Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN PÁLSSON þegar hann var á síldveiðum á Faxa- flóa. ' Mannbjörg varð. Kristinn var skipstjóri og veit ég að þetta slys sat alltaf í honum. Pegar hér var komið sögu höfðu aðstæður í útgerð breyst mikið. Sfldveiðin fyrir Austfjörðum var í algleymingi og til að veiða hana komu ný og betri skip. Kristinn og félagar hans sömdu um smíði nýs skips, sem kom árið 1963. Skipið var að kröfum þess tíma. Ekki aðeins höfðu skipin stækkað heldur þurfti að bæta aðstæður fyrir mannskap- inn um borð. Kristir.n var skipstjóri ý nýja Bergi fyrst í stað en síðar tók Sævald bróðir hans við skipstjórn- inni. Útgerðin var farsæl fram til þess að sfldin hvarf 1967. Enn þurfti að taka mið af breyttum aðstæðum. Landhelgin var færð í 50 mflur 1972 og þurfti ný og betri skipt til hráefn- isöflunar fyrir frystihúsin. Útgerðarfyrirtæki Bergs og Guð- mundur Ingi Guðmundsson skip- stjóri á Huginn VE 55, mágur Krist- ins, ákváðu að láta smíða skuttogara í Japan. Skipið hlaut nafnið Vest- mannaey VE 54. Um útgerð þessara skipa og rekstur ísfélagsins snerist líf og starf Kristins á meðan honum entist heilsa. Allir þeir sem áttu viðskipti við Kristinn Pálsson bera honum gott orð. Hann var fastur á sínu en ósann- gjarn var hann aldrei. Ég held að honum hafi ekki geðjast að viðskipt- um þar sem aflsmunar var beitt. Kristinn átti traust og virðingu sam- borgara sinna í Vestmannaeyjum. Hann var stjórnarformaður ísfélags Vestmananeyja hf. um skeið og þá var hann einnig í formaður Útvegs- bændafélagsins í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið í stjórn þess um áratugi. Þá vil ég einnig geta þess að hann átti margar góðar stundir á fundum í AKOGES. Eins og fyrr segir þá dvaldi ég á heimili þeirra Kristins og Þóru, Dídí- ar, konu hans hluta úr sumri. Það var lærdómsríkt fyrir mig vegna þess að ég kynntist þá atvinnulífi og lífsbaráttunni á landsbyggðinni. Ég hafði áður verið í sveit austur á Djúpavogi og í Berufirðinum en þeg- ar ég var hjá þeim var þroskinn meiri. A landsbyggðinni snýst allt um það að allir hafi nóg að gera. Örlögin höguðu því svo síðar að ég flutti til Vestmannaeyja og tók við starfi úti- bússtjóra Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum. Þá kom sér vel að hafa unnið í Isfélaginu. Og enn kom Kristinn mér til hjálp- ar. Fyrstu vikurnar eftir að ég hóf störf í Útvegsbankanum í Vest- mannaeyjum tók Kristinn að sér að fara með mér í heimsóknir í atvinnu- fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Mér dugði ekki lengur að hafa bara unnið í ísfélaginu! Að þessum heimsóknum bjó ég síðan í mínu starfi. Stundum þegar ég lít um öxl spyr ég mig: ,,Hvemig launaði kálfurinn eldið?“ Ég held stundum að ég hafi gert meiri kröfur til útgerðar Krist- ins en annarra. Hvorugur vildi að um okkur yrði sagt að hann nyti vinátt- unnar við útibústjórann. Eftir á að hyggja held ég að hann hafi heldur grætt á aðhaldssemi minni við hann því ofeldi lánastofnana er það versta sem viðskiptavini hendir. Fyrstu búskaparár mín og konu minnar voru í Vestmananeyjum. Kristinn og Dídi og börn þeirra voru mínir nánustu „ættingjar". Hjá þeim vorum við „heima“. Síðustu ár Kristins voru honum erfið. Maður, sem alltaf hafði verið eigin hema, varð nú uppá aðra kom- inn. Það er líf sem enginn óskar sér. Kristinn tók örlögum sínum af still- ingu. Það var aldrei þraut að heim- sækja hann á Sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum. Einu sinni sagði hann við mig: „Það er gott að við erum bara tveir, þegar margir eru fer allt í einn graut hjá mér.“ Hann var eitt stórt bros þegar ég kom og hann kvaddi mig með bros á vör. Stundum hringdi ég í hann eftir landsleiki í fótbolta. Þá var hann heima að fylgj- ast með Birki í markinu. Mikið hefði hann verið glaður að vita það að ís- lendingar unnu Norður-Ira og að Birkir var í markinu. Ég kveð Kristin Pálsson með söknuði. Ég þakka honum góða leið- sögn í lífinu. Far þú í friði, vinur. Guð geymi Kristin Pálsson. Vilhjálmur Bjarnason. Þó ætíð sé sárt að sjá á eftir vinum er auðvelt að minnast góðra manna. Kristinn Pálsson fékk ungur að reyna ástvinamissi er faðir hans, Páll skipstjóri í Þingholti, fórst langt um aldur fram í Glitfaxaslysinu hörmu- lega 31. janúar 1951. Þá stóð hetjan Þórsteina eftir með barnahópinn stóra en Kristinn var næstelstur 14 systkina. Hann fékk því ungur að takast á við lífsbarátt- una og brást ekki. Það var stutt vegalengd frá Þing- holti niður að sjó þar sem iðandi lífið var miðpunktur mannlífs Eyja- manna og vaskir drengir biðu færis að fá að vera með. Kristinn fór ungur að stunda sjó- inn, lauk námi frá Stýrimannaskól- anum og var um leið orðinn liðtækur yfirmaður og þátttakandi í útgerð ýmissa báta. Kristinn var mikill happamaður á sjó, kappsfullur, fylg- inn sér og aflamaður ágætur. Hjúa- sæll með afbrigðum og fylgdu hon- um sómaáhafnir í áraraðir. Þegar skuttogaraöldin var að ganga í garð í byrjun 8. áratugar 20. aldarinnar varð Kristinn ásamt fjöl- skyldu sinni með frumkvöðlum og mikinn afla hefur Vestmannaey fært á land á tæpum 3 áratugum. Kristinn var um langt skeið í for- ustu fyrir samtök skipstjórnar- og útvegsmanna og í stjórnum Isfélags- ins og Lífeyrissjóðsins. Þótti alls staðar ráðhollur og farsæll. Kristinn varð fyrir alvarlegri heilsuskerðingu á besta aldri en skaphöfn hans var slík að hann bar harm sinn í hljóði. Það var vissulega lærdómsríkt að koma að sjúkrabeði hans og verða vitni að æðruleysinu, sem honum var gefið í löngu og erf- iðu veikindastríði. Þóra Magnúsdóttir, hans trúfasta eiginkona, bjó Kristni og börnum þeirra glæsilegt heimili, svo hann átti gott atlæti er heim var komið af sjónum og alla tíð. Verða störf sjómannakonunnar seint fullmetin. I erfiðleikum sjúk- dómsáranna sýndi Þóra mikla ástúð og umhyggju þegar eiginmaðurinn þurfti mest á að halda. Að leiðarlokum kveð ég góðan vin og bið öllum ástvinum og fjölskyldu Kristins Guðs blessunar. Jóhann Friðfínnsson. Þegar mér barst sú fregn að Kristinn vinur minn hafi látist eftir löng veikindi leitaði hugur minn ósjálfrátt aftur til vormánaða ársins 1972 er leiðir okkar lágu fyrst sam- an. Það var rétt eftir að þeir mágar, Kristinn og Guðmundur Ingi, stofn- uðu útgerðarfélagið Berg-Hugin sf. Þeir höfðu þá þegar saman ráðist í það stórvirld að láta byggja fyrir sig fyrsta skuttogarann fyrir Vest- mannaeyjar í Japan. Ég hafði þá starfað um árabil sem skipstjóri hjá stórfyrirtæki í Reykjavík og þegar Kristinn kom og bauð mér stöðuna á hinu nýja skipi, sem síðar var gefið nafnið Vestmannaey VE 54, var það mikil upphefð fyrir ungan og metn- aðarfullan mann að vera treyst fyrir slíku verkefni. í þau rúmlega 20 ár sem við störf- uðum saman var alltaf mikil vinátta okkar í millum. Við Inga minnumst allra ánægjulegu heimsóknanna og samverustundanna sem við áttum á heimili ykkar og víðar, Dídí mín. Nú þegar ég kveð þennan hægláta góða vin viljum við Inga votta þér, Dídí mín, og börnum ykkar okkar dýpstu samúð. Og við þig, Kristinn minn, vil ég segja: „Hvfl í friði, vinur.“ Eyjólfur Pétursson. Það var hluti af uppeldi mínu að frændur og frænkur voru sett á sér- stakan stall. Ekki síst átti móðir mín þar hlut að máli og sérstaklega ef um frændfólk úr Vestmannaeyjum var að ræða. Þannig kynntist ég sem krakki mörgum síldarsjómönnum úr Eyjum sem lönduðu afla sínum á Raufarhöfn. Minnisstæðastir eru mér Guðjón heitinn móðurbróðir minn sem er látinn fyrir mörgum ár- um svo og Kristinn Pálsson sem við kveðjum í dag en Guðjón var lengi stýrimaður á Bergi VE 44 sem Krist- inn stýrði lengi og gerði út. Kristinn og mamma voru þremenningar og voru jafngömul og fermingarsystkin að auki svo þetta var ávísun á kaffi- sopa í Setbergi án mikilla refja. Ég kynntist Kristni ekkert að ráði fyrr en eftir að ég hóf störf við af- greiðslu íslenskra fiskiskipa í Bret- landi. Þá var farið í heimsóknir á alla helstu útgerðarstaði landsins til að ná í viðskipti og að sjálfsögðu vöru Vestmannaeyjar þar efst á blaði. Mér eru mjög minnisstæðar þær móttökur sem ég fékk hjá þeim feðg- um Kristni og Magnúsi og öllu þeirra fólki. Þar var engin fyrirhöfn of mikil og stuðningur við það sem ég var að bauka ótvíræður og skilyrðislaus. Fyrir það vil ég þakka Kristni að leiðarlokum. Kristinn var einstakt ljúfmenni. Hann var geðprýðismaður en samt ákveðinn þegar á þurfti að halda. Hann var farsæll sldpstjóri sem afl- aði vel og sama áhöfn fylgdi honum ár eftir ár. Eftir að hann hætti sjó- sókn og einbeitti sér að útgerðinni voru honum falin fjöldamörg önnur trúnaðarstörf svo sem formennska í Útvegsbændafélaginu, stjórnarfor- mennska í ísfélagi Vestmannaeyja svo fátt eitt sé talið. ÖIl sín störf leysti hann af sömu trúmennskunni. Fyrir um áratug þegar friðarstóllinn var að nálgast varð Kristinn fyrir veikindum sem urðu honum þung- bær og mörkuðu mjög líf hans eftir það. í einkalífi var Kristinn mikill gæfumaður. Eftirlifandi eiginkona hans, Þóra Magnúsdóttir eða Dídí eins og hún er alltaf kölluð, var hans mesti happafengur og barnalán þeirra mikið. I þeim veikindum sem Kristinn hefur átt við að stríða und- anfarin ár hefur hún annast hann af slíkri alúð að aðdáunarvert er. Elsku frændi, á þessari kveðju- stund vil ég þakka þér vinskapinn og þá fyrirmynd sem þú varst bæði mér og svo mörgum öðrum. Ég bið al- góðan Guð að styrkja Dídí og alla fjölskylduna í þeirra sorg. Blessuð sé minning Kristins Páls- sonar. Pétur Bjömsson. Sjómennska og útgerð var starfs- vettvangur Kristins Pálssonar. Hann hóf að sækja sjó ungur að aldri og starfaði æ síðan sem sjómaður og síðar útgerðarmaður. Kiistinn mun hafa verið tólf ára gamall þegar hann sótti fyrst sjó. Leið hans lá síðan í Stýrimannaskól- ann í Reykjavík en þaðan lauk hann námi 1948. Fljótlega eftir það hófst farsæll skipstjórnarferill hans sem stóð yfir óslitið í um tvo áratugi. Kristinn var alla tíð mjög farsæll skipstjóri. Hann skilaði ekki aðeins öllum skipverjum sínum heilum i höfn heldur var hann að auki oftsinn- is fengsælli en flestir aðrir. Slíkur skipstjóri gat eðlilega valið sér til samstarfs þá sem hann helst kaus að hafa sér við hlið. Ekki fór fram hjá neinum sem naut þess að fá að starfa með Kristni Pálssyni að milli hans og skipverja hans ríkti gagnkvæmt traustogvirðing. Arið 1954 hefur Kristinn útgerð á eigin bát þegar hann kaupir ásamt Magnúsi Bergssyni tengdaföður sín- um bát sem þeir nefna Berg og fékk einkennisstafina YE 44. Þetta var einn svokallaðra Svíþjóðarbáta sem smíðaðir voru í Svíþjóð um miðjan fimmta áratuginn eftir teikningu Bárðar Tómassonar. Bergur VE 44 varð þekkt aflaskip undir stjórn Kristins. Hvort sem var á vetrarver- tíð eða sumarsfldveiði þá var Bergur jafnan meðal aflahæstu báta. Þegar veitt voru í fyrsta sinn verðlaun þeim skipstjóra sem skilaði mestu afla- verðmæti Vestmannaeyjabáta á land hlaut Kristinn Pálsson þau fyrir afla- sæld árið 1964. Sá sem þetta ritar átti ekki aðeins því láni að fagna að eignast Kristinn Pálsson að mági og kærum vini, heldur einnig að fá að njóta þess að starfa undir hans stjóm á sfldveiðum í sex sumur á unglingsárum. Margt af því besta sem ég hef lært kenndi Kristinn mágur mér. Það var ómet- anleg lífsreynsla að starfa með hon- um og harðsnúnu liði skipverja á Bergi. Kristinn stjórnaði liðinu á þann hátt að allir hlutfr gengu eftir sem best varð. Með hæglæti en þó festu tókst honum á undraverðan hátt að fá alla til þess að gera ná- kvæmlega það sem hann vildi án þess að maður yrði beinlínis var við að einhver væri að stjóma. Þar fór samtaka hópur manna sem allir lögðu sig fram eftir mætti til þess að ná sem bestum árangri. A síldaráranum lagði Bergur VE 44 jafnan upp sfld til söltunar á Siglufirði hjá Vigfúsi Friðjónssyni. Eitt sumarið minnist ég þess að um tíma var óvenjugóð sfldveiði skammt undan Siglufirði. Bai’ svo við eina vikuna að Bergur VE 44 lagði að bryggjunni á Vigfúsarplani með sfld til söltunar daglega og ávallt klukk- an 2 e.h. eða því sem næst. Var þá al- mælt meðal sfldarstúlknanna að nú mætti orðið stilla klukkuna eftir því hvenær Bergur legðist að bryggju. Á þessum áram urðu miklar tækni- framfam’ í sfldveiðum. Hringnótin fór úr snurpubátnum við hlið skips- ins og upp á afturenda þess, síðar upp á bátapall, kraftblökkin kom til sögunnar og fiskleitartæki komu hvert á fætur öðra. Gjörhugull skip- stjóri eins og Kristinn Pálsson fylgd- ist grannt með öllum slíkum fram- föram og var í hvert sinn meðal þeirra fyrstu sem tóku nýja tækni í sína þjónustu. í desember 1962 er Bergur VE 44 var á síldveiðum á Breiðafirði varð það óhapp að hann lagðist skyndi- lega á hliðina og sökk á skömmum tíma. Svipuð urðu örlög flestra Sví- þjóðarbátanna og virtist sem þeir hefði ekki þolað þann mikla þunga sem hlaðið hafði verið upp á báta- dekk þeirra með nót og kraftblökk. Það voru erfiðar stundir sem liðu frá þeim tíma að fréttir bárust af því að Bergur hefði sokkið og þar til upp- lýst var að öllum skipverjum hefði verið bjargað um borð í Halkion VE. Ekki leið langur tími frá því að Kristinn hafði þannig misst bátinn sinn þar til hann hafði gert samning um nýsmíði í Noregi og réttu ári síð- + Ástkæreigínmaður minn, faðirokkar, tengda- faðir, afi oglangafi, KRISTINN PÁLSSON útgerðarmaður frá Þingholti, Vestmannaeyjum, er lést miðvikudagínn 4. október, verður jarðsunginn frá Landakirkj u í Vestmannaeyjum í dag, Iaugardagínn14. október kl. 10. 0 . Þóra Magnúsdóttir, Magnús Kristinsson, Lóa Skarphéðinsdóttir, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Bergur Páll Kristinsson, Hulda Karen Róbertsdóttir, Birkir Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur og bróðir, JÓN ÍVAR HALLDÓRSSON skipstjóri, sem lést á hafi úti föstudaginn 6. október, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 17. október kl. 13.30. Sólveig Hjaltadóttir, Heiðar Jónsson, Guðmundur Heimir Jónsson, Helga Berglind Jónsdóttir, Hjörtur Jónsson, tengdabörn og barnabörn, Hjördís Jónsdóttir, Halldór Kristjánsson og systkini. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GRÓA J. JAKOBSDÓTTIR frá Vatnagarði, Eyrarbakka, lést mánudaginn 9. október síðastliðinn, Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. október næstkomandi og hefst athöfnin kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á slysavarnafélagið Landsbjörg. Börn, tengdabörn, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. + i i Föðurbróðir minn og frændi okkar, JÓHANNES FRIÐGEIR STEINDÓRSSON frá Munaðarnesi, sem lést á Sjúkrahúsi Hólmavíkur fimmtudaginn 5. október, verður jarð- sunginn frá Árneskirkju mánudaginn 16. október kl. 15.00 Fyrir hönd ættingja og vina, Sigurgeir V. Sigurgeirsson, Guðmundur G. Jónsson, Sólveig Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.