Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 52
£2 52 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR EINARSSON + Sigurður Ein- arsson fæddist í Reykjavík 1. nóvem- ber 1950. Hann lést úr krabbameini í Vestmannaeyjum hinn 4. október sl. 49 ára að aldri. For- eldrar hans voru hjónin Svava Agústsdóttir, f. 24. júlí 1921, d. 30. nóv- ember 1978, og Ein- ar Sigurðsson, út- gerðarmaður frá Vestmannaeyjum, f. 7. febrúar 1906, d. 22. mars 1977. Systkini Sigurðar eru Guðríður hjúkrunarfræðing- ur, f. 1948; Elísabet meinatæknir, f. 1949; Ágúst prófessor, f. 1952; Svava kennari, f. 1953; Einar Björn, f. 1955, d. 1955; Ólöf pró- fessor, f. 1956; Helga meinatækn- ir, f. 1958; Sólveig kennari, f. 1959; Auður fslensku- og við- skiptafræðingur, f. 1962 og Elín kennari, f. 1964. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970 og lögfræðiprófi frá Há- skóla Islands árið 1974 eftir stutt- an námsferil. Hann hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1983. Sigurður starf- aði sem forstjóri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja frá árinu 1975 ojg sem forsljóri Isfélags Vestmannaeyja til dauðadags frá árinu 1992 þegar Hrað- frystistöðin og ísfé- lagið voru sameinuð. Sigurður kvæntist 3. júlí 1976 Guðbjörgu Matthíasdóttur kenn- ara, f. 14. mars 1952. Foreldrar hennar voru hjónin Kristin S. Magnúsdóttir húsmóð- ir, f. 12. september 1913, d. 24. maí 1996 og Matthías Jónsson framkvæmdasljóri, f. 20. nóvem- ber 1922. Sigurður og Guðbjörg eignuðust fjóra syni; Einar, f. 23. ágúst 1977, Sigurð, f. 11. mars 1979, Magnús, f. 5. september 1985 og Kristin, f. 4. apríl 1989. Sigurður tók virkan þátt í störfum innan sjávarútvegsins og sat í stjórnum fjölda fyrirtækja og samtaka, m.a. SÍF, Sölumið- stöðvarinnar, Coldwater Seefood í Bandaríkjunum, Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi, LIU, Skeljungs, Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda og hann var stjórnarformaður Trygg- ingamiðstöðvarinnar til dauða- dags. Hann sat einnig í stjórn Samfrosts og Stakks í Vest- mannaeyjum, Lifrarsamlagi Vest- mannaeyja, Fiskmarkaðar Vest- mannaeyja, Utvegsbændafélags Vestmannaeyja og Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins í Vest- mannaeyjum og var á tímabili formaður Vinnuveitendafélags Vestmannaeyja. Hann var ræðis- maður Finnlands í Vestmannaeyj- um frá 1986. Sigurður starfaði mikið í stjórnmálum og sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja til dauðadags og var í forystu á lista Sjálfstæðis- flokksins við margar bæjarstjórn- arkosningar í Vestmannaeyjum og var m.a. formaður bæjarráðs. Sigurður átti einnig um árabil sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins, var formaður sjávarútvegs- nefndar flokksins og var formað- ur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi. Utför Sigurðar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Um leið og litfógur haustlaufin falla og vetur konungur boðar komu sína berst sú harmafregn að mágur okkar, Sigurður Einarsson, sé látinn - langt um aldur fram. Maðurinn sem aldrei kenndi sér meins og var persónugerv- ingur orku og athafna, varð að lúta í lægra haldi í orrustunni við krabba- meinið - þrátt fyrir snarpa mót- spymu og baráttuvilja. „Hvað verður nú um Vestmannaeyjar?" voru fyrstu viðbrögð heimamanns úr Eyjum þeg- ar það spurðist út að Sigurður væri allur. Þau orð lýsa í hnotskum þeim sessi sem Sigurður Einarsson hafði í hugum Vestmanneyinga - svo ná- tengdur var hann atvinnulífinu í sinni heimabyggð. í hugum margra voru Vestmannaeyjar og Sigurður eitt. Að mági okkar standa sterkir stofnar. Hann var þriðji í röð tíu bama hjón- anna Einars Sigurðssonar útgerðar: manns, og Svövu Agústsdóttur. í gegnum fóður sinn kynntist hann snemma lífsbjörg þjóðarinnar; sjáv- arútveginum sem varð starfsvett- vangur hans alla tíð. Sigurður var innan við þrítugt þegar foreldrar hans létust og má segja að frá þeim tíma hafi hann gengið yngstu systr- » um sínum í foreldrastað. Þeirra miss- irerþvímikill. Sigurður fluttist til Eyja eftir gos til þess að taka við stjóm fyrirtækis föður síns, Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja. Þá þegar, og allar götur síðan, hefur hann verið einn helsti sonur Vestmannaeyja og taldi sig alla tíð vera heimamann - þrátt fyrir að vera aðfluttur. Sigurður var dag- farsprúður maður og barst lítt á - þrátt fyrir að hann væri forstjóri í einu stærsta útgerðarfyrirtæki lands- ins. Hann var fráleitt þessi dæmi- gerði „bissnessmaður" og var gjör- sneyddur allri tilgerð. Hjá honum skipuðu allar manneskjur jafnan sess. Hann hafði þann fágæta eiginleika að __ samsama sig lífi og kjömm vinnandi fólks og bar hag þess mjög fyrir brjósti. Oft skiptust á skin og skúrir í rekstrinum og þá var það helsta hags- munamál hans að fólkið hans hefði næga atvinnu. Hann var alþýðlegur maður og lifði fremur fábrotnu lífi þar sem fjölskylda hans vó þyngst á for- gangslistanum. í starfi sínu varð hann oft að ferðast á milli lands og eyja. Þá var það jafnan viðkvæði hans að komast „heim“ enda ekki óalgengt að mágur okkar legði á sig að fljúga daglega, og stundum tvisvar á dag, til þess eins að dvelja sem mest og V lengst heima í Vestmannaeyjum. Eft- ir að hann veiktist og varð að mæta reglulega í læknismeðferðir, lét hann sig ekki muna um að fljúga samdæg- urs fram og aftur, ef þörf var á. Hann var mikill vinur vina sinna og til marks um mannkosti hans er okkur minnisstætt þegar hann lánaði Félagi eldri borgara félagsaðstöðu í sal ísfé- «lagsins - því að kostnaðarlausu og uppskar virðingu og þakklæti þessara öldnu bæjarbúa sem skilað höfðu góðu dagsverki í gegnum árin. Sig- urður var hugulsamur faðir. En hann var ekki aðeins faðir sona sinna - heldur ekki síður vinur þeirra og fylgdist vel með og tók þátt í íþrótta- og æskulýðsmálum í Eyjum og studdi við bakið á allri slíkri starfsemi. Hann var afar bókhneigður og sjaldan sáum við systkinin hann heima við nema bækur væru innan seilingar. Hann var reglumaður á vín og tóbak og stundaði líkamsrækt daglega. Heimili hans, og eiginkonu hans og systur okkar Guðbjargar, stóð alla tíð opið þeim sem þangað leituðu. Gilti þá einu hvort um var að ræða erlenda viðskiptaaðila, frændsystkini, aðra ættingja eða vini. Guðbjörg systir okkar tók virkan þátt í lífi og starfi manns síns og studdi hann með ráð- um og dáð - enda voru þau afar sam- rýnd hjón þar sem gagnkvæm virðing ríkti. Eitt sinn kom maður sem Sig- urður lítt þekkti til Eyja til að fylgjast með knattspymuleik sem átti að hefj- ast nokkrum klukkustundum eftir að vélin lenti. Sigurður hitti manninn á götu, krafðist þess að fá að sýna hon- um eyjarnar og hafa ofan af fyrir hon- um þar til leikurinn hæfist og lét sig ekki muna um að taka sér frí í vinn- unni til að gesturinn nyti heimsóknar- innar. Þannig var Sigurður. Ekkert var of gott fyrir fjölskyldu hans, vini og samstarfsmenn. Hann var uppfull- ur af orku og athafnasemi og boðberi hreysti og lífsvilja. Skyndileg veikindi hans í janúar á þessu ári komu því eins og þruma úr heiðskíru lofti. I einu vetfangi var at- hafnamanni kippt úr umferð á hálfn- uðum degi lífsins. í upphafi var Ijóst að um var að ræða óvenju sjaldgæft tilfelli sjúkdómsins - en engu að síður bundum við vonir við bata eftir að Sigurður hafði notið hæfustu lækna og ummönnunar hjúkrunarfólks á deild 11-E og geislalækningadeild Lsp. Þá tók við gott tímabil. En allt kom fyrir ekld. Sláttumaðurinn slyngi bankaði aftur á dymar og þá varð ljóst að hveiju stefndi. Þá kom bar- áttuandi Sigurðar mágs okkar ber- lega í Ijós. Hann lét engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir veikindin, og lagði mikið á sig, sem fyrr, að dvelja sem oftast og mest heima í Eyjum í faðmi fjölskyldu sinnar. Undir það síðasta þvarr kraftur hans en engu að síður féll honum ekki verk úr hendi og eitt af 'hans síðustu verkum var að raða frímerkjum í afar fágætt frím- erkjasafn sitt, sem hann hafði aldrei gefið sér tíma til. Sigurður lést á heimili sínu þar sem hann fékk að njóta einstakrar aðhlynningar eigin- konu sinnar síðustu vikumar. Með mági okkar, Sigurði Einarssyni, er genginn einn af mætustu sonum þess- arar þjóðar. Mestur er þó án efa miss- ir systur okkar, Guðbjargar, og sona þeirra Sigurðar, Einars, Sigurðar, Magnúsar og Kristins, sem sjá ekki einungis á eftir einstökum eiginmanni og foður - heldur einnig á bak sönn- um vini og félaga. I Vestmannaeyjum verður skarð Sigurðar Einarssonar vandfyllt - enda fáir lagt jafndrjúgan skerf til atvinnuuppbyggingar og fé- lagslífs þar í bæ og hann. Eftir stendur minning um mann sem aldrei gleymist. Einar, Margrét, Svandís, Viðar Már og fjölskyldur. Þegar menn fæðast hljóta þeir mis- munandi vöggugjafir bæði andlegar og veraldlegar. Síðan er það auðna, hið undarlega samspil tilviljana- kenndra ytri aðstæðna og eigin verð- leika, sem ræður hvemig lífið verður. Mágur minn Sigurður Einarsson fékk ríkulegar vöggugjafir bæði and- legar og veraldlegar. Honum auðnað- ist einnig að nýta þær vel til flestra verka. Sigurður fékk það hlutverk nánast í vöggugjöf að honum væri ætlað að taka við hluta fyrirtækis fjöl- skyldunnar og halda áfram með það starf sem faðir hans hafði byggt upp. Þetta gerði Sigurður með sóma og var vakinn og sofinn yfir útgerðinni. Það kom ósjaldan fyrir í fjölskyldu- boðum að hugur hans var víðs fjarri, en um leið og umræðan barst að út- gerðinni kom glampi í augun og hann logaði af eldmóði þegar hann skýrði sín sjónarmið. Fyrir mér var hann sú manngerð sem íslenskan nær svo vel að lýsa með einu orði: „athafnaskáld". Hann vann eftir því sem haft er eftir Diasraeli: „Það kann vel að vera að at- hafnir færi ekki alltaf hamingju, en það er engin hamingja án athafna." Athafnir hans miðuðu að því að styrkja og efla fjölskylduna, fyrirtæk- ið, starfsfólkið og síðast en ekki síst byggðalagið, Vestmannaeyjar. Það kom vel fram í máli hans síðustu miss- erin að allt hans starf t.d í sameining- armálum miðaði að því að halda kvót- anum og atvinnunni í Eyjum. Sigurður var mikill fjölskyldumað- ur og vildi helst vera heima hjá Guggu sinni og strákunum. Hann rækti sam- band sitt við systur sínar ákaflega vel og hringdi eða heimsótti þær reglu- lega. Samband bræðranna Sigurðar og Ágústar var ákaflega náið enda nær jafnaldra og sóttu mikið hvor til annars. Sigurður sinnti strákunum sínum vel og var mikil bamagæla. Hann fór með þá í alls konar túra, oft væntanlega til að hvíla heimilið undan átökum lífsglaðra Eyjapeyja. Þegar Sigurður var í Reykjavík kom hann ósjaldan með strákana hlaðna af orku í heimsókn til systkina sinna, meðal annars til að þeir gætu leikið við frændsystkini sín. Það var sjaldan lognmolla í slíkum heimsóknum, enda kom nokkrum sinnum fyrir, hér fyrr á árum, að ýmis skyldmenni væru „ósár“ en heldur vígamóð að loknum heimsóknum hans og skæruliðasveit- arinnar úr Eyjum. Eftir að Sigurður veiktist var öllum sem til þekktu ljóst hve mikils hann mat eiginkonu sína, Guðbjörgu. Hann setti nánast allt sitt á hana og vildi hafa hana hjá sér öllum stundum. Fá- ir vita aðrir en þeir sem það hafa reynt hvað slík umönnun reynir á aðstandendur og dáðist fjölskyldan af styrk Guðbjargar. Þá ber að nefna að stórfjölskyldan stóð að baki þeim og reyndi að gera sitt til hjálpar þegar Sigurður háði sitt helstríð. Viktor Hugo segir einhvers staðar að hin sanna hamingja sé fólgin í þeirri sannfæringu að vera elskaður, elskaður vegna eigin verðleika, eða jafnvel enn frekar, þrátt fyrir þá. í þeim skilningi var Sigurður ham- ingjumaður sem lagði sitt af mörkum til fjölskyldu og samfélags. Sigurður nýtti sínar vöggugjafir vel og auðnað- ist að lifa hamingjuríku og athafna- sömu lífi þrátt íyrir að það yrði allt of stutt. Ég kveð l.júfan dreng og þakka fyrir góð kynni. Davíð Egiison. Fráfall Sigurðar Einarssonar skil- ur eftir stórt og vandíyllt skarð í okk- ar litla samfélagi. Hann var allt í senn, duglegur, framsýnn og mikill at- hafnamaður. Að alast upp í stórum og kraftmiklum systkinahópi í nálægð við höfnina og atvinnustarfsemi föður síns í Reykjavík hafði mikil áhrif á ungan mann. Fjölþætt atvinnustarf- semi Einars Sigurðssonar í sjávarút- vegi, útgerð og fiskvinnslu víða um land gerði það að verkum að Sigurður tók að fylgja íoður sínum á ferðum hans löngu áður en lífsstarfið var ákveðið. Eg man fyrst eftir Sigurði sem unglingi með föður sínum í Eyj- um. Mestu umsvif Einars Sigurðsson- ar voru jafnan í Eyjum, en þai' var hann fæddur og hafði byrjað sína at- vinnustarfsemi. Það var mikill fengur fyrir Vestmannaeyjar þegar Sigurð- ur og Guðbjörg Matthíasdóttir, eigin- kona hans, tóku þá ákvörðun fyrir tæpum aldarfjórðungi að flytja til Eyja. Þá var teningunum kastað og lífsstarfið ákveðið. Kynni okkar Sig- urðar hófust fljótlega eftir að hann flutti til Eyja. Hann hafði þá nýlega tekið við rekstri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja og ég hafíð störf hjá sameiginlegu fyrirtæki frystihúsanna í Eyjum. Eftir það hafa samskipti okkar verið víða, en mest hafa þau þó tengst sjávarútvegi ogýmsum félags- störfúm. Það var einstakt að starfa með Sigurði. Hann var mjög skipu- lagður og hélt samstarfsfólki vel við efnið. Það er margs að minnast í löngu og nánu samstarfi. Fyrir sam- einingu sjávarútvegsfyrirtækjanna í Eyjum í ársbyrjun 1992 höfðu þau um langt árabil átt með sér mikið sam- starf. Ég minnist þess sérstaklega að Sigurður, sem var yngstur fram- kvæmdastjóranna, var oft með strák- ana sína með í för þegar hann kom á fundi eða í heimsóknir. Fyrst í stað voru þetta eldri strákarnir, Einar og Sigurður, síðan fór Magnús að koma með og loks Kristinn. Þetta var mjög sérstakt enda voru peyjarnir kapps- fullir. En þetta sýndi einnig áhuga Sigurðar fyrir fjölskyldunni og gaf strákunum um leið innsýn í þá miklu starfsemi sem faðir þeirra stýrði. Ár- in liðu og Sigurður fór að hafa afskipti af félagsmálum í Eyjum. Auk setu í stjómum fyrirtækja í sjávarútvegi var hann áhugasamur í öðrum félags- málum. Sigurður hóf afskipti af bæj- armálum og sat í bæjarstjóm um tíu ára skeið. Það er eitt að sitja í bæjar- stjórn og annað að vera í forystu í meirihluta og sinna formennsku í bæjarráði. Sigurður axlaði af miklum myndarskap þá ábyrgð sem fylgir forystuhlutverki í bæjarmálum. Auk þeirra miklu verkefna sem hlóðust á Sigurð í Eyjum átti hann sæti um ára- bil í stjómum SÍF og SH fyrir fisk- vinnslufyrirtækin í Eyjum. Áf félags- störfúm í sjávarútvegi hafði Sigurður mikil og góð afskipti. Fyrir hönd Samtaka fiskvinnslustöðva þakka ég mikið og gott samstarf. Gangur lífsins er oft einkennilegur. Sigurður sem hafði ávallt verið mjög heilsuhraustur og fullur starfsorku er fallinn frá á besta aldri. í erfiðum veikindum sýndi Sigurður mikinn styrk. Það er erfitt að kveðja náinn vin og sam- starfsmann. Samfélagið í Eyjum hef- ur misst einn sinn mætasta son. Ég sendi Guðbjörgu, bömunum og fjöl- skyldum þeirra innlegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Sigurðar Ein- arssonar. Arnar Sigurmundsson. Við viljum í örfáum orðum minnast Sigurðar Einarssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sigurðm- vai' leiðtogi mikill og efaðist enginn, sem kynntist honum, um stjómunar- og leiðtogahæfileika hans þótt ekki færi hann mikinn eða gustaði af honum. Sigurður var glaðvær og hnyttinn og var mjög gott að starfa með hon- um, bæði á fundum sem og í öðmm störfum. Sigurður bar ávallt virðingu fyrir skoðunum annarra hvort sem um var að ræða samherja í stjórnmál- unum eða ekki. Hann var snillingur í að bera klæði á vopnin og miðla mál- um ef á þurfti að halda. Sigurður var skoðanamikill og fastur fyrir en samt samvinnulipur og ljúfmenni mikið. Allir sem kynntust Sigurði fundu fljótt að alls staðar var tekið mikið mark á því sem hann sagði og hægt var að treysta því að það sem hann sagði, það stóðst. Að fá að starfa með Sigurði í bæjar- stjómarflokki Sjálfstæðisflokksins var mikill og góður skóli. Skipulags- hæfileikar hans voru ótrúlegir og afkastagetan með ólíkindum. Hann var mikill vinur og einstakt ljúfmenni jafnframt því að vera óvefengjanleg- ur leiðtogi hópsins. Samhliða ábyi-gðarstörfum, bæði í atvinnulífinu og stjómmálunum, var Sigurður einstakur fjölskyldumaður. Eftirminnilegt var t.d. að fylgjast með honum í kosningaundirbúningi hversu vel honum tókst að virkja alla fjölskylduna með sér til starfa. Sig- urður var einstaklega þolinmóður við strákana sína, sama á hverju gekk og þótt galsinn væri stundum mikill í drengjunum. Minnisstætt er t.d. þeg- ar hann var fundarstjóri á stómm fundi í Ásgarði, félagsheimili sjálf- stæðismanna, þá kom Kristinn, sá yngsti, og var eitthvað að kvabba í pabba sínum. Sigurður rétti honum þá rólega og vingjarnlega dagskrá fundarins og penna og bað hann um að fara að teikna eitthvað skemmti- legt. En aðalankeri hans í öllu því sem Sigurður tók sér fyrir hendur var eig- inkonan, Guðbjörg, og viljum við votta henni og sonum þeirra, Einari, Sigurði, Magnúsi og Kristni, okkar dýpstu samúð með von um að algóður Guð styrki þau í þeirra miklu sorg. Bæjarstjórnarflokkur Sjálfst æðisfiokksins í Eyjum. Þegar einn af máttarstólpum bæj- arfélags og einn mesti athafnamaður Eyjanna í áranna rás féll frá setti mig og aðra Eyjamenn hljóða. Sigurður átti við Ulvígan sjúkdóm að stríða í nokkum tíma og hann hafði háð hetjulega baráttu en varð undir í þeirri baráttu eins og svo margir aðr- ir. Kynni okkar Sigurðar urðu mjög náin árið 1990 þegar ég var ráðinn bæjarstjóri, en Sigurður var formað- ur bæjarráðs og leiddi listann það kjörtímabil og aftur frá 1998 allt til dauðadags. Með okkur myndaðist mikill vinskapur og traust samstarf sem aldrei bar skugga á. Ég man eftir því þegar hann kom í umboði frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins út á golfvöll sumarið 1990 til þess að bjóða mér starf bæjarstjóra. Ég var að Ijúka við að spila níundu holu golfhring og hann sagði: „Klár- aðu holuna, Gaui minn, ég þarf að ræða svolítið við þig á eftir, og það er ekkert víst að þú komist mikið í golf eftir það ef við náum saman.“ Hann gekk hreint til verks og var yfirleitt ekki að orðlengja hlutina. Einhverju sinni vorum við Sigurð- ur á göngu saman og hittum þá Þor- stein Hallgrímsson Eyjapeyja og ís- landsmeistara í golfi. Sigurður mundi greinilega eftir því þegar hann sótti mig á golfvöllinn og segir við Þor- stein: „Þú varst heppinn Þorsteinn, að ég gat stoppað hann Gauja af að spila golf, því það er ekkert víst að þú værir þá Islandsmeistari. Hann ætl- aði sér stóra hluti í golfinu, en við náð- um honum í pólitfldna í staðinn." Hann var einlægur og það var allt- af mjög stutt í prakkarann hjá hon- um, enda tilsvör hans hnyttin með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.