Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Útboð flugleiða innanlands GÓÐAR flugsam- göngur eru mikilvægur þáttur samgangna í okkar stóra dreifbýla landi. Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélag- inu að undanfornu um stöðu innanlandsflugs og nú síðast var efnt til •itandagskrárumræðu á Alþingi um málið. í máli flestra þeirra þingmanna er tóku til máls kom fram sú skoð- un, að innanlandsflugið skipti okkur íslendinga miklu máli. Ég fagna mjög þeirri skoðun þingheims sem kom fram við umræðuna að styðja útboð flugleiða innanlands. I utandagskrárumræðunni á Al- þingi sagði ég innanlandsflugið hafa verið í vissri kreppu. Ég hef lagt ríka áherslu á að leysa vanda innanlands- flugsins. Það hljómar vissulega sem öfugmæli, en þróunin í gegnum tíðina <*hefúr verið sú að farþegum í innan- landsflugi hefur verið að fjölga jafnt og þétt - öfugt við áfangastaðina. Þeim hefur fækkað, en ferðatíðnin og öryggið í áætlun á þá lykilstaði sem bera innanlandsflugið uppi hefur að sama skapi aukist til muna. Þessi þróun hefur gert það að verkum að nú er svo komið að flugfélögin treysta sér vart lengur til að halda uppi flugi til smærri staða. Því ákvað ég fyrr á þessu ári að efna til útboðs nokkurra flugleiða innanlands. Segja má að tilgangurinn með útboðinu sé ^þríþættur, þ.e. að tryggja samgöng- ur til þeirra byggða sem útboðið nær til, styðja við bakið á innanlandsflug- inu almennt og ná hag- kvæmum samningum fyrir farþega og ríkis- sjóð. Sú ákvörðun að treysta í sessi flug til jaðarbyggða út frá Ak- ureyri felur augljóslega í sér að skotið er styrk- ari stoðum undir eina mikilvægustu flugleið- ina innanlands, þ.e. Reykjavík - Akureyri. Akureyri hefur lengi gegnt lykilatriði í inn- anlandsfluginu og því ekki að ástæðulausu sem nú er lagt á ráðin með að styrkja flug þaðan. En jafnframt því að bjóða út árið um kring flug frá Akureyri til ísafjarðar, Grímseyjar, Þórshafnar, Flug Samkeppni veganna víð flugið, segir Sturla Böðvarsson, fer vaxandi ef eitthvað er. Vopnafjarðar og Egilsstaða og'frá Reykjavík til Gjögurs, er boðið út flug yfir vetrarmánuðina milli ísa- fjarðar og Vesturbyggðar. Með út- boðinu eru lagðar meginlínur í flugsamgöngum til næstu ára. Stefnan er skýr í utandagskrárumræðunni voru nokkrir þingmenn sem sáu ástæðu til að gagnrýna samgönguráðuneytið fyrir stefnuleysi í þessum málaflokki. Því vísa ég á bug. Stefnan er skýr. Ég legg áherslu á að skýrar línur ríki um stuðning við samgöngur innan- lands. Gera verður ráð fyrir að megin flugleiðir milli landshluta standi und- ir sér. Þar er um að ræða flug frá Reykjavík til Isafjarðar, Bíldudals, Sauðárkróks, Akureyrar, Egilsstaða, Homafjarðar og Vestmannaeyja. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég hafi ekki treyst mér til að bjóða út flug á milli Reykjavíkur og Húsavík- ur, í ljósi þess hve góðar landsam- göngur eru á milli Húsavíkur og Ak- ureyrar. Vegalengdin þar á milli er ekki nema rúmir 90 kílómetrar og boðið er upp á átta ferðir á dag á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Stað- reyndin er sú að stórum fjárhæðum hefur verið, og verður áfram, varið í bættar samgöngur innanlands. Því gefur augaleið að samkeppni veg- anna við flugið fer vaxandi ef eitthvað er. Þessu ber að fagna, en um leið ber að taka tillit til aðstæðna. Ég legg því áherslu á að tvinna saman sem frek- ast er unnt almenningssamgöngur á lofti og á láði. Lykilinn er að mínu mati tíðar og öruggar flugsamgöngur á helstu áætlunarstaði innanlands og áfram þaðan, tengdar fluginu, áætl- unarferðir til nærliggjandi byggðar- laga. En jafnframt verðum við um fyrirsjáanlega framtíð að styðja við bakið á þeim flugleiðum sem ég hef þegar gert að umræðuefni. Þannig styðjum við með ótvíræðum hætti við áframhaldandi byggð í landinu öllu. Þannig er stefnan og þannig sé ég að árangur náist við að tryggja góðar samgöngur um landið allt. Höfundur er samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson Leiklyst ÞAÐ er margtuggin kenning að pólitík sé list hins mögulegá. Nú um stundir virðist sá þáttur listarinnar leikinn af mestri lyst að beita blekkingum til hins ítrasta við kjósendur. Þar fer forsætisráðherrann lang fremstur í flokki, og sannast á honum að það verður hverj- um list er hann leik- ur. Kemur út á eitt hvar er borið niður, allt verður skáldskap- arnáttúru hans að yrkisefni: Þróun verð- lags, gengi krónu, viðskiptahalli, tryggingamál, kjör aldraðra, fjár- mál Sjálfstæðisflokksins, og heið- arleiki Framsóknar, svo fátt eitt sé upp talið. Fyrir alþingiskosningarnar tókst honum og maddömunni sér- lega vel upp, þegar þeim tókst að telja þorra þjóðarinnar trú um að þeir vildu leita sátta í fiskveiðimál- um. Að vísu með einörðu atfylgi fjölmiðla, þar sem Morgunblaðs- menn brutust um fastast, þótt þeir vissu betur. Orðagjálfur foringjanna hefði engan þurft að blekkja, þar sem þeir tóku fram að ekki yrði breytt um stjórnkerfi í fiskveiðum í grundvallaratriðum. Enda til- neyddir, þar sem lénsherrarnir hefðu annars hætt að borga brúsa kosningabaráttunnar. Viðbrögð stjórnarherranna við málatilbúnaði fyrir dómstólum sönnuðu, svo ekki varð um villzt, að þeir höfðu aldrei ætlað sér að hverfa frá kerfínu. Fyrri sönnunin kom til skila, þegar dómur Hæstaréttar féll 3. des. ’98. Þá sýndist formanni Framsóknarflokksins að kerfið væri í hættu statt með vísan til ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins. Þá lýsti maðurinn því yfir að nauðsyn kynni að vera að breyta þeirri stjórnarskrá til að hindra slíka ógæfu. Síðari sönnunnin blasti við þegar for- maður Sjálfstæðis- flokksins fjallaði um þær skelfilegu afieið- ingar, sem það hefði haft, ef dómur í hér- aði í Vatneyrarmálinu hefði verið staðfestur í Hæstarétti. Lénsveldið hefði að hans dómi hrunið, landauðn við blasað og flótti landslýðsins úr landi eina úrræðið. Nú hefir á sannazt endanlega að forystumönnum ríkisstjórnarinnar var aldrei í hug að breyta ólögum fiskveiðikerfisins sem neinu næmi. Fyrir skemmstu skilaði svoköll- uð Auðlindanefnd forsætisráð- herra niðurstöðum sínum. Ráð- herrann laust þegar í stað upp fagnaðarópi og úrskurðaði að hér hefði stóratburður orðið. Samtímis héldu L.Í.Ú.-furstarnir blaða- mannafund og upplýstu hvað um hafði verið samið bak við leiktjöld- in. Þeir upplýstu að þeir væru til með að greiða málamynda gjald gegn því að þeir færu með yfirráð þeirra fjármuna, enda yrðu lög og stjórnsýsla fiskveiða að því leyti færð á þeirra hendur. Þótti að vísu engum mikið þótt komið yrði formi á þá skipan mála, sem í raun hafði viðgengist í 17 ár, eða frá því 1983 að L.I.Ú. tók þau völd af þáver- andi sjávarútvegsráðherra frá Höfn í Hornafirði. En lénsherrarnir fá líka mikið Sverrir Hermannsson V; Flugmiðaskattur ríkisstj órnarinnar NÝSAMÞYKKT gjaldtaka ríkisstjórn- arflokkanna með . ílugmiðaskatti sínum eru m.a. ástæður fargjaldahækkana og erfiðleika flugfélag- anna á innanlands- markaði. í þessum þrenging- um flugfélaganna er það að mínu mati al- gjör óhæfa að ríkis- stjórnarflokkarnir beiti sér fyrir og sam- þykki nýjan skatt á flugfarþega í innan- landsflugi sem á að skila ríkissjóði 50-60 m. kr. á næsta ári. Þessi skattheimta er sótt beint í gasa flugfarþega þar sem flugfé- lögin eru ekki aflögufær og verða að hækka verð á flugmiðum. Því má með sanni segja að ríkis- stjórnarflokkarnir hafi búið til nýj- an landsbyggðarskatt með þessum tæplega 60 m. kr. flugmiðaskatti. Flugráð á rnóti flugmiðaskatti Flugráð var á móti þessum nýja skatti á innanlandsflugið og lagðist gegn honum. Rétt er að það komi fram að í Flugráði sitja tveir fulltrúar sam- -4§önguráðherra, þeir Hilmar Bald- ursson og Óli J Gunnarsson, bæj- arstjóri í Stykkishólmi, og tveir fulltrúar stjórnarflokkanna, þeir Gunnar Hilmarsson, framkvæmda- stjóri þingflokks framsóknar- manna, og Arni Johnsen, alþingis- maður. Arni var fjarstaddur þennan fund, en varamaður hans, Guðmundur Hallvarðsson, alþing- ismaður, sat hjá við þessa afgreiðslu. Karvel Pálmason, fyrrv. alþingismaður, situr einnig í ráðinu. Allir flugrekstrar- aðilar sendu inn um- sögn um þennan skatt og mótmæltu honum og sögðu hann fara beint út í farmiðaverð- ið. Skýra stefnu í samgöngumálum Það er í mínum huga grundvallaratriði að ríkis- valdið taki ákvörðun um framtíð innanlandsflugsins. Ákvörðunina Landsbyggðarskattur Ríkisstj órnarflokkarnir hafa búið til nýjan landsbyggðarskatt, seg- ir Kristján L. Möller, með þessum tæplega 60 m. kr. flugmiðaskatti. þarf að taka út frá skýrri stefnu um það hvernig á að standa að upp- byggingu á grunni samgöngukerf- isins í landinu þannig að íbúum á landsbyggðinni verði sköpuð sam- keppnishæf skilyrði til búsetu og atvinnustarfsemi. Markaðsöflin ein eiga ekki að ráða uppbyggingu samgöngukerfis okkar Islendinga. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld hafi einhverja sýn, einhverja stefnu um það hvernig þau vilja hafa grunnsamgöngur í landinu. Við eigum að setja okkur mark- vissa samgönguáætlun fyrir lands- byggðina þar sem horft verður til þess að allir landsmenn, án tillits til búsetu, hafi sömu möguleika. Góðar og öruggar samgöngur við landsbyggðina eiga að auka og bæta möguleika á samkeppnishæf- um atvinnurekstri og búsetu. Þveröfug átt Ýmis teikn eru á lofti um það að samgöngumál okkar stefni um þessar mundir í þveröfuga átt, samanber erfiðleika í innanlands- flugi og sérleyfísferðum með áætl- unarbílum, m.a. vegna þunga- skattsbreytinga ríkisstjórnarflokk- anna nú í vor. Skipaferðir til fleiri og fleiri staða eru að leggjast af og þjón- usta ýmissa opinberra stofnana er að snarminnka. Flugmiðaskattur og nýleg breyt- ing á þungaskatti eru landsbyggð- arskattar og kaldar kveðjur til landsbyggðarfólks frá núverandi ríkisstjórnarflokkum. Undirritaður, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Samfylkingar- innar, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að hætt verði við þenn- an illræmda landsbyggðarskatt, sem þessi 50-60 m. kr. flugmiða- skattur ríkistjórnarflokkanna á að skila ríkissjóði á næsta ári. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Kristján L. Möller Samræmd próf eru í þágu nemenda NÝVERIÐ birtist hér í Morgunblaðinu grein eftir Oldu Bald- ursdóttur þar sem hún veltir fyrir sér hlutverki samræmdra prófa og ýmsum þátt- um er lúta að sam- ræmdum prófum í 4. bekk. Ég vil svara spurningum hennar um hlutverk prófanna og fjalla lítillega um nokkur atriði er koma fram í grein hennar. Samræmd próf í 4. og 7. bekk hafa verið haldin undanfarin fjögur ár. Þeim er ætlað að veita nemendum, foreldr- um/forráðamönnum og kennurum upplýsingar um stöðu nemenda auk þess að vera ætlað ákveðið hlutverk við mat á skólakerfinu sem ekki verður fjallað um hér. Niðurstöður samræmdra prófa byggjast á því að meta stöðu hvers nemanda með samanburði við jafn- aldra hans á landinu öllu. Niður- stöðurnar gefa því kost á að meta stöðu nemenda í öðru samhengi en námsmat innan skóla gefur kost á. Samræmd próf veita því nemend- um, foreldrum og kennurum mikil- vægar upplýsingar um stöðu nem- enda. Þetta á í raun sérstaklega við í 4. bekk þar sem samræmdu prófin eru fyrstu próf sem nem- endur taka þar sem niðurstöður gefa kost á viðmiðum er ná til heils árgangs. Samræmd próf í 4. bekk eru haldin þegar nemendur eru á aldri þar sem áríðandi er f'yrir kennara og for- ráðamenn nemenda að fá upplýsingar um hver raunveruleg staða nemendanna er. Þetta á sérstaklega við þegar nemendum gengur illa í námi. Á þessum aldri eru nemendur að ná valdi á mikilvægum grund- vallaratriðum eins og lestri og reikningsað- gerðum. Þegar for- eldrar og kennarar hafa ástæðu til að ætla að nemandi standi illa í námi veita próí'in að jafnaði mjög mikil- vægar upplýsingar. Stundum styðja niðurstöður þeirra að svo sé, í öðrum tilvikum benda þau til að nemendur standi jafnvel enn verr en talið var. I þessum tilvik- um gegna prófin hlutverki við að staðfesta hvort nemandi þurfi á auknum stuðningi að halda. Sam- ræmd próf í 4. bekk eru lögð fyrir nemendur á þeim aldri þegar skil- ur á milli nemenda sem eru seinir að ná valdi á lestri og nemenda sem síðar reynast eiga við alvar- lega les- eða námsörðugleika að stríða. Niðurstöður þeirra geta því einnig verið mikilvæg vísbending sem flýtir fyrir því að greining verði látin skera úr um hve al- varlegir námserfiðleikar þessara nemenda eru. Prófin veita einnig 1 1 H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.