Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Lyf Er virkni algengs maga- lyfs óhófleg? Offita Fundið gen sem vekur nýjar vonir Lífshættir Mengunin drepur fleiri en bílamir Könnun á orsökum dauðsfalla í Lundúnum Associated Press Umferðin tekur sinn toll. Mengunin hættulegri en bílarnir MEIRI líkur eru á því að Lundúna- búi deyi af völdum mengunar en að hann týni lífi í umferðaróhappi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum breskra yfírvalda og fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, greindi frá. I skýrslunni kemur fram það mat. sérfróðra að um 380 dauðsföll í stórborginni megi á ári hveiju rekja til sjúkdóma af völdum loft- mengunar. Til samanburðar er nefnt að um 230 manns farist að jafnaði á ári i umferðinni i Lund- únum. Skýrslan var unnin að ósk heil- brigðisyfírvalda í Lundúnum með stuðningi borgaryfirvalda. I henni kemur og fram að veikindi sem rekja megi til loftmengunar geri að verkum á ári hverju að 1.200 manns þurfí að leggjast á sjúkra- hús. Minniháttar öndunarerfíð- leikar af sömu sökum eru taldir htjá um hálfa milljón manna f höf- uðborg Bretlands. Skýrslan nefnist á enskri tungu „On the Move“. I henni segir að einn af hveijum 100 Lundúnabú- um sem kveðji þennan heim á ári hveiju sé dreginn til dauða af völdum sjúkdóma sem rekja beri til loftmengunar. Vitað er að mengunaragnir í andrúmsloftinu tengjast hjartveiki og ennfremur hefur verið sýnt fram á að þær tengist tilteknum tegundum krabbameins. Ken Livingstone, borgarsljóri Lundúna, sagði: „Þessi skýrsla sýnir að það er hættulegra að gangáeftir gangstéttinni en að fara yfir götuna.“ í skýrslu, sem birt var fyrir skemmstu i læknatímaritinu The Lancet, er fullyrt að tugir þús- unda manna deyi á ári hveiju í Evrópu af völdum sjúkdóma sem þeir hafi tekið sökum loftmengun- ar. Bresku sérfræðingamir fjalla einnig um þá hávaðamengun sem fylgir búsetu f Lundúnum og draga þá ályktun að hundmð þús- unda manna þar þurfí að lifa við hávaða sem sé yfír mörkum þeim sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur boðleg fólki. TENGLAR Tímaritiö The Lancet www.thel- ancet.com/ Rannsókn vísindamanna á algengu lyfí við magasári vekur athygli Getur ómeprazól virkað of vel? The New York Times Syndicaie. ENGINN vafi leikur á þvi að lyf sem innihalda virka efnið ómepr- azól geta bjargað lífi þeirra sem þjást af alvarlegu magasári. En nýleg rannsókn hefur vakið alvar- legai’ spurningar um sum algeng- ustu lyfseðilslyfin í Bandaríkjun- um og víðar. Getur verið að sýrudæluhemill (PPI) sem inni- heldur ómeprazól, valdi maga- krabbameini? Ómeprazól er á markaði á ís- landi sem frumlyfið Losec og sem innlendu lyfin Lómex og Omezól. Lyf sem innihalda virka efnið ómeprazól eru þau nýjustu og kröftugustu sem beitt er til að eyða magasýrum. Ómeprazól er svo kröftugt að það getur alger- lega stöðvað sýrumyndun í sum- um sjúklingum, að því er vísinda- menn segja. Hljómar vel, ekki satt? En hópur skoskra vísinda- manna hefur áhyggjur af því að þessi sýrudæluhemill kunni að virka of vel. Telja þeir að hjá sjúkl- ingum, sem eru smitaðir af bakt- eríunni „Heliobactor pylori“ sem veldur magasári, geti ómeprazól aukið hættuna á magakrabba. Dr. Craig Mowat, sem stjórnaði rannsókn skosku vísindamann- anna, segir að þeir hafi ákveðið að rannsaka áhrif ómeprazóls vegna þess að það er nú orðið eitt mest ávísaða lyf í heiminum. I Banda- ríkjunum er það í hópi 200 mest notuðu lyfseðilslyfja. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í nýlegu hefti Gastroenterology. Áhugi Mowats jókst þegar rannsókn er gerð var í Svíþjóð og Hollandi 1996 leiddi í ljós að sjúkl- ingar með H. pylori-bakteríuna sem taka ómeprazól vegna bak- flæðiseinkenna sýndu merki „út- brennslu“ í sýrumyndandi frum- um. „Skortur á magasýru er þekktur undanfari magakrabba- meins,“ segir Mowat. En dr. Francesco Viani, melt- ingafærasérfræðingur í Sviss, hef- ur efasemdir um áhættuna. Hann hefur gert svipaða rannsókn og Mowat gerði á sjúklingum sem ekki eru með H. pylori-sýkingu og segir hann þá að öllum líkindum ekki vera í neinni hættu á að fá magakrabba. Þá telji hann að enn sé óljóst hvort hætta sé á ferðum hjá sjúklingum með H. pylori. TENGLAR Tímaritiö Gastroenterology: www.gastrojoumal.oig/. Ráðstefna um meðferðarmistök í Bandaríkjunum Aðgerða þörf til að tryggja öryggi sjúklinga The New York Times Syndicate. ÞEGAR Ramon Vasquez lést á síð- asta ári vegna mistaka í lyfjagjöf er urðu vegna illlæsilegrar rithandar læknis var ekki um að ræða einangr- að atvik, að því er fram kom á ráð- stefnu er haldin var í Washington í Bandaríkjunum nýlega. Fremur hafi verið um að ræða toppinn á ísjak- anum og að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi sjúklinga. — Umfangsmikill vandi „Þetta er alvarlegt vandamál í heilsugæslu í Bandaríkjunum," segir dr. John Eisenberg, framkvæmda- stjóri átaksverkefnisins (Quality Interagency Coordination Task Force, QuIC) er skipulagði ráðstefn- una. „Það þarf að bregðast við þessu eins og um faraldur sé að ræða. Við verðum að skera upp herör gegn svona mistökum." Eisenberg segir vandamálið vera umfangsmeira en virðist í fyrstu. Nefnir hann skýrslu Bandarísku læknisfræðistofnunarinnar (Instit- ute of Medicine, IOM) frá í fyrra. Samkvæmt umfangsmiklum könn- unum í Colorado, Utah og New York er líklegt að mistök í læknismeðferð séu orsök 44 til 98 þúsund dauðsfalla á ári sem er meira en fjöldi dauðs- falla af völdum umferðarslysa, bijóstakrabba eða alnæmis. En ólíkt krabbameini og alnæmi hafi litlum peningum verið varið í rannsóknir er miða að því að draga úr eða koma í veg fyrir læknisfræðileg mistök. A ráðstefnunni í Washington tal- aði Steve Wetzell fyrir rannsóknar- hóp sem vinnur fyrir nokkur stór launþegasamtök. f máli hans kom fram að 60% Bandaríkjamanna hafi sjúkratryggingar á vegum vinnuveit- enda sinna en 40% á vegum hins op- inbera. Hvatti Wetzell til þess að rannsókn yrði gerð á því hvort ýmis atriði í sjúkratryggingasamingum launþega, eins og til dæmis tölvu- færslur á fyrirmælum lækna, í stað- inn fyrir hefðbundna, handskrifaða lyfseðla, kunni að auka öryggi sjúkl- inga. Aðrir frummælendur á ráðstefn- unni hvöttu m.a. til frekari athugana á því hvemig háttað sé tilkynningum um mistök er verði við læknismeð- ferð og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ásakanir. Finna þurfi að- ferð til að komast að því hversu al- gengt sé að ásakanir séu lagðar fram. Varasamar styttingar og skammstafanir Þá var enn fremur nefnt á ráð- stefnunni, að kanna þurfi nánar hættuna er stafi af styttingum á orð- Associated Press Meintum læknamistökum fylgja oftar en ekki flókin málaferli. Myndin sýnir bandarfskan lögmann í réttarsal reyna að sannfæra kviðddm um tiltekið atriði með því að halda á lofti plasteftirlfkingu af hjarta máli sfnu til stuðnings. um og skammstöfunum á sjúkra- skýrslum og lyfseðlum. Margar vill- ur endurtaki sig aftur og aftur svo Ijóst sé að upplýsingum um þær sé ekki komið á framfæri. Athuga þurfi hvers vegna þeim sé ekki dreift í lækna- og lyfjafræðideildum há- skóla. TENGLAR Institute of Medlcine: www.iom.edu/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.