Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 31 ERLENT Framboð Noregs til að hljóta sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Italir beittu öllum mögulegum brögðum Ósltí. Morgunbladid. ÍTALIR beittu öllum brögðum til að hafa betur í samkeppninni við Noreg um sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en urðu þrátt fyrir það að játa sig sigraða þegar upp var staðið eftir atkvæðagreiðsluna í allsherj- arþingi SÞ sl. þriðjudagskvöld. Eru ítalskir ráðamenn meðal annars sagð- ir hafa beitt nokkur lönd þeirri hótun, að styðja ekki umsókn þeirra um inngöngu í Evrópusambandið, ef þau styddu ekki Ítalíu til setu í öryggisráðinu, eftir því sem norska blaðið Aftenposten greinir frá. Þrjú Vestur- Evrópuríki, Noregur, Italía og Irland, sótt- ust eftir þeim tveimur sætum í ráðinu sem að þessu sinni stóðu löndum í þessum heimshluta opin. Öðrum ríkjum með atkvæðisrétt hjá SÞ var heitið aukinni þróunaraðstoð kysu þau „rétt“, en var hótað skertri aðstoð ef þau héldu fast við að styðja Noreg og írland. Daginn eftir að Noregur og Irland höfðu náð kjöri til setu í öryggisráðinu en Ítalía ekki upplýstu norskir stjórnarerindrekar hvernig þeir hefðu orðið að haga sér til þess að verjast því sem þeir kölluðu „mjög svo ýtna“ atkvæðaveiðasókn Itala. Að sögn Norðmannanna létu ítalir sér fátt fyrir brjósti brenna í atkvæðaveiðunum; loforðum og hótunum var óspart beitt. Italir tóku ákvörðun um framboð miklu seinna en Norðmenn og írar og urðu því að beita þeim mun harðari kosningabaráttu. Mörg lönd höfðu þegar heitið Norðmönnum og írum stuðningi, þegar Italir hófu atkvæðaveiðarn- ar. Framboð Ítalíu var óvinsælt víða í SÞ- kerfinu, þar sem aðeins fáein ár eru liðin frá því landið sat síðast í öryggisráðinu og röðin því ekki komin aftur að Italíu. Ráðamenn í Róm virðast hins vegar vilja líta svo á, að Ítalía sé stórveldi sem eigi tilkall til þess að eiga fast sæti í ráðinu, ekki síður en Frakk- land og Bretland. Ekki var nóg með að ít- alska stjórnin beitti þróunaraðstoðarsjóðn- um og hótunum um að hindra ESB-aðild vissra ríkja, heldur settist forseti landsins við simann og hringdi í þjóðarleiðtoga ým- issa landa. „Engum í Noregi datt í hug að biðja Harald konung um að hringja út um allan heim,“ skrifar Aftenposten. „Við teljum að ítalir hafi beitt svo miklum þrýstingi, að ráðamenn sumra landa hafi einfaldlega sagt ,,já, já“ án þess að hafa í hyggju að greiða Italíu atkvæði enda var at- kvæðagreiðslan leynileg.. Við höldum að Ital- ir hafi talið sig vera búna að fá vilyrði um stuðning 145 ríkja, en í atkvæðagreiðslunni fékk Ítalía mest 94 atkvæði,“ hefur Aft- enposten eftir Bjarne Lindström, ráðuneyt- isstjóra norska utanríkisráðuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.