Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingmenn úr öllum flokkum hlynntir því að ísland gangi aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið Morgunblaðið/Arni Sæberg Svanfríður Jónasdóttir (t.h.) mælti fyrir tillögu um inngöngu íslands í Alþjóðahvalveiðiráðið. Telja kominn tíma til að hvalveiðar verði hafnar að nýju ÞINGMENN úr öllum flokkum tóku vel í hugmyndir um að ísland gangi aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið en Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingar, mælti fyrir þingsályktunartillögu þar að lút- andi á Alþingi síðastliðinn fimmtu- dag. Kom fram í umræðum um þetta mál að þingmenn telja tíma- bært að hvalveiðar verði hafnar á ný- Svanfríður rifjaði í framsögu- ræðu sinni upp að ísland hefði gengið úr Alþjóðahvalveiðiráðinu af þeirri ástæðu að við töldum afstöðu ráðsins til hvalveiða ekki byggða á vísindalegum forsendum heldur pólitískum. Svo virtist hins vegar sem afstaða ráðsins réði áfram ákvörðunum og gerðum íslendinga utan þess. Annað væri ekki hægt að ráða af aðgerðaleysi stjórnvalda undanfarin ár, ekki hefði verið far- ið út í það að veiða hval jafnvel þó að Alþingi hefði t.d. ályktað í mars 1999 að hvalveiðar skyldu hafnar hér við land hið fyrsta. „Rökin fyrir því að standa utan ráðsins eru harla léttvæg í ljósi þess að við allar ákvarðanir verð- ur að taka tillit til stefnumótunar ráðsins, hversu óvísindaleg sem hún kann að vera. Hvort sem við stöndum utan ráðsins eða innan virðumst við bundin af ákvörðun- um þess,“ sagði Svanfríður. Taldi hún möguleika okkar til að hafa áhrif á stefnu ráðsins mesta ef við ættum þar sæti, enda væri það helsti vettvangur umræðu um hvalveiðar, þar væri baráttan um þessi mál háð. Þurfum inn í ráðið til að geta selt afurðirnar Árni Gunnarsson, Framsóknar- flokki, lýsti stuðningi sínum við til- löguna. Hann sagði að íslendingar ættu að leita allra leiða til að hefja hvalveiðar á pýjan leik, og þá í at- vinnuskyni. Ásta R. Jóhannesdótt- ir, Samfylkingu, tók í sama streng og benti á að til lítils væri að hefja hvalveiðar að nýju ef við ekki gæt- um selt afurðirnar en til þess að það mætti verða þyrftum við að vera innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hún tók hins vegar undir orð Svanfríðar að skoða þyrfti hvernig samrýma mætti hvalveiðar og hvalaskoðun, sem væri vaxandi tekjulind í ferðaiðnaði. Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls- lynda flokknum, sagði mikilvægt að hafnar yrðu veiðar á ný á sjávar- spendýrum, við ættum að nýta gæði lífríkisins og þetta væri spurning um að viðhalda jafnvægi líftegunda í hafínu. Össur Skarp- héðinsson, Samfylkingu, var á sömu skoðun og lagði áherslu á sjálfbæra þróun í þessu sambandi. Nýta ætti þá stofna sem stæðu undir sjálfum sér. Tillaga Samfylkingar felur í sér að mótmæli Alþingis við hvaiveiði- banni verði hluti þeirra ráðstafana sem gera þurfi til að ísland verði aftur aðili að Alþjóðahvalveiðiráð- inu. Guðjón Guðmundsson, Sjálf- stæðisflokki, var hlynntur þessum fyrirvara og kvaðst hann í grund- vallaratriðum sammála tillögu Svanfríðar. Tenging við tekjur maka verði afnumin ALÞINGI TEKJUTENGING tekjutrygging- ar lífeyrisþega við tekjur maka hans verður afnumin ef frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, sem Samfylk- ingin hefur mælt fyrir á Alþingi, verður að lögum. Einnig er lagt til að upphæð tekjutryggingar og frí- tekjumark verði það sama fyrir aldraða og öryrkja og eru upp- hæðir miðaðar við tekjutryggingu öryrkja en þær eru heldur hærri en hjá öldruðum. Telja flutningsmenn það óeðlilegt að almannatrygginga- greiðslur öryrkja lækki við það eitt að hann verði 67 ára og hefji töku ellilífeyris. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er fyrsti flutningsmaður frum- varpsins og mælti hún fyrir því á Alþingi á fimmtudag. Hún sagði það hvergi tíðkast á Norðurlöndun- um að tekjur lífeyrisþega væru tengdar tekjum maka hans og kvað það réttlætismál að þetta kerfi yrði afnumið hér á landi. Hins vegar kom skýrt fram í máli Ástu, að ekki væri verið að kreíjast allsherjar- afnáms tekjutenginga. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, tók undir efni frumvarpsins. Hann sagði tíma- bært að afnema þessa tekjuteng- ingu með öllu og rökstuðningur fyr- ir því ætti í raun að vera augljós. Sagði Steingrímur niðurlægjandi að gera öryrkja að bagga á mökum sínum með þessum hætti. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, var ann- arrar skoðunar og taldi að ef menn ætluðu að fara að ræða um það hvort taka ætti tillit til fjölskyldu- aðstæðna einstaklinga eða ekki þá hlytu þeir að taka þau mál upp í heild sinni. Víða í skattkerfinu væri nefnilega tekið tillit til slíkra þátta. Guðjón A. Kristjánsson lýsti því hins vegar yfir að Frjálslyndi flokkurinn styddi málið og vonaðist til að það næði fram að ganga. ---------------- Ungt fólk fái heilsu- vernd í ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU sem lögð hefur verið fram á Alþingi er lagt til að ríkisstjórnin skipi nefnd til að gera tillögur um hvernig skipu- lagðri heilsuvernd fyrir ungt fólk verði háttað. Það eru níu þingmenn úr fjórum flokkum sem standa að til- lögunni en fyrsti flutningsmaður er Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki. I greinargerð kemur fram að skipulögð heilsugæsla er ekki í fram- haldsskólum hér á landi. Engu að síður glími ungt fólk við ýmsan heilsufarsvanda og margt bendi til að æskilegt sé að nálgast það á þeiiTa vettvangi, þ.e. í framhaldsskólunum. Alþingi Dagskrá FUNDUR hefst í Alþingi næst- komandi mánudag kl. 15. Eftir- farandi mál eru á dagskrá: 1. Neytendalán. Frh. 1. um- ræðu. (Atkvæðagreiðsla). 2. Stefna íslands í alþjóðasam- skiptum. Frh. fyrri umræðu. (At- kvæðagreiðsla). 3. Þátttaka Islands í Al- þjdðahvalveiðiráðinu. Frh. fyrri umræðu. (Atkvæðagreiðsla). 4. Landsvegir á hálendi Islands. Frh. fyrri umræðu. (Atkvæða- greiðsla). 5. Grundvöllur nýrrar fískveiði- stjórnar. Frh. fyrri umræðu. 6. Stjórn fiskveiða. 1. umræða. 7. Stjórn fiskveiða. 1. umræða. 8. Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri. Frh. 1. umræðu. 9. Almannatryggingar. Frh. 1. umræðu. 10. Matvæli. 1. umræða. 11. Landmælingar og korta- gerð. 1. umræða. 12. Tilnefhing Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar- samningsins. Fyrri umræða. Alþingi Utan dagskrár Valgerður stóð vaktina í vikunni sem leið EFTIR DAVÍÐ LOGA SIGURÐSSON ÞINGFRÉTTAMANN INGMENN stjórnarand- stöðunnar kvörtuðu sáran yfir fjarveru ráðherra ríkis- stjórnarinnar í þingsölum í þessari viku. Ljóst var af máli þeirra á miðvikudag og fimmtudag að þeir töldu varla fundarfært á Alþingi en segja má að aðeins Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafi staðið vakt- ina seinni part vikunnar. Óvenjumargir ráðherrar hafa verið erlendis og á fimmtudag var sjávarútvegsráðherra svo sárt saknað að umræðum um fiskveiði- stjórnarlöggjöfina var frestað. Spilaði þar reyndar inn í að Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávar- útvegsnefndar, reyndist einnig vera erlendis. Fjarvera ráðherra og þingmanna á sér oftast nær eðlilegar skýringar en skiljanlegt er að stjórnarandstaðan vilji hafa tækifæri til að berja á fleiri en ein- um ráðherra. Eftirtekt vekur hversu fá stjórn- arfrumvörp hafa litið dagsins ljós þessar fyrstu tvær vikur þingstarf- anna. Sannarlega hafa umræður á Alþingi tekið mið af þessu því að á dagskrá í þessari viku voru nánast eingöngu mál sem þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram. Fyrir vikið er hálfgerð lognmolla yfir öllu saman, einkum og sér í lagi þegar ráðherrar eiga ekki heimangengt í umræður er tengjast þeiira málaflokkum. Hitt má vel vera að þetta sé lognið á undan storminum. XXX alldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra er valdur að hressilegustu orðaskiptun- um I þessari viku með þeirri ákvörðun sinni á þriðjudag að hjóla í Steingrím J. Sigfússon eftir að sá hinn sami mælti fyrir þingsálykt- unartillögu um stefnu íslands í al- þjóðasamskiptum. Halldór er ómyrkur í máli, sakar vinstri græna um einangrunar- stefnu og afturhaldssemi og undir orð hans taka þingmenn Samfylk- ingar. Steingrímur heldur uppi vörnum, eins og hans er von og vísa, og fyrir vikið vindur umræðan upp á sig og varir í um fjórar klukkustundir. Sumir hefðu valið að þegja málið inn í nefnd en utan- ríkisráðherranum er mikið niðri fyrir og hann ver sína framgöngu í Evrópumálunum af miklum móð. Því fer að vísu fjarri að Tómas Ingi Olrich, formaður utanríkis- málanefndar, lýsi yfir stuðningi við tillögu vinstri grænna. Tónninn í máli hans er hins vegar þannig að einhverjir gætu haldið að Sjálf- stæðisflokkurinn og vinstri grænir ættu í pólitísku tilhugalífi. Sama má víst segja um þann samhljóm sem virðist vera í málflutningi Halldórs og Samfylkingarinnar. Umræðan er því mjög áhugaverð sökum þeirrar pólitísku undiröldu sem má með góðum vilja lesa úr henni. Hitt kemur þó skýrt í ljós í vikunni, að vinstri grænir eru í mörgum málum harla einangraðir. Formaðurinn lætur reyndar engan bilbug á sér fínna og berst hetju- legri baráttu fyrir sinni sannfær- ingu. Sama má segja um annan þingmann, sem tilheyrir allt öðrum flokki, en hann heitir Pétur H. Blöndal. . ^ XXX Ovenjumargir varamenn taka sæti á Alþingi í þessari viku og tengist það sjálf- sagt fjarveru ráðherra og þing- manna, sem áður var drepið á. Af þeim sjö, sem setjast á þing í fjar- veru aðalmanna, eru fjórir nýliðar og mikið fer því fyrir handa- böndum og heillaóskum inni í þingsalnum. Og varamenn reyna gjarnan að nýta stutta viðveru á þingi til að ýta við sínum hjartans málum eða i öllu falli til að láta ljós sitt skína í ræðustól. Guðjón A. Kristjánsson, annar þingmanna Frjálslynda flokksins, er sannarlega einn þeirra sem hafa látið ljós sitt skína fyrstu daga 126. löggjafarþings en þó að hann eigi fast sæti á þingi er hann enn ný- græðingur miðað við suma. Hann kemur tvíefldur til leiks og skel- eggur málflutningur hans vekur at- hygli, kannski vegna þess að hann virðist staðráðinn í að láta til sín taka víðar en í sjávarútvegsmálun- um. Og það er af sem áður var þeg- ar öllum hans ræðum - og þá skipti engu hvort verið var að ræða sjáv- arútvegsmálin eður ei - lauk með sama hætti, þ.e. tilmælum um að kvótabraskinu yrði úthýst og það hið fyrsta. Markmið Guðjóns er að sporna við eyðingu byggða og bæja á meðan hið gagnstæða átti víst við um Kató hinn gamla forðum daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.