Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR EINARSSON ur þann frið og von, sem trúin á eilíft líf megnar að gefa okkur mönnunum. Við Ólöf biðjum Guð að blessa ykk- ur öll. Mér er jafnframt ljúft að flytja kveðjur frá SÍF og þakkir fyrir góð störf og stuðning við félagið um langt árabil. Friðrik Pálsson. í dag kveð ég vinnuveitanda minn, samstarfsmann og kæran vin, Sigurð Einarsson, hinstu kveðju. Við fráfall hans verða ákveðin þáttaski], þar sem ég hef starfað náið með honum síðastliðin 19 ár. Samfylgd okkar er nú lokið en eftir ' standa minningar sem ekki verða frá mér teknar. Sigurður var sér vel meðvitaður um gang mála í fyrirtæki sínu. Hann heimsótti allar deildir daglega og heilsaði upp á starfsfólk sitt. Sérstök reisn var ávallt yfir því þegar hann klæddist viðeigandi hlífðarfatnaði og skundaði um sali fiskvinnslunnar. Ætíð var hann tilbúinn að hlusta á hvað aðrir höfðu að segja og gaf sér yfirleitt tíma í smá spjall við starfs- menn. Skemmtileg stemmning skapast alltaf í kringum loðnufrystinguna á Japan. Þá var Sigurður á vaktinni all- an sólarhringinn enda mikilvægt að vel takist til. Hann ræktaði japanska markaðinn vel og ferðaðist austur til Japans margsinnis til að efla við- skiptaleg tengls sín. Ég ferðaðist mikið erlendis með Sigurði. Nokkrar ferðir fórum við saman til Japans. Þær standa uppúr. Okkur þótti mjög skemmtilegt að fara á veit- ingastaði og borða þarlenska rétti, sérlega „sushi“. Minningarorð mín um þig, Sigurð- ur minn, verða ekki fleiri enda held ég að það sé í þínum anda að hafa þau stutt. Eftir okkar síðustu samræður niðri á skrifstofu keyrði ég þig heim í Birkihlíð og þá kvaddir þú mig með þessum orðum: „Vertu sæll Jón minn, við verðum í sambandi.“ Þess vegna segi ég nú við þig. „Vertu sæll Sigurð- ur, ég mun hafa samband þegar minn tími kemur.“ Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst og gerðir fyrir mig og mína. Loks er dagsins önn á enda útí birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Eg skal þerra tár þíns trega, tendrafalinneld, svo við getum saman vinur syrgtogglaðstíkveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfurminn. Allirberasorgísefa, sárinblæðainn. Tárinfallaheitíhjjóði, heimureiþausér. Sofna,vinur,svefnjjóð meðansyngégyfirþér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggardagsinskvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðansvein. Eins og hjjóður engill friðar yfir jörðu fer. Sofþúværan,vinur, égskalvakayfirþér. (Kristján frá Djúpalæk.) Elsku Guðbjörg, Einar, Sigurður, Magnús og Kristinn, ykkar missir er mikill. Sorg ykkar er djúp og sár, en þið eigið góðar minningar sem munu gefa ykkur styrk til þess að takast á við lífið áfram. Lifið heil í ljósgeislanum. Jón Ólafúr Svansson. í ársbyrjun 1992 hafði Sigurður Einarsson, sem ég var þá lltið meira en málkunnugur, samband við mig og spurði hvort ég væri fús til að taka að mér formennsku í stjóm ísfélags — Vestmannaeyja hf. Hafði náðst sam- komulag um samruna þriggja sjávar- útvegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum undir merkjum ísfélagsins og verið ákveðið að fá utanaðkomandi mann til stjómarformennsku í félaginu. Mála- leitanin kom reykvískum lögmanni í opnu skjöldu. En ég ákvað að slá til. Þar með upphófst eftirminnilegt sam- starf við Sigurð, framkvæmdastjóra og aðaleiganda Isfélagsins, sem stóð allt þar til hann féll frá á besta aldri eftir erfið veikindi. Sigurður var lögfræðingur að mennt en fékkst ekki við lögfræði- störf eftir að hann lauk námi, heldur tók ungur við stjóm sjávarútvegsfyr- irtækis og haslaði sér síðar völl í fleiri greinum atvinnulífsins. Ég minnist þess hins vegar að fljótlega eftir að hann lauk námi birtist í Úifljóti, tíma- riti laganema, í tveimur tölublöðum, lokaritgerð hans í lagadeild og var um að ræða fyrstu ritgerð sem samin var samkvæmt nýju fyrirkomulagi laga- náms. Ritgerðin fjallaði um stofnun skaðabótaábyrgðar seljanda vegna galla í kaupum um ákveðna eign, lausafé og fasteign. Um var að ræða ítarlega og vandaða ritsmíð, sem vel nýttást þeim lögfræðingum sem fjöll- uðu um álitaefni á þessu sviði réttar- ins. Sigurður hafði samkvæmt þessu allar forsendur til að láta til sín taka á sviði lögfræði. En hann kaus sér ann- an starfsvettvang. Og þar munaði svo sannarlega um hann. Sigurður hafði einstakan skilning og ixmsýn í allt sem að sjávarútvegi laut. Ekki var um að ræða tillærð fræði, heldur hafði hann í blóðinu það sem tíl þurfti. Hann vissi hvert hann vildi stefna og náði oftast settu marki, ekki með hávaða og fyrirgangi, held- ur með einurð og seiglu. Hann hafði gott samstarfsfólk en enginn velktist í vafa um hver var leiðtoginn. Sem að- aleigandi Isfélagsins hlaut hann að ráða ferðinni í málefnum félagsins. Stjóm félagsins var í reynd nokkurs konar ráðgjafaráð hans. Sigurður var hlýr og elskulegur maður í allri viðkynningu. Það duldist ekki hversu mjög starfsfólk ísfélags- ins og Vestmannaeyingar almennt mátu hann persónulega og treystu á forystu hans í atvinnumálum bæjar- félagsins. Varðstaða um sjávarútveg í Vestmannaeyjum, undirstöðu byggð- ar í bænum, átti enda hug hans, einn- ig í hinum erfiðu veikindum hans. Og í Vestmannaeyjum leið honum augljós- lega best, hjá sinni ijölskyldu og hjá sínu fólki. Sigurði Einarssyni skulu að leiðar- lokum þökkuð lærdómsrík og gefandi samskipti og kynni. Ég og kona mín biðjum Guðbjörgu og sonunum bless- unar í þeirra mikla missi. Baldur Guðlaugsson. Eg kveð þig í kærleika vinurinn minn klökkur ég býð góða nótt Með tárvotar kinnar við krossinn þinn ég hvísla „Hví fórstu svo fljótt". (Lævís.) Þó okkur finnist eðlilegt að á eftir flóði komi fjara og að það geti skipst á skin og skúrir, er það nú þannig, að þegar brestur í tilfinningaböndum við fráfall vina og vandamanna, þó svo að við hefðum átt að vita að hveiju stefndi, stendur maður eftir agndofa og skilur ekkert í af hveiju menn eru rifnir á brott svo langt um aldur fram. Það er stórt skarð fyrir skildi við fráfall Sigurðar Einarssonar. Að fá að eiga Sigurð sem vin og félaga á þeim stutta stans sem hann gerði hér eru forréttindi sem aldrei verða fullþökk- uð. Fljótlega eftir að leiðir okkar Sig- urðar lágu saman, uppgötvaði ég hversu vandaður maður hann var. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni og að erfa eitthvað við einhvem var eitthvað sem hann ekki þekkti. Að fylgjast með Sigurði og sjá hvemig honum tókst að fá fólk til liðs við sig og sína skoðun sýndi best hversu mikill stjómandi hann var. Að stjóma stóru fyrirtæki þar sem hundruð manna starfa er ekki öllum gefið en þama var Sigurður á heima- velli. Hann tróð sér ekki inn á neinn en hann fylgdist vel með og bar mikla umhyggju fyrir sínu fólki. Sigurður var fljótur að sjá þegar eitthvað bját- aði á og fannst honum ekkert eins sjálfsagt og að veita alla þá liðveislu til handa þeim sem á þurftu að halda. Sigurður átti tvö áhugamál, það var vinnan og síðast en ekki síst fjöl- skyldan en hún var alltaf í fyrirrúmi hjá honum. Þegar unnið var frameftir var al- gengt að sjá hann á ferðinni að fylgj- ast með og taka til hendinni ef á þurfti að halda. Ég minnist þess fyrir nokkru ára- bili þegar páskahrotumar voru í al- gleymingi og aUir sem vettlingi gátu valdið fóru í vinnu á kvöldin til þess að bjarga verðmætum. Ég, ásamt mörg- um öðmm, fór í vinnu í Hraðfrysti- stöðina. Sigurður var þar einnig ásamt pUti úr Rangárvallasýslunni, sem hafði ekki hugmynd um að það væri forstjórinn sjálfur sem væri að- stoðarmaður hans. Þeir vom að róta fiski á bandið sem flutti fiskinn í að- gerðina og eins og gengur hafði Sig- urður í mörgu að snúast og þurfti oft að bregða sér í símann. Eitthvað lík- aði samstarfsmanni Sigurðar þetta ekki og að endingu fór hann í verk- stjórann og sagði að í sinni sveit væm menn, sem ekki gætu tollað við verk- ið, umsvifalaust reknir og fór hann fram á að Sigurður yrði rekinn og ein- hver duglegri settur í starfið en Sig- urði fannst athugasemdir mannsins góðar og hafði lúmskt gaman af. Og nú þegar Sigurður er farinn á vit feðra sinna vfljum við með þessum fátæklegu orðum kveðja góðan vin og félaga og biðja algóðan guð að vaka yfir eiginkonu hans og sonum. Þakklát við leggjum á leiðið þitt rós í lotningu krossinum hjá. og biðjum til guðs að hið lifandi ljós lýsiþérhimnunumá. (Lævís.) Þórarinn Sigurðsson og fjölskylda. Mig langar hér að minnast Sigurð- ar Einarssonar sem lést á heimUi sínu í Vestmannaeyjum langt um aldur fram hinn 4. okt. sl. Ég kynntist Sigurði þegar hann var kosinn í bæjarstjóm Vestmanna- eyja árið 1986. Mér varð strax ljóst að hann var mörgum góðum kostum búinn. Hann var mjög vinnusamur og skipulagði tíma sinn vel þannig að störf hans í bæjarstjóm vom ekki trufluð af öðrum krefjandi störfum sem hann þurfti að sinna á öðrum vettvangi. í bæjarstjóminni var hann tví- mælalaust leiðtogi síns flokks, bæði þegar hann sat í minnihluta og einnig í meirihluta. Málflutningur hans var skýr og blátt áfram og hann forðaðist að lengja eða flækja mál eins og oft vUl gerast í umræðu um bæjarmál. í málflutningi sínum var Sigurður ávallt samkvæmur sjálfum sér og hann lét hentisteftiu ekki villa sér sýn að settum markmiðum. Fyrir vikið var mjög tekið eftir málflutningi Sig- urðar og hlustað var á hann af alvöru. Sigurður naut því virðingar innan bæjarstjórnarinnar, ekki bara meðal sinna flokksmanna, heldur einnig út fyrir þær raðir. Skoðanir okkar Sigurðar í bæjar- stjóminni fóra ekki alltaf saman eins og eðlilegt má teljast þar sem meiri- og minnihluti takast á í bæjarmál- efnum. Stundum tókumst við á um markmið og leiðir, stundum um ein- staka útfærslu á hugmyndum en einnig um grundvallaratriði. Þrátt fyrir það var samstarf okkar með ágætum og á það samstarf bar ekki neina alvarlega skugga. Bæjarfulltrúar úr öllum stjóm- málaflokkum bára honum góða sögu og meðal þeirra naut hann virðingar og trausts. Nú þegar Sigurður Ein- arsson er fallinn frá minnumst við góðs drengs sem lagði kapp á að vinna bæjarfélaginu sem mest gagn. Ég votta ekkju Sigurðar, Guð- björgu Matthíasdóttur, og sonum þeirra hjóna mína dýpstu samúð við sáran missi eiginmanns og foður. Blessuð sé minning Sigurðar Ein- arssonar. Ragnar Óskarsson. Elsku Sigurður minn. Ég sit nú fyrir framan tölvuna mína og er með hnút í magnaum sem neitar að hverfa. Á svona stundum er þungbært að fæðast með þann eiginleika að geta hugsað en þurfa svo að standa frammi fyrir hlutum sem maður skilur ekld. Ég minnist síðasta sumars þegar þú komst ásamt Guggu, Möggu og Kristni til Hríseyjar. Það hafði staðið til í dágóðan tíma og loksins komuð þið. Þú drakkst allt í þig á staðnum, teygaðir að þér loftið og hljópst næst- um eins og fjallageit um alla eyju. Þú ætlaðir þér að njóta alls pakkans og gerðir það svo sannarlega. Hápunkt- urinn var svo þegar Kristbjöm á Sig- urði hringdi og sagðist vera að sigla fram hjá. Allir raku út en ég var hjá Hrafni. Halli sagði mér að hann myndi aldrei gleyma þeirri sjón þegar þú stóðst við fjörðinn og veifaðir til nafna þíns. Tveir sterkir. Það sem einkenndi þig var hin ein- staka ljúfmennska þín og blíða. Þú vildir hvers manns vanda leysa og ekkert mál með það. Þú sýndir þó ákveðni og varst fylginn þér þegar það átti við og axlaðir vel þá gífurlegu ábyrgð sem hvíldi ávallt á herðum þér. En ekkert er hægt að sjá fyrir og alltaf skilur maður betur og betur orð mömmu um að tíminn sé það dýr- mætasta sem maður á. Elsku Gugga, Einar, Sigurður, Magnús og Kristinn. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Sólveig. Kær vinur og góður vinnuveitandi er fallinn frá í blóma lífsins. Maðui- spyr: „Hver er tilgangurinn með að taka mann eins og Sigurð Ein- arsson burt frá fjölskyldu sinni, fyrir- tæki og ekki síst bæjarfélagi þar sem fólk treystir á Sigurð bæði hvað varð- aði atvinnu og búsetuskilyrði?" Við trúum því að það sé vegna þess að al- mættið hafi hreinlega vantað mann með alla þá hæfileika sem Sigurður hafði til að bera, en hann var drengur góður, traustur, hógvær, mikill húm- oristi, frábær atvinnurekandi, heiðar- legur og heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reyndist öllum vel sem til hans leituðu og þeim sem áttu um sárt að binda bauð hann fram þjónustu sína. Hann var mikill stjóm- málamaður og hafði mikinn áhuga á pólitík, en síðast en ekki síst var Sig- urður góður eiginmaður og faðir og það var unun að sjá Sigurð með strák- ana sína að leik því ekki mátti á milli sjá hverjum þætti mest gaman, Sig- urði eða strákunum. Við hjónin vfljum þakka forsjóninni fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að hafa fengið að kynnast og njóta vináttu þessa öðlingsdrengs. Hafðu þökk fyrir ðll þín spor. Það besta sem fellur öðrum í arf er endurminning um göfiigt starf. (Davíð Stef.) Elsku Sigurður! Megi allir Guðs englar halda vemdarhendi yfir þér. Við þökkum þér samfylgdina og vináttu í gegnum árin. Við munum varðveita minningu þína í hjörtum okkar. Elsku Guðbjörg, Einar, Sigurður, Magnús og Kristinn. Við biðjum góðan Guð að halda vemdarhendi yfir ykkur og styrkja ykkur í sorg ykkar, missir ykkar er mikOL Hver getur siglt án meðbyrs á sæ? Hver getur siglt án ára? Hver getur skilið við kæran vin. An tærra saknaðartára? Ég get siglt án meðbyrs á sæ, Éggetsigltánára En ég get ei kvatt minn kæra vin Ántærrasaknaðartára. (Þýð.S.E.) Helga og Grímur. Ég hef séð margt fólk deyja á besta aldri. Sigurður Einarsson tilheyrir því. Ekki bara það, heldur finnst mér flest af þessu góða fólki hafa verið óvenju heilsteyptar persónur. Sigurð- ur Einarsson tilheyrir þeim. Þetta fólk lifði heilbrigðu lífi og var til fyrir- myndar í hvívetna. Sigurður Einars- son var þannig. Hvers vegna deyr þetta fólk á besta aldri? Það er feigt, held ég. Við hin fáum það lánað í ákveðinn tíma til að fá leiðbeiningar. Þess bíða síðan önnur verkefni ann- ars staðar. Sigurður Einarsson hafði mikinn áhuga á málefnum samferðamanna sinna. Hann lét gott af sér leiða, iðu- lega á hljóðan hátt, hann bað ekki um þakklæti. Þetta sá ég æ betur eftir því sem ég kynntist honum betur. Fram í rauðan dauðann fylgdist hann með öllu af bestu getu. Hann lét verkin tala, rak fyrirtæki af ósérhlífni, skipti sér af bæjarmálum, fylgdist með fótbolta- liðinu okkar af áhuga og fjölskyldu sinni. Þetta gerði hann allt með sinni stóisku ró en leiddist allur hégómi og vildi hnitmiðaðar umræður. Þannig upplifði ég Sigurð, sem ég á hans hljóða hátt leit á sem vin minn í seinni tíð. Ég sá sfyrk hans þegar ég fór með þeim hjónum til New York fyrr á ár- inu til að fá greiningu á meini hans. Ég vissi þá meira um innri styrk kon- unnar hans, Guðbjargar, og kom hann því ekki á óvart. Það var erfitt að bíða eftir niðurstöðunni og mikil spenna í loftinu. Ég sat á skrifstofu heilaskurðlæknisins hans og Krist- jáns Ragnarssonar, læknis, sem er nánast í guðatölu á því sjúkrahúsi, þegar bráðabirgðaúrskurðurinn kom: „Alvarlegt mein“, sem við jú vissum en trúlega það skásta í stöðunni. Ég fór glaður heim um kvöldið og hélt að Guð hefði ákveðið að þyrma Sigurði. Það var því miður misskilningur en í staðinn fékk hann og flölskylda hans tíma til að kveðjast og undirbúa brott- för hans héðan. Það var átakanleg sjón en þetta góða fólk hélt allt reisn sinni. Ef til vill var hún enn átakan- legri fyrir vikið. Við sem eftir sitjum verðum að finna nýjan leiðtoga, nýja fyrirmynd og megum ekki tapa áttum. Það eru sem betur fer fleiri sendiboðar eftir hjá okkur til leiðbeiningar. Eyjamar og Eyjamenn syrgja. Ég veit af eigin raun að þeir munu halda utan um fjölskyldu Sigurðar og passa hana. Á þann hátt endurgjalda menn best allt það sem Sigurður gaf Eyjun- um. Sorg getur verið sterkt afl og leitt til góðs ef menn missa ekki sjónar af ljósinu. Sigurður hefði viljað hafa okkur í birtunni. Ég mun sakna vinar míns en hon- um til heiðurs ætla ég að halda áfram að lifa og reyna að lýsa veg samferð- armannanna eins og hann gerði. Þið hin skuluð líka gera það. Hjalti Kristjánsson, læknir. Það er komið haust og ský dregur fyrir sólu. Stórt skarð var höggvið í raðir okkar Eyjamanna hinn 4. októ- ber sl. þegar tveir útvegsmenn ná- tengdir Isfélagi Vestmannaeyja hf. kvöddu þetta líf. Annar þeirra var yf- irmaður minn í nær 15 ár, Sigurður Einarsson. Fundum okkar Sigurðar bar saman á árinu 1982 þegar ég gekk í félagið Akóges þar sem Sigurður var félagi, en faðir hans, Einar Sigurðs- son, stofnaði þann félagsskap árið 1926. Árið 1984 sátum við Sigurður saman í stjóm Akóges og í mars 1986 hóf ég störf hjá Sigurði sem fjár- málastjóri Hraðfrystistöðvarinnar og síðar ísfélags Vestmannaeyja hf. eftir sameiningu félaganna í ársbyrjun 1992. Þessi ár era búin að vera eftir- minnileg þótt oft hafi blásið á móti, sérstaklega fyrstu árin. Reksturinn gekk misjafnlega og oft á tíðum litlir peningar til, en Sigurður var þó alltaf jafnrólegur og yfirvegaður enda þekktur fyrir að standa við skuld- bindingar sínar. Sigurður var mjög farsæll og varkár stjómandi og hafði vakandi auga með öllum rekstrinum. Það er margs að minnast í samskipt- um okkar Sigurðar öll þessi ár og hann var góður húsbóndi og hollur. Vissulega var hann kröfuharður og vildi hann hlutina hratt og vel unna, en sanngjam var hann og lofaði vel unnið verk. Fyrir um tíu áram hófum við að gera svokölluð mánaðarapp- gjör sem gaf okkur skýrari mynd af gangi mála og veitti okkur oft miklar upplýsingar um stöðuna og hvert reksturinn var að stefna. Sigurður lagði mikla áherslu á að uppgjörin væra tilbúin á réttum tíma og í byrjun hvers mánaðar var iðulega spurt: „Hvenær verður uppgjörið tilbúið, Hörður minn“? Sigurður var mjög skipulagður maður og þó svo að hann sinnti mörg- um stjómunar- og trúnaðarstörfum utan bæjar sem innan þá varð maður varla var við það. Sigurður var alltaf til taks þegar á þurfti að halda og vakti yfir rekstrinum alla daga. Loðnuveiðar og loðnuvinnsla er sá þáttur í rekstrinum sem oft hefur staðið undir meginhluta afkomunnar. Það er eins og einhver ljómi sveimi yf- ir vötnunum þegar loðnan er annars vegar. ísfélagið og áður Hraðfrysti- stöðin hefur skapað sér ríkulegan sess á japanska markaðnum og hjá japönskum kaupendum loðnuafurða er Sigurður virtur maður. Hann fór því oft til Japans til að rækta sam-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.