Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tvegg;ia millj. dollara samningur Memphis International Stærsti sölusamning- ur félagsins til þessa Plastprent hf. 0 10 stærstu hluthafar Hiutafé, EignS 13. október 2000 nafnverð, kr. hluti, % 1 Prentsmiðjan Oddi hf. 39.134.969 17,0% 2 Sigurður Bragi Guðmundsson 29.898.447 13,0% 3 Skeljungur ehf. 28.486.283 12,4% 4 Krakiehf. 20.628.354 9,0% 5 KVOShf. 10.319.247 4,5% 6 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 9.731.865 4,2% 7 Ása Guðmundsdðttir 9.556.958 4,2% 8 Sigurður Egilsson 9.437.786 4,1% 9 Ágústa Hauksdóttir 8.500.716 3,7% 10 Lífeyrissjóður Austurlands 7.000.000 3,0% 211 aðrir hluthafar 57.305.375 24,9% Samtals: 230.000.000 100,00% Fyrirhugað að breyta lögum um sparisjoði MEMPHIS Internationl hugbúnað- arfyrirtækið skrifaði nýverið undir sölusamning við bandaríska mark- aðsrannsóknafyrirtækið Market Facts Inc. um notkun á Survey Explorer hugbúnaði Memphis á öll- um starfsstöðvum Market Facts. Samningurinn gildir til næstu fimm ára og er andvirði hans rétt tæpar tvær milljónir bandai-íkjadala. Þetta er . stærsti sölusamningur sem Memphis International hefur gert til þessa. Market Facts er eitt stærsta fyr- irtæki í markaðsrannsóknum í heim- inum með 24 útibú í 16 löndum, en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir fyr- irtækisins munu einnig nýta sér IMPRA, þjónustumiðstöð írum- kvöðla og fyrirtækja, var sett á lagg- irnar í mars 1999 sem liður í breyting- um á skipulagi Iðntæknistofnunar. Impra er samstarfsverkefni Iðnaðar- ráðuneytisins og Iðntæknistofnunar. Hlutverk hennar er m.a. að leiðbeina frumkvöðlum um mat á viðskiptahug- myndum og um stofnun fyrirtækja, að veita starfandi fyrirtækjum upp- lýsingar og aðstoð við að bæta rekst- ur sinn og að hvetja til nýsköpunar. Mikilvægur liður í rekstri Impru er stai-fsemi frumkvöðlaseturs sem er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Andrés Magnússon, forstöðu- maður Impru, segir að lögð sé áhersla á að fá eins fjölbreytta starfsemi inn í frumkvöðlasetrið og kostur sé á og að frumskilyrði sé að fyrirtækin hafi ákveðna sérstöðu. Aðstaðan í frumkvöðlasetrinu býð- ur upp á að hýsa allt að níu fyrirtæki á Survey Explorer hugbúnaðinn, en sem dæmi um viðskiptavini má nefna fyrirtæki eins og Coca-Cola, Pizza Hut, Levi Strauss og Hersh- ey’s Chocolate. Memphis International er breskt fyi-irtæki, en að mestu í eigu ís- lenskra hluthafa og er með starfs- stöðvar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Egyptalandi og á íslandi. Góð þjónusta og samvinna lykilatriði i árangrinum Ingi Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Memphis International, segir að rekja megi upphafið að samningnum til síðustu áramóta þegar Memphis lauk við fyrsta verk- efnið fyrir Market Facts samkvæmt sama tíma og einn af starfsmönnum Impru er fyrirtækjunum til aðstoðar. Nýverið var ákveðið að bjóða frum- kvöðlum af landsbyggðinni upp á að- stöðu, þegar þeir þurfa að dvelja í Reykjavík. Andrés segir óhætt að fullyrða að reynslan af starfsemi frumkvöðlaset- ursins hafi verið góð. Því markmiði hafi verið náð að starfsemi fyrirtækj- anna sé af fjölbreyttum toga og að þau nái að vaxa og dafna þann tíma sem þau dvelji á setrinu. Hann segir að alls dvelji eða hafi dvalið 11 fyrir- tæki á frumkvöðlasetri Impru. Hjá þessum fyrirtækjum starfi í dag um 70 manns og heildarvelta þeirra sé um 200 milljónir króna á ársgrund- velli. Fyrirtæki sem hafa notað aðstóðuna Samtals hafa sex fyrirtæki notið þriggja ára samningi að andvirði 150 þúsund dollarar. Þá hóf fyrirtækið að þróa sérstakan hugbúnað fyrir Market Facts, en því verki er nú að ljúka og stóri samningurinn því kominn í höfn. „Þetta er geysilega veigamikið fyrir okkur, að við erum byrjaðir að ná í stóru samningana. Þá erum við búnir að fá þá viðurkenningu sem við vissum að væri handan við homið.“ í samningnum fylgir að systurfyr- irtæki Market Facts í Asíu, Asia Market Intelligence Group, mun einnig nota hugbúnaðinn, en það fyr- irtæki er með 40 starfsstöðvar í As- íu. Að sögn Inga hyggur Market Facts á innreið á markaðinn í Evrópu á næsta ári. þeirrar aðstöðu sem frumkvöðlasetur Impru býður upp á en yfirgefið það. Þetta eru fyrirtækin: Net-Albúm hf., sem þróar og selur forrit fyrir þá sem vilja vista stafræn- ar myndir; Hofsós 2000, þjónustufyrirtæki í ferða- og menningarmálum sem sér- hæfir sig í þjónustu við fólk af ís- lensku bergi brotið sem býr í Norður- Ameríku; Staðgengill er umboðsskrifstofa á sviði bamaumsjónar. IxiII hannaði m.a. tölvumús sem gerir mögulegt að stjórna bendli á skjá, bæði með höfuð- og handahreyf- ingum. Umbúðatækni ehf. hefur m.a. þróað búnað til framleiðslu á einnota plastbökkum fyrir matvæli. Kine ehf. starfar á sviði heilbrigð- istækni og hefur m.a. þróað hugbún- að og mælitæki til að greina hreyfing- ar fólks. Fyrirtæki sem nú nota aðstöðuna hjá frumkvöðlasetri Impru Samtals dvelja fjögur fyrirtæki nú á frumkvöðlasetri Impru. Þau eru: Bergspá ehf. (PetroModel) er undir- búningsfélag sem stefnir að fram- leiðslu hugbúnaðar og vélbúnaðar fyrir jarðefnaiðnað. Á sporbaug ehf (In-orbit) þróar gagnvirka tölvuleiki í þrívídd sem boðnir verða til sölu í Netinu. Skotmark ehf. sérhæfir sig í gerð greininga- og samskiptakerfa sem er ætlað fjármálafyiirtækjum. Hárkollugerð Kolfinnu Knútsdótt- ur hannar hárkollur úr ekta hári, sem eru bæði handunnar og vélunnar. Til viðbóta við þessi fjögur fyrir- tæki er Intelscan viðskiptahugmynd sem byggist á þróa búnað til mælinga á hinum ýmsu ferlum í matvælafram- leiðslu. Aðstandendur þessarar hug- myndar munu íljótlega hefja dvöl á Impru. -------ó-4-ð------- Búnaðarbank- inn kaupir Steindórsprent- Gutenberg BÚNAÐARBANKI íslands hf. hef- ur keypt Prentsmiðjuna Steindórs- prent-Gutenberg ehf. Stefán Páls- son, bankastjóri Búnaðarbankans, staðfesti þetta í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann sagðist hvorki geta sagt til um ástæður kaupanna né gefið upp kaupverðið, en bankinn hafi keypt prentsmiðjuna með það fyrir augum að selja hana sem fyrst aftur. Á BLAÐAMANNAFUNDI um samrunaviðræður Landsbanka og Búnaðarbanka sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra aðspurð að sparisjóðirnir væru ekki inni í umræðu um sam- einingu banka. „Hins vegar er fyr- irhugað að breyta lögum um spari- sjóði og vonandi á þessum vetri. Það gæti skipt máli í þessu sam- bandi en ég get ekki sagt nánar frá því á þessu stigi nema það sem hef- ur komið fram í fjölmiðlum áður; að það séu uppi hugmyndir um að gera sparisjóðunum kleift að breyta rekstri sínum í hlutafélaga- formið," sagði Valgerður. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, á sæti í nefnd sem unnið hefur að endurskoðun á löggjöf sparisjóðanna, meðal ann- ars um hugsanlegar heimildir til OM Gruppen tilkynnti í gær að fé- lagið hefði hækkað tilboð sitt í Kauphöllina í London (LSE). Stjórn LSE hafnar tilboðinu og ít- rekar að kauphöllin sé ekki til sölu, að því er m.a. kemur fram á frétta- vef BBC. Hluthafar LSE geta valið um tvo tilboðsmöguleika, að því er fram kemur í tilkynningu frá OM. í fyrsta lagi að fá 1,4 hluti í OM fyrir hvern hlut í LSE, þai1 sem hver hlutur í LSE er metinn á 35,83 pund. í öðru lagi geta hlut- hafar fengið 20 pund í reiðufé og 0,5 hluti í OM að auki fyrir hvern hlut í LSE og er þá hver hlutur metinn á 32,79 pund. Um er að ræða 33% hækkun frá upphaflegu tilboði upp á 27 pund á hlut. Nýja tilboðið metur LSE á 1.064 milljónir punda eða um 128 milljarða íslenskra króna. Gamla tilboðið fól í sér að hluthafar LSE fengju 0,65 hluti í OM fyrir hvern hlut í LSE, auk 7 punda í reiðufé og mat LSE á um 95 milljarða ís- lenskra króna. Gengi hlutabréfa í OM hefur lækkað stöðugt og sér- fræðingar höfðu lagt áherslu á að nauðsynlegt væri fyrir félagið að leggja fram hærra tilboð í LSE. breytinga á rekstrarformi þeirra yfir í hlutafélagsform. „Ég er persónulega samþykkur því að slíkar leiðir séu skoðaðar, en það er of snemmt að segja til um hver niðurstaða þessa máls verður því það er ekki búið að fara nægi- lega vel í gegnum þessa umræðu meðal sparisjóðanna. Það verður hins vegar gert á næstu vikum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að umræður um eignarhald og skipu- lag sparisjóðanna væru viðkvæmar og að fara þyrfti varlega í breyt- ingar. Yrði farið út í breytingar þyrfti að liggja fyrir að þær skiluðu þeim ávinningi sem stefnt væri að. Spurður hvenær nefndin lyki störfum sagði Guðmundur að það væri ekki ákveðið, en markmið nefndarmanna væri að gera það eins fljótt og hægt væri. LSE heldur við þá skoðun sína að tilboð OM sé óviðunandi og þjóni ekki hagsmunum hluthafa LSE. Don Cruickshank, stjórnar- formaður LSE, segir í tilkynningu að gengi hlutabréfa OM hafi fallið um 20% síðustu vikur og félagið hafi ekki getað svarað gagnrýni LSE um óviðunandi afkomu og eignarhald á OM, að því er fram kemur í Dagens Industri. I tilkynningu frá OM segir að til- boðið sé lagt fram á grundvelli niðurstaðna af viðræðum við hlut- hafa í LSE og stjórn OM búist við að nýja tilboðið muni höfða til hlut- hafanna. Per Larsson, forstjóri OM, segir að OM hafi hug á að breyta menningu LSE, koma á tækninýjungum innan kauphallar- innar og auka samkeppnishæfni hennar. í tilkynningu OM segir að hlut- hafar LSE njóti góðs af tilboði OM. T.d. fái þeir aukin áhrif frá fyrra tilboði, þ.e. eignarhlutur LSE gæti farið allt upp í 33% í samein- uðu félagi. Að auki er lagt til að Per E. Larsson, forstjóri OM, verði stjórnarformaður LSE og er hann nefndur sterkur leiðtogi. RAFRÆN SKRÁNING HLUTABRÉFA STEINULLARVERKSMIÐJUNNAR HF. Mánudaginn 22. janúar 2001 verða hlutabréf Steinullarverk- smiðjunnar hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfa- skráningu íslands hf. Frá þeim tíma ógildast hlutabréf félags- ins sem eru útgefin á pappírsformi í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignar- skráningar á verðbréfum, og reglugerð nr. 397/2000, um raf- ræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Skorað er á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á þvi að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Steinullarverksmiðjunnar hf., að staðreyna skrán- inguna með fyrirspurn til skrifstofu Steinullarverksmiðjunnar hf., Skarðseyri 5, Sauðárkróki, fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við full- gilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjöð eða verð- bréfafyrirtæki). Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reiknings- stofnun, sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf., að hafa umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja Frumkvöðlasetur mikil- vægur liður í starfseminni Merrill Lynch spáir Norsk Hydro bjartri framtíð AÐ mati bandaríska fjárfesting- arbankans Merrill Lynch á Norsk Hydro bjarta framtíð fyrir sér og mun skila góðri af- komu á næstu árum, að því er Dagens Næringsliv greinir frá. Merrill Lynch sendi í vikunni frá sér skýrslu um alþjóðlegan olíumarkað og í henni er sett fram greining og mat á 32 olíu- félögum, þ.á m. Norsk Hydro. Bankinn mælir þó sérstaklega með fjórum félögum, þ.e. brasil- íska félaginu Petrobras, franska TotalFinaElf, bandaríska Exx- onMobil og hollensk/breska Royal Dutch/Shell. Mat Merrill Lynch á Norsk Hydro er þó mjög jákvætt og er bank-inn bjartsýnni fyrir hönd Hydro en margir aðrir fjármála- sérfræðingar. Merrill Lynch gerir ráð fyrir að að olíuverð verði stöðugt í 23,5 dollurum fatið fram til ársins 2002 og byggir á því þá spá sína að hagnaður fyrirtækisins á hlut aukist um tæp 22% á þeim tíma. Á næsta ári gerir Merrill Lynch ráð fyrir að hagnaður Hydro á hlut verði 46,5 norskar krónur og miðað við það sé sanngjarnt gengi á hlutabréfum 465 krónur en gengið er nú 390. Merrill Lynch gerir ráð fyrir að á næstu þremur árum komi 65% af tekjum fyrirtækisins frá olíuvinnslunni. OM hækkar tilboð í LSE Ósló. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.