Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 79
-MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR14. OKTÓBER 2000 79 BRÉF TIL BLAÐSINS „Kjökrandi pokaprestar“ Sjálfsagðir hlutir Frá Sigurpáli Óskarssyni: I dægurþrasi umræðunnar hafa prestar landsins, með biskupinn í fararbroddi, fengið ámæli fyrir það, á opinberum vettvangi, að vera með klisjukennt nöldur út af þurfandi einstaklingum þjóðfélags- ins. Þeim kollegum, sem slíkt stunda þakka ég kærlega fyrir framtakið og vona að Guð gefi þeim djörfung, dáð og drengskap til að láta ávallt til sín heyra, hvar og hvenær sem er, þegar um er að ræða bágindi eða óréttlæti sem bæta má úr og leiðrétta. Þar á meðal má nefna einn, sem fyrir skömmu hafði orð á því, að honum hefði komið það mjög svo á óvart, hve margir í hans prestakalli hefðu þurft á neyðarhjálp að halda frá hjálparstofnunum. Annars er það ekkert nýtt að valdhöfum renni í skap þegar kirkja og starfsmenn hennar benda á meinsemdir þjóðfélagsins sem rekja má til vanrækslu, óstjórnar eða mannréttindabrota. Slíkt hefur gerst í aldanna rás bæði áður fyrr og nú og hafa þess háttar kilsjur oft á tíðum haft margvíslegar af- leiðingar eftir því hvemig stjórnar- farið er og hefur verið í því og því landinu. Ýmsir hafa kvatt sér hljóðs og þar á meðal einn með at; hyglisverðum oflátungshætti. í tímariti einu gerir hann biskupi landsins upp þá skoðun, að hann „virðist hafa meiri áhyggjur af Frá ungum ökumönnum íökuskóla Sjóvár-Almennra: VIÐ ERUM tveir hópar sem sóttu umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn í september. Við veltum fyrir okkur mikilvæg- um þætti er snertir öryggi okkar í umferðinni. Við veltum því fyrir okkur hvernig við getum bætt umferðarmenninguna. Við viljum benda ykkur, kæru jafnaldrar, á nokkur atriði sem skipt geta sköp- um til að auka ykkar og okkar ör- yggi í umferðinni. Við þurfum að bera virðingu fyr- ir okkur sjálfum og öðrum í um- ferðinni. Með því hljótum við að hegða okkur á ábyrgan hátt. Ef við erum vakandi við akstur, sýnum tillitssemi, ökum eftir aðstæðum hverju sinni og alls ekki yfir leyfilegum hraðamörkum erum við gróða í atvinnulífinu en sáluhjálp einstaklinga", auk þess, sem hann viðhefur þá landlægu lágkúru að uppnefna fólk, en þar kallar hann vígða þjóna þjóðkirkjunnar „kjökr- andi pokapresta" og segir þetta orðfæri hans heilmikið um hugar- farið, sem inni fyrir býr. Ekki get ég séð að með þessu hafi hann orð- ið sér og sínum til sóma, þótt hann lýsi því með innvirðulegum orðum, hvað hann reyni mikið til þess, að svo megi verða. Svo virðist, sem viðkomandi telji sig geta reigt sig eins og hani á haug, af því að hann hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni og gerst kaþólskur. Ut af fyrir sig er slíkt öllum frjálst en gefur þeim hinum sama engan rétt til að hreykja sér uppi í dómarasæti. Pápiskan hefur við sínar meinlokur að stríða eins og allt annað sem syndugt, mannlegt hold hefur með að gera, þótt hún hafi á mörgum sviðum unnið stórvirki. Eitt af því sem varð til þess að lúterska kirkjan klauf sig frá páfa- kirkjunni var aflátssalan, sem þróaðist upp í bankaviðskipti með góðverk. Dýrlingar og aðrir helgir menn voru álitnir fremja góðverk langt umfram það sem þeir þurftu til þess að eignast eilíft líf. Páfinn og kirkja hans töldu sig eiga ráð- stöfunarrétt á afganginum og gætu safnað honum í viðlagasjóð handa þurfalingum á þessu sviði. Pen- ingamenn eða ættingjar þeirra gátu þar með keypt sér sálumessu, að aka með ábyrgum hætti. Þetta þýðir að við notum stefnu- ljós í beygjum, notum þann örygg- isbúnað sem er í bílnum, s.s. bíl- belti, höfum ljósabúnað í góðu lagi og kveikt á honum og höfum al- mennt bílinn í góðu ástandi. Við tölum ekki í síma í akstri nema með handfrjálsan búnað og virðum allar þær umferðarreglur sem settar eru, t.d. bið- og stöðv- unarskyldu. Við keppumst ekki við að ná gula ljósinu á umferðarljós- um heldur stöðvum bílinn, þó ekki svo snögglega að hætta sé af fyrir bílana á eftir okkur. Rannsóknir sýna að tónlist hefur áhrif á akstur okkar. Með því að hafa hana ekki of hátt stillta og í rólegri kantinum er líklegra að við keyrum eðlilega. Það er einnig mikilvægt ef við ætlum að fá aðra til að bera virðingu fyrir okkur í sem skutlaði þeim inn fyrir hliðið enda þótt þeir hefðu verið talsvert brokkgengir í lifanda lifi og litlar inneignir átt í óforgengilegum sjóð- um hinum megin gi'afar. Engan skyldi furða, þótt hagsýnir menn gangi í flokk þeirra, sem hafa með að gera svo ákjósanlegt hagstjórn- artæki, sem tryggir sínum mönn- um örugga sáluhjálp við hinar aðskiljanlegustu aðstæður. Þetta er nú eitthvað annað en hjá biskupi íslensku þjóðkirkjunnar, sem ekki virðist hafa neinn verulegan áhuga á sáluhjálp sinna manna, eftir því sem kaþólikkinn vill meina, - sá hinn sami, sem gerir því skóna, að hann sjálfur eigi ekki lifandi trú. En það á aftur á móti biskup þjóðkirkjunnar eins og fram hefur komið í ræðum hans og ritum. í prýðisgóðri ræðu ræðu í Dóm- kirkjunni við setningu Alþingis nú á dögunum vitnaði einn hinna kjökrandi pokapresta í orð annars kjökrandi pokaprests, þess efnis, að oft hafi hann verið kallaður að kistulagningu og þá aldrei séð bankabók lagða á brjóst hins látna en oft á tíðum Passíusálmana. Þetta er vitnisburður um hinn lif- andi, lúterska trúararf, sem mölur og ryð eyðir ekki. Ósagt skal hér látið, hvort menn fari að taka upp á því að láta, þeg- ar þar að kemur, - leggja með sér verðbréfin sín eða hafa til taks reiðufé til sálumessukaupa. Slíkt er einkamál hvers og eins, en mögu- leikarnir eru fyrir hendi. Og þar sem öfgar frjálshyggjunnar ríkja, er ekki ónýtt að eiga margi-a kosta völ, þótt ýmsum öðrum hugnist þeir ekki allir sem best. umferðinni að við sýnum þeim kurteisi og tillitssemi. Við biðjum ykkur að aka ekki undir áhrifum áfengis. Við segjum þetta því við erum orðin upplýst um það hve lítið þarf af sterku áfengi eða bjór svo hæfni okkar til aksturs minnki. Við viljum ekki þurfa að bera ábyrgð á örkumlum eða dauða annarra vegna ölvunar- aksturs. Hvað þá að lenda í að missa prófið og borga sjálf tjónið sem við völdum. Við þurfum alltaf að gera ráð fyrir að við getum lent í óhappi þegar við erum á ferðinni. Líkurn- ar eru hins vegar minni að lenda í tjóni ef við ökum varlega. F.h. ungra og hressra ökumanna í ökuskóla Sjóvár-Almennra. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnarfulltrúi. Frá Russel Moxham: í MORGUNBLAÐINU 14. septem- ber birtist ágætis grein eftir Hauk Agnarsson og Margréti Vilborgu Bjarnadóttur sem sitja í Stúdenta- ráði HÍ fyrir Röskvu. Að því er varð- ar eina mikilvæga hlið á því sem sagt var frá í greininni (þ.e. sam- keppni Röskvu og Vöku) er ég bara feginn að geta viðurkennt að ég viti svo sem ekkert. Ég ætla ekki að tjá frekari skoðun í sambandi við það. Það sem vakti athygli mína við greinina var frekar að höfundar skyldu lýsa yfir þeirri skoðun að mannréttindi ættu sér „ekki landa- mæri“ og að þeir skyldu nefna „þann mikla fjölda stúdenta sem tapaði lífi sínu í friðsamri baráttu fyrir sjálf- sögðum mannréttindum" á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Svo álitu höfundar að það væri „skylda okkar stúdenta að gagnrýna þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað“. Þó að mig vanti skiining á áður- nefndum atburðum og forsendum þeirra finnst mér þeir hafa verið meðal mestu voðaverka nútímans. Það var sumpart vegna þess sem mér bauð við því hvernig fimmtugs- afmæli kínverska alþýðulýðveldisins var opinberlega fagnað hér á landi m.a. í Þjóðarbókhlöðunni. Þó að ég væri kaupsýslumaður held ég ekki að ég hefði nokkurn áhuga á viðskiptatengslum við Kínverja (þ.e.a.s. gegnum ríkisstjórn þeirra) eins og er. Hvort eð er má vera að það sé aldeilis lofsvert starf að gagn- rýna mannréttindabrot. Þegai- það kemur upp deila eins og sú sem þessi grein Röskvufull- trúanna tveggja ber vott um kemst ég þó ekki hjá því að spyrja sjálfan mig hver þessi sjálfsögðu mannrétt- indi skyldu vera sem svo oft ber á góma. Þrátt fyrir þunga þankana veit ég ekki hvort um sé að ræða raunveruleg mannréttindi án landa- mæra eða raunveruleg landamæri sem menningarleg heimsvalda- stefna Vesturlandabúa lítilsvirði. Ég vil að Röskvufulltrúarnir tveir kynni mig fyrir Guði eða öðrum eins siðferðilegum sérfræðingi. Ég vil heyra hann segja að maður sem al- inn er upp af mannætum á Bomeó, og (viti menn) fer sjálfur að éta mannakjöt, sé vondur. Ég vil heyra þennan sérfræðing segja af hverju. Ég ætla ekki að láta mér svör eins og „Treystu mér!“ eða „Af því bara"!^. nægja. Ég vil heyra þeirrar ystú’ skýringar sem ekki þarf að skýra. Þangað til ég heyri þannig skýringu, eða hætti að hugsa, mun mér þó finnast (að ég held) að það saki ekki að fólk reyni að meta hverja menn- ingu og siðferðiskerfi á eigin for- sendum í stað þess að gera bara kröfur eða predika án heimildar. Ég held ég sé ekki kaldur. Ég er a.m.k. nógu blóðheitur og vondur til að óska þess að ýmsir alræðismenn hefðu dáið of snemma til að standa fyrir þjóðarmorð o.s.frv. Hvort sem ég skrifi það á kínversku eða troðú því ofan í óhæft latneskt letur er nafn Li Peng ekki neðst á listanum. Þó er ég ekki viss um að það sé skylda stúdenta að berjast fyrir „sjálfsögðum mannréttindum"; ég hefði frekar haldið að helsta skylda stúdenta (sem slíkra) væri að gagn- rýna orð eins og „sjálfsagt", hver sem niðurstaðan væri í tilteknu til- felli. Ef ég dræpi Li Peng á morgun liði mér kannski vel (a.m.k. þangað til ég dræpist sjálfur). Mér myndi kannski finnast sem ég hefði rétt fyrir mér. Kannski öðrum fyndist líka að ég hefði rétt fyrir mér. Segj- um svo að öllum fyndist það. Mynd- um við öll hafa rétt fyrir okkur bara af því að okkur fyndist það? Þá væri réttlæti tómleiki einn. Hinsvegar er veruleikinn sjálfur ofvaxinn mínum skilningi. Ætli ég þurfi ekki að geta mér til um hann sem manneskja, en ég ætla ekki al- veg að gleyma að ég er einu sinni bara að geta mér til. Ég veit bara hvað mér finnst, ef eitthvað er. Ég býst þó við að hver byltingarmaður í sögunni hafi gert það jafnvel og ég, hvort sem hann hafi verið stúdent á Torgi hins himneska friðar (eða fyr- ir framan Alþingi) eða sjálfur Maa Tse-tung. Ætli þeir hafi ekki allir átt til að tala (eða öllu heldur orga) um „sjálfsagða hluti“, alveg eins og Halldór Laxness var svo vanur að gera það áður en lífsreynslan gjör- breytti honum. Má biðja Röskvufull- trúana tvo um að athuga hvort þeir séu ekki líka bara að geta sér til? Þeir myndu sjálfir segja að hér væri um grundvallaratriði að ræða. RUSSEL MOXHAM, námsmaður. Líföndun ^fcr , Guðrún Arnalds verður með námskeið í Reykjavík helgina 21. - 22. okt., A» og á Akureyri 28. - 29. Okt. Djúpöndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burt kvíða og kvillum Gleði er ávöxtur innrí friðar SR. SIGURPÁLL ÓSKARSSON, Starengi 18, Reykjavík. Er þín framkoma í um- ferðinni til fyrirmyndar? Svernr hinn frjálslyndi Frá Steinþóri Jónssyni: ALLTAF er jafnfróðlegt að fylgjast með athugasemdum Sverris Her- mannssonar, foringja frjálslyndra, um hin ýmsu mál. Sjaldan virðist Svemr vera ánægður með eitt eða neitt. Nú um stundir kallar hann tillögur auðlindanefndar „málamyndaauð- lindagjald" og að forsætisráðherra vilji ekki ná sátt í þessum málum. Til- vera Frjálslyndaflokksins snýst um að vera á móti öllum sköpuðum hlut- um. Sveirir áttar sig ekki á því hversu mikilvæg niðurstaða auðlindanefndarinnar er. Nefndin, að mínu viti, gerir sér fulla grein fyr- ir því að þjóðin á fullan rétt á yfir- ráðum yfir auðlindum landsins. Sama hverjar þær eru, fiskur eða jarðhiti, og að gjald verði að koma fyiir nýt- ingu þeirra. Það eitt að menn skuli átta sig á slíku er stórt skref. For- sætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að hann sætti sig við auðlinda- gjald, sé það það sem til þarf til að sætta þjóðina í sjávarútvegsmálum. Bendir það til þess að Davíð Odds- son vilji ekki sátt um þessi mál? Sverrir Hermannsson og hans flokkur gera út á óánægju í málum sem þessum og sé óánægja ekki til staðar þá er flokkur sem hans ekki til staðar. Minnir þetta á alla þá flokka sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur stofnað eða átt aðild að. Gera út á óánægju eða einfaldlega að búa hana til. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. STEINÞÓRJÓNSSON bakari Hléskógum 18, Reykjavík. HELLUSTEVPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is www.mbl.is Stfoekor Bæjarlind 4 200 Kópavogur Síml: 544 4420 Opið Laugardag 10-16 Sunnudag 13-16 &ýoekor www.egodekor.is jónvarpsskápur Verð: 55.000 Full búð af nvium vörum: - Stækkanieg borðstofuborð - Sófaborð - Skenkir - Stóiar - Bókahillur - Stakar vegghillur - Rúmgaflar - Náttborð - Kommóður og margt, margt fleira. Allt gegnheill harðvidur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.