Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 Ár UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Jerúsalem, hverra? ^ SENNILEGA er engin borg í heiminum sem hefur vakið jafn mikla athygli og þýð- ingu fyrir alla heims- byggðina eins og borgin Jerúsalem. Nær dag- lega heyrum við og les- um í fjölmiðlum fréttir sem tengjast þessari borg. Þegar hinar svo- kölluðu friðaiumleitanir áttu byrjun sína í Ósló 1993 um íramtíð hins svokallaða Vesturbakka og landsvæði Palestínu voru margir bjartsýnir á að nú myndi loks verða varanlegur friður á þessum svæðum sem Israel hemam eftir margar endurteknar árásir ná- lægra arabaþjóða. Það glæddist von með þjóðum að brátt yrði friður sam- inn. Einhveijir munu segja að ekkert hafí gerst síðan og allt standi við hið sama. Það er þó ekki rétt. Um það bil 67% af þeim svæðum sem ísraelski herinn hefur haft undir stjóm og eft- irliti hafa verið afhent Palestínu- i mönnum, og em nú sjálfstjómar- svæði þeirra. Þar má nefna Betlehem, Nablus, Ramallah, Gasa og stærsta hluta Hebrons. En varanlegur friður - "^hefur ekki orðið. Hver er ástæðan? Eins og kom fram í Morgunblaðinu 30. ágúst sl. þar sem sagt var frá heimsókn Clintons til Kaíró og átti ftind með Mubarak forseta landsins, athyglisverð athugasemd. Tilgangur- inn var að losa deiluaðila úr pattstöðu vegna framtíðar Jerúsalem, en báðir ! aðilar (Arabar og Gyðingar) gera til- í kall til borgarinnar sem höfuðborgar | sinnar. Þar segir: Er borgin sá ! ásteytingarsteinn sem friðarviðræð- umar stranda helst á? Þegar ég las Maestro þetta, var eins og ég væri að lesa spádóma Sakaría í Biblíunni: ,Á þeim degi gjöri ég Jerú- salem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá er hefur hann upp, mun hrufla _sig til blóðs... (12.3.). Á síðustu samningafundum sem fóm út um þúfur, hafði Arafat ekki aðeins verið boðinn mestur hluti „Vesturbakkans“ held- ur einnig fara með for- ráð, sjálfstjóm í Aust- Ólafur ur-Jerúsalem. Þetta var Jóhannsson freistandi fyrir Arafat, en hann sagði nei - Jerúsalem átti að verða höfuðborg Palestínuríkis sem hann hótaði að stofna 13. september, en hætti við, ~>i ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Mið-Austurlönd Sem kristin þjóð ber okkur, segir Ólafur Jóhannsson, að standa við hlið þeirra sem gefíð hafa okkur Frelsarann og Biblíuna. tímabundið. Þrýstingur frá Saudi- Arabíu og öðmm íslömskum þjóðum var honum um megn. Þá erum við komin að kjama málsins, „trúin“. Þetta mikla hatur margra Arabaríkja gegn ísrael er gmndvallað í Islam sem ekki þolir að þjóð og land sem til- heyrir annarri trú skuh vera staðsett meðal þeirra. Þetta hefur verið sagt aftur og aftur af áhrifamönnum meðal muslíma. Israel er ógnun sem að þeirra dómi verður að útrýma. Jerúsalem var áður kölluð Salem og var í landi Jebúsíta þegar Davíð konungur vann land þeirra árið 1004 f.Kr. Hann keypti einnig þreskivöll Omans Jebúsíta fyrir sex hundmð sikla gulls. Á þeim stað var svo hið mikla musteri byggt sem Salomon sonur Davíðs lét byggja. Jerúsalem var þá gjörð að höfuðborg ísraels, og hefur verið það óslitið síðan. Ég hafði þá ánægju að vera í Jerúsalem á 3000 ára afmæh hennar sem höfuðborg ísraels, ásamt hópi íslendinga sem tóku þátt í hinni árlegu Laufskálahá- tíð. Ekki hafa þó Gyðingar eða ísra- elsþjóð alltaf verið við stjóm í þessari borg. Ámm saman, eins og við vitum, vom þeir dreifðir út um allan heim. I nær tvö þúsund ár hafa þeir í útlegð og þjáningum á hverri páskahátíð hugsað til Jerúsalem og sagt: Næsta ár Jerúsalem. Þetta tókst þegar hin mikla stund átti sér stað að Erets- Israel fæddist að nýju þann 14. maí 1948. Margar þjóðir hafa ráðið þar ríkjum, Babýloníumenn, Rómveijar, Grikkir, Egyptar, Tyrkir, Englend- ingar o.fl. Engin þessara þjóða gerði Jerúsalem að höfuðborg sinni. Araba- þjóðir sem réðu þar í lengri tíma hugðu aldrei á að gera Jerúsalem að höfuðborg sinni. Hún var alltaf og er höfuðborg ísraels. Hvað er svo sér- stakt við þessa borg? í raun er ekki nein sérstök fegurð þar. Margar höf- uðborgir em miklu fegurri. Þar em engin vötn né tjamir. Það má segja að borgin sé í miðri eyðimörk, þakin ryki og gijóti. Það em margar fallegar hæðir umhverfis borgina, og bak við þær hafa margir óvinaherir getað leynst þegar þeir réðust til atlögu við hana. Þar em engin há fjöll, enginn villtur skógur, engin olía né gull og engir verðmætir steinar. Þrátt fyrir þetta hafa margar þjóðir hertekið borgina og viljað eignast hana og þrátt fyrir venjulegt gijót og ryklög í borginni, skrifaði sálmahöfundur í einum Davíðs sálmi (105,15): Pjónar þínir elska steina hennar og harma yfir öskuhrúgum hennar. Fjöldi ferðamanna tekur með sér smásteina þegar þeir fara þaðan til minningar um stað sem snart hjarta þeirra á sér- stakan hátt. Arabísk fréttamiðlun hefur ákaft reynt að koma því inn hjá fólki að Jerúsalem sé arabísk höfuðborg sem (eftir Mekka og Medína) sé þeirra þriðji helgasti staður. Sannleikurinn er sá að borgin hefur aldrei verið arabísk höfuðborg. Jerúsalem er nefnd meir en 880 sinnum í Bibh'u Gyðinga. Borgin hefur verið sterk í hugum allra Gyðinga síðan Rómveij- ar eyðiiögðu borgina og musterið í byrjun tuttugustu aldarinnai’. í Kór- aninum trúarbók Islams er Jerúsal- em ekki nefnd einu sinni á nafn. Aust- urhluti Jerúsalem er að mestu byggður af Palestínu-Aröbum. Hversvegna? Vegna þess að Jórdanir sem hertóku borgina þegar átti að út- lýma ísrael við stofnun þess ríkis meinuðu Gyðingum aðgang að borg- inni sem nú var skipt í austur og vest- ur. Jórdanir héldu borginni í 19 ár og eyddu öllum þeim minjum sem tengd- ust Gyðingum. Legsteinar Gyðinga vom fjarlægðir og notaðir í vegalagn- ir. Guðshús Gyðingavora lögð í eyði og mörg brennd. Það var dauðasök fyrir Gyðing að fara yfir víggirt landamæri í borginni. Það var svo ekki fyrr en í 6 daga stríðinu, í annarri árás arabaþjóðanna sem átti nú ör- ugglega að útrýma ísrael. En eins og heimurinn varð vitni að þá unnu ísra- elsmenn þetta stríð, og innan hundr- að kiukkutíma höfðu þeir endurheimt borgina helgu. Jerúsalem var aftur öll á þeirra valdi. Nú vom það mörg gleðitár sem féllu við hinn svokallaða „grátmúr“. Margar ólíkar skoðanir koma frá hinum ýmsu stjómmála- flokkum í þessu eina lýðræðisríki Mið-Austurlanda. En eitt hafa þeir allir sameiginlegt, að borginni verður aldrei aftur skipt í austur og vestur. I þau tuttugu ár (sumur) sem ég hefi verið m.a. sem leiðsögumaður í Israel hefi ég kynnst mörgum Palestínuar- öbum og hef ég ávallt gist í Austur- Jerúsalem. Þar hef ég kynnst mörg- um eldri Palestínumönnum sem muna hvemig ástandið var í þau 19 ár sem borgin var undir stjóm Jórdaníu, og útilokað var að fara yfir til Vestur- Jerúsalem. Þeir segja mér að þeir hafi aldrei haft það eins gott og eftir að borgin var sameinuð að nýju. Þetta segja þeir mér þó aðeins ef ekki aðrir heyra. Það era öfl innan Palestínu- araba sem ekki óska eftir friði við ísrael og þeir sem tala vel um ísrael em oft í hættu. Það er oft sem ég heyri mjög nei- kvæðan tón gegn Palestínuaröbum frá „ísraelsvinum“. En við verðum að gæta okkar. Það em ekki allir arabar múslimar, og ekki allir múslímar vondir hryðjuverkamenn. Það er að- eins lítill hluti. Þannig er það einnig með svokallaða „vini Palestínu" í aug- um margra þeirra em allir Gyðingar vondir sem þarf að beijast gegn. Það em að sjálfsögðu til Gyðingar sem era öfgamenn, og vilja ekki semja frið, en þeir em í miklum minni hluta. Sem kristin þjóð (einstaklingar), ber okkur að standa við hlið þeirra sem gefið hafa okkur Frelsarann og Biblíuna. Við verðum að trúa því að orð hennar séu sönn, en þar segir m.a. hjá Esekíel: Svo segir Drottinn Guð: Þetta er Jerúsalem sem ég hef sett mitt á meðal þjóðanna. Drottinn nefn- ir Jerúsalem fjallið mitt helga... (Sálm. 2:6). Hún er borg vors Guðs á sínu helga fjalli. (Sálm 48:2). Drottinn gmndvaliaði borg sína á heilögum fjöllum, hann elskar hlið Síonar, (Jerúsalem)... þú borg Guðs (Sálm. 87:2,3). Því að Drottinn hefur útvalið Síon, þráð hana sér til bústaðar (Sálm. 132:13). Við biðjum fyrir friði í „borg Guðs“, vegna þess að Drottinn hefur lofað að leiða þjóð sína Gyðingana heim til lands forfeðra sinna með Jerúsalem sem höfuðborg. Drottinn hefur útval- ið þessa borg öllum heimi til blessun- ar. Við biðjum Jerúsalem friðar vegna þess að í Biblíunni, Orði Guðs, eram við hvött til þess. í Davíðs sálmi 122,6 segir: Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir er elskajjig. Að vera vinur Israels þýðir ekki að vera óvinur annarra. Shalom, kveðja. Höfundur er formaður félagsins ZÍON, vinir fsraels. Er engin þörf á trúarbragða- fræði á íslandi? TRÚARBRAGÐAFRÆÐI heitir sú fræðigrein sem fjallar um hverskonar trúarbrögð og átrúnað eins og nafnið bendir til. Átrúnaður varpar Ijósi á menningu, sögu, siði og samfé- lagsgerð þjóðfélags- ins. Trúarbragða- fræðin lætur sér þannig fátt mannlegt óviðkomandi. Segja má að ómögulegt sé að skilja þau félags- legu öfl sem skapa og móta söguna, án þess að skilja átrúnaðinn sem að baki býr. Um hinn vestræna heim ríkir um þessar mundir mikill áhugi á trúarbragðafræðinni og trúarlegum rannsóknum hvers- konar. Enda gera menn sér grein fyrir því að erfitt ef ekki ómögu- Trúarbrögð Hér á landi, segir Þórhallur Heimisson, er trúarbragðafræðin nærri óþekkt fræði- grein. legt er að eiga samskipti við fram- andi þjóðir í minnkandi heimi, án þess að skilja átrúnað þeirra og þar með siði og venjur. Þetta hef- ur orðið æ mikilvægara á síðustu árum, þar sem flutningar fólks milli menningarsvæða gerast al- gengari. í þeim löndum sem við á Islandi gjarnan viljum bera okkur saman við er trúarbragðafræðin þvi talin sjálfsagður hluti af menntun á öll- um stigum skólakerfisins. I grannskólum og framhalds- skólum er skylda að lesa trúarbragðafræði og á háskólastigi eru starfandi stórar og öflugar deildir í trúar- bragðafræðum. I slík- um deildum eru stundaðar rannsóknir á fornum og nýjum átrúnaði eins og hann birtist í öllum sínum myndum. Hér á landi er trúarbragðafræðin aftur á móti nærri óþekkt fræðigrein. Að vísu fræðast börn og unglingar grunnskól- ans um heimstrúar- brögðin. En í fram- haldsskólum er trúarbragðafræði aðeins kennd sem valgrein. Sama máli gegnir um háskólastigið þar sem fræðigreinin er kennd í mýflugumynd. Hvað sem veldur þá er það víst að íslenskir nemendur fara í þessu efni á mis við þekk- ingu sem jafnaldrar þeirra í ná- grannalöndum fá. íslenskir nem- endur kynnast upp til hópa ekki þeirri hugsun og heimspeki sem trúarkerfin búa yfir. Það er mikil fötlun í alþjóðavæddum heimi. Sérstaklega á það við um þessar mundir þegar fólk með margskon- ar trúarlegan bakgrunn sest að á Islandi. Trúarbragðafræðin sem kennslugrein í skólum landsins er ein af forsendunum fyrir auknum skilningi í þjóðfélaginu á bak- grunni þessara nýju íbúa landsins . Höfundur er prestur við Hafnarfjarðarkirkiu og hefur stundað framhaldsnám í trúarbragðafræðum. Þórhallur Heimisson Bruðl eða hagsýni? í FJÁRLÖGUM næsta árs er gert ráð fyrir útgjöldum að upphæð kr. 700 millj- ónir vegna opnunar sendiráðs í Japans. Hver skyldi réttlæt- ingin vera fyrir þess- ari óheyrilegu upp- hæð? Ekki getur það ver- ið vegna viðskipta- legra hagsmuna okk- ar þegar litið er til kaupa Japana á afurð- um okkar undanfarin ár. Samkvæmt hag- skýrslum nemur út- Sendiráð Erfítt er að sjá rétt- lætingu á þessum gífurlega kostnaði, segir Sigurður Helgason, við þetta nýja sendiráð. flutningur okkar til Japans að meðaltali um kr. 11 milljörðum ár- lega undangengin sex ár. Japan skipar oftast fjórða sæti í kaupum afurða okkar á eftir Bretlandi, Bandaríkj- unum og Þýskalandi. Þessi viðskipti hafa skapast án íslensks sendiráðs í Japan. Fyrir dugnað ís- lenskra kaupsýslu- manna hefur þessi ár- angur náðst án allra afskipta hins opinbera með starfandi sendi- ráði. Hafandi þetta í huga er erfitt að sjá réttlætingu á þessum gífurlega kostnaði við þetta nýja sendiráð. Hann getur ekki verið af við- skiptalegum toga og séu aðrir hagsmunir í húfi hlýtur að vera hægt að ná þeim með meiri hagsýni en þessum gífurlegu fjár- útlátum. Væri ekki rétt að valdsmenn lýðveldisins endurskoðuðu þessar fyrirætlanir, sem hefðu þær afleið- ingar að skattleggja yrði hverja fimm manna fjölskyldu í þessu landi um kr. 12.500? Er ekki víða meiri þörf fyrir þetta fé en með þessu bruðli? Höfundur er fv. stjórnnrformaður Flugleiða. Sigurður Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.