Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 53 eindæmum. Oft var hsmn maður augnabliksins og sagði það sem segja þurfti á réttum stað á réttum tíma og átti þetta ekki síst við þegar hann sá að umræðan var að fara um víðan völl. Sigurður bar hagsmuni bæjarins alltaf íyrir brjósti og var áhugasamur um málefni og framvindu ýmissa verkefna. Hann var vel skipulagður og það var engin hætta á að tímanum væri eytt í óþarfa spjall. Hann stjórn- aði markvisst og sem dæmi, að þegar hann tók við formennsku í bæjarrráði styttust fundir undir hans stjóm úr þríggja tíma fundum í 20-30 mínútna fundi. Skipulagshæfileikar hans voru einstakir, og það virtist sem allt yrði léttara í vinnslu þegar hann tók málin að sér, enda var það ekki hans stíll að að vera lengi að fá niðurstöðu í mál. Hann hafði mjög afdráttarlausar skoðanir og lá ekki á þeim, en samt sem áður var hann alltaf sá fyrsti sem undi niðurstöðu meirihluta hveiju sinni, þó svo að hann værí ekki sam- mála þeirri niðurstöðu. Málið var ekki flókið hjá honum: „Petta er niður- staða meirihlutans og nú styð ég hana og mun vinna henni brautargengi.11 Þó svo að Sigurður hafi verið fram- kvæmdastjóri ísfélags Vestmanna- eyja, þar sem umsvif voru mikil í veið- um og vinnslu, virtist hann geta stjómað samhliða á öðram vettvangi af mikilli færni og var snillingur í að nýta tímann og það var ósjaldan sem hann hringdi í mig og bauðst til þess að taka að sér ákveðin mál og ljúka þeim, sem hann og gerði fljótt og vel. Sigurður var mikill sjálfstæðis- maður og gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn bæði heima í héraði og á landsvísu. Þegar leið að kosningum var hann alveg ómissandi og þegar kosningastjórar vom að mæta til starfa um áttaleytið að morgni var hann jafnvel búinn að vera að störfum í allt að tvo tíma. Fráfall Sigurðar, langt um aldur fram, er gífurlegt áfall. Það er mikill missir að sjá á bak slíkum afburða- manni á besta aldri sem svo sannai'- lega ætlaði sér að halda áfram að byggja upp betra mannlíf fyrir Eyj- amar okkar. En mestur er þó missir elskulegrar eiginkonu hans, Guðbjargar Matt- híasdóttur, sona þeirra og ættingja. Sigurður vai’ einstakur fjölskyldu- maður og það var aðdáunarvert að fylgjast með hve duglegur hann var að fylgja drengjum sínum í öllu þvi sem þeir tóku sér fyrir hendur hverju sinni. Á kveðjustund vil ég f.h. bæjar- stjómar Vestmannaeyja þakka Sig- urði Einarssyni fyrir farsæl og óeig- ingjörn störf í þágu byggðarlagsins um leið og ég sendi Guðbjörgu Matt- híasdóttur, og sonunum Einaii, Sig- urði, Magnúsi og Kristni, ásamt öðr- um ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eyjamar hafa misst einn af sínum bestu sonum. Það vora forréttindi að fá að kynnast manni með slíka mann- kosti. Blessuð sé minning Sigurðar Ein- arssonar. Guðjón Hjörleifsson. Mikilhæfur maður hefur kvatt lífið á besta aldri. í okkar litla byggðarlagi er þetta stór tollur, það stór að við sem eftir eram verðum lengi að átta okkur á þeim mikla missi sem þetta er fyrir bæjafélagið. Hann rak eitt öflug- asta fyrirtæki bæjarins af miklum myndarbrag. Hann var einnig mjög virkur í stjórnun bæjarins, og stjórn- aði mörgum nefndum, og tók jafn- framt þátt í landsmálapólitík fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Oll vonuðum við að hann kæmist til heilsu á ný eftir erfiða krabbameins- meðferð. En þegar ljóst var að mann- legt vald hafði ekki yfir lækningu að ráða varð niðurstaðan sú að Sigurður fengi líknandi meðferð heima hjá fjöl- skyldunni. Stóð eiginkonan ásamt sonunum og fjölskyldu sem klettur um velferð hans. Sigurður lést heima að morgni 4. október og kom dauðinn sem líkn inn í aðstæður hans. Ég þakka Sigurði fyrir samstarfið sem við höfum átt í um 25 ár. Varla leið sú vika hin síðari ár að við bæram ekki saman bækur okkar og kæm- umst að einhverri niðurstöðu sem við voram að leita að. Sigurður var alltaf úrræðagóður og skynsamur maður. Hann var mjög víða í stjórnum, eiginkonu hans, syni, frændfólk og vini. Megi okkur auðnast að rækta í samfélagi okkar það sem Sigurður var ríkastm- af, mannkosti. Ámi Johnsen. Fundum okkar Sigurðar bar fyrst saman fyrir 10 áram að loknum sveit- arstjómarkosningum 1990. Sjálf- stæðisflokkurinn með Sigurð í farar- broddi hafði unnið góðan sigur og leitaði nú að bæjarstjóraefni. Sigurð- ur hafði samband við mig og bauð mér starfið. Það kom mér veralega á óvart. Ég var innan við þrítugt og hafði starfað við sölumál á fiski og þekkti ekkert til sveitarstjórnarmála. Á endanum ákvað ég að fara utan til stai'fa og hafnaði boðinu en Sigurður hafði á orði að ég væri að taka ranga ákvörðun. Hann reyndi að telja mér • hughvai’f og taldi þetta gott skref fyr- h' framtíð mína, sjávarútvegurinn væri ekki áhugaverður lengur, ef ég rildi gæti ég alltaf farið aftur inn í þá atrinnugrein. Tveimur áram síðar flutti ég og fjölskylda mín til Vestmannaeyja er ég fór að starfa þar við sjávarútveg- inn, og kynntist Sigurði betur. Fljót- lega áttaði ég mig á því hvers konar mann hann geymdi og kunni ákaflega vel rið hann frá fyrsta degi. Við lent- um að vísu oft í návígi og voram oft ósammála, og stundum reyndi ég að vera reiður út í Sigurð, en það entist aldi-ei lengi. Þegai' litið er tilbaka streyma minningamar um hugann, ökuferðir • á nóttunni í myrki og slabbi á loðnu- vertíðum, báðir áhyggjufullir yfir því hvort og hvar loðnan veiddist, hvort hún yrði stór eða smá og hvaða verð- mæti mögulegt væri að gera úr aflan- um. Sigurður hafði gríðarlega þekk- ingu á loðnunni og fyrir mig ungan og óreyndan var hann sem hafsjór af fróðleik. En í þessum ökuferðum var mikið rætt um ýmislegt annað en það sem að starfinu laut. Við áttum marga fundina á ski'if- stofum okkai' og þegar Sigurð bar að garði varð að vera til sykurlaust Kók, - í versta falli vatn. Hann var öðravísi, ekkert kaffiþamb þrátt fyrir miklar vökm'. Oft horfði maður öfundar- augum til Sigurðar þar sem hann var hlaupandi um alla eyju, í sundi með drengina sína, hann var reglumaður mikill og heilbrigðm- á sál og líkama. Þegar fyrirtæk okkar vora í sem mestum erfiðleikum og rið börðumst fyrir lífi þeirra, báram rið oft saman bækur okkar og reyndum að rinna sameiginlega að því að gera betur í rekstrinum Stundum hafði ég það á tilfinning- unni að Sigurður liti á lífið sem skák, hann tefldi og hugsaði leikina langt fram í tímann og sjaldnast gat maður áttað sig á þri hvað hann hygðist fyr- ir. Ég velti oft ákvörðunum hans fyrir mér og fékk ekki botn í þær, en síðan kom í ljós hvað hann hafði haft í hyggju allann tímann og þær höfðu verið hárréttar. Kímnigáfa hans var skemmtileg og hann hafði gaman af því að slá á létta strengi. Hann gerði óspart grín að sjálfum sér og hafði gaman af. Sigurður átti það til að færa manni gjafir við minnsta tilefni og ég mun seint gleyma þri þegar hann kom heim til mín og kvaddi mig þegar ég yfirgaf Vestmannaeyjar fyiir rúmu ári og færði mér mynd að gjöf. Þar kynntist ég nýrri hlið á Sigurði sem afar hlýjum og riðkvæmum persónu- leika. Undanfarið ár fóru samskipti okk- ar fram í tölvupósti og ræddum rið þai' ýmisleg málefni. Sameiningarmál í Vestmannaeyjum, reksturinn, útlitið á mörkuðum, veikindi hans og fleira. Hann hafði miklar áhyggjui’ af vel- ferð byggðarlagsins og var annt um að atvinnulífið þar væri sem blómleg- ast. Vestmannaeyjar hafa misst öfl- ugan mann og góðan dreng. Mig langar að votta eiginkonu Sig- urðar og börnum mínar innilegustu samúðai’kveðjur. Missir þeirra er mikill. Megi góður Guð styrkja þau í sorg þeirra. Minningin um góðafr dreng lifir. Sighvatur Bjamason. I kvæðabókinni Illgresi eftir Örn Arnarson má lesa stórfenglegt kvæði um Sigurð Sigurfinnsson, hrepp- stjóra, þann mikla skörang, en skáld- SJÁNÆSTU SÍÐU Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurður Einarsson og eiginkona hans, Guðbjörg Matthíasdóttir, ásamt Bjarna Karlssyni, þáverandi sóknar- presti í Vestmannaeyjum, við komu skipsins Antares til Vestmannaeyja. hans fremur en langar ræðm’. Einu sinni voram rið á fundi sjálfstæðis- manna í Hveragerði. Það var kaffihlé og Sigurður sat við borð með móður minni og fleiri fundargestum, en hann var þá nýkominn til starfa í bæjar- stjórn Vestmannaeyja. Ég sat rið næsta borð og veitti því athygli þegar aldraður sjálfstæðismaður, sem lík- lega hefur verið farinn að missa sjón, rindur sér að móður minni og segir: „Ert þú móðir hans Árna?“ Hún játti þri, en þá horfir maðurinn á Sigurð og spyr: „Er þetta maðurinn þinn?“ Það varð rokna hlátur rið borðið, ég spratt á fætur frá næsta borði, vatt mér að Sigurði, klappaði honum á öxl- ina og sagði í sakleysi mínu: „Getur þú látið mig hafa 500 krónur, pabbi?“ „ Já, væni minn svaraði Sigurður að bragði og rétti mér 500 kallinn.“ Það ætlaði allt ritlaus að verða og aumingja maðurinn rissi ekkert hvað- an á sig stóð veðrið. Það er gott dæmi um sanngimi Sigurðar og heillyndi að þegar hann á sínum tíma var í bæjarstjóm Vest- mannaeyja í minnihluta, flutti hann stundum erfiðu pólitísku málin fyrir meirihlutann, það var svo sjálfsagt ef þau vora skynsamleg en áttu erfitt uppdráttar vegna pólitíkiu'. Þrátt fyi-ir stjórn á einu stærsta fiskrinnslu- og útgerðarfyrirtæki landsins með djarfri uppbyggingu hefur lítillæti og hlédi'ægni einkennt starfsstfl þeirra hjóna, nægjusemi þeim til handa en mildll metnaður fyr- ir hönd hundraða starfsmanna í fyiir- tæki þeirra. Hugulsemi þeirra í garð staifsfólks þeirra hefur verið einstök þótt víða væri leitað um lönd og álfur. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með því í gegnum árin hvem- ig borgarbarnið varð Eyjamaður út í ystu æsar. Rætur Sigurðar náðu slíkri festu í Vestmannaeyjum að maður veit ekki hvort sjálfur Heima- klettur hefui' fastaii tengingu rið grunn Eyjanna. Fráfall Sigurðar Einarssonar svo langt fyrir aldm- fram fram er hrika- legt áfall þri hann var ekki aðeins stórkostlegur athafnamaður í blóma lífsins, hann var fyrst og fremst fjöl- skyldufaðir, félagi og rinur samferða- manna sinna, maður sem átti svo margt ógert og svo miklar væntingar vora bundnar rið þri hann kunni svo vel að fara með ábyrgð sína. Fyiir nokkru kom hann á heimili eins verk- stjóra sinna í Eyjum. Verkstjórinn vai' ekki heima en Sigurður spurði eiginkonu verkstjórans hvort hann mætti taka bílinn sem væri á hlaðinu. „Þarftu nú að vera að spyija um það, Sigurður?" svai'aði húsfreyjan, „þú átt þennan bfl sjálfur, þetta er Isfé- lagsbfll." „Æ, já,“ svaraði Sigurður, „maðm' getur ekki verið að taka svona án þess að spyrja leyfis.“ Þetta segir mikið um Sigurð. Hann leit fyrst og fremst á sig sem verkamann samfélagsins og hann lagði höfuðkapp á að tryggja hagsmuni þess samfélags sem hann hafði fest rætur í. Það sló fölva á sólstafi Eyjanna rið fráfall Sigurðar og það greip um sig hiyggð allra sem hann þekktu, en þegar verst gengur er ástæða til að bera sig þeim mun betur og í anda at- hafnamannsins Sigm'ðar Einarssonai' er okkur ætlað að halda kóssinn ótrauð áfram. Megi góður Guð vemda og styrkja Stjóm Útvegsbændafélags Vestmannaeyja árið 1990. Frá vinstri: Hjört- ur Hermannsson, Sigurður Einarsson, Hilmar Rósmundsson, formaður, Leifur Ársælsson, Þórður Rafn Sigurðsson, Óskar Matthíasson og Magnús Kristinsson. Þúsund tonna markinu á vetrarvertíð fagnað um borð í Suðurey VE. Frá vinstri: Stefán Einarsson, stýrimaður, Sigurður Einarsson, Sigurð- ur Georgsson, skipstjóri, og Garðar Ásbjörnsson, útgerðarstjóri. nefndum og ráðum. Þar sem okkar leiðfr lágu saman í slíkum stjómum var gott að rinna með Sigurði. Það hefur verið ómetanlegt fyrii' mig sem formann Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja að hafa Sigurð í stjóm, en þar hefur hann setið síðan 1980. Ég á eftir að sakna Sigurðai' í líkamsræktinni á morgnana, en rið þjálfuðum okkur saman tvisvar í riku, þar sem málin vora rædd um leið og líkaminn var þjálfaður, en Sigurður lifði mjög heilbrigðu lífi og vai' annt umjieilsu sína. Ég bið algóðan Guð að Hta eftir Guðbjörgu, drengjunum og öðram fjölskyldumeðlimum. Magnús Kristinsson. Miklir mannkostir vora aðalsmerki Sigurðar Einarssonar í Vestmanna- eyjum. Hann var athafnamaðui' af Guðs náð, ósérhlífinn, sanngjai'n, bráðsnjall, hispurslaus og í honum var ekki eitt gramm af hégóma. Hann var mjög sjálfstæður og orð og at- hafnir til árangurs vora hans ær og kýr og hann var áberandi elskuríkur faðfr drengjanna sinna, fjölskyldu- maður. Sigurður ólst upp í Reykjavík, en áður en hann lauk menntaskóla var hann oft á ferðinni með fóður sínum í Eyjum að fylgjast með athöfnum, veiðum og rinnslu Hraðfrystistöðvar- innar með sín miklu umsrif til sjós og lands. Það hefur verið magnað að fylgjast með Sigurði og eiga samleið með honum í nær 40 ár. Við sjó- mannssynirnir voram mikið á biyggj- unum og í bátum með feðram okkar en tíðai' heimsóknir Sigga með Einari föður sínum á hafnarsvæðið í Eyjum settu þegar á unglingsárum hans srip á bæjarbraginn. Samband þeirra var mjög náið og auðsýnilega fullt af ræktarsemi, mefra en maður sá al- mennt hversdags. Þessum stfl hélt Sigurðui' uppi með sonum sínum svo aðdáunarvert var. Hann átti svo auð- velt með að leiða þá og þeii' fengu tækifæri til þess að lifa sig inn í hans heim athafna, stjómmála og svo mai’gs sem horfði til framfara, en ankerið í þessu öllu um árabil var eig- inkonan, hún Guðbjörg Matthíasdótt- ir, einstök kona. Stundum þegar þau voru spurð að því hve mörg börn þau ættu, svaraði Sigurður: „Við eigum fjóra stráka og svo á hún Guðbjörg mig.“ Sigurður var snöggur að taka ákvarðanir. Það fór ekkert á milli mála þegai’ hann stýrði fundum að hann virti meirihlutavilja fullkom- lega, en ef málalyktii; vora óklárar sagði hann gjarnan: „Ég er búinn að heyra þetta allt, en rið skulum hafa þetta svona.“ Og þar með var það ákveðið. Nætur og daga var hann í raun að verki með fingur á púlsinum í öllum þáttum reksfrarins. Sigurður vai’ sjálfstæðismaður fram í fingurgóma og hefur um árabil verið í framvarðasveil Sjálfstæðis- flokksins, sérstaklega á heimavelli í Eyjum þar sem hann átti sæti í bæj- arstjórn. Hann lagði mikið og óeig- ingjamt starf af hendi á vettvangi bæjai-mála og þjóðmála og er honum þökkuð af alúð sú liðveisla. Sigurður hafði sérstakt lag á að hafa fundi sem stysta og hann átti auðvelt með að létta þunga fundi með sérstæðri gamansemi sinni, einlægni og látleysi. Hnyttin tilsvör og innskot var stíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.