Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „BORÐAÐU GRAUTINN ÞINN“ Sjónmenntavettvangur Mikið hefur borið á umræðu af svikum og prettum varðandi við- ___________ __ _____ 7 skipti með myndlist og ekki einasta á Islandi, heldur einnig í heimspressunni. Að gefnu tilefni kemur Bragi Ásgeirsson að þeim málum aftur, sver hér helst af sér meinta andúð á sér- fræðingum og rannsóknum yfirleitt. Víkur að listmenntun, menn- ingarumræðu og loks lítillega að menningarnótt, því feikna en vannýtta afli sem jafnaðarlega leysist þá úr læðingi. Heiðurs- menn í hernaði KVIKMYNDIR Regnbogjnn DJÖFLAREIÐ „RIDE WITH THE DEVIL“t*** Leikstjóri: Ang Lee. Handrit: James Schamus eftir sögunni Woe to Live On eftir Daniel Woodrell. Aðalhlutverk: Tobey Mcgnire, Skeet Ulrich. KVIKMYNDAHATÍÐ I REYKJAVIK DJÖFLAREIÐ er önnur af tveimur myndum kínverska leik- stjórans Ang Lees á Kvikmyndahá- tíð í Reykjavík og gefur hinni myndinni hans, Skríðandi tígri, dreka í leynum, ekkert eftir. Hún gerist í borgarastríðinu í Banda- ríkjunum á nítjándu öldinni og er hörkugóð saga og vel útfærð um átakatíma og breytingar í lífi þjóða. Hún er nokkuð löng eða 140 mínút- ur en það er kraftur í frásögninni, myndin er alltaf spennandi og áhugaverð og einkar vel leikin. Hún segir frá stríðinu út frá sjónarhóli þriggja herramanna úr Suðurríkjunum sem kjósa að ganga ekki í fastaherinn en stofna lítinn skæruliðaflokk er herjar á Norðan- menn. Þetta eru sannkallaðir heið- ursmenn. Háttvísi þeirra er við- brugðið. Þrátt fyrir og kannski vegna stríðsins gleyma þeir engu í kurteisi og mannasiðum, sérstak- lega þegar konur eiga í hlut, og er gaman að sjá hvernig Ang Lee og handritshöfundur hans, James Schamus, draga með því fram sið- mennskuna mitt í ljótleika stríðs- ins. Toby Maguire og Skeet Ulrich leika tvo af þessum heiðursmönn- um og gera það einkar vel. Þeir leika vini sem líta hvor eftir öðrum en myndin fjallar öðrum þræði um vináttu í stríði, samstöðu manna og eins og allar stríðsmyndir einfald- lega það að komast af. Hún er líka einskonar þroskasaga Jake Roedel, unga mannsins sem Maguire leik- ur, er áttar sig áður en lýkur um hvað stríðið snýst. Því myndin hefur einnig stærri sögu að segja þegar hún lýsir ólík- um viðhorfum Suðurríkjamanna og Norðanmanna, ekki aðeins til þrælahaldsins heldur mannlífsins yfirleitt og við fáum tilfinningu fyr- ir því að stríðið hafi snúist um þróaðri siðmenningu gegn deyjandi lífsháttum. Allt það setur Lee í samhengi spennandi örlagasögu með miklum bardagasenum, þeysireiðum og ástarlýsingum svo úr verður hin ágætasta skemmtun. Arnaldur Indriðason TVEIM síðustu heftum tímarits Máls og menningar, hafa listsögufræðinganir Halldór Björn Runólfsson og Aðalsteinn Ing- óhfsson fjallað um meintar málverka- falsanir á Islandi og komist að ýms- um niðurstöðum. Ekki hyggst ég nema að mjög litlu leyti fetta fingur út í skoðanir þein-a í þessu skrifi, þá helst hvað snýr að grein Aðalsteins, er ber heitið; Meira um fals og og pretti. Þar dregui- hann meintan „stórkrítiker" Morgunblaðsins inn í skrif sín, sem mun vera ég, og kveinkar sér út af því sem hann segir andúð mína á sérfræðingum sem hafi komið fram í svo til hverri grein frá minni hendi undanfarið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem listsögufræð- ingurinn lætur frá sér fara staðlausa stafi og vanhugsaða hortitti í garð þeirra sem skrifað hafa listrýni í Morgunblaðið í gegnum tíðina og ber vott um annarlegar kenndir í okkar garð. Léti þeim líkast til ósvarað hefði framslátturinn birst í vettvangi hans, DV, en þegar blaðamennskan ratar í gamalgróið og virt menning- arrit er ég knúinn til andsvara. Sjálf- ur hef ég um árabil viljað minnka við mig skrif á vettvanginum, og eru heil 15 ár síðan ég fundaði með ritstjór- unum varðandi þá ósk mína að yngja upp liðið sem þeir tóku vel. Hef svo margítrekað það, einkum að fá konu til liðs við okkur til að gæta skoðana- og kynjajafnvægis, aldrei ætlað mér neina einokunaraðstöðu, en margur veit hve erfitt er að fá hæfa menn í störf myndlistarrýna í þessu óþrosk- aða og undarlega samsetta þjóðfé- lagi, ástæðurnar raunar augljósar. Metnaður minn hefur sá helstur ver- ið að gera myndlist jafn hátt undir höfði og öðrum listgreinum í sam- ræðunni og gæta hér fyllsta lýðræð- is, hef ekki verið í þjónustu ákveð- inna hagsmunaafla á listamarkaði, skrif mín hafa ei heldur verið flokk- pólitísk og enn síður hef ég lyft undir tilbúið og misvísandi kynslóðabil. Það hefur svip af meira en litlum taugatitringi, þegar lærðir menn í listsögufaginu leggja að jöfnu gagn- rýni á afmarkaðar athafnir þeirra sjálfra og andúð á sérfræðingum yf- irhöfuð! Þeir ættu þó að vita öðrum betur, að nú á stóraldahvörfum eiga sér stað miklar og harðar orðræður á vettvanginum úti í heimi, þar á meðal uppgjör við módemismann og ýmis- legt endurreist sem hann hafði troðið undir hæl sér, úrelt undir kjörorðinu margtuggna; í listum liggur engin leið til baka. Hvort sem okkur mynd- listarmönnum og listrýnum líkar betur eða ver, þrengja sér fram ýmis gildi sem hafa verið útskúfuð alla öldina ásamt því að listamenn eru enduruppgötvaðir. Einmitt aldrei meir en síðustu áratugi, á sama tíma og aðrir hafa í spreng verið að kústa burt fortíðinni og engir atkvæða- meiri en kynslóðin eftir 1970. Eitt- hvað virðast lærðir fræðingar sér lít- ið meðvitandi hér á útskerinu, sé tekið mið af skrifum þeirra og sýn- ingaflórunni í aðallistasölum borgar- innar, þar sem svo til allir virðast ganga í takt, sem og hvað ráðningu prófessora við nýstofnaðan Listahá- skóla Islands snertir, þar sem mynstrið er sótt til nú úreltrar öfug- þróunar í útlandinu. Gamalgrónum kennara og fyrrum skólastjóra MHI, brautryðjanda í kennslu málm- þrykks, var jafnvel skipað til sætis í annan gæðaflokk, að vísu talinn hæf- ur en ekki vel hæfur, útskúfað! kýtur skökku við, að er út fyrir landsteinana kemur, blasir við meiri fjölbreytni en nokkru sinni fyrr í sýningarsölum, listhúsum og listsöfnum. Þróun sem einmitt hefur farið mjög í taugarnar á bendiprikum og ýmsum sýningar- stjórum ytra sem kenna sig þó við fé- lagshyggju og frjálslyndi. Slíkir virð- ast álíta að listin eigi að lúta hentisemi þeirra og myndlistarmenn einungis peð sem þeir að geðþótta geti fært fram og til baka á skák- borði listarinnar, jafnvel heimfært hversk konar afkáraskap og siðleysi undir hugtakið myndlist, nýta sér skólana óspart í þeim tilgangi. Og hvað listaskólana snertir eru ungir austan hafs og vestan orðnir leiðir á einstefnu og sandkassaleik síðustu áratuga og biðja nú um faglegri kennslu, meiri aga, sjálfstæði og skoðanalega breidd eins og ég hef iðulega vísað til í skrifum mínum. Um þessar hræringar tel ég mig vel upplýstan og á þeim hef ég byggt rýni mína, þá hina sömu og menn hér á útskerinu sjá ástæðu tii að gera hróp að mér, og steyta að mér hnefa fyrir andúð á sérfræðingum, helst að mér fjarverandi, um þráðlaust sam- band (síma), sem og í kaffi og öldur- húsum, þar sem súrefni og lífsloft þessa fólks virðist gusturinn frá pilsi GróuáLeiti... - I bókmenntum hefur það gerst, að rit Marcels Proust (1871-1922) hafa gengið í endumýjaða lífdaga og varð ég meira en vel var við það í beinu návígi síðast þegar ég dvaldi á Kjarvalsstofu í París haustið 1998. Notaði þá tækifærið til að glugga í rit hans, og í Camvalet-safninu í ná- grenninu, hefur verið komið fyrir lík- ani af vinnuherbergi rithöfundarins, svona eins og hæfir þjóðartákni. Líkt og í beinu framhaldi hafa Engilsaxar endurreist John Ruskin (1819-1900), sbr. stóra sýningu á Tate Gallery; Ruskin, Tumer and the Pre- Rapha- elites, sem lauk 28. maí, en ég náði illu heilli ekki að sækja heim. Eng- lendingar hafa loks uppgötvað, að þeir geta ekki frekar aftengt Ruskin enskri menningu, en Þjóðverjar Goethe, Danir Gmndtvig eða íslend- ingar til að mynda Jónas Hallgríms- son, en alla öldina hefur kenningum Ruskins verið líkt við villutrú, og fag- urfræði hans samnefnari lélegs smekks. Proust varð bergnumin af Ruskin á þroskaámm sínum; „heim- urinn varð óendalega ríkur eftir að ég hafði lesið Ruskin, og skoðað heiminn með augum hans Þá var bókin um hinar sökkvandi Feneyjar eftir Ruskin, snillingnum uppspretta og innblástur að ritröð sinni, I leit að liðnum tíma, la Recherde du temps perdu, sem naumast hefur verið lesin af viðlíka athygli og á síðustu áram. Einnig ber að vísa til óviðjafnlegrar bókar Stefans Zweig, Die Welt von gestern, eða Veröld sem var. Kom út á vegum Menningarsjóðs 1956 og Uglan gaf út á kilju 1996. að er svo ekki fyrir þrá og of- urást á liðnum tímaskeiðum, nostalgiu, sem menn era nú uppteknir af fortíðinni, öllu frekai- vegna nýrra sanninda um upprana mannsins og alls lífs sem hátæknin hefur afhjúpað þeim, og teljast mest spennandi könnunarleiðangrar inn á svið hins óþekkta frá upphafi vega. Fortíðin óforvarendis orðin að nýju fersku og rennandi blóði. Þetta hefur svo skapað gríðarlegar hræringar og uppstokkanir á öllum sviðum, og meira en lítið undarlegt ef það hefur einnig farið framhjá fræðingum á út- skerinu, um leið og þeir sem era hér upplýstir era stimplaðir andstæðing- ar sérfræðinga! Það er svo kannski eftir því, að hinir sömu, sérfræðing- ar, afneita sagnfræðititlinum, nefna sig í þess stað listfræðinga. Telja sig þarmeð rétthafa stórasannleiks í list- um og fyrir heimatilbúið fagheitið bera þeir sig að sem alfræðinga á vettvanginum. Gerist með góðum árangri í landi þar sem fáfræðin í þessum efnum er yfii'þyrmandi, sem þeir geta helst þakkað glompóttu menntakerfi. Er þó um margþætt fag að ræða, sem á öllum tungumál- um er skilgreint með heitinu, listsögufræðingur, t.d. Kunsthistor- iker í dönsku og Art historian á ensku og þarf þá ekki lengur vitnana við. Starfsbræður þeirra ytra gefa sig fæstir fyrir að hafa vit á öllu sem myndlistir varða, halda sig mun frek- ar við sérgrein sína innan fagsins. Seint myndu byggingarverkfræð- ingai' ganga inn á svið rafmagns- verkfræðinga né lögfræðingar verð- launaðir fyrir nýjungar í hagfræði! Þetta allt hef ég og margsinnis tíund- að áður, einnig að þeir sem hafa húmaníora sem sérgrein, þ.e. mann- vísindi og fommenntir era taldir hafa hér yfirburði um yfirsýn og for- dómaleysi, en hins vegar listsögu- fræðingar samtíma- og núlista yfir- burði um forsjárhyggju, þröngsýni, hlutdrægni og óvirðingu við söguna. Ekki langt síðan ég vísaði til safna í Þýskalandi, sem væra í vanda stödd um mannráðningar í deildir baiTokk- listar því örfáir sækja um slíkar stöð- ur, raunar einnig í geira endurreisn- ar, miðalda og fornalda. Astæðan er hér mjög næi'tæk, nefnilega að nám í þeim er stóram umfangsmeira og kröfuharðara en í samtímalistum. Skilgreint í þá vera í „art Magasin" að örstutt stökk væri úr barokk í nú- listir en mjög langt frá núlistum yfir í barrokk. Skýringuna taldi ritið að vera, að yngri kynslóðir væra í þeim mæli uppteknar af auðveldari próf- gráðuleiðinni að mai'gfalt flem væra um hverja lausa stöðu í núlistum en í barrokk og eldri tímaskeiðum. Það þætti svo giska skrítin skilgreining úti í heimi ef einhverjir færa að ásaka hið virta listtímarit um að vera á móti sérfræðingum, og um leið yngri kynslóðum, einungis fyrir að birta þessi skjalfestu sannindi! Ekki úr vegi að vísa til þess, að nefnt list- tímarit er jafn opið víðsýnt og hlut- lægt og til að mynda hið norræna, Siksi, (nú NU) er einsýnt og hlut- drægt, útlitsbreytingin að auk fengin að láni frá þeim í Ameríku, og eftir því á ensku! Enska virðist þannig móðurmál norrænna núlistasögu- fræðinga í einangraðum menningar- Tálkvendi lætur til skarar skríða ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga FROSTBIT „FREEZER BURN“ Eftir Joe R. Lansdale. Indigo 2000.245 síður. ÞAÐ er ekki tilviljun að Joe R. Landsdale vitnar í bandaríska saka- málahöfundinn James M. Cain í upp- hafi nýjustu sögu sinnar, Frostbit eða „Freezer Bum“, sem kom út fyrir skemmstu í vasabroti hjá Indigo-út- gáfunni bresku. Cain var sem kunn- ugt er höfundur Tvöfaldra skaðabóta og Póstmaðurinn hringir alltaf tvisv- ar og margra fleirí glæpasagna en hefur af einhveijum ástæðum ekki notið sömu frægðar og virðingar og samtímamenn hans eins og Raymond Chandler og Dashiell Hammett. Cain var frábær spennusagnahöfundur sem eins og í áðumefndum bókum tveimur skrifaði betur en aðrir um tálkvendi eða femme fatale, sem beittu kynþokka sínum til þess að af- vegaleiða ístöðulausa menn og fá þá til þess að myrða fyrir sig. Um það fjallar nýja saga Landsdale. Landsdale þessi hefur skrifað heil- an haug af bókum, spennusögur, þeirra þekktustu fjalla um tvíeykið Hap Collins og Leonard Pine og era ágætar, skáldsögur, unglingasögur, smásögur auk þess sem hann hefur ritstýrt söfnum með vestrasögum en hann hefur skrifað fræðibækur um vestrið. Sagt er að hann hafi samið ekki færri en tvö hundrað smásögur. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir sögur sínar, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, en þegar hann er ekki að skrifa kennir hann sjálfsvarn- aríþróttir í sínum eigin íþróttaskóla í Nacogdoches í Texas þar sem hann býr. Eins og Frostbit ber með sér er Landsdale svolítið íyrir það að vera groddalegur og klúr og hann hefur einhveija þörf til þess að ýkja þegar það virðist algjör óþarfi. Fæstar af hinum skrautlegu persónum í nýju sögunni vekja nokkra samúð þótt þær ættu sannarlega að gera það, kolsvartur húmorinn er allur á kostn- að þeiira. Landsdale er sögumaður góður og býr til úr gamalli glæpa- söguhefð sérstaklega skemmtilega lesningu um enn einn ungan mann sem lætur kynhvötina hlaupa með sig í gönur. Hann heitir Bill og kallar ekki beint á virðingu lesandans. Látin móðir hans rotnar uppi í rúmi heima hjá honum og hann gerir ekkert í því. Hún er dauð úr elli en hann vill ekki tilkynna andlát hennar vegna þess að þá hætta lífeyrisgreiðslurnar að ber- ast honum. Dag einn ákveður hann að ræna sölutjald við þjóðveginn ásamt tveimur álíka bjánalegum vinum sín- um en það endar með morði og Bill leggur á flótta. Þrátt fyrir allt þetta er Bill á einhvern furðulegan hátt einna heilbrigðasta persóna sögunn- ar og Frostbit kæmst ansi nálægt því að verða hans þroskasaga. Bill ber niður á sýningu á furðu- fríkum ýmiskonar sem halda hópinn undir stjórn Frosts, ferðast um land- ið og slá upp tjöldum og halda sýning- ai- á sér. Þar á meðal era samvaxnir síamstvíburar í sífelldum slagsmál- um, skeggjuð kona sem er aldrei köll- uð annað en Ulysses S. Grant eftir gömlum skeggjuðum forseta lands- ins, Conrad sem er kallaður Hunda- maðurinn og þarf kannski ekki frek- ari skýringa við og loks tálkvendið Gidget, sem vill losna við eiginmann sinn, áðumefndan Frost. Þess má geta að Frost geymir lík af manni í frystikistu og hefur til sýnis gestum og gangandi. Ur ólánsfólki þessu býr Landsdale til biksvarta glæpakómedíu sem hef- ur ekkert með „pólitíska rétthugsun" að gera og í miðju þess alls er óborg- anleg saga af því hvernig tálkvendi lætur til skarar skríða. Maður les þessa í einum rykk. Það er varla hægt annað. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.