Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ * HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tugi milljóna kostar að rífa brúnu toppstöðina Ráðgert er að rífa toppstöðina eftir ár, en í dag er húsið notað sem geymsla fyrir Landsvirkjun. Svona mun Elliðaárdalurinn h'ta út, séð frá Vesturlands- vegi, eftir að toppstöðin hefur verið fjarlægð. Elliðaárdalur TUGI milljdna kostar að rífa gömlu toppstöðina eða brúna rafstöðvarhúsið í Elliðarárdal, að sögn Þor- steins Hilmarssonar, upp- lýsingafulltrúa Landsvirkj- unar. „Húsið er feikilega ramm- gert - þetta er náttúrlega virkjun," sagði Þorsteinn. „Þarna eru miklar undir- stöður og vélbúnaður og húsið er byggt til þess að þola þann titring sem er í virkjunum. Þetta er eflaust eitt rammgerðasta hús Reykjavíkur." Að sögn Þorsteins er hús- ið klætt með asbesti og verð- ur það fjarlægt áður en hús- ið verður rifið. Hann sagði að hafist yrði handa við að fjarlægja asbestið á næstu vikum en að húsið sjálft yrði rifið eftir ár. Hann sagði að húsið væri notað sem geymsla í dag, en á næsta ári yrði byggð skemma við Hestháls og að liún myndi taka við hlutverki topphúss- ins sem geymsluhúss. Þjónaði rafveitunni og hitaveitunni í samtali við Morgunblað- ið Iýsti Aðalsteinn Guðjohn- sen, fyrrverandi forstjéri Rafveitu Reykjavíkur, yfir mikilli ánægju með áform Landsvirkjunar. Hann sagði að hann og fleiri væru búnir að berjast fyrir því í 8 til 10 ár að húsið yrði rifið enda væru engin not fyrir það lengur. Hann sagði að á sín- um tíma hefði hann látið gera tölvumynd af svæðinu án hússins til að sýna fram á það hversu mikið útsýnið ykist ef húsið yrði fjarlægt og hvaða áhrif það hefði á landslagið í EHiðaárdalnum. Aðalsteinn sagði að húsið hefði verið byggt árið 1948, á þeim tíma sem raforku- notkun hefði stéraukist á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að það ætti sér nokkuð merka sögu, þar sem það hefði um tíma bæði þjénað rafveitunni og hitaveitunni. í húsinu hefði verið fram- leitt rafmagn og þá hefði það einnig verið notað til að hita vatn fyrir hitaveituna. Ofanbyggðavegur leysir ekki Reykja- nesbraut af hólmi Höfuðborgarsvæðið OFANBYGGÐAVEGUR, sem tengja mun Reykjanes- brautina við Breiðholtsbraut eða Suðurlandsveg, og liggja austan við Hafnarfjörð og Garðabæ, mun ekki leysa Reykjanesbrautina sjálfa af hólmi. Þetta kom fram í sam- tali Morgunblaðsins við Ólaf Erlingsson, verkefnisstjóra svæðisskipulags höfuðborgar- svæðisins, en drög að tillögum um skipulagið voru kynnt í vikunni. „Menn voru lengi með það í huga að þessi vegur gæti leyst Reykjanesbrautina af hólmi, sem aðalstofnbraut milli norð- urs og suðurs,“ sagði Ólafur. „Það hefur hins vegar komið í ljós við umferðarreikninga að vegurinn fær ekki þá umferð á sig sem menn voru að vona.“ Ólafur sagði að ráðgert væri að hefja framkvæmdir við byggingu Ofanbyggðavegar í síðari áfanga svæðisskipu- lagsins, eða eftir árið 2018. Hann sagði að vegurinn myndi líklega tengjast Reykjanes- brautinni fyrir sunnan Hafn- arfjörð við Kaldárselsveg, en að norðanverðu myndi hann tengjast Breiðholtsbraut eða Suðurlandsvegi. Ólafur sagði að þar sem um- ferðarreikningar sýndu að umferð um veginn yrði ekki jafnmikil og hún yrði um Reykjanesbraut og Hafnar- fjarðarveg, væri ekld gert ráð fyrir fjórum akreinum, heldur einungis tveimur. Samkvæmt því yrði Ofanbyggðavegurinn því ekki stofnbraut heldur tengibraut. Sporvagnar kosta 1-2 milljarða á kflómetra Höfuðborgarsvæðið EKKI kemur til greina að byggja upp sporvagnakerfí á höfuðborgarsvæðinu, þar sem kostnaður við hvem kíló- metra er á bilinu 1 til 2 millj- arðar króna. Ólafur Erlings- son, verkefnisstjóri svæð- isskipulags höfuðborgar- svæðisins, sagði að þessi kostnaður væri of mikill og því yrðu almenningssam- göngur efldar með öðrum hætti. Ólafur sagði að samvinnu- nefnd svæðisskipulagsins hefði kannað ýmsar leiðir sem styrkt gætu almenningssam- göngur. Ein af þeim væri upp- bygging sporvagnakerfis og önnur væri sú að búa til sér- stakar akbrautir fyrir stræt- isvagna, þar sem umferð væri mikil. Hann sagði að kostnað- urinn við þessar leiðir væri hins vegar það mikill að nefndin mælti ekki með þeim. En kostnaður við sporvagna- kerfíð er 1 til 2 milljarðar á hvem kílómetra, eins og áður kom fram, en 30 til 50 milljón- ir á hverni kílómetra við lagn- ingu sér sérakbrauta fyrir strætisvagn. Ólafur sagði að nefndin mælti fyrst og fremst með því að almenningssamgöngur yrðu bættar með því að bæta stofnbrautakerfið. Þá sagði hann að einnig væri mælt með því að við ljósastýrð gatnamót yrðu sérstök ljós fyrir stræt- isvagna, líkt og nú væm á Hverfísgötunni. 300.000 plönt- ur eru í bygg- ingarlandinu Grafarholt UM 330 þúsund skógarplönt- ur voru gróðursettar á ámn- um 1986-1995 þar sem nú er byggingarland i Grafarholti, að því er fram kemur í svari borgarverkfræðings við fyrir- spurn Hreggviðs Jónssonar, fýrrverandi alþingismanns. „Hver hefði trúað því, að starf hundraða unglinga við gróðursetningu á vegum Reykjavíkurborgar yrði eyði- lagt án þess að einn einasti maður í borgarstjóm éða að minnsta kosti í umhverfis- nefnd borgarinnar gerði at- hugasemd við þessi spjöll?" spurði Hreggviður í grein, sem hann ritaði í Morgunblað- ið í sumar vegna málsins. Borgarverkfræðingur hef- ur nú svarað spurningum sem Hreggviður beindi til hans í framhaldi af þessu máli. 20 unglingar að jafnaði við gróðursetningu I svarinu kemur fram að um tuttugu unglingar unnu að jafnaði við gróðursetninguna á fytrgreindu tímabili, auk tveggja leiðbeinenda. Kostn- aðurinn við plöntunina var í heild um 39,7 milljónir króna að núvirði. Hreggviður spurði hvers vegna almenningi hefði ekki verið gefinn kostur á að bjarga plöntunum til að gróð- ursetja þær annars staðar. í svari borgarverkfræðings segir að ekki hafi þótt fært að hleypa almenningi inn á svæð- ið til að rífa upp trjáplöntur úr götustæðum í holtinu enda sé markviss stjóm á slíku óger- leg. „Það er afleitt að gefa það fordæmi að almenningur geti farið og tekið plöntur úr út- mörk borgarinnar. Þar að auki er árangur óljós af því að flytja plöntur úr holti þar sem jarðvegur er grýttur og erfitt án þess að skemma rótarkerfi hennar. Nokkuð af plöntum var engu að síður flutt úr götustæðum og notað annars staðar á vegum borgarinnar,“ segir í bréfinu. „Við skipulagningu og framkvæmdir er gróður verndaður eins og framast er kostur. Hugsunin með upp- græðslunni og gróður- setningunni var að nýir íbúar geti komið að lóðum og opnum svæðum gróðursettum. Slíkt er mikils virði í nýju íbúða- hverfi. Gróður á byggingar- lóðum verður eign lóðarhafa." Ennfremur segir að Grafar- holtið hafi um langt árabil ver- ið sýnt á aðalskipulagi sem byggingasvæði. Gildi það um fleiri svæði sem gróðursett hefur. verið í, þar á meðal svæði inn með Suðurlandsvegi og inn við Langavatn. „Þá er verið að huga að gróðursetningu til skjólmynd- unar á framtíðarbyggðasvæð- um á Alfsnesi. Mikilvægt er að slíkt sé gert með góðum fyrir- vara til að gróður sé orðinn kominn vel á veg þegar byggt verður. Það er mun mikilvæg- ara en að horfa til þess að ein- hver afföll verði þegar svæði eru tekin til byggðar," segir í svari borgarverkfræðings. Kæra vegna mislægra gatnamóta við Reykj anesbraut Yilja hljóðmön milli Dal- vegs og Reykjanesbrautar Kópavogur ÍBÚAR við Lækjarhjalla í Kópavogi hafa kært úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut til umhverf- isráðherra. íbúarnir telja að ekki sé gert ráð fyrir nægi- legum vörnum gegn hávaða vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda. „Undirritaðir íbúar við Lækjarhjalla gera þá kröfu að tryggt verði að hljóðstig verði innan öruggra viðmið- unarmarka gagnvart húsum við götuna,“ segir í kærunni. „I því sambandi virðist ein- faldast til að ná því marki að setja hljóðmön milli Dalvegar og Reykjanesbrautar frá gatnamótum við Nýbýlaveg vestur á móts við undirgöng bensínstöðvar Skeljungs við Reykj anesbrautina." Hyóðstig yfir mörkum Ráðgert er að gera tvenn mislæg gatnamót við Reykja- nesbrautina á næstu árum. Annars vegar á mótum Reykjanesbrautar, Nýbýla- vegar og Breiðholtsbrautar og hins vegar á mótum Reykjanesbrautar, Smiðju- vegar og Stekkjarbakka. íbúarnir eru að mótmæla mislægu gatnamótunum við Nýbýlaveg og Breiðholts- braut en þau koma til með að liggja austanmegin við Lækj- arhjallann. Aætlað er að framkvæmdir við fyrsta áfanga mislægu gatnamótanna við Nýbýlaveg hefjist á næstu mánuðum og er gert ráð fyrir því að gatna- mótin verði fullbúin árið 2005. í niðurstöðum skipulags- stjóra um mat á umhverfis- áhrifum vegna framkvæmda- rinnar segir að í heild muni hljóðstig heldur versna við framkvæmdirnar og er gert ráð fyrir að hljóðstig fari yfir viðmiðunarmörk við Trönu- hjalla og að viðmiðunarmörk- um við Dalveg. Skipulagsstjóri tekur undir ábendingar Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur þess efnis að hljóðstig í nágrenni við fyrir- hugaðar framkvæmdir sé það hátt að óvíst sé nema lítils háttar hækkun á því kunni að reynast mikill ónæðisvaldur í nágrenni gatnamótanna. Tveggja metra hyóðvarnarveggur Þær mótvægisaðgerðir sem talað er um í niður- stöðum skipulagsstjóra miða að því að reisa hljóðvamar- vegg við vegöxl Nýbýlavegar á kaflanum frá Dalvegi til vesturs meðfram fjölbýlis- húsunum við Trönuhjalla 13- 17 og 19-23. Talið er að með slíkri framkvæmd megi ná viðunandi hljóðstigi á þessum stað. Mælt er með því að hljóðvarnarveggurinn verði tæplega tveggja metra hár og úr timbri og sérstaklega styrktur gagnvart ákeyrslu ökutækja á Nýbýlavegi. Ibúarnir telja að þessar ráðstafanir séu engan veginn fullnægjandi til að hindra hljóðmengun við Lækjar- i hjalla. í kærunni segir: „Allar lík- ur eru á að framangreindur hljóðvamarveggur sé það fjarri Reykjanesbrautinni að hann geti ekki náð að hindra þá hljóðmengun sem þar myndast og ná mun til Lækj- arhjalla lítt hindrað vegna • hæðarmunar á þessu svaeði og lítils endurkasts hljóð- bylgna á svæðinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.