Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nemendur áttunda bekkjar Laugalækj ar skdla taka þátt í verkefninu Dagblöð í skólum Eiríkur Emir Þorsteinsson og Páll Helgi Sigurðarson segja að þeim finnist áhugaverðast að lesa um það sem er að gerast úti í heimi. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson og Birkir Grétar Halldórsson klipptu fyrirsagn- ir út úr blöðum og skrifuðu nýjar fréttir með þeim. Gervilöggur og stríðsátök vöktu mesta athygli Dagblöð hafa verið notuð til kennslu í átt- unda bekk í Laugalækjarskóla undanfarna viku. Birna Anna Björnsdóttir og Ásdís Ás- geirsdóttir heimsóttu nemendur þar sem sátu og veltu fyrir sér fréttum vikunnar. NEMENDUR áttunda bekkjar í Laugalækjarskóla hafa undanfarna viku tekið þátt í verkefninu „Dag- blöð í skólum“ sem er samstarfs- verkefni dagblaðanna á íslandi, Dags, DV og Morgunblaðsins, og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Verkefnið snýst meðal annars um að fá nemendur til að venjast því að lesa mismunandi gerðir blaða- greina og frétta og segja skipulega frá því sem þeir hafa lesið og eru dagblöð og annað efni tengt þeim notað til kennslu í eina viku. Þegar litið var inn í kennslustund hjá 8-L í Laugalækjarskóla sátu nemendur önnum kafnir yfir dagblöðum og vinnubókum sínum. Þeir Birkir Grétar Halldórsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson leyfðu blaðamanni og ljósmyndara að trufla sig augnablik við vinnuna. „Við fáum dagblöð á hverjum degi í skólanum, Dag, Dagblaðið og Morgunblaðið, og svo vinnum við verkefni upp úr blöðunum," segir Birkir. „í dag erum við að klippa út fyrirsagnir og líma í bækurnar okkar og svo skrifum við nýjar fréttir við fyrirsagnirnar,“ segir Jóhann. „Það er skemmtilegt að skrifa nýjar fréttir. Það er gaman að geta skáldað og gert það sem maður vill,“ segir Birkir. Jóhann er búinn að klippa út fyrirsögnina „Bush stóð sig betur“ og líma hana efst á blaðsíðu í vinnubók sinni. „Þetta var frétt um kappræður og skoðanakannanir, en svo skrifaði ég frétt um að Bush hefði unnið forsetakosningamar," segir Jóhann. Þegar Jóhann og Birkir fletta vinnubókum sínum má sjá ýmis fleiri verkefni sem þeir hafa unnið. Til dæmis hafa þeir fundið fréttir sem fjalla um börn og unglinga og límt inn í bækur sínar. Eins hafa þeir klippt út skemmtilegar mynd- ir og fréttir sem hafa vakið sér- staka athygli þeirra. „Hér er til dæmis grein um að það megi ekki selja börnum tóbak,“ segir Jóhann. „Og hér eru myndir af krökkum sem eru að telja bíla fyrir utan skólann sinn,“ segir Birkir. Örugglega algjör martröð að vera þarna Birkir og Jóhann segja að þeim finnist fréttir af gervilögregluþjón- unum hafa verið skemmtilegustu fréttir vikunnar. „Mér fannst fynd- ið að sjá fréttir af þessu. Daginn eftir að þeir voru settir upp var búið að stela nokkrum þeirra,“ seg- ir Birkir. Þeir segjast gjaman fylgjast með íþróttafréttum en misstu samt af stærstum hluta landsleiks íslands og Norður-ír- lands á miðvikudag. „Ég sá samt markið. Það var mjög flott, en þetta var reyndar algjör heppni, því þetta var á síðustu sekúnd- unni,“ segir Jóhann. „Ég vona að þeir komist í HM, það yrði ótrúlega gaman,“ segir Birkir. Strákarnir segjast stundum fylgjast með er- lendum fréttum, sérstaklega þegar eitthvað merkilegt er að gerast. Þeir fylgdust til dæmis með for- setakosningunum í Júgóslavíu. „Það er náttúrlega mjög gott að Milosevic sé kominn frá völdum. Ég veit samt ekki mikið um Kost- unica en hann hlýtur að vera betri,“ segir Jóhann. Þeir hafa líka fylgst með fréttum af átökum á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu undan- farna daga og líst illa á ástandið Morgunblaðið/Ásdís Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir og Sigrún Anna Waage veltu fyrir sér athyglisverðum, torskildum og skemmti- legum orðum sem þær höfðu lesið í dagblöðunum. þar. „Það er örugglega algjör mar- tröð að vera þama, vonandi kemur ekki stríð,“ segir Birkir. Áhugaverð, torskilin og skemmtileg orð Á veggjum skólastofunnar eru stór spjöld með ljósmyndum og fréttum úr dagblöðum. Nemendur hafa útbúið sérstakt spjald með góðum fréttum, þar er mest áber- andi frétt af þríburafæðingunni nú í vikunni, einnig má sjá myndir úr göngu í tilefni af alþjóðlegum degi geðheilbrigðis og auglýsing frá verslun þar sem segir að jólin séu á næsta leiti. Einnig hefur verið útbúið sérstakt spjald með slæm- um fréttum og þar ber hæst fréttir af átökum Palestínumanna og ísra- ela og hryðjuverkum ETA, aðskiln- aðarhreyfingar Baska, á Spáni. Á öðru spjaldi er listi yfír „áhuga- verð, torskilin og skemmtileg orð“ sem krakkarnir hafa rekið augun í við lestur blaðanna. Orðunum fylgja skilgreiningar sem þau hafa ýmist fundið í orðabókum eða feng- ið í samtölum við kennara sína. Einnig eru veggspjöld með Ijós- myndum sem þeim hafa þótt sér- lega athyglisverðar og spjöld með alls kyns upplýsingum sem þau hafa fundið í blöðunum. Sennilega skrýtið að vera með gervilöggu heima hjá sér Sigrún Anna Waage og Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir eru búnar að fylla tvær síður í vinnubókum sínum af orðum sem hafa vakið at- hygli þeirra. „Hérna eru nokkur torskilin orð,“ segir Sigrún Anna, „til dæmis „termítar", það eru pöddur sem éta tré. Svo er hérna eitt mjög skemmtilegt orð, „skipulagsklúður", eitthvert skipu- lag sem klúðrast og mistekst." Kristínu Kolbrúnu finnst orðið „fjarskiptarisi" líka mjög skemmti- legt. „Svo er „heildarveiði" líka mjög áhugavert orð og sömuleiðis orðið „eftirlegukindur“,“ segir Kristín Kolbrún. Stelpunum finnst skemmtilegt að lesa stjömuspána og fréttir af fólki og svo segjast þær líka fylgjast með því helsta sem er í fréttum, bæði erlendum og innlendum. „Það er gott að vita hvað er að gerast út í heimi," segir Sigrún Anna. „Stríðið í Palestínu er eiginlega það merkilegasta sem er búið að vera í fréttum í vik- unni,“ segir Sigrún Anna og Krist- ín Kolbrún tekur undir það. Þær segjast líka hafa lesið fréttir af því sem hefur verið að gerast á íslandi í vikunni og segjast hafa tekið sér- staklega eftir fréttum af göngu áhugafólks um bætta geðheilsu. „Þá var verið að mótmæla for- dómum. Fólkið var með poka á hausnum og kastaði svo fordómun- um á eldinn," segir Sigrún Anna. „Við gerðum líka verkefni þar sem við áttum að finna einhverja frétt sem var í öllum blöðunum. Ég valdi mér gervilöggurnar því að mér fannst þetta svolítið sniðugt,“ segir Kristín Kolbrún. Þær furða sig dálítið á því að einhver hafi vilj- að stela gervilögregluþjónunum, enda væri sennilega skrýtið að vera með svoleiðis grip heima hjá sér. Ofbeldið báðum að kenna en þeir kenna hvor öðrum um Eirkíkur Ernir Þorsteinsson og Páll Helgi Sigurðarson lesa dag- blöð stundum heima hjá sér og þykir dagblaðalestur „alveg ágæt- ur“. Þeim finnst skemmtilegast að lesa myndasögurnar og stundum fréttir. Eiríkur Ernir segir að sér finnist „áhugaverðast að lesa um það sem er að gerast úti í heimi“ og Páll Helgi tekur undir það. Strákarnir eru búnir að klippa út fjölda fyrirsagna og líma í bækur sínar. Páll Helgi valdi fyrirsögnina „Clinton heitir refsingum" og skrif- aði með henni nýja frétt. Þar segir að Clinton hafí hótað að láta stóran her hrekja bæði Arafat og Barak úr landi til þess að binda enda á of- beldi milli ísraela og Palestínu- manna. Páll Helgi segir að átökin muni ekki hætta nema allir her- mennirnir fari úr landi og segir hann að þá mættu þeir ekki hafa vopnin með sér. „Ég held að þetta ofbeldi þarna sé báðum að kenna, en þeir kenna alltaf hvor öðrum um til þess að hafa einhverja afsökun," segir Páll Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.