Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 47 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvcemdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝTT HAGKERFI, GÖMUL LÖGMÁL UM fátt hefur verið rætt meira á sviði alþjóðlegra efnahags- mála síðastliðin ár en nýja hagkerfið og áhrif þess á þróun efna- hagsmála. Með nýja hagkerfinu er í stórum dráttum átt við að með nýrri tækni, ekki síst tilkomu Netsins og hvernig það hefur nú þegar og mun í auknum mæli breyta hegðun fólks og starfsumhverfi fyrirtækja, hafi efna- hagslegar forsendur breyst í grund- vallaratriðum. Pví hefur jafnvel verið haldið fram að nýja hagkerfíð hafi kollvarpað þeim efnahagslegu lögmálum sem fyrir voru, ekki þyrfti lengur að hafa áhyggjur af efnahagssveiflum - stöð- ugur hagvöxtur væri tryggður - og þensla myndi ekki ósjálfrátt leiða til aukinnar verðbólgu. Smám saman virðast menn þó vera að átta sig á því að þótt Netið breyti miklu hefur það ekki kollvarpað göml- um hagfræðilegum lögmálum. Athyglisvert er að kynnast sjónar- miðum Nicholas Vanston, forstöðu- manns rannsóknasviðs hagfræði- deildar OECD, sem koma fram í viðtali í Morgunblaðinu á fímmtudag. Vanston segir að ýmis áhrif kennd við nýja hagkerfið, s.s. mikinn hagvöxt, lága verðbólgu, lítið atvinnuleysi og góða stöðu í fjármálum hins opinbera, megi greina í __ Bandaríkjunum og raunar einnig á Islandi. Þetta sé hins vegar ekki alls staðar orðið að al- mennri reglu og til dæmis hafí Japan búið við lítinn hagvöxt um árabil. Hann segir sjónarmið hagfræðings- ins byggð á því að nýja hagkerfíð, ef það sé yfirhöfuð til, byggist á aukn- ingu í því sem kalla megi margþátta framleiðni. „Allt sem er framleitt er framleitt annars vegar með vinnu manna og hins vegar með vélum. Það er mögu- legt að reikna út hversu stór hluti framleiðslunnar kemur frá vinnunni og hversu stór kemur frá vélunum. Þannig að þegar þetta er lagt saman mundi maður gera ráð fyrir að fá heildarframleiðsluna. Sú er hins veg- ar ekki raunin því að það verður alltaf eitthvað eftir og þetta eitthvað er kallað margþátta framleiðni. Hún stafar af því að fólk finnur betri leiðir til þess að gera sömu hluti með jafn- mikilli vinnu og sömu vélum. Þetta þýðir að um ávinning er að ræða, jafn- vel þótt ekkert hafí verið fjárfest." Vanton segir að þegar tölvurnar og nýja upplýsingatæknin komu til sög- unnar hafí margir gengið út frá því sem vísu að það mundi auka marg- þátta framleiðni. „Þegar hagfræðing- ar sáu að hagvöxtur jókst án þess að verðbólgan hefði aukist voru fyrstu viðbrögð þeirra að draga þá ályktun að þetta væri aukning í margþátta framleiðni og hún næði til allra geira þjóðfélagsins sem nýttu hina nýju tækni. Fyrir um hálfu öðru ári þegar nákvæmari tölur fóru að berast kom í ljós þetta var ekki svo einfalt. Það reyndist vera framleiðsluaukning vinnuafls í þeim greinum sem notuðu mikið tölvur, en það var aðeins vegna þess að þeir notuðu tölvutæknina meira. Framleiðsluaukningin varð sem sagt ekki vegna nýja hagkerfisins heldur var skýringin aukin fjárfesting í tölvubúnaði. Þetta var því bara eins og í gamla hagkerfinu, aukin fram- leiðsla vegna aukinnar fjárfestingar.“ Þessi hagfræðingur bendir þarna á forvitnilega staðreynd sem sýnir fram á hversu varasamt er að lýsa því yfir að tækninýjungar muni gjörbylta heiminum. Rafmagnið, eimreiðin, síminn og örflagan eru allt dæmi um uppfinningar sem hafa aukið hagsæld í heiminum. En það hefur tekið tíma. Það sama mun væntanlega eiga við um Netið, þegar upp er staðið. Þeir eru margir sem hafa brennt sig á spám um nýja tíma í tengslum við tækniframfarir í gegnum aldirnar. Flestir hafa þeir farið flatt á því að taka ekki tillit til hinna ófrávíkjanlegu lögmála hagkerfisins, þótt gömul séu. í FARARBRODDIRAFRÆNNA VIÐSKIPTA UTBREIÐSLA nýrra_ viðskipta- hátta er jafnmikil á íslandi, eða jafnvel meiri, en meðal þeirra Evrópuþjóða, sem taldar eru standa fremstar við upptöku og innleiðingu nýrrar tækni í verzlun og viðskiptum. Þetta kom fram í máli Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins, á árs- fundi þeirra. SA gerði nýlega könnun meðal 920 aðildarfyrirtækja sinna á rafrænum viðskiptum. Svör bárust frá 404 fyrirtækjum með um 30 þús- und starfsmenn og eru þau talin end- urspegla vel atvinnulífið í heild. Könnunin sýndi, að 45% fyrirtækj- anna notuðu Netið til vörupantana. Um 37% seldu öðrum fyrirtækjum vöru eða þjónustu og þriðjungur seldi neytendum vöru og þjónustu með þessum hætti. Mest var Netið notað hjá hugbúnaðarfyrirtækjum, svo og af fyrirtækjum í hótel- og veitingar- ekstri, samgöngum, fjarskiptum og fjármálaþjónustu. Var notkunin þar á bilinu 60-75% óháð stærð fyrirtækja. Hannes kvað niðurstöðuna sýna, að rafræn viðskipti á Netinu væru jafn- mikil eða meiri á Islandi en hjá frændum okkar, Dönum og Finnum, sem væru fremstar þjóða í heiminum á þessu sviði. Finnar eru reyndar frumkvöðlar í notkun nýrrar upplýs- ingatækni. Kannanir sýna, að í þess- um tveim löndum notaði yfir helming- ur fyrirtækja með fleiri en 20 starfsmenn Netið til vörupantana 1999 (15% 1997) og 40% þeirra fengu pantanir í gegnum Netið (7% 1997). Samanburður á könnunum hér og í löndunum tveimur sýnir, að 53% stærri íslenzkra fyrirtækja nota Net- ið til innkaupa, 39% selja öðrum fyrir- tækjum í gegnum Netið og þriðjung; ur selur beint til neytenda um það. í hinum löndunum eru tölurnar 50%, 40% og 40%. Það er því ekki þjóðsaga, að íslend- ingar séu fljótir að tileinka sér nýj- ungar. Sem betur fer, því án þess yrð- um við fljótlega eftirbátar helztu samkeppnisþjóða. Nýting hugvits og tækni er forsenda þess að okkur tak- ist að efla þjóðarhag til framtíðar. Tryggingastofnun greiddi rúma 12 milljarða í ellilífeyri á síðasta ári Bætur hafa ekki hækkað eins mikið o g launavísitala Frá 1995 hefur grunnlífeyrir og tekju- trygging Tryggingastofnunar hækkað um 30%. Sé heimilisuppbót og sérstakri heimilisuppbót bætt við nemur hækkunin 37,4%. Launavísitala hefur hins vegar hækkað frá sama tíma um 41,5%. Egill Olafsson skoðaði bætur almanna- trygginga og greiðslur til aldraðra frá lífeyrissjóðum. KJÖR eldri borgara hafa talsvert verið til uinfjöll- unar að undanfömu í kjölfar mótmæla þeirra við setningu Alþingis í upphafi mán- aðarins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aldraðir mótmæla kjörum sín- um en þeir hafa ítrekað haldið því fram að þeir hafi ekki fengið sömu kaupmáttaraukningu á síðustu ár- um og aðrir þjóðfélagshópar. Stjómvöld hafa hækkað trygginga- bætur í takt við þær hækkanir sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um í almennum kjarasamningum. Bætumar hafa hins vegar ekki tek- ið mið af launaskriði sem hefur verið umtalsvert á seinni árum Það er ekki einfalt mál að gera grein fyrir kjörum aldraðra. Ástæð- an er bæði sú að aldraðir eru fjöl- breytilegur hópur og einnig vegna þess að greiðslur til þeirra eru sam- ansettar úr nokkrum þáttum. Þann- ig getur eldri borgari fengið greiðsl- ur frá Tryggingastofnun og úr lífeyrissjóði, en hann getur einnig haft einhverjar launatekjur og jafn- framt er hugsanlegt að hann hafi fjármagnstekjur. Rúmlega 20 þúsund fá tekjutryggingu frá TR Þegar aldraðir hafa náð 67 ára aldri eiga þeir rétt á ellilífeyri frá Tryggingastofnun, svokölluðum grunnlífeyri. Hann er í dag 17.715 kr. á mánuði, en greiðslur skerðast fari aðrar tekjur upp fyrir ákveðið hámark. Samtals fengu 24.635 ein- staklingar greiddan ellilífeyri frá stofnuninni á árinu 1999; en 1. des- ember sl. vom 28.643 Islendingar eldri en 67 ára. Til viðbótar greiddi stofnunin á síðasta ári tekjutryggingu til 20.577 einstaklinga. Tekjutrygging skerð- ist fari tekjur yfir ákveðið mark, en óskert tekjutrygging er í dag 30.461 kr. Heimilt er að greiða ellilífeyris- þega sem er einn um heimilisrekst- ur og hefur tekjutryggingu heimil- isuppbót. Skilyrði er að hann njóti ekki fjárhagslegs hagræðis af sam- býli við aðra um húsnæðisaðstöðu. M.ö.o. geta hjón ekki fengið heimil- isuppbót. Á síðasta ári fengu 7.605 eldri borgarar greidda heimilisupp- bót. Heimilisuppbót er í dag 14.564 kr. á mánuði. Einstaklingar sem búa einir og hafa sáraiitlar eða engar aðrar tekjur en húsaleigubætur, fjárhags- lega aðstoð frá sveitarfélagi og greiðslur frá Tryggingastofnun geta fengið sérstaka heimilisuppbót frá stofnuninni. Þessi greiðsla er í dag 7.124 kr. á mánuði og hana fengu 1.210 ellilífeyrisþegar og ör- yrkjar á síðasta ári. Þeim sem standa svo illa fjárhagslega að þeir eiga rétt á sérstakri heimilisuppbót hefur heldur verið að fækka á síð- ustu árum, en þeir voru 3.238 árið 1994 (aldraðir og öryrkjar), en þessi tala var 1.944 í fyrra. Þeim sem fengið hafa heimilisuppbót hefur hins vegar ekki fækkað. Þeir voru t.d. 9.027 árið 1994 en 10.148 í fyrra. 4.350 ellilífeyrisþegar fengu óskerta heimilisuppbót á síðasta ári. Þetta fólk hefur því nánast engar aðrar tekjur en frá Trygginga- stofnun og þær nema samtals 62.740 kr. á mánuði. 361 fékk til við- bótar óskerta sérstaka heimilisupp- bót sem þýðir að mánaðargreiðslur frá stofnuninni til þessa hóps eru 69.864 kr. á mánuði. í þessum tölum vantar eingreiðslm- sem eru greidd- ar tvisvar á ári. Á síðasta ári námu þessar eingreiðslur 1.206 kr. sé þeim dreift á 12 mánuði. Tryggingabætur hækka minna en launavísitala Frá árinu 1995 hafa grunnlífeyrir og tekjutrygging hækkað samtals um 30% samkvæmt tölum Þjóðhags- stofnunar. Frá sama tíma hefur neysluverðsvísitala hækkað um 15,2% þannig að kaupmáttaraukning þeirra sem njóta þessara bóta er 14,8%. GrunnKfeyrir, tekjutrygging, heimilisuppbót og sérstök heimiiis- uppbót hafa á sama tímabili hækkað um 37,4%. Kaupmáttaraukning þessara fjögurra bótaflokka er 22,2% á tímabilinu. Ástæðan fyrir því að munur er á hækkuninni eftir því hvort heimilisuppbót og sérstök heimilisbót eru teknar með eða ekki er sú að árið 1997 var afsláttur sem eldri borgarar nutu af afnotagjaldi Ríkisútvarpsins og síma felldur nið- ur en heimilisuppbót hækkuð á móti. Þeir sem fengu afslátt þegar niður- fellingin átti sér stað héldu henni. Breytingin skekkir samanburðinn, en það liggur þó fyrir að þegar hún var gerð jukust útgjöld ríldsins fyrst á eftir. Launavísitala hefur frá 1995 hækkað um 41,5% og almennur kaupmáttur hefur á tímabilinu auk- ist um 26,3%. Stjórnvöld hafa á síð- ustu árum hækkað tryggingabætur um sömu prósentutölur og aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um í almennum kjarasamningum og reyndar stundum aðeins umfram það. Laun hafa hins vegar hækkað talsvert umfram almennar taxta- hækkanir. Þetta er stundum kallað launaskrið og það er Ijóst að aldr- aðir hafa ekki notið þess í greiðslum frá Tryggingastofnun. Niðurstaðan er svipuð þó horft sé lengra aftur í tímann. Frá 1991 hef- ur grunnlífeyrir og tekjutrygging hækkað um 41,6%. Sé heimilisupp- bót og sérstakri heimilisuppbót bætt við er hækkunin 49,9%. Frá sama tíma hefur launavísitala hins vegar hækkað um 56,3% og neyslu- verðsvísitala um 28,4%. Það er því ekki ágreiningur um að kaupmáttur tryggingabóta hefur verið að aukast á síðustu árum, en tölur Þjóðhags- stofnunar og Hagstofunnar sýna að bæturnar hafa ekki hækkað eins miidð og almenn laun. í Staðtölum Tryggingastofnunar, sem komu út í gær, er kaupmáttur lífeyrisgreiðslna borinn saman við kaupmátt lágmarkslauna. Tölur stofnunarinnar sýna að þó kaup- máttur lífeyrisgreiðslna hafi aukist á síðustu fjórum árum hefur kaup- máttur lágmarkslauna aukist mun meira. (Sjá töflu) Áhrif lífeyrissjóðstekna á greiðslur frá almannatryggingum - Einstaklingur Lífeyris- Sérstök sjóðs- Elli- Tekju- Heimilis- heimilis- tekjur lífeyrir trygging uppbót uppbót Samtals kr. 0 17.715 30.461 14.564 7.124 69.864 7.124 17.715 30.461 14.564 0 69.864 15.000 17.715 30.461 14.564 0 77.740 32.513 17.715 30.461 14.564 0 95.253 50.000 17.715 22.591 10.801 0 101.107 70.000 17.715 13.591 6.498 0 107.804 80.000 17.715 9.091 4.347 0 111.153 100.204 17.715 0 0 0 117.919 Heimild: Tryggingastofnun Kaupmáttur lífeyrisgreiðslna og lágmarks- launa verkakarla 1987-1999 Bætur halda ekki í við laun verkafdlks Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, hef- ur sett fram kröfu um að trygginga- bætur hækki um 18% til að þær haldi í við almenn laun verkafólks eins og þau voru árið 1991. Árið 1990 námu aðalbótaflokkar Tryggingastofnunar, grunnlífeyrir og tekjutrygging, samtals 51,4% af meðaldagvinnulaunum verkamanna. Árið eftir fór þetta hlutfall i 51,7%, en frá 1991 hefur hlutfallið lækkað stöðugt. Það var 43,1% árið 1998, en hækkaði í 43,8% á síðasta ári. Bene- dikt segir að þessar tölur sýni að grunnlífeyrir og tekjutrygging þurii að hækka um 18% til að aldraðir standi kjaralega í sömu stöðu og þeir voru í gagnvart verkafólki árið 1991. Hann segir að ef horft sé til þeirra kjarasamninga sem gerðir voru í vor stefni í að grunnlífeyrir og tekju- trygging haldi áfram lækka sem hlutfall af launum verkamanna. Hlutfallið verði komið niður í 42,4% árið 2003 ef ekki komi til stefiiu- breyting af hálfu stjómvalda varð- andi hækkun bóta. Staðtölur Tryggingastofnunar sýna sömu þróun. Arið 1989 námu lífeyrisgreiðslur 80,2% af lágmarks- launum verkakarla. Þetta hlutfall var 60,5% árið 1998 og 64% í fyrra. Stærsti lífeyrissjdðurinn greið- ir 27.800 kr. að meðaltali Þorri allra sem komnir eru á eft- irlaun fá greiðslur úr lífeyrissjóðum landsmanna. Almennu lífeyrissjóð- unum var komið á fót í kjölfar kjara- samninga aðila vinnumarkaðarins árið 1970. Þeir voru veikburða fyrstu árin og fólk var í mörgum til- fellum lengi að afla sér réttinda. Ástæðan var m.a. sú að í upphafi var aðeins greitt iðgjald í sjóðina af dagvinnulaunum. í kjarasamning- unum 1986 var samið um að greiða iðgjald af heildarlaunum og tók sú breyting gildi að fullu 1990. Þar að auki var efnahagsumhverfið lífeyr- issjóðunum óhagstætt á áttunda og níunda áratugnum í þeirri verð- bólgu sem þá var. Þá má nefna að í upphafi var ekki strangt eftirlit með því að allir greiddu í lífeyrissjóð. Grunnlífeyrir, tekjutrygging og dagvinnulaun verka- _ manna 1990-1999 A B r Grunn- Dag- II lífeyrir vinnulaun Asem Ár oq tekiu- verkam. á hlutfall trygging höfuðbsv. af B 1990 32.451 63.124 51,4% 1991 35.292 68.284 51,7% 1992 36.292 72.068 50,4% 1993 37.546 76.540 49,1% 1994 37.334 77.744 48,0% 1995 38.434 81.700 47,0% 1996 39.987 87.419 45,7% 1997 41.553 94.413 44,0% 1998 44.106 102.397 43,1% 1999 46.696 106.493 43,8% Heimild: Þjóðhagsstofnun og Kjararannsóknanefnd Það eru því enn allmörg ár í að líf- eyrissjóðimir fari að greiða lífeyri sem byggist á iðgjöldum sem greidd hafa verið alla starfsævina. Flestir þeirra sem nú greiða í líf- eyrissjóð fá reglulega yfirlit frá líf- eyrissjóðnum sínum þar sem fram kemur hversu háa upphæð þeir geti vænst að fá í ellilífeyri miðað við óbreyttar iðgjaldagreiðslur í sjóð- inn. Sem dæmi um slíkan fram- reikning má nefna að einstaklingur sem byrjar að greiða í lífeyrissjóð 25 ára og er með 200.000 kr. í mánaðar- laun alla starfsævina fær 138.600 kr. í ellilífeyri á mánuði við 67 ára aldur. Það eru hins vegar allt aðrar og lægri greiðslur sem lífeyrissjóðimir em almennt að greiða í ellilífeyri í dag. Á síðasta ári greiddi stærsti líf- eyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, 2.500 sjóðfélögum samtals 834 miiljónir í ellilífeyri. Hver lífeyrisþegi fékk að meðaltali 27.800 kr. í ellilífeyri á mánuði. Lif- eyrissjóðurinn Framsýn greiddi ár- ið 1999 792 milljónir í ellilífeyri til 5.382 sjóðsfélaga. Stærstur hluti sjóðsfélaga er verkafólk og fékk það 12.250 kr. að meðaltali á mánuði í líf- eyri. Sameinaði lífeyrissjóðurinn greiddi á síðasta ári 545,5 milljónir í ellilífeyri til 1.647 lífeyrisþega. Flestir sem fengu úr sjóðnum eru iðnaðarmenn og námu greiðslur til þeirra 27.600 kr. að meðaltali á mánuði. Opinberir starfsmenn fá hærri lífeyrisgreiðslur en launþegar á al- mennum vinnumarkaði. Ástæðan er sú að þeirra lífeyrissjóður er mun eldri og eins era lífeyrisréttindi þeirra hærri en annarra. í fyrra greiddi B-deild Lífeyrissjóðs starfs- manna rfidsins 3.860,4 milljónir í ellilífeyri til 4.837 sjóðsfélaga. Með- algreiðsla á mánuði nam 67.800 kr. Lífeyrissjóður hjúkranarfræðinga greiddi raunar heldur hærri elli- lífeyri í fyrra eða 87.200 kr. að með- altali á mánuði. Greiðslur úr almennum lífeyris- sjóðum hækka í takt við neyslu- verðsvísitölu, en lífeyrisgreiðslur úr Lífeyrissjóði opinberra starfs- manna taka mið af launum eftir- manns í starfið og hækka því í takt við laun opinberra starfsmanna. Auk þess hafa margir almennir líf- eyrissjóðir aukið réttindi á seinni áram samhliða bættri afkomu sjóð- anna. Samtals greiddu lífeyrissjóðimir rúmlega 10 milljarða í ellilífeyri á síðasta ári og hækkaði um milljarð milli ára. Tryggingastofnun greiddi hins vegar rétt rúmlega 12 milljarða til eldri borgara á síðasta ári. Konur með lágar greiðslur úr lífeyrissjóðum í ársskýrslum lífeyrissjóðanna kemur ekki fram hvernig lífeyris- greiðslur skiptast á milli kynja. Það er hins vegar Ijóst að konur, af þeirri kynslóð sem nú er komin á efri ár, hafa varið stórum hluta starfsævinnar inn á heimilunum. Sumar hafa verið í hlutastarfi eftir að þær komust yfir miðjan aldur og þar að auki era og hafa laun kvenna verið lægri en karla. Iðgjalda- greiðslur og lífeyrisréttindi kvenna eru því almennt talsvert lægri en karla. Kona sem hefur unnið í lágt launuðu hlutastarfi undir lok starfs- ævinnar getur því vart búist við að fá meira en 3-5.000 krónur á mán- uði úr lífeyrissjóði. Tölur Tryggingastofnunar end- urspegla ágætlega að konur era al- mennt með lægri greiðslur úr líf- eyrissjóðum en karlar. Á síðasta ári fengu 11.712 konur tekjutryggingu en 8.835 karlar. 5.520 konur fengu heimilisuppbót en 2.085 kariar og 926 konur fengur sérstaka heimilis- uppbót en 284 karlar. Mikil atvinnuþátttaka eldri borgara Allar samanburðartölur sýna að atvinnuþátttaka eldri borgara er mun meiri hér á landi en í ná- grannalöndum okkar. í skýrslunni „Lífskjör, lífshættir og lífsskoðanir eldri borgara á íslandi 1988-1999“ sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið kemur fram að 43,6% karla á íslandi og 31,8% kvenna 65 ára og eldri era á vinnumarkaðinum. At- vinnuþátttakan er næstmest í Nor- egi af Norðurlöndunum. Þar era 14,9% karla og 9% kvenna 65 ára og eldri á vinnumarkaði. Það er því ljóst að allstór hópur eldri borgara á Islandi hefur tekjur af vinnu sinni og treystir ekki ein- göngu á greiðslur frá Trygginga- stofnun eða lífeyrissjóðum. Meiri- hluti aldraðra hefur þó óveralegar tekjur af vinnu þegar þeir eru komnir yfir sjötugt. I skýrslunni kemur einnig fram að eignastaða aldraðra er góð sam- anborið við aðrar vestrænar þjóðir. Rúmlega 90% fólks á aldrinum 68- 80 ára búa í eigin húsnæði og hlut- fallið er 97% í aldurshópnum 67-75 ára. Að jafnaði skulda aldraðir lítið í húsnæði sínu og er hrein eign þeirra umtalsverð. Heimslistin er alltafað skipta um lest og núna geristþetta án þess að nokkurskipti skapi NÆTURBYLTING eftir Max Emest. Ég hafði ekki sízt gaman af vatnaliljumynd eftir Monet á sýningunni í nýlistasafninu í London, en Erró sýndi okkur safn hans í París, ógleyman- legt. Og þarna er nektar- mynd eftir Bonnard, ófögur finnst mér, en sérstakt herbergi fjallar einungis um nakið fólk. Svo eru auðvitað kvik- myndir eins og í ný- listasafninu í Madrid, sumar klúrar. Þegar við gengum um herbergi Francis Bacon heyrði ég að karl fyrir aftan mig sagði við konu sína: It’s sick! Þrjár myndanna af einhvers konar skrímsl- um, en aðrar þrjár af andlitslausum körlum sem boruðu sig inní huga minn eins og martröð - og mátti ekki á milli sjá hver var mesta skrímslið. Enn gæti ég nefnt fræg nöfn og ófræg og áhrif af einstökum mynd- um, en hver hefur áhuga á því? Sjálfur hafði ég mestan áhuga á heildar- áhrifunum; safninu sjálfu; safninu sem um- búðum utan um þessa óvæntu uppákomu; safn- inu sem umhverfi hugs- ana og hugmynda; um- hverfi fólks sem sér alltaf eitthvað nýtt með sínum gömlu augum; fólks sem er að reyna að feta okkur inn í nýjan sannleika, nýjan veruleika - en við erum misjafnlega móttækileg og sumt fer fyrir ofan garð og neð- an. Við skiljum ekki og þegar við skiljum ekki fer það í taugarnar á okkur, en það breytir engu. Við höldum áfram að skilja ekki! En skilningsleysið veldur engu upp- námi eins og í gamla daga, það fer bara fyrir ofan garð og neðan - og búinn heilagur! I gamla daga bjuggum við um skeið í Oberammergau, Bæjern. Þegar við fórum til Munchen þurftum við að skipta um lest í Murnau. Þar höfðu Kandinsky og félagar hans búið á sínum tíma. Þess vegna leyfði ég mér að segja í Lesbókargrein að heimslistin hefði skipt um lest í Murnau. Það var nokkuð til í því. Margir sem fylgdust með þess- um umskiptum urðu sárir, reiðir, hneykslaðir. Nú er fólk er bara forvitið, hefur sínar skoðanir, en fylgist með. Nú er lestarstöðin ekki lengur í Murnau. Nú er hún ekki sízt í nýlistasafninu í Lond- on. Það hefur stækkað borgina. Það hefur gert hana hnýsilegri. London væri einnar messu virði, þótt ekkert væri hér annað en þetta nýja safn. Kvöldið Talaði við Þorstein Pálsson, sendiherra. Það var gott samtal eins og ævinlega. Sagði honum frá því við hefðum farið að sjá Onegin. Hann minnti mig á að Kristinn Sigmundsson hefði sungið hlutverk sitt í þessari óp- eru í Ástralíu og hitt konu þar syðra sem hélt verkið héti Einn gin! Við töluðum um auglýsing- arnar frá go. Þorsteinn segir það hafi aldrei verið talað eins mikið um Island í Bretlandi og nú, ekki einu sinni í þorskastríðunum. Ég varð undrandi, spurði hvers vegna. Hafði upplifað þorska- stríðin í Bretlandi sem blaðamað- ur og þá var ísland í tízku sem einhvers konar vandræðabarn. Þá átti ég samtal við Hare, sjáv- arútvegsráðherra Breta, um þorskastríðið. Það var birt fimm dálka á forsíðu Morgunblaðsins. Chanter vinur minn, þá aðal- sérfræðingur Daily Telegraph í íslandsmálum, frétti af samtalinu og sagði þeir á Daily Telegraph vildu kaupa það til birtingar. Ég sagði honum það væri ekki hægt, ég hefði skrifað samtalið fyrir Morgunblaðið og þar mundi það birtast. Annað væri svik, bæði við blaðið og ráðherrann. Þeir féllust á það en við Chanter fórum á krána í Fleet-street, þá sem dr. Johnson stundaði sem ákafast, og fórum ekki fyrr en við vorum a.m.k. orðnir jafn góðglaðir og þeir Boswell. Þorsteinn Pálsson sagði að á því væri enginn vafi að Björk væri undirrót þess, hvað Island væri mikið á dagskrá í Bretlandi, en þar kæmi margt fleira til, ís- land væri einfaldlega í tízku. Og nú er það ekki í tízku sem vand- ræðabarn, heldur ævintýralandið mikla, landið sem er öðruvísi; jöklalandið, eldgosalandið; land skemmtilegrar borgar, Reykja- víkur, þar sem næturlífið virkar eins og segull á ungt fólk; hvala- skoðunarlandið, ekki sízt. Ég sagði Þorsteini frá heim- sókn okkar í Tate-nýlistasafnið og heyrði á honum að hann er á leiðinni þangað, þegar tími gefst. Áður en við kvöddumst hétum við á okkur að skreppa á pöbb, en það verður að bíða betri tíma. Og þá verð ég líklega að drekka bjór fyrir okkur báða, því að Þor- steinn hefur alltaf verið heldur slakur í þeim efnum. En hann er því betri á öðrum sviðum. Ég get ekki hætt að hugsa um mynd hins þýzka frumkvöðuls súrrelalismans, Max Ernst (1891-1976), sem heitir Nætur- bylting og var eins og einhvers konar hugmyndafræðileg yfir- lýsing á sínum tíma: Hann er sjálfur sofandi í fangi föður síns. Hann er sjálfur eins og marmari með ósjáandi augu, samt hefur myndlistin verið kölluð tungumál augans, faðir hans í brúnum lit eins og veggurinn að baki, hend- urnar gegnsæjar. Á veggnum út- línur skáldgagnrýnandans Apoll- inaire, en samt eins og hann sé að ganga niður stigann. Og hvernig á svo að skilja þetta, á hvaða viðbrögð er lista- maðurinn að kalla? Hver veit það - enginn nema hann sjálfur. Og nú er hann löngu dauður. Og eng- inn til frásagnar um merkingu þessara hugaróra. En það var eins og Dali sagði: Myndirnar mínar eru gáta; ráð- gáta. Svarið fer auðvitað eftir hverj- um einum. Minnir á náttúruna sjálfa og ævintýri hennar. Skílj- um við hana? Skiljum við fugla- söng, skiljum við súluna þegar hún steypir sér í hafið eins og eldflaug? Skiljum við sálarlíf Bacons? Nei, en við horfum. Og reynum að skilja og erum for- vitin, það skiptir mestu máli. En mér er til efs veröldin eigi nokk- urn tímann eftir að verða eins og Beuys sá hana fyrir sér: Eitt alls- herjar listaverk! Náttúran er slikt listaverk, að vísu, nei, hún er miklu meira: hún er kraftaverk. Og ef einhver er í vafa um, hver gerði þetta krafta- verk, ætti hann að leita til Jónas- ar Hallgrímssonar; hann var aldrei í neinum vafa um hver væri höfundur sköpunarverksins. M. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.