Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 27 ✓ Ahættufj árfesting; ar og líftækniiðnaðurinn á málþingi Agora Mikilvægt að læra af reynslu liðins tíma UDAYAN Gupta, rithöfundur og ráðgjafi, flutti erindi á málþingi sem haldið var á Agora, alþjóðlegri fagsýningu þekkingariðnaðarins, sem lauk í gær. Erindi hans fjallaði um líftækniiðnaðinn og hvernig fyr- irtækjum í þeim geira hefur gengið að afla áhættufjármagns til rann- sókna og áframhaldandi starfsemi. Hann sagði mikilvægt að fyrirtæki í líftækniiðnaði læri af reynslu liðins tíma, þeirri reynslu sem komin sé í samskiptum fyrirtækjanna og áhættufjárfesta. Gupta hefur langa reynslu af um- fjöllun um áhættufjárfestingar og líftækniiðnaðinn sérstaklega. Hann er höfundur bókarinnar Done Deals: Venture Capitalists Tell Their Stories, sem Harvard Busin- ess School Press gefur út, og er jafnframt stofnandi Biztraii.com, upplýsingafyrirtækis á Netinu. Gupta skrifaði í Wall Street Journal á tímabilinu frá 1985 til 1996 og var sérfræðingur blaðsins í umfjöllun um áhættufjárfestingar og nýsköp- un, með áherslu á upplýsinga- og líf- tækni. Bætt staða líftæknifyrirtækja gagnvart áhættufjárfestum Gupta sagði að áhættufjárfestar hefðu fram til þessa verið mun reiðubúnari til að leggja fjármagn í fyrirtæki á Netinu en í líftæknifyrir- tækin. Sumir hafi jafnvel gengið svo langt að lýsa því beint yfir að þeir hefðu ekki áhuga á að fjárfesta í líf- tæknifyrirtækjum. Vandi líftækni- fyrirtækjanna væri sá að þau skil- uðu ekki hagnaði eins fljótt og mörg netfyrirtæki. Þá hafi verið tiltölu- lega auðvelt fyrir áhættufjárfesta að fylgja með straumnum í miklum vexti netfyrirtækja. Nú virtist hins vegar sem breyting væri að verða þarna á. Netfyrirtækin skiluðu ekki eins miklum hagnaði og áður og þar með hafi áhugi á líftæknifyrirtækj- um aukist. Jafnframt hafi sú breyt- ing orðið að mikil framþróun í upp- lýsingatæknigeiranum geti nýst líf- tæknifyrirtækjunum. Samvinna líf- tækni- og lyfjafyrirtækja væri einn- ig af hinu góða. Fréttatilkynningar af minnsta tilefni Gupta lagði í máli sínu út frá yfir- skrift málþingsins, sem var Sýn framtíðarinnar í dag, og sagðist vilja snúa henni við og læra af reynslu fortíðarinnar. Hann sagði að ýmis- legt mætti læra af framgangi fjár- festinga í líftækniiðnaðinum frá því á miðjum níunda áratugnum og fram á byrjun þess tíunda, þegar líf- tæknifyrirtækin byrjuðu að ein- hverju marki að leita að áhættufjár- magni. Banka- og sjóðstjórar hafi ekki skilið hvað um væri að ræða í þessum iðnaði. Um væri að ræða flókin mál sem ekki væri á færi allra að hafa yfirsýn yfir. Það hái reyndar svo áhættufjárfestum að hafa ekki á að skipa sérfræðingum á þessu sviði. Hann sagði að þegar áhættu- fjármagn hafi svo fengist í líftækni- iðnaðinn hafi verið erfitt að halda fjárfestunum við efnið, því fréttir og nýjar upplýsingar komi ekki ört í þessum geira. Það hafi leitt til þess að líftæknifyrirtæki hafi byrjað að senda frá sér fréttatilkynningar af minnsta tilefni, sem oftast sögðu ekkert. Gupta sagði einnig að stjómendur líftæknifyrirtækja hafi ekki gert sér grein fyrir þeim vænt- ingum sem þau hafi byggt upp þeg- ar árangurinn af starfi þeirra skilar sér ekki. Niðurstaða Gupta var að mikil- vægt væri að læra af reynslu for- tíðarinnar varðandi áhættufjárfest- ingar og líftækniiðnaðinn. I því sambandi sé mun vænlegra til ár- angurs ef líftæknifyrirtæki vinna með lyfjafyrirtækjum. Þá sagði hann að í raun sé fátt nýtt í líftækn- inni annað en tækin. íþróttir á Netinu & mbl.is _ALLTA/= e/TTHUAO HÝTT „Afi missti sjónina vegna gláku. Pabbi greindist með gláku en fékk lyf og gat haldið henni niðri alla sína ævi. Gláka er ættlæg og ég greindist nýverið með hana sjálfur. Ef þessi lyf væru ekki til yrði ég sennilega blindur." Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun íslands hf. Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. Rhodium InWear Tekk vöruhús Knickerbox GK konur Byggt og búiÖ Boss Urval Utsýn Stjörnutorg Jack & Jones Only Whitta rd Ordning & Reda Nanoq Leonard EldhúsiÖ NK kaffi Café bleu Zeal Kringlukráin Elégance Habitat Adonis Afmæli 1 4. október Nú er eilT ár liðiÖ síÖan nýbygging Kringlunnar var tekin í notkun. Af þ ví tilefni vercSur mikið um að vera í verslunum og á veitingastöÖum í nýja hluta Kringlunnar í dag. Emmessís fyrir börnin Pokémon kennsla og Pokémon mót KrtKqieKK ÞflR 5 E MJnl J fl R T fl Ð 5LŒR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.