Morgunblaðið - 14.10.2000, Side 73

Morgunblaðið - 14.10.2000, Side 73
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 73 f f i I Safnaðarstarf Stór dagiir í Grensáskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 15. okt., er margt á dagskrá í Grensás- kirkju. Barnastarfið er að sjálfsögðu á sínum stað kl. 11 árdegis. Þar fer fram trúfræðsla og helgihald í fjöl- breyttri dagskrá þar sem tekið er mið af þörfum og þroska mismun- andi aldurshópa. Á sama tíma er almenn messa safnaðarins. Að þessu sinni vísiterar söfnuðinn prófasturinn okkar, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Hann prédikar í messunni og annast altar- isþjónustu ásamt sóknarpresti. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjóm Margrétar J. Pálma- dóttur og kirkjukórinn undir stjóm organistans, Áma Arinbjamarsonar. Slíkar vísitasíur eru hluti af emb- ættisskyldum prófasta sem eiga að fylgjast með starfi og stöðu mála í prestaköllum prófastsdæmisins. Að messu lokinni heldur prófastur fund með sóknamefnd, sóknar- presti og starfsliði Grensássafnaðar þar sem málefni safnaðarins eru rædd. Eftir messu verður líka opnuð í forsal kirkjunnar myndlistarsýn- ingin Tíminn og trúin. Hér er um að ræða myndlistarsýningu sjö kvenna sem upphaflega var sett upp í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju og hefur síðan verið í nokkr- um öðram kirkjum, enda mjög áhugaverð og vekjandi. í tilefni opnunarinnar verður kirkjugestum boðinn kaffisopi að lokinni messu. Sýningin verður svo opin næstu tvær vikur þegar kirkj- an er opin. Um kvöldið kl. 20 er mánaðarleg kvöldmessa Grensássafnaðar. Þar er lögð áhersla á kyrrlátt og hlý- legt andrúmsloft, einfalt form og aðgengilega söngva. Töluðu máli er stillt í hóf en áhersla lögð á að finna nánd Guðs og þiggja sam- fylgd hans út í vinnuvikuna fram- undan. Að kvöldmessu lokinni er á boð- stólum kaffi, djús og kex. Verið öll innilega velkomin í Grensáskirkju á morgun. Fræðsluþing um uppeldi og trú MIÐVIKUDAGINN 18. október verður fræðsluþing á vegum Biblíu- skólans við Holtaveg og Miðbæjar- starfs KFUM & K. Fræðsluþingið verður haldið í aðalstöðvum KFUM & K við Holtaveg og hefst kl. 17:15 en lýkur kl. 21:00. Tilgangurinn með þessu þingi er að bjóða foreldram og öðram, sem starfa við uppeldi barna, upp á fræðslu um uppeldi byggt á kristn- um granni. Upplýsingar og innritun er á skrifstofu félaganna í síma 588 8899 en þátttaka á námskeiðinu kostar kr. 2000. Kvöldmatur inni- falinn. Elín Einarsdóttir námsráðgjafi og Guðmundur Ingi Leifsson skóla- stjóri munu glíma við spurninguna „Geta foreldrar alið börn sín upp til að lifa sem kristnir einstaklingar í nútímaþjóðfélagi?“ Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir sjúkraþjálfari fjallar um mál- og hreyfiþroska barna. Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðra fjallar um trúarþroska barna. Jóna Hrönn Bolladóttir mið- bæjarprestur fjallar um það hvern- ig kristin trú getur orðið þeim til hjálpar, sem verða fyrir einelti. Og að lokum mun Karl Sævar Bene- diktsson sérkennari flytja fyrirlest- ur sem ber yfirskriftina „Agi barna“. Þegar lítið barn er lagt í faðm okkar er okkur falið vanda- samt hlutverk, að annast það af umhyggju og kærleika. Það má segja að þetta fræðsluþing sé við- leitni Biblíuskólans og Miðbæjar- starfsins til að styðja við það mikil- væga hlutverk. Grensáskirkja Hvetjum við alla hugsandi uppal- endur til að nýta sér þetta tilboð. Kirkjan og fjölhyggjan Umræðan um stöðu kirkjunnar í íslensku fjölhyggjusamfélagi verð- ur sífellt áleitnari og þeim röddum fjögar sem krefjast aðskilnaðar rík- is og kirkju. Séra Þorvaldur Karl Helgason mun flytja erindi á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju nk. sunnudag, 15. okt., kl. 10 f.h. um efnið: Kirkjan í íslensku fjöl- hyggjusamfélagi. Allir era vel- komnir að hlýða á erindið. Að er- indinu loknu gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna, þar til guðsþjónusta hefst kl. 11.00. í guðsþjónustunni, sem er í umsjá séra Sigurðar Pálssonar, mun Árni Svanur Daníelsson cand. theol. prédika. Barnakórinn í Hafnarfjarð- arkirkju VIÐ Taizemessu sem fram fer í Hafnarfjarðarkirkju kl. 17.00 sunnudaginn kemur, 15. október, mun Barnakór kirkjunnar syngja undir stjórn Helgu Loftsdóttur söngstjóra. Sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur messar en fyrr um daginn kl. 11.00 fer líka fram guðs- þjónusta í kirkjunni. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Barnakórinn mun syngja lofgjörðarlög ásamt Taize- söng. Síðdegismessur í Hafnar- fjarðarkirkju eru stuttar en inni- haldsríkar og fela í sér kyrrar stundir og jafnframt stutta hug- vekju, fyrirbænir og tónlistarflutn- ing og era vel til þess fallnar að miðla Guðs nánd og friði. Prestar Hafnarfj arðarkirkj u. Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Kvöldvaka verður í kirkjunni sunnudagskvöldið kl. 20:00. Þar verður boðið upp á dagskrá í tali og tónum. Örn Arnarson og hljómsveit hans kynna að venju nýja söngva. Sagðar verða sögur af englum, sagt frá hlutverki þeirra og sérkennum. I söngvunum sem sungnir verða á kvöldvökunni koma englar einnig við sögu. Kvöldvökur era fastur þáttur í starfi og helgihaldi kirkjunnar og eru að jafnaði haldn- ar einu sinni í mánuði yfir vetrar- tímann og gefst þá fólki tækifæri til að eiga notalega og hlýlega stund í kirkjunni við kertaljós. Allir era hjartanlega velkomnir. Einar Eyjólfsson. Djákni vígður til starfa í Laugar- neskirkju LAUGARNESKIRKJA leitast við að opna dyr sínar með mark- vissum hætti fyrir öllu fólki, óháð aldri, kyni, stétt eða heilsufari. Það er kristinn siður að láta sig varða um fólk og því merki viljum við halda á lofti. Þess vegna er öflugt barna- og æskulýðsstarf ein af höf- uðundirstöðum safnaðarstarfsins. Þar er mestu til kostað í fjármun- um, mannafla og metnaði, því að „snemma beygist krókurinn" og kirkja sem ekki kann að tala við börn talar að lokum ekki við neinn. Hefur tekist mikilsvert samstarf við ýmsa aðila í Laugarneshverfi sem ábyrgð bera á mótun barna og ungmenna. Auk grannskólanna beggja og foreldrafélaganna hafa Þróttheimar og ýmis félagasamtök komið að málum ásamt kirkjunni og m.a.s. Blómaval hefur lagt drjúgan skerf til málefnisins undir sameiginlegri yfirskrift: „Laugar- nes á ljúfum nótum.“ Helsti fulltrúi Laugarneskirkju í málefnum barna og unglinga er Hrand Þórarins- dóttir sem nú hefur lokið djákna- námi og verður hún vígð til starfa fyrir söfnuðinn við athöfn í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 15.10. kl. 11:00. Messað verður í Laugarnes- kirkju á sama tíma og sunnudaga- skólinn heldur sínu striki undir stjórn sr. Jónu Hrannar Bolladótt- ur og Andra Bjarnasonar. En í fjarveru sóknarprests mun sr. Yrsa Þórðardóttir þjóna, Bjarni Jón- atansson leikur á orgel og Kór Laugarneskirkju syngur. Er safnaðarfólk hvatt til að koma annaðhvort í sóknarkirkju sína eða í Dómkirkjuna þennan morgun, en annan sunnudag, 22.10., mun söfn- uðurinn svo veita Hrund formlega móttöku við fjölskyldumessu á venjulegum messutíma kl. 11:00. Er það von sóknarnefndar og safn- aðarins alls að með því að kalla æskulýðsdjákna til vígðrar þjón- ustu sé undirstrikuð skýr stefna og augljós metnaður í málefnum barna og unglinga í kirkjunni og hverfinu öllu. Kvennakirkjan í Laugar- neskirkju Kvennakirkjan heldur guðsþjón- ustu í Laugarneskirkju sunnudag- inn 15. október kl. 20.30. Yfirskrift- in er: Þakkir fyrir vináttu lífsins. Rætt verður um kvennavináttuna sem umvefur okkur og hvetur í erf- iðleikum og veikindum og færir okkur nýja lífsgleði. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Ásgerður J. Ólafsdóttir segir frá starfinu í Samhjálp kvenna, félagi kvenna sem hafa fengið brjósta- krabbamein. Anna Pálína Árna- dóttir syngur einsöng við gítar- undirleik Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Kór Kvennakirkj- unnar leiðir almennan söng undir stjórn og undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Kaffi á eftir í safnað- arheimilinu. Fimmtudaginn 19. október kl. 17.30 verður síðdegisboð í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholts- stræti 17. Ánna Pálína Árnadóttir segir þar frá reynslu sinni af því að fá brjóstakrabbamein og ganga í gegnum meðferð. Þar skipti miklu máli vinátta og aðstoð kvenna sem áður höfðu gengið í gegnum það sama. Kaffi og heitar vöfflur á boðstólum. „Nýr dagur“ ÖNNUR samkoma samkomurað- arinnar Nýr dagur verður haldin í kvöld kl. 20:30 í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg. Dagskrá er vönduð og fjölbreytt. Yfirskrift samkomunnar er Glogg, glogg. Styrmir Magnússon tölvari byrjar samkomuna með vitnisburði og bæn, hljómsveit ungra manna leikur fyrir samkomugesti og hóp- ur unglinga úr Kristilegum skóla- samtökum sýnir leikþátt. Ragnhild- ur Ásgeirsdóttir djákni flytur hugleiðingu kvöldsins. Mikil tónlist verður á samkomunni. Eftir sam- komuna verður heitt á könnunni og tækifæri til að hitta gott fólk. Síðan verður sýnd kvikmynd um ævi Jesú, sem farið hefur sigurför um heiminn. Allir era hjartanlega velkomnir. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 12.30. Haustlitaferð um Reykjavík. Komið við í rafstöðinni í Elliðaár- dal. Kaffiveitingar í Hallgrims- kirkju. Lagt af stað frá Neskirkju kl. 14. Kirkjubíllinn ekur um hverf- ið á undan og eftir. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11. Fríkirkjan Vegurinn: Samkoma kl. 11. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Útskálakirkja. Kirkju- skólinn kl. 14 í dag í Sæborg, safn- aðarheimili kirkjunnar. Hvalsneskirkja. Kirkjuskólinn kl. 11 í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. í örfáa daga Hjá okkur eru Visa- og Euroraösamningar ávísun á stadgreiöslu Nú er um að gera að grípa I tækifærið og gera það sem I við köllum GOÐ KAUP! L Opið H lannarrl Val húsgögn Ármúla 8-108 Reykjavík laugard. 10-17 Sunnud. 13-17 WSími581-2275 ■568-5375 a Fax568-5275

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.