Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Einar Falur Víkingasýningin til NewYork BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, og Thor Thors, hlýða á útskýringar sýningarstjóra Vík- ingasýningarinnar sem verður opn- uð í Náttúrufræðisafninu í New York í næstu viku. Sýningin, sem vakti mikla athygli þegar hún var í Washington fyrr á árinu, verður með nokkuð breyttu sniði í New York. Börnum boðið íoperuna ÓPERAN Stúlkan í vitanum eftir Böðvar Guðmundsson og Þorkel Sigurbjörnsson er gerð eftir asvin- týri Jónasar Hallgrímssonar, Stúlk- an í turninum, og verður hún frumsýnd í Islensku óperunni sunnudaginn 15. október. Frá 17.- 27. október verða skólasýningar á verkinu í íslensku óperunni fyrir fimmtubekkinga og hefjast þær klukkan ellefu árdegis. Fyrsta skólasýningin verður þriðjudaginn 17. október fyrir fimmtubekkinga úr íyrstu sjö skólunum ásamt kenn- urum sínum, en hverjum skóla hef- ur verið úthlutað ákveðinni sýn- ingu. Flutningur óperunnar er sam- starfsverkefni Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Islensku óperunnar, Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. A síðasta skólaári var óperan Stúlkan í vitanum kynnt fyrir kenn- urum þáverandi fjórða bekkjar. Samstarfshópur aðstandenda verk- efnisins gerði bækling með hug- myndum fyrir kennara til að vinna áfram með ævintýrið. Nemendur Grandaskóla mynd- skreyttu bæklinginn og Fræðslum- iðstöð Reykjavíkur gaf hann út. Hljómdiskur með tveimur lögum úr sýningunni var gefmn út einnig. Óskað er eftir því að kennarar veki athygli nemenda á ævintýrinu Stúlkan í turninum og tengi það væntanlegri óperusýningu. Þá er vonast til að nemendur læri lögin og geti sungið þau með á sýningunum. I samstarfshópnum voru Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmennta- skóla Reykjavíkur, Þorkell Sigur- björnsson tónskáld, Þórdís Guð- mundsdóttir tónmenntakennari og Matthildur G. Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi. VIÐ HAFIÐ Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Merkjagjafir, eftir Önnu Eyjólfsdóttur, er meðal eftirtektarverðra verka á Strandlengjunni 2000. MYNDLIST S t r a n d I e ii g j a n I' r á Faxagötu aö Kirkjusandi 15 MYNDHÖGGVARAR STRANDLENGJAN heftir öðl- ast ákveðinn sess í huga borgarbúa, en í sumar var sett upp önnur sýn- ingin af útihöggmyndum undir þessu heiti. Að þessu sinni tóku fimmtán listamenn þátt og settu upp verk eftir strandlengjunni norðan í móti. Sýningin er hluti af Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, en að auki styrktu níu fyr- irtæki framtakið. Endurteknar sýningar á borð við Srandlengjuna - en fyrsta sýningin með þessu nafni var sett saman árið 1998 í Fossvogi og eftir Ægisíðunni vestur að Skjólum - eru viðkvæmar í hæsta máta. Það þykir ekki hafa takist vel í Hollywood að gjömýta vel heppnaða metmynd með því að gera af henni þrjár eða fjórar fram- haldsmyndir. Flestum ber saman um að fyrsta myndin beri af og eftir- hreytumar séu útþynning á góðri hugmynd. Hættan er sú að hið sama eigi við um Strandlengjuna. Mörgum finnst eflaust sem nýjabrumið sé farið af heitinu og listaverkin séu þar með dauflegri en áður. Þetta er missýn og misskilningur en skiljanleg af- staða í ljósi þess að Strandlengjan 2000 býr ef til vill ekki yfir nægri sérstöðu ef hún er miðuð við fyrstu sýninguna. Sýning sem þessi, ætluð sem end- urtekið efni árlega - sýningin Firma 1999 var hluti af sama sýn- ingapakka - þarf að hafa mjög ákveðna umgjörð og höfða til mun stærra mengis en sem nemur Is- lendingum. Best væri að auglýsa þátttöku á alþjóðlegum vettvangi og byggja þannig upp spennu kringum framtakið. Sem stendur em of mörg íslensk verk miðað við Iist erlendra gesta, en aðeins tvö verk eru eftir annarra þjóða listamenn. Það er oflítíð Þetta er ekki sagt íslenskum myndhöggvurum til lasts; þeir standa fyllilega fyrir sínu og gott betur. Vandi Strandlengjunnar er sá að íslensku listamönnunum mæt- ir ekki nægileg og verðug sam- keppni til að þeir finni sig knúna til að leggja sig alla undir. Utkoman verður í flestum tilvikum daufari en búast mætti við af þeim sem taka þátt í framtakinu. Það þýðir einfald- lega að listamönnunum finnst ekki nægilegt bragð af því að taka þátt í sýningunni. Hún veitir þeim ekki þá upphefð sem hún þyrfti að gera sem árlegur viðburður. Ef Strandlengjan 2000 er miðuð við Rauðavatnssýninguna verður samanburðurinn fyrmefndu sýn- ingunni óneitanlega í óhag. Þar kemur ýmislegt til sem of langt mál væri að reifa í jafnstuttum dómi og þessum. Augljóst er þó að Rauða- vatnsmenn gefa sér mun meira oln- bogarými og frjálslegri tjáningar- máta en kollegar þeirra við Sæ- brautina. Strandlengjan byggist um of á minnisvörðum í alvörugefinni merk- ingu þess orðs. Efniviðurinn sem listamennirnir velja sér er til að mynda of langsóttur og í of litlum tengslum við umhverfið. Rauða- vatnssýningin með sinni eðlilegu sátt milli verka, efniviðar og um- hverfis er snöggtum lágstemmdari og lausari við minnisvarðaáráttuna sem eltir Strandlengjuna. Þá er eilítil þreyta komin í hug- myndimar að baki verkunum. Að kreista fram skondna hugmynd til að útfæra er orðið í hæsta máta dauft og manérað. Það er engu líkara en að á svona sýningu komi upp einhver dulinn og óviðráðan- legur samkeppnismórall þar sem hver listamaður fmnur sig knúinn til að toppa kollega sinn í útsmoginni hótfyndni. Þannig verður mynd- listarsýning að einhvers konar kvæðakvöldi þar sem allir reyna að kasta fram kviðlingi í von um að baka náungann í orðkynngi. Listin verður að innantómri íþrótt með ímyndaðan verðlauna- pall, en það er draumur - réttara sagt martröð - sem hver listamaður ætti að reka sem harðast úr hug- skoti sínu ef hann verður hans var. Vissulega væri gróft að telja alla listamennina á Strandlengjunni undir þessa sök selda. Sem betur fer eru flestir að takast á við það verðuga verkefni að tjá sínar bestu hliðar. Út af fyrir sig er meirihluti verkanna prýðilegur og sum hver mjög góð. En í því samhengi sem bindur þau saman skortir töluvert á það að sýningin hafi þann þunga sem svona samsýning þarf að hafa. Það þýðir þó ekki að blása skuh af þessa tilraun. Það þarf aðeins að betrumbæta hana og keyra upp gæðakröfurnar. Eitt þarf til dæmis að athuga þegar svona sýning er búin til og það er að ekki er öllum listamönnum gefið að vinna almenn útiverk. Margir frábærir mynd- höggvarar ættu aldrei að koma ná- lægt slíku því það hentar þeim ekki. Þeir ættu vitaskuld að vera eigin dómendur og neita að taka þátt. Hópefli er hættulegt veganesti þeg- ar sýning á borð við Strandlengjuna er sett saman. Þá þarf að bjóða miklu fleiri erlendum listamönnum að taka þátt. Um leið og draga ætti snarlega úr samsýningum á borð við Strand- lengjuna - það er ekkert vit í tíðni svona sýninga í jafnsmáu samfélagi - verður að vanda mun meira til þeirra sem eftir standa. Meiri metn- að og minna af íþróttum verður að vera kjörorð íslenskra samsýninga. Halldór Björn Runólfsson Með serkneskri dulúð TðlVLIST H á s a I i r GÍTARTÓNLEIKAR Afmælistónleikar til heiðurs Eyþóri Þorlákssyni sjötugum. Verk eftir Weiss, Eyþór Þorláksson, Svein Eyþórsson, Mauritzi, Bellinati, Ferranti, Gunnar Reyni Sveinsson, Albéniz, Ravel, Torroba* og Lauro*. Páll Eyjólfsson, Pétur Jón- asson, Þórarinn Sigurbergsson, Arnaldur Arnarson, Einar Kristján Einarsson, Kristinn H. Árnason, Vignir Snær Vigfússon, Hinrik D. Bjarnason, Rúnar Þórisson, Símon H. Ivarsson, Þröstur Þorbjörnsson o. fl., gítar. (‘Stjórnandi: Oliver Kentish). Kynnar: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir og Trausti Thorberg. Miðvikudaginn ll.oktober kl. 20:30. í ÓÚTKOMNU en löngu tíma- bæru riti um íslenzka tónlistarsögu verður „spænski íslendingurinn" Eyþór Þorláksson vafalítið talinn meðal helztu brautryðjenda í leik og kennslu á klassískan gítar. Eins og m.a. kom fram af viðtali Hrafnhildar Guðmundsdóttur Hagalín við Eyþór í veglegri afmælisdagskrá um fjöl- sóttu tónleikana í sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á miðvikudaginn, Jjósmyndasýningu , (frá. 14.10.) og djasstónleika í Hafnarborg (18.10.), var hann fyrstur íslendinga til að ljúka námi á Spáni. Og þó að Eyþór kunni ekki að hafa litið á sig sem tónskáld, varð þörfin fyrir námsefni snemma til þess að hann samdi og útsetti fjölda verka fyrir hljóðfærið, sem kennarar og nemendur um heim allan geta nú nálgazt endur- gjaldslaust á Netinu - enn eitt dæm- ið um milliliðalaus stökk landans úr fábreyttri fortíð í hátæknivædda framtíð á fáeinum áratugum. Voru nokkur slík verk meðal at- riða á dagskránni umrætt miðviku- dagskvöld. Fyrst lék tríó skipað Páli Eyjólfssyni, Pétri Jónassyni og Þór- ami Sigurbergssyni Gigue eftir S.L. Weiss í útsetningu Eyþórs og tvö verk eftir þá feðga, Allegretto eftir Eyþór og 'stutt Gítartríó nr. 4 eftir Svein Eyþórsson. Hið síðasta var í stríðara tónmáli nútímans, en öll voru þau notaleg áheyrnar. Ekki sízt Allegróið, sem minnti á blöndu af þjóðlegum sænskum og spænskum stíl, þar sem enn eimdi eftir af þeirri serknesku dulúð í miðkafla sem fylgt hefur hljóðfærinu frá alda öðli. Verkin voru snyrtilega flutt, þótt mótunin væri frekar dauf, einkum ef miðað væri við áralanga reynslu at- vinnugítarhópa. Líkt og með píanó- dúó er gítarinn í samspili við aðra gítara gizka kröfuhart hljóðfæri, sérstaklega í tímasamstillingu, þar sem plokkaður strengjaleikur nýitur síður miskunnsamrar yfirbreiðslu bogans í strokhljóðfærasamsetning- um. Kæmi ekki á óvart ef sýna mætti fram á að gítarasamleikur örvi nemendum hrynskerpu umfram mörg önnur tónamboð. Tvennt sló í augu þegar litið var yfir hljóðfæraleikarahópa kvöldins. I fyrsta lagi hversu auðugur garður er orðinn af frambærilegum klass- ískum gítarleikurum hjá því sem var aðeins aldarþriðjungi fyrr, og skrif- ast það væntanlega að stórum hluta á frumherja eins og Eyþór Þorláks- son og hina örfáu starfsbræður hans á árum áður. Hitt skar sig úr hvað íslenzkur gítarleikur virðist ramm- girtur karlaklúbbur (eina konan meðal flytjenda var sænsk), og raun- ar jafnóljóst um orsakir þess og hálfgerðrar einokunar kvenna á hér- lendum fiðlu- og flautuleik. Arnaldur Amarson, Einar Krist- ján Einarsson og Kristinn H. Arna- son skipuðu annað tríó kvöldsins og mótuðu samleikinn áberandi sterkar en hið fyrsta í þrem verkum eftir De Mauritzi, P. Bellinati og M.A. Zani de Ferranti. Sérstaklega var bragð að Yarou, Yarou (úts. Eyþór Þor- láksson) með glæsilega samstilltum rúbatóum og dýnamík í anda rúss- neskra þjóðlaga og sígaunatónlistar. Baiao de gude var viðamikil nútíma- leg stílæfing í suðrænni blöndu af sömbu og tangó, og hin fremur smá- brotna en tæknilega krefjandi Pol- onaise concertante Ferrantis var í mörgu skemmtilega flutt, þótt kæmi á óvart hvað samleikurinn gat þar verið ósamtaka miðað við fyrri verk- in. Vignir Snær Vigfússon, Hinrik D. Bjarnason, Rúnar Þórsson, Símon H. ívarsson og Þröstur Þorbjörns- son mynduðu gítarkvintett í útsetn- ingu Símonar á Elégie eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Tónleikaskráin gaf því miður ekkert upp um ár og áhöfn frumgerðar, né heldur bar eftirleit í Heildarlista ITM árangur, en þetta sérkennilega verk Gunnars Reynis kom nokkuð skemmtilega út í sínu nýstárlega umhverfi, þó að virtist vanta herzluneistann í túlkuninni. Meira bragð var að flutningi Córd- oba eftir Albéniz næst á eftir í með- förum Símonar, Péturs Jónassonar og Páls Eyjólfssonar, sérstaklega þegar á leið, enda dró varla úr skák að verkið er með þeim rismeiri eftir spænska meistarann. Ekki var hin fræga Pavana Rav- els fyrir látna prinsessu miklu síðri í meðförum kvartetts skipuðum Hin- rik D. Bjamasyni, Rúnari Þórissyni, Þórarni Sigurbepgssyni og Þresti Þorbjömssyni. Útsetjara var ekki getið, en ekki er að efa að Ravel, sem átti sterkar taugar til Spánar, hafi kunnað að meta lágvært hríf- andi leik þeirra félaga, sem m.a. lit- aðist fagurlega af stuttum flautu- tónakafla í seinni hluta. Atján manna gítarhljómsveit fyrr- getinna þátttakenda ásamt nemend- um og kennuram undir stjórn Oliv- ers Kentish sá um síðasta áfanga tónleikanna með Turegano eftir F.M. Torroba og Angostura og E1 Marabino eftir A. Lauro, öll í út- setningu Eyþórs Þorlákssonar. Hér fór leikandi létt danstónlist, en þó víða bitastæð, ekki sízt Angosturan sem vatt skemmtilega saman sóp- andi mexíkóskum og heimaspænsk- um alþýðustíl í prýðisgóðum flutn- ingi - og meira samtaka en ætla skyldi hljómsveit sem hefur ekki lífsviðurværi af hópsamleik á spænskan gítar., Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.