Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUÍl 14. OKTÓBÉR 2000 65 UMRÆÐAN Skólatorg efli samskipti foreldra og skóla FJOLMORG stór- fyrirtæki verja um- talsverðum fjármun- um árlega til stuðnings líknar- og menningar- starfsemi af ýmsu tagi. Að mínu mati hefur sjónum of sjaldan ver- ið beint að stuðningi við grunnmenntun í landinu. Vel má vera að skýringarinnar sé að leita í þeirri stað- reynd að hún skal kostuð af opinberu fé og hafa sumir haft horn í síðu stuðnings einkaaðila á þessu sviði. Skólatorgið sýn- ir glöggt að slíkan stuðning er hægt að veita svo öllum verði til góðs. Gjöf einkaaðila Á síðasta ári var ákveðið að upp- lýsingatækni í íslenskum grunn- skólum yrði helsta styrktarverkefni ársins 2000 hjá Tæknivali. Enn- fremur var ákveðið að meginfram- lag Tæknivals yrði fólgið í einu stóru verkefni sem um munaði fyrir íslenska grunnskólann í stað þess að dreifa fjármagni til margra stuðningsverkefna á sviði upplýs- ingatækni. Þetta verkefni er Skóla- torgið sem Tæknival færði öllum ís- lenskum grunnskólum að gjöf á þessu hausti. Skólatorgið er vefútgáfukerfí og þjónustuvefur til að efla samskipti og miðla upplýsingum í nútíma skólasamfélagi. Skóla- torgið hefur verið í þróun hjá okkur í eitt ár. Það er framlag okkar til að auka veg upplýsingatækninnar í skólastarfi og bæta samskipti heimila og skóla. Selásskóli er þróunarskóli Skóla- torgsins og íslenska menntanetið hjá Skýrr hýsir vefkerfið. Þessir þrír aðilar mynda stjórn Skólatorgsins. Þorbjörg St. Þor- Ámi steinsdóttir er verk- Sigfússon efnastjóri Tæknivals í þróun Skólatorgsins og Davíð Einarsson vefstjóri hefur verið nánasti samstarfsmaður hennar. Þá unnu Gunnar Salvars- son, Páll Kjartansson og ýmsir aðr- ir áhugamenn um skólamál hjá fyr- irtækinu ötullega að verkefninu. Samskiptakostir Skólatorgsins í augum margra er Netið fyrst og fremst hafsjór upplýsinga í formi milljóna vefsíðna sem geyma efni af ýmsu tagi. Hluti af Skólatorginu, svokallaður þjónustuvefur á www.skolatorg.is, er slík upplýs- ingaveita um fjölmargt sem lýtur að menntun og skólastarfi og verður í ritstjórn Menntasmiðju Kennara- háskóla íslands. Á hinn hluta Skóla- torgsins, vefútgáfukerfið, vil ég sér- staklega benda. í þeim hluta er ekki Nám Öllum íslenskum grunnskólum, segír Árni Sigfússon, gefst nú kostur á að nýta sér þennan nýja miðil. aðeins horft til þess að notendur sæki margvíslegar upplýsingar um skóla- og bekkjarstarfið, eða starf- semi foreldrafélagsins. Þar eru samskiptakostir Netsins nýttir en þeim hefur hingað til verið gefinn minni gaumur en upplýsingaþættin- um. Mun þáttur feðra í skólastarfi aukast? Árum saman hefur verið rætt um nauðsyn þess að styrkja sambandið milli heimila og skóla. Bæði kennar- [ BEBECAR Barnavagnar Hlíðasmára 17 s. 564 6610 ar og foreldrar hafa verið óánægðir með þau oft á tíðum fátæklegu sam- skipti sem hafa verið á milli þessara lykilaðila í lífi barna á grunnskóla- aldri. Ég er sannfærður um að kennarar og foreldrar fá með Skólatorginu tæki upp í hendurnar til að styrkja tengslin með velferð nemendanna í huga. í framhaldi af opnun Skólatorgs- ins í Selásskóla í síðasta mánuði ræddu tveir skólamenn við mig um mögulegar breytingar sem tölvu- vætt Skólatorg skapaði. Ég hafði minnst á það í ávarpsorðum mínum við afhendingu Skólatorgsins að þátttaka mín í þessu verkefni, sem forsvarsmaður Tæknivals, væri að vissu leyti eigingjörn. Ég sá tæki- færi til að hafa samband af vinnu- stað, í gegnum Netið, beint við skóla barnanna minna, geta fylgst með verkefnum þeirra, komið skila- boðum beint til kennara og verið þannig virkari þátttakandi í skóla- starfinu. Hugleiðingar þessara tveggja mætu manna gengu út á að nú væri líklegt að feður fengju al- mennari áhuga á daglegum verk- efnum barna sinna í skólastarfinu, þegar þeir gætu nýtt tölvuna tií þess, í vinnu eða heima. Vonandi reynast þær vangaveltur réttar. ^ Þátttaka okkar feðra í skólastarfi er almennt takmarkaðri en mæðra. Það sést á þátttöku í náms- kynningum eða öðrum foreldrasam- komum í skólanum. Hér er tækifæri til að bæta um betur. Málstaðurinn er verðugur. 50 grurmskólar þegar komnir af stað Skólatorgið er barn síns tíma, barn upplýsingatækninnar. Öllum íslenskum grunnskólum gefst nú kostur á að nýta sér þennan nýja miðil til að efla upplýsingatækni í ** skólastarfi og skapa traustara sam- band við foreldra um velferð bama. Nú hafa yfir 50 grunnskólar hafið vinnu við.Skólatorgið. Það er mun skjótari árangur en vænst var í upphafi. Þessar góðu viðtökur við Skólatorginu sýna að skólamenn kunna að meta þetta mikilvæga tæki og leggja áherslu á að foreldr- ar nái með því auknu samstarfí við skóla barna sinna. Tæknival væntir þess að Skólatorgið marki heilla- dijúgt spor í íslenska skólasögu. Höfundur er framkvæmdastjóri Tæknivals og fyrrverandi formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? mammsmimsi JurtaQull Hárvörur leysa vandann OG ÞÚ BLÓMSTRAR. UTSOLUSTAÐIR: HEILSUVORUVERSLANIR OG APOTEK UM ALLT LAND. Fyrir 100 árum komust ekki eins mörg börn á legg og nú. Þar áttu barnasjúkdómar stóran hlut að máli. Þótt þeir séu ekki allir lífshættulegir, geta þeir orðið mjög alvariegir. Því er vissara að bólusetja börnin. Bólusetning eykur lífslíkur þeirra - það er aiveg Ijóst. Lyf skipta sköpum! 77/ loka októbermánaðar verður nýjasta viðbót Breiðvarpsins, 6 norrænar stöðvar, íopinni dagskrá hjá þeim sem tengdir eru breiðbandinu. Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja i|» Allar þessar stoðvar eru þekktarfyrir vandað afþreyingar-, iþrótta- og menningairefni og erufrábær kosturfyrir alla þá sem viljafylgjast með frændum vorum á Norðurlöndunum. lllf Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Weilcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun fslands hf. Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. MK ' Tenging við breiðbandið er tenging við txkifxri!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.