Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 35 LISTIR Skýrsla um ofvirkjunaráform Morgunblaðið/Halldór Kolbeina Ofvirkir feður og þunglyndar mæður eignast ofvirka syni: Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir í hlutverkum sinum. LEIKLIST Halnar Ijarrtar- leíkhilsið VITLEYSINGARNIR Höfundur: Olafur Haukur Símonar- son. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnars- son. Lýsing: Kjartan Þórisson. Bún- ingar: Þónmn María Jónsdóttir. Gervi og grímur: Ásta Hafþórsdótt- ir. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Hljóð: Arndís Steinþórsdóttir. Söngur: Ásgerður Júníusdóttir. Leikarai-: Björk Jakobsdóttir, Dofri Hermannsson, Erling Jóhannesson, Gunnar Helgason, Ilalla Margrét Jóhannesdóttir, Jóhanna Jónas og María Ellingsen. Föstudaginn 13. október. ÞAÐ er í raun ótnólega sjaldgæft að fá að líta leikverk þar sem bent er á bólguæxlin, klipið í graftarhnúðana og loks stungið á kýlunum á íslenskum þjóðarlíkama. I þessu verki er um að ræða ýktan breiðtjaldsþverskurð af heilli kynslóð, vonum hennar og þrám, lífi hennar og ólifnaði með skírskotun í það sem helst ber á góma í pólitík og það sem er nýjasta nýtt í neysluæðinu. Ef leita á fyrirmynda eru það kannski helst revímTiar gömlu sem koma upp í hugann. Það væri kannski hægt að kalla þetta nútímarevíu með einu sönglagi. I stað þess að tjá sig í tónum ákalla persónumar hver aðra í neyð sinni. Hér er ofvirknin eins og miðlæg meinsemd í þjóðarlíkamanum. Hér er virkjuð kenningin um að ofvirkir feður og þunglyndar mæðrn- eignist ofvirka syni og allur sá ofurkraftur notaðm1 sem eldsneyti fyrir kynslóð á fullri keyrslu á framabrautinni. Það þarf varla að taka fram að Ólafur Haukur Simonarson leikur sér að tungumálinu og klisjunum og að því að finna leikn- um málsnið sem hentar fullkomlega. Það er einhvem veginn eins og leikstjórnarstfllinn og útlitshönnun sýningarinnar Ijái henni form. Henni er pakkað inn í sirkushring, þar sem persónumar koma fram eins og trúð- ar sem em að líkja eftir hnefaleika- köppum. Milli lota leita þær skjóls í dúkkuhúsum sem umlykja hringinn, litlum brúðuheimilum þar sem þær geta haldið áfram að spinna sambönd sín eftir úreltri forskrift sem er for- rituð í heila þeirra. Þær geta valið um að fylgja uppskriftinni eða ekki, þau reyna að grípa í þræðina á meðan samskiptamunstrið raknar upp í höndunum á þeim. Þessi leikmynd Finns Amar Arn- arssonar - fjölleikahi-ingurinn um- luktur brúðuhúsum - er frábær úr- lausn á þeim vanda sem hin fjölmörgu stuttu atriði skapa. Það era sex inn- gangar í þetta hringleikahús og það era gjaman áhrifamestu atriðin þeg- ar hver persónan stendur í sínum inn- gangi og sú sjöunda engist í miðdepl- inum. Það er eins og ef þessi sýning væri hlutuð í sundur og byijað aftur upp á nýtt þá væri einungis hægt að finna hverjum hlut stað nákvæmlega þar sem hann er núna. Svo vel fellur leikrými og leikstjómarstfll Hilmars Jónssonar að efninu að það er erfitt að hugsa sér textann í öðra samhengi. Það er erfiðleikum bundið að lýsa hringlaga leikrými upp þannig að at- riðin njóti sín jafn vel frá sem flestum sjónarhomum en Kjartan Þórisson leysir þetta verkefni með miklum glæsibrag. Búningar Þórannar Maríu Jónsdóttur era hver sín útgáfan af gráum jakkafotum með mismunandi hvítum skellum. Það era auðskiljan- legt tákn um þá einsleitu eftirsókn eftir valdi og peningum sem einkennir þessa kynslóð. Aftur á móti er til- gangslaust að letra fleygar setningar á fótin, þær verða aldrei nógu skýrar til að áhoifendur geti tileinkað sér þær og það traflar að þurfa að rýna í orðin og reyna að ráða þau. Smágrím- m- Ástu Hafþórsdóttur era ótrúlega áhrifaríkar; stflfærð skil mótaðs hárs- ins sem myndar umgjörð um andlit leikaranna eru snilldarlega útfærð. Hljóðmynd Arndísar Steinþórsdóttur er notuð til að gefa tóninn í ótal atrið- um þar sem stflíserað leikmynd og búningar koma ekki að gagni; t.d. segja dæmi um hljóðgervlatónlistina meira en mörg orð um anda fyrri tíð- ar. Leikverk sem skrifuð era fyrir og þróuð í samráði við ákveðinn leikhóp hvetja sjaldnast leikara til að kanna ókunna stigu. Hér má sjá gamalkunn- ar hliðar á leikurunum en það er ekki þar með sagt að leikstjórinn hafi ekki notað tækifærið og fengið þá tfl að fara yfir farinn veg og nýta betur það sem í þeim býr. Gunnar Helgason tekst allur á loft í túlkun sinni á Hans; þó að taktamir séu þekktir leikur Gunnar betur og af meiri krafti en fyrr í anda ofvirkninnar. Björk Jak- obsdóttur tekst líka einstaklega vel upp í hlutverki Grétu, hinnar lang- þjáðu konu hans. Erling Jóhannesson og Jóhanna Jónas eru á heimaslóðum í túlkun sinni á Jónasi og Siggu en gera betur og ganga lengra en þau hafa áður gert. María Ellingsen gæð- ir framakonuna Aslaugu lífi og til- finningum allt að því í mótsögn við kaldrifjaðan persónuleikann sem kemm' fram í textanum. Halla Mar- grét Jóhannesdóttfr gerði sér mikinn mat úr grimmdaræði Oddnýjar og slafraði með tilþrifum í sig leifarnar af ofætunni Sigmari, eiginmanni sín- um, sem í lfld Dofra Hermannssonar skreið íyrir henni í duftinu sem aumkunarvert aðhlátursefni. Það var snilldarbragð að láta sömu leikarana leika kviðmága sína, auðvitað á allt öðram forsendum, sem tókst upp og ofan. Erling var mjög eftirminnUegur sem utanríkisráðherrann og María sem hjúkrunarfræðingurinn, auk þess sem Dofri fékk skemmtilega takta að láni til að skapa rithöfundin- um persónueinkenni. Þetta er bráðfyndið verk um ófyr- irleitnar persónur sem ná sínu fram á kostnað okkar hinna. Sú staðreynd að örlög þeirra vekja hlátur okkar en enga samúð er kannski helsti agnúinn á ágætri sýningu. I skýrslu um of- virkni heillar kynslóðar mætti varpa betur ljósi á orsök og afleiðingu. Sveinn Haraldsson EFTIRTALDAR bækur koma út í haust á vegum Iðunnar: Vetrarmyndin. Þorsteinn frá Hamri. „Það læðist í hjartað, / líður um vitin: / angurværð, sagði ég / ungur forðum og lausmáll ...“ Meitluð ljóð Þorsteins frá Hamri era tær og margræð í senn, gædd ein- stæðum töfrurn og kynngimætti; hógvær og hljóðlát en um leið áleitin, kraftmikil og áhrifarík. Vetrarmynd- in er fimmtánda ljóðabók Þorsteins. Þögnin. Vigdís Grímsdóttir. Hver er fórnarlamb og hver er böðull? Hvenær drepur maður mann? I þessu margslungna og vel skrifaða verki þar sem mennska og myrkur leikast á er fátt sem sýnist og engar leiðir auðrataðar, engar lausnir ein- faldar. Haustgríma. Iðunn Steins- dóttir. Mikil örlög eru stundum fólg- in í fáeinum orðum. Örstutt frásögn úr fornu riti verður Iðunni Steins- dóttur kveikja að áhrifamiklu skáld- verki um miskunnarlaust mannlíf á víkingaöld. Bróðir Lúsífer. Friðrik Erlingsson. Friðrik skyggnist hér inn í hugarheim hinna minnstu bræðra ekki síður en þeirra sem meira mega sín. Næm skynjun og nakinn veraleiki spila saman í verk- um hans á áhrifaríkan hátt. Bróðir Lúsífer er fjórða skáldsaga Friðriks sem einnig hefur samið leikrit og kvikmyndahandrit. Kaldaljós. Vig- dís Grímsdóttir. Kaldaljós, fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur, vakti verðskuldaða athygli er hún kom fyrst út og var frábærlega vel tekið af gagnrýnendum og lesend- um. Hún er hér gefin út í kiljuformi í fyrsta sinn. Ég stjórna ekki leikn- um. Jón Hjartarson. Tölvuleikir og stelpur er það sem Geira er efst í huga þótt samræmdu prófin nálgist óðum - en á árshátíðinni gerist at- burður sem umbyltir öilu lífí hans. Hlæjandi refur.Þorgrímur Þráins- son. Sagan um Úlfhildi og indíána- strákinn sem flúði til Islands. Seinna lúkkið. Valgeir Magnús- son. Veruleiki íslenskra unglinga er oft hrárri og hættulegri en margir kæra sig um að vita. I þeim heimi getur allt komið fyrir alla og það fá krakkarnir í fyrstu bók Valgeirs Magnússonar að reyna. Húsdýrin I—III. Brian Pilkington, Hákon Aðalsteinsson í þessum þremur gullfallegu harðspjalda- myndabókum um íslensku húsdýrin yrkir Hákon Aðalsteinsson léttar og Útgáfubækur bókaforlagsins Iðunnar á þessu hausti Skáldsögur, ljóð og sagnfræði Friðrik Erlingssson Þorgrimur Þráinsson Jón Hjartarson Þorsteinn frá Hamri Vigdís Grímsdóttir Iðunn Steinsdóttir gáskafullar vísur við heillandi mynd- ir listamannsins Brians Pilkington. En hvað það var skrítið. Stefán Jónsson. Þessi heillandi vísnabók, sem hefur verið ófáanleg áratugum saman kemur hér út að nýju, prýdd fjölda skemmtilegra mynda. Jóla- sveinamir. Iðunn Steinsdóttir. Jóla- sveinarnir þrettán eru á leið til byggða með poka á bakinu - en það gengur ekki alveg þrautalaust fyrir þá að fóta sig í nútímanum því að þeir era samir við sig og ýmsar freistingar verða á veginum. Myndin er prýdd fjölda mynda eftir Búa Kristjánsson. Vísnabókin. Símon Jóh. Ágústsson tók saman. Mynd- skreyting: Halldór Pétursson. Engin íslensk barnabók hefur notið viðlíka vinsælda og Vísnabókin. sem hefur verið ófáanlleg um margra ára skeið. Stúlkan sem elskaði Tom Gordon. Stephen King. Meistarinn Stephen King dregur hér upp ógleymanlega mynd af örvæntingarfullri baráttu ungrar telpu fyrir lífi sínu. Einar Benediktsson III. Guðjón Friðriksson. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur lýkur hér hinni miklu ævisögu þjóðskáldsins, hugsjóna- mannsins og snillingsins dáða og umdeilda, Einars Benediktssonar. Úr sól og eldi - leiðin frá Kamp Knox. Oddný Sen. Úr sól og eldi er í senn saga heimskonu og hvunndags- hetju. Ung kvaddi Ragna Bachmann æskuslóðir sínar í Vesturbænum með erfiða reynslu að baki og hélt út í heim. Hættuleg kona - Kjuregej Alexandra Argunova. Súsanna Svavarsdóttir. Kjuregej Alexandra segir hér frá óvenjulegu lífshlaupi sínu sem leiddi hana alla leið hingað til íslands þar sem ævintýri og átök biðu hennar. Öldin fimmtánda 1401-1500. Ósk- ar Guðmundsson. Fimmtánda öldin hefur stundum verið kölluð hin myrka öld íslandssögunnar, öld sem fáir vita mikið um og hefur verið sveipuð dulúð og leynd í hugum margra. Öldin fimmtánda er glæsileg viðbót við bókaflokkinn Aidimar, sem til er á hveiju íslensku menningarheimili. Nýjustu fréttir! Saga fjölmiðlunar á Islandi frá upphafi til vorra daga. Guðjón Friðriksson. í þessu veglega og viðamikla verki er ítarlega rakin saga blaðamennsku og frétta- mennsku á íslandi allt frá útgáfu fyrsta íslenska tímaritsins, Islandske Maanedstidender, árið 1773 fram tU síðustu hræringa og tæknibyltinga í samfélagi nútímafjölmiðlunar. Tiifínningagreind. Daniel Gole- man. Er há greindarvísitala lykillinn að velgengni og velfarnaði í lífinu? Svo er ekki alltaf og í þessari marg- földu metsölubók gerir höfundurinn grein fyrir rannsóknum sem sýna að tilfinningagreind getur vegið þyngra en greindarvisitala. Bítlarnir. Mark Hertsgaard. Strákarnir frá Liverpool breyttu heiminum með tónlist sinni og hrifu milljónir ungmenna með sér, en hvernig urðu lög þeirra og textar til? Heimssöguatlas. Ritstjóri: Pierre Vidal-Naquet. Ritstjóri íslenskrar útgáfu: Helgi Skúli Kjartansson. Ný prentun þessa glæsilega og viða- mikla verks, þar sem mannkynssög- unni frá árdögum fram til síðustu ára er lokið upp fyrir lesendum í máli, myndum og á kortum. Icelandic Bird Guide. Islándischer Vogel- fúhrer. Jóhann Óli Hilmarsson. ís- lenskur fuglavísir Jóhanns • Óla Hilmarssonar hefur hlotið frábæra dóma sem handhæg og greinargóð handbók um fugla og fuglaskoðun, hentug fyrir alla sem langar til að glöggva sig á fuglum og fræðast um þá. Bókin er nú komin í enskri og þýskri útgáfu handa erlendum áhugamönnum um íslenska náttúra og dýralíf. Maturinn hennar mömmu. Áslaug Ragnars. Plokkfiskur, fiskbollur, kjötsúpa, saltkjöt og baunir, rjúpur, kartöflustappa, uppstúf, brauðsúpa, rabarbaragrautur, heimagerður rjómaís, vöfflur, jólakaka, hálfmánar ... hér era allar gömlu, góðu upp- skriftimar. Bókin er prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda sem endur- vekja stemmningu liðinna daga. íslenskir bátar I-IV. Jón Bjöms- son. í þessu mikla fjögurra binda verki er að finna upplýsingar um alla smábáta sem skráðir hafa verið í skipaskrá frá upphafi og einnig alla aðra báta sem tekist hefur að afla einhverra upplýsinga um allt frá upphafi vélbátaútgerðar á Islandi, alls á sjötta þúsund trillur. Islensk skip, 5. bindi. Jón Bjöms- son. Viðbótarbindi við verkið íslensk skip 1-4, sem út kom fyrir nokkram áram og hefur hlotið mikla út- breiðslu. Hér eru talin öll skip sem bættust við íslenska skipaflotann frá 1989 og birtar myndir af þeim ásamt upplýsingum. FÖRDUNARVÖRUR • HRÍSGRJÓNAPÚÐUR Le Clerc á Paris depuis 1881 Laugardag 14. október kynning í Neglur og list Suðurlandsbraut 52 Líttu við - Fáðu góð ráð Gunný og Stefanía kynna og farða I j I • ; Dæmi um gæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.