Guðný, Einar, Stefanía Sigríður, Hermann, Guðríður, tengdabörn, barnabörn og systkini hins látna. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ÞRÚÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Hvammi, Ölfusi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum, Hringbraut, Sjúkrahúsi Suðurlands og Ljósheimum, einnig til starfsmanna Heimaþjónustunnar í ölfusi. Einar F. Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Halldór Ó. Guðmundsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Guðný L. Guðmundsdóttir, Steingrímur E. Snorrason, Svanfríður Kr. Guðmundsdóttir, Gunnar Kolbeinsson, Lovísa Guðmundsdóttir, Bergur G. Guðmundsson, Birna Guðmundsdóttir, Pétur B. Guðmundsson, Erna B. Guðmundsdóttir, Guðni Kr. Guðmundsson, Reynir M. Guðmundsson, Sigrún Óskarsdóttir, Jóhann Sveinsson, Charlotte Clausen, Jón B. Gissurarson, Jóninna Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.