Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRARINSOÓTTIR fyrrverandi prófastsfrú, Saurbæ, Hvalfjarðarströnd, andaðist á elliheimilinu Grund fimmtudaginn 12. október. Hrafnkell Sigurjónsson, Unnur Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Hafnarnesi, Fáskrúðsfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 12. október. Aðstandendur hinnar látnu. + Faðir okkar og tengdafaðir, OTTÓ SVAVAR JÓHANNESSON, Skjólbraut 1a, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 12. október. Björgvin B. Svavarsson, Sesselja H. Guðjónsdóttir, Elísabet Svavarsdóttir, Ólafur Guðmundsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURSTEINN JÓHANNSSON, Merki, Borgarfirði eystri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. október. Þórdís Sigurðardóttir, synir, tengdadætur, afabörn og langafabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sent hafa samúðarkveðjur við fráfall BRIANS D. HOLT fyrrum ræðismanns. Bálför hefur farið fram i kyrrþey. Guðrún Fr. Holt og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför GUÐNÝJAR ÓLAFAR STEFÁNSDÓTTUR, Siglufirði. Fyrir hönd ættingja og vina. Aðalheiður Rögnvaldsdóttir. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls HALLDÓRS EYJÓLFSSONAR, Espigerði 2. Sérstakar þakkir færum við Karlakór Rangæinga. Dagbjört Þórðardóttir, Margrét Dögg Halldórsdóttir, Jakob Ragnarsson, Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Þ. Halldórsson, Helga Herbertsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Gróa Halldórsdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Ómar Halldórsson, Smári Einarsson, Ingi Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Margrét Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. JÓHANNA KRISTÍN HELGADÓTTIR + Jóhanna Kristín Helgadóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 9. október 1915. Hún lést 7. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þór- fjnna Finnsdóttir og Ágúst Helgi Helga- son, bæði eru þau látin. Systkini Jó- hönnu Kristínar voru þrjú og eru þau einnig látin. Jóhanna Kristín giftist Sigurði Óla Sigurjónssyni 5. október 1934, og bjuggu þau allan sinn búskap í Vestmannaeyjum. þau eignuð- ust fimm börn. 1) Þóra, f. 20. aprfl 1935, eiginmaður hennar er Ástvald Bern Valdimarsson og eiga þau tvö börn. 2) Kristín, f. 8. mars 1937, eig- inmaður hennar er Runólfur Runólfs- son og eiga þau fimm dætur. 3) Ásta, f. 2. mars 1942, eiginmaður hennar er Kjartan Guðfinnsson og eiga þau Qögnr börn. 4) Þráinn, f. 9. ágúst 1946, fráskil- inn og á hann þrjá syni. 5) Sigurjón, f. 3. september 1952, eiginkona hans er Þóra Björk Ólafs- dóttir og eiga þau fjögur börn. Síðustu árin var Jóhanna Kristfn á Hrafnistu, Hafnarfirði. Utför Jóhönnu Kristínar fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. Mitt fley er lítið en lögurinn er stór, og leynir þúsundum skerja en aldrei mun granda brim né sjór því skipi er drottinn má verja. Þessi orð hér á undan, elsku mamma mín, færa rrpg langt aftur í tímann og minna okkur á, oft við erfiðar stundir í misjöfnum veðr- um þegar pabbi var á sjó og þú með börn og bú heima á Þingeyri. Þá var farið upp á loftskörina og litið út um stafngluggann austan- megin, fylgst með hvort sæist til báta koma að landi. Þegar við sáum báta koma inn víkina, fórum við Stína systir nið- ur á bryggju. Ef við vorum heppn- ar og pabba bátur var kominn vor- um við svo glaðar í okkar barnssálum. Ævinlega kom pabbi strax til okkar og við spurðum hvað þeir hefðu fiskað mikið núna. Síðan flýttum við okkur heim til að segja þér mamma mín fréttirnar. Þú varst alltaf svo glöð og þér leið svo vel þegar pabbi var kom- inn að landi. Ég á svo margar góð- ar og fallegar minningar um þig, sem geymast í hjarta mínu, elsku mamma mín. Ég veit að þú átt góða heim- komu í himnasali Drottins og kveðjuorðin til þín eru: Elsku besta mamma mín, mjúk var alltaf höndin þín er tárin straukst af hvörmum mér. aldrei skal ég gleyma þér. Þín dóttir, Þóra. Ég vil með fáeinum orðum minnast ömmu minnar, Jóhönnu Kristínar Helgadóttur, sem kvaddi þennan heim laugardaginn 7. októ- ber síðastliðinn. Elsku amma, nú hefur þú kvatt okkur og fengið hvíldina eftir erf- iðan tíma. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki leitað til þín lengur en þú, elsku amma, hefur alltaf verið til staðar frá því að ég fæddist á kontórnum hans afa á Boðaslóðinni. Alltaf gat ég leitað til þín með öll mín mál hvort sem var í gleði eða sorg. Öll mín uppvaxtarár var ég mik- ið hjá ykkur afa. Oft svaf ég hjá þér, amma mín, þegar afi var á sjó Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 1 ‘WB) blómaverkstæði 1 I ISlNNAfe | Skólavörðustíg 12, :í liorni Bergstaðastrætis, sírni 551 9090. og þá var nú oft gaman hjá okkur. Það allra besta var þegar ég fékk að sofa í afa rúmi. Leið mér þá eins og prinsessu. Þú þreyttist aldrei á að fræða mig um lífið og tilveruna. Á kvöld- in kenndir þú mér að sauma út og á meðan var útvarpið alltaf stillt á Radíóið svo að við gætum fylgst með hvernig afa gengi á sjónum. Síðan drukkum við kvöldkaffi og alltaf áttir þú eitthvert góðgæti í skájmum þínum. Árin liðu og ég naut alltaf þinn- ar hjálpar, elsku amma, gosið kom og þessa örlagaríku nótt fórum við öll fjölskyldan upp á land í bátnum hans afa. Alla leiðina til Þorlákshafnar stóðst þú í brúnni við hlið afa og hafðir auga með okkur öllum. I gosinu fenguð þið afi gámahús til afnota í Hveragerði en ekki stopp- uðuð þið lengi þar, þið fluttuð eins fljótt og hægt var út í Eyjar aftur þrátt fyrir að stór hluti fjölskyld- unnar yrði eftir uppi á landi. I gosinu hafði ég eignast hana Stínu mína og hjálpaðir þú mér mikið með hana. Og seinna þegar ég var ófrísk að Ástu tókst þú ekki annað í mál en að ég og Stína svæfum hjá þér og afa þegar faðir þeirra var á sjó. Þá upplifði ég aft- ur kvöldin okkar góðu frá barn- æsku. Seinna þegar ég flutti upp á land og þið afi komuð í heimsókn var oft glatt á hjalla. Gleymi ég seint þegar þið afi komuð til okkar í Njarðvík og Stína og Ásta voru nýbúnar að fá ný reiðhjól og þú vildir ólm fá að hjóla á þeim. Þú sýndir okkur öllum að þú hafðir engu gleymt, afi hristi bara höfuð- ið og stelpurnar sögðu: „Lang- amma hjólar.“ Seinna þegar Erna Sif fæddist og við fluttum norður þótti þér nú lítið mál að „skreppa" alla leiðina frá Vestmannaeyjum og norður í land að heimsækja okkur. Elsku amma, ég á svo margar góðar og skemmtilegar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Ég elska þig ofur heitt og ég óska þér góðrar ferðar í ferðalagið mikla til afa og Þórhildar systur sem ég veit að bíða þín og taka á móti þér opnum örmum. Ég vil þakka starfsfólki Hrafn- istu í Hafnarfirði fyrir mikla og góða umönnun og góðvild við ömmu mína. Og móður minni vil ég þakka fyrir hennar daglegu ferðir til ömmu á Hrafnistu. Megi Guð gefa þér styrk í sorginni. Hérna er svo lítið ljóð sem segir svo margt um ömmu. Sólin er hnigin, sest bakvið skýin. Og ég hugsa til þín næturlangt. Baráttuknúin, boðin og búin. Tókst mig upp á þína arma á ögur- stundu. Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu og hjá þér átti ég skjólið mitt. Alltaf gat ég treyst á þína þýðu. Og þakka þér alla mína ævidaga. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín. Hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Studdir við bakið, - stóðst með mér alla leið. Opnaðir gáttir. Allt sem þú áttir léstu mér í té og meira til. Hóf þitt og dugur, heill var þinn hugur, veittir mér svo oft af þínum vizku- brunni. Kenndir mér og hvattir æ til dáða. Og mín kaun græddir þá þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða. Og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. (Stefán Hilmarsson.) Guð blessi þig, amma mín, og takk fyrir allt. Þín Jóhanna Sigríður (Hanna Sigga). Elsku amma, þegar litið er um öxl virðist eins og tíminn hafi í einni svipan liðið hjá án þess að gera grein fyrir komu sinni. Ef til vill er það vísbending um að slíkt sé eðli hans þegar lífið gengur sinn vanagang. Þannig líður okkur nú þegar við viljum kveðja þig og þakka þér fyrir það sem þú varst okkur. Allt sem þú gafst í þann góða sjóð sem við nú búum að. Við viljum að lokum senda þetta litla, fallega ljóð eftir Þórarin Jónsson: Þú, Drottin guð, oss færir friðinn farsæld lífsins og mildi sanna. Sannleikans eru sjónarmiðin sýnileg trygging velferð manna. Elskaðu guð, af öllum mætti ástar, vonar og trúarinnar. Þá mun ljós guðs með huidum hætti höfða til mildi sálar þinnar. Þín ömmubörn, Freyja, Guðfinnur og Sigurður ÓIi. Elsku langamma, núna ertu far- in til afa. Á þessari stundu reikar hugurinn til baka til allra stund- anna sem ég átti með ykkur afa á Boðaslóðinni þegar ég var lítil. Sterkust er minningin um hvað þú varst alltaf góð og skemmtileg. Það var aldrei lognmolla í kringum þig. Þú tókst upp á ýmsu sem aðr- ar langömmur myndu ekki gera. Það var alveg sama hvað ég gerði, aldrei tókstu því illa heldur hlóst að mér og gerðir gott úr öllu. Líka þegar ég „týndist" þegar ég átti að fara með þér í vinnuna en langaði ekki og faldi mig með hjálp Jó- hanns Helga. Alltaf varstu boðin og búin til að leika við okkur krakkana. Margt kvöldið fórstu með okkur á pysjuleit. Og þegar ég var orðin fullorðin og langaði til að flytja aftur til Eyja, þá tókstu mig inn á heimili þitt og Þráins frænda. Áttum við þá margar skemmtilegar stundir saman við hárlagningu og spjall yfir kaffi- bolla. Það var alveg sama hvað mér lá á hjarta, alltaf gat ég leitað til þín og fengið ráð og stuðning. Svo fórstu á Hrafnistu í Hafnar- firði, mikið leið þér vel þar. Og alltaf tókstu vel á móti mér þar. Enda kom ég alltaf til þín þegar ég kom til Reykjavíkur. Ég mun aldrei gleyma hvað þú varst stolt og glöð þegar ég kom til þín og sagði þér að þú værir að verða langalangamma. Þú talaðir ekki um annað á meðan ég var hjá þér. Og þegar ég og amma komum til þín að sýna þér langalangömmu- strákinn þá vissi ég ekki hvert þú ætlaðir af stolti og gleði. Þú gast varla haft af honum augun þar sem hann svaf í kerrunni sinni og mátt- ir varla vera að því að tala við okk- ur. Elsku amma, ég veit að núna líð- ur þér vel þar sem þú ert loksins búin að hitta afa aftur. Kær kveðja, Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.