Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.10.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 57 MINNINGAR bönd sín við markaðinn. Fyrir nokkr- um árum fór ég ásamt Sigurði og öðr- um samstarfsmönnum í ferð til Japans og Taílands til að hitta jap- anska loðnukaupendur og mátti glöggt merkja hversu mikillar virð- ingar Sigm’ður naut þar eystra enda hafa loðnuafurður frá ísfélaginu gott orð á sér á japanska markaðnum. Þrátt íyrir aðeins aldarfjórðungs- búsetu í Vestmannaeyjum var Sig- urður mikill Eyjamaður og vildi hag Vestmannaeyja sem mestan. Hann hefur stuðlað að uppbyggingu at- vinnulífsins hér eins og kostur er þó svo að síbreytileiki umhverfisins, sér- staklega í sjávarútvegi, hafi leitt menn til að sameina fyrirtæki og reyna að hagræða til að viðhalda at- vinnu og styrkja atvinnuvegina í byggðalagi eins og Vestmannaeyjar. Með þetta að leiðarljósi var það eitt af síðustu verkum hans að undin-ita samrunaáætlun við Vinnslustöðina hf. Hann mátti ekki til þess hugsa að veiðiheimildir þessara stóru fyrir- tækja yrðu fluttar úr bænum. Sigui'ður gaf sig að stjórn bæjar- mála og þar nýttust stjórnunarhæf- leikar hans og reynsla úr atvinnulíf- inu og eiga bæjarfulltrúar eftir að sakna hans mjög. Fallinn er nú frá einn af bestu son- um Eyjanna rétt fimmtugur að aldri. Að missa jafn náin samstarfsmann og Sigurður var er mjög þungbært og verður skarð hans seint fyllt. Það var aðdáunarvert að fylgjast með Sigurði takast á við þessi erfiðu veikindi. Þrátt fyrir veikindin og miklar fjar- vistir frá Eyjum þeirra vegna var hann alltaf á vaktinni eins og góðum skipstjóra sæmir. Sigurður minn, að leiðarlokum kveð ég þig með trega og þakka þér fyrir allt og allt. Við munum reyna að standa vaktina og halda merki þínu á lofti og ég veit að þú munt vera með okkur og leiða okkur inn á réttar brautir. Elsku Guðbjörg mín, Einar, Sig- urður, Magnús og Kristinn. Þið sjáið á bak elskulegum eiginmanni og íoð- ur og er missir ykkar mikill. Eg og fjölskylda mín biðjum algóðan guð að styi’kja ykkur og vernda í djúpri sorg. Fjölskyldunni allri bið ég guðsbless- unar á þessum ei’fiðu tímum. Hvíl þú í friði, Sigurður minn. Hörður Óskarsson. Nú vagga sér bárur í vestanblæ, aðviðiersólingengm. Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ og logar á tindunum þöktum snæ og gyllir hin iðgrænu engin En englar smáú- með bros á brá í blásölum himins vaka, og gullskýjum á þeii’ gígjur slá, og glaðkvikan bárusöng ströndinni hjá íeinuþeirundirtaka. Heyrirðu, vinur, þann unaðsóm, svo hugjjúfan, vaggandi, harmanaþaggandi? Hann talarvið þjörtun sem blærvið blóm. Þei! í íjarska er hringt - Yfir fjöll, yfir dali inn friðsæla kliðinn ber vindurinn svali af himneskum kvöldklukkuhljóm: ;Þreyttasál, sofðu rótt! -Gefiþér guðsinnfrið! -Góðanótt! (Guðmundur Guðmundsson.) Við starfsfólk Isfélags Vestmanna- eyja erum harmi slegin. Okkar ást- kæri vinnuveitandi Sigurður Einars- son er látinn, langt um aldur fram, aðeins fjörtíu og mu ára. Við vissum svo sem að hvaða ósi sigldi en alltaf biðum við eftir kraftaverki. Það er okkur líka erfitt að skilja að Sigurður hafi látist úr óviðráðanlegu krabba- meini því hann var stakur bindindis- maður, alltaf í sundi og stundaði heilsurækt en vann sína vinnu með því öllu og gott betur. Sigurður var vinur okkar, hann var örugglega ólíkur mörgum vinnuveit- endum, snobb var ekki til í hans fari, hann var einn af okkar verkafólkinu. Hann var mjög svo aðgengilegur maður, var alltaf tilbúinn að hlusta og gefa ráð ef til hans var leitað enda var gott að vinna þjá honum og hann vissi líka að ánægt starfsfólk stoppaði lengur við fiskvinnsluna en hitt. Það fór ekki hátt það sem hann Sigurður gerði fyrir þá sem misst hafa ástvini sína eða lent í veikindum og erfiðleikum í lífinu og tölum við þá bara um þá sem starfað hafa hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og Is- félaginu. Það er leitun að öðru eins. En Sigurður stóð ekki einn, hann átti hana Guðbjörgu eiginkonu sína að og vitum við að hún átti ekki minni þátt í þessu en hann. Eflaust hefur Sigurð- ur haft einhverja galla enginn er full- kominn en við höfum bara ekki tekið eftir þeim. Okkur hér á vinnustaðnum hefur fundist þetta erfitt síðustu daga svo við höfum öll fullan skilning á hvemig Guðbjörgu og strákunum þein-a fjórum líður, við biðjum algóð- an guð að veita þeim styrk og gefa okkur öllum skfining á þessu þegar fi-am líða stundir. Við vottum Guðbjörgu, Einari, Sig- urði, Magnúsi, Kristni og fjölskyld- unni allri innfiegrar samúðar. Við kveðjum Sigurð Einarsson með eftirsjá og virðingu. Starfsfölk Isfélagsins, Fiskvinnsla. Það verður vandfyllt skarð Sigurð- ar Einarssonar í mannlífsflóru Vest- mannaeyja. Sigui’ður var einn af homsteinum samfélagsins í Eyjum, forystumaður á mörgum sviðum, út- sjónarsamur, snjall og góðm’ atvinnu- rekandi, góður félagi, athafnamaður og ein af driffjöðranum sem era bæj- arfélagi eins og Vestmannaeyjum nauðsynlegar. Sigurður Einarsson hefur um ára- bil verið einn af forystumönum Sjálf- stæðisflokksins í Eyjum, ötull bar- áttumaðm- fyrir stefnumálum Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt lið starfsemi flokksins á margvíslegan hátt. Það lá fljótlega ljóst fyrir eftir að Sigurður lagði Sjálfstæðisflokknum í Eyjum lið sitt að þar færi maður sem yrði fljótlega í forystuhlutverki innan flokksins. Hvar sem hann kom að málum varð hann í forystu og þó að lítið færi yfirleitt fyrir Sigurði hvai’ sem hann fór þá varð hann samt ein- hvem veginn ósjálfrátt leiðtogi. Hann var lítið að hika við hlutina og honum leiddist að eyða óþarfa tíma í það sem hægt var að afgreiða fljótt og án mik- illa málalenginga. Hann greindi hism- ið frá kjarnanum og var fljótur að átta sig á hvernig best væri að taka á mál- um. Vegna þessara hæfileika hans og skarpskyggni á hinum ýmsu sviðum vai’ hann valinn til forystu hvai’ sem hann kom að málum. Sigurður valdist tfi margra trúnað- arstarfa innan Sjálfstæðisflokksins. Hann gegndi um árabfi formennsku í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Eyjum, var fonnaður kjördæmisráðs flokksins í Suðurlandskjördæmi, sat í miðstjórn flokksins og sjávarútvegs- nefnd ásamt ýmsum fleiri trúnaðar- stöðum. Sigurður tók sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Eyjum fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar árið 1986. Flokkur- inn hafði þá verið í meirihluta í íjögur ár en í kosningunum lenti hann í minnihluta og varð það því hlutskipti Sigurðar að sitja í minnihluta fyrstu fjögur ár hans í bæjarstjórn. Sigurði fannst það oft á tíðum lítt spennandi hlutskipti að sitja þar og geta ekki stjómað ferðinni og leitt bæjarfélagið á brautir góðra verka og framfara. í kosningunum árið 1990 vann Sjálf- stæðisflokkurinn góðan sigur og fljót- lega að afloknum kosningum skipuð- ust mál þannig að Sigurður var orðinn leiðtogi sjálfstæðismanna í bæjarstjóm. Hann leiddi meiiThlut- ann á kjörtímabilinu af þeirri festu sem honum einum var lagið. Undir hans forystu ávann bæjarstjómar- flokkur sjálfstæðismanna sér trausts og virðingar. Sigurður lagði á þessu tímabili granninn að því að meirihluti Vestmannaeyinga hefur síðan treyst Sjálfstæðisflokknum til að stjóma bæjarfélaginu. Sigurður tók sér hvíld frá bæjarmálum að afloknu kjör- tímabilinu 1990 til 1994 en kom síðan tfi leiks á ný fyrir síðustu kosningar og stýrði flokknum til glæsilegs sig- urs. Sigurður hefur um árabil verið ein af driffjöðmnum í útgáfu Fylkis, málgagns sjálfstæðismanna í Eyjum, og hefur lagt þungt lóð á vogarskálar við útgáfu blaðsins. Sigurður Einarsson var drengur góður. Hann barst ekki á og féll að öllu jöfnu í fjöldann en þar sem hann gat lagt lóð á vogarskálar tfi góðra verka lét hann ekki á sér standa og varð leiðtogi hvar sem hann kom að verki. Hann var eldhugi í því sem hann tók sér fyrir hendur og af- greiddi mál fljótt og vel. Það vora ekki alltaf allir sammála Sigurði en þeir vissu hvar þeir höfðu hann og gátu gengið að því sem vísu að við orð sín stóð hann. Við fráfall Sigurðar Einarssonar er stórt skarð höggvið í raðir sjálfstæð- ismanna í Eyjum. Einn af máttar- stólpum Sjálstæðisflokksins er horf- inn á braut og leiðtogi bæjarfélagsins í Eyjum til margra ára er genginn. Sjálfstæðismenn í Eyjum minnast Sigurðar með virðingu og þakklæti fyrir hans ötula og óeigingjarna starf. Missir okkar er mikill en mestur er missir Guðbjargai’, eiginkonu hans, og sona þeirra sem nú sjá á bak ást- ríkum eiginmanni og föður. Söknuð- urinn er sár en eftir liftr minningin um traustan og góðan mann. Sjálfstæðisfélögin í Eyjum þakka Sigurði Einarssyni samfylgdina og færa Guðbjörgu, sonum þeirra og öðram ásvinum samúðarkveðjur og vona að góður Guð veiti þeim styrk á erfiðum stundum sorgar og saknaðar. Guð blessi minningu Sigurðar Ein- arssonar. F.h. fulltráaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Vestmannaeyjum, Grímur Gíslason. Eg vil minnast Sigm’ðar Einars- sonai’, forstjóra í Vestmannaeyjum, með fáeimun orðum. Sigurði kynntist ég stuttu eftir að ég hóf störf hjá Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna fyrir um 13 árum. Við sem sjáum um Asíu- viðskipti S.H. höfum eðlflega mikfi samskipti við framleiðendur en þó engin eins náinn og við Sigurð. Hraðfrystihús Vestmannaeyja, sem síðar varð ísfélag Vestmanna- eyja, hefui- verið leiðandi í framleiðslu á loðnu og loðnuhrognum fyrir Jap- ansmarkað allt frá því að þessi fram- leiðsla hófst fyrir alvöra í byrjun átt- unda áratugarins. Sigurður lagði alla tíð mikla rækt við þessi viðskipti og bera margar ferðir hans til Japans vitni um það. Hann vildi halda góðu og nánu sambandi við notendur af- urða sinna og lagði sig fram um að skfija aðstæður á markaðnum hverju sinni. Enda naut Sigurður og fyrir- tæki hans sérstakrar virðingar hér og er þar mikill og góður grannur fyrir eftirmenn hans að byggja á. Sigurður hafði góðan skfining á markaðsmálum og heilbrigða sýn á hvaða leiðir myndu skila bestum lang- tímaárangri. Arið 1994 er sennflega eitt allra ár- angursríkasta ár íslendinga í loðnu- viðskiptum við Japan. Þegar samn- ingsgerð S.H. við helstu viðskiptavini var á lokastigi var eins og venjulega haft samband við Sigurð og drögin borin undir hann. Ég gleymi aldrei því sem hann sagði þá: „Strákar, erað þið vissir um að þið séuð að skilja eftir nóg fyrir Japanina? Fá þeir ekki líka tækifæri tfi að hagnast?" Sigurður hugsaði fram í tímann, oft lengra en aðrir framleiðendur. Hugmyndir hans fóra vel saman við markaðs- stefnu S.H. í Asíu sem Gylfi Þór Magnússon heitinn, framkvæmda- stjóri sölumála S.H., lagði granninn að. Það er mikfi eftirsjá í þessum mönnum sem miðluðu óhikað af reynslu sinni og studdu alltaf við bak- ið á ungum sölumönnum, hvað sem á gekk. Japanskir viðskiptavinir, sem margir era gamlir vinir og sumir hafa oft komið á heimfii hans, hafa lýst yfir hryggð sinni við fráfall Sigurðar og beðið um að koma á framfæri hughefl- um kveðjum til eiginkonu hans og bama. Starfsfólk S.H. Tokyo, sem hefur kynnst Sigurði á ferðum hans til Jap- ans og ekki síst þær Wakisaka og Shindo sem fengu tækifæri til að heimsækja Eyjar og njóta gestrisni Sigurðar og hans starfsfólks, sendii’ líka samúðarkveðjur. Að leiðarlokum er mér þakklæti í huga. Það er heiður að hafa fengið tæki- færi til að starfa fyrir og ekki síst með Sigurði Einarssyni. Guð blessi eiginkonu hans og börn og veiti þeim styrk á erfiðum tímum. Jón Magnús Kristjánsson, Tokyo. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi í ársbyrjun 1988 að kynnast Sigurði Einarssyni útgerðarmanni. Leiðfr okkur lágu saman er ég var ráðinn framkvæmdastjóri Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar hf. en Sigurður átti sæti í stjóm þess félags. Nokkr- um dögum eftir að ég kom til starfa birtist Sigurður á skrifstofu minni og var það upphaf okkar kynna. Hann var kominn tfi að berja þennan unga mann augum er ráðinn hafði verið til starfans. Mátti ég glöggt skilja af samtali okkar að honum litist hæfi- lega vel á ráðninguna en ekki var síð- ur greinflegt að hann myndi styðja mig til allra góðra verka. Mér var nokkuð bragðið við samtalið og má segja að líkt hafi verið komið á með okkur hvað varðaði framhaldið. Við voram báðir haldnir nokkram kvíða. Hvað mig snerti reyndist sá kvíði ástæðulaus því betri vin og stuðnings- mann á erfiðum jafnt sem góðurn stundum eignaðist ég ekki. Á þessum fyrsta fundi okkar fékk ég því að kynnast einu aðaleinkenni Sigurðar en það var hreinskilni og einlægni. Sigurður kom tfi dyranna eins og hann var klæddur og sagði mönnum skoðun sína augliti til auglitis og ávallt með yfirveguðum og kurteisum hætti. Hann átti bágt með að þola undirmál og hvers kyns óheiðaleiki var eitur í hans beinum. Þessi ein- kenni Sigm’ðar auk góðra gáfna urðu til þess að hann naut trausts hvar sem leið hans lá. Með okkur Sigurði tókst mikfi vin- átta. Við áttum trúnað hvor annars og gátum talað saman hispm’slaust. Hann lá ekkert á skoðun sinni. Teldi hann mann fara villan vega var ekki á því legið og örlátur var hann á hrósið teldi hann mann hafa unnið til þess. I mínum huga var Sigurður fjór- efldur. Eyjamaðurinn Sigurður Einarsson var einstakur. Hann bar hag Vest- mannaeyja mjög fyrir bijósti. Engum duldist að í Eyjum var Sigurður sá sem dró vagninn og var til forystu fallinn. Ákvarðanir hans jafnt í stjómmálum sem atvinnulífi byggð- ust mjög á þeii-ri sannfæringu hans að öflugt atvinnulíf væri það eina sem tryggt gæti framtíð Vestmannaeyja. Ég varð þess margoft áskynja að á stundum erfiðra ákvarðana í eigin rekstri tók hann hag Vestmannaeyja fram fyrir sinn eigin. Vestmannaeyj- ar voru hans heimabyggð þar sem hann hafði ásamt fjölskyldu sinni og tráu og góðu starfsfólki háð baráttu. Hann taldi sig bera ábyrgð og undan henni skyldi ekki skorast. Vest- mannaeyjar hafa því misst mikils og undrar mig ekki þó margir eigi eftir að upplifa hið fomkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur“. Athafnamaðurinn Sigurður Ein- arsson stóð flestum öðrum framar. Mér sýndi hann það traust og þann heiður að velja mig til stjómarsetu í ísfélagi Vestmannaeyja. Ég gat því fylgst með því af hvílíkum myndar- skap og harðfylgi hann rak þetta fyr- irtæki er hann átti að stærstum hluta. Hann var vakinn og sofinn yfir verk- efnum sínum og unni sér ekki hvíldar. I þeim efnum eins og svo mörgum öðram uppskar hann sem hann sáði enda er Isfélag Vestmannaeyja orðið eitt af stærstu og öflugustu sjávar- útvegsfyrirtækjum landsins. Hann bar hag síns starfsfólks fyrir brjósti enda naut hann trausts þess og virð- ingar. í atvinnulífinu var hann áhrifa- maður hvar sem hann fór. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður var ómetanlegur liðsmaður en þar lágu leiðir okkar einnig saman og þá eink- um í Sjávarátvegsnefnd Sjálfstæðis- flokksins. Hann veitti þeirri erfiðu nefnd forystu árum saman. Sem kunnugt er hafa um það verið deildar meiningar innan Sjálfstæðisflokksins hvernig stjóm fiskveiða skuli háttað. Sigurður hafði á því mjög fastar og ákveðnar skoðanir sem hann hvikaði aldrei frá. Hann var eindreginn stuðningsmaður núverandi skipulags og andstæðingur auðlindagjalds. Þrátt fyrir eindregnar skoðanir naut hann ótvfræðs stuðnings til forystu í Sjávarátvegsnefnd flokksins og ekki síst þeirra sem vora allt annarrar skoðunar. Það var ekki sökum þess að þeir eygðu í honum bandamann held- ur hitt að þefr vissu hvar hann stóð og þeir vissu að ekki bjó annað að baki en einlæg sannfæring og trá á Sjálfstæð- isstefnuna. I mínum huga leikur eng- inn vafi á því að því ber helst að þakka Sigurði Einarssyni hversu vel hefur til tekist um að móta Sjálfstæðis- flokknum stefnu í sjávarátvegsmál- um á síðustu landsfundum flokksins. Hans forysta í þeim efnum verður aldrei fullþökkuð. Fjölskyldumaðurinn Sigurður Ein- arsson var fáum líkur. Það þurfti ekki löng kynni til að átta sig á því að um- fram allt var það eitt sem skipti Sig- urð máli öðra fremur og það var Guð- björg og drengirnir fjórir. Gugga eins og aðrir en Sigurður nefndu hana var ankerið í lífi Sigurðar. Hún var nefnd Foringinn og fór fyrir flokki þeirra feðga. Þau vora í hugum vinanna samrýmd hjón sem voru staðráðin iU- því að standa saman í blíðu og stríðu.V Synimir fjórir vora pabba sínum ómetanlegir gleðigjafar. Sannfæring mín er sú að fjölskyldan hafi verið Sigurði sá aflgjafi sem knúði hann áfram til þeirra miklu verka sem eftir hann liggja á alltof stuttri ævi. Eng- um duldist sú virðing er synirnir sýndu honum þó aldrei heyrði maður skammaryrði falla. Umhyggjan og þolinmæðin virtist án takmarka. Það var gagnkvæmt traust og vh’ðing sem í’íkti á milli þefira feðga sem er nokk- uð sem víðar mætti sjást. Nú þegar leiðir skiljast er margs að minnast og söknuðurinn er mikill. Það var margt ósagt og margt ógert. Samtölin og fundimir verða ekki fleiri og við hlæjum ekki saman framar. Veiðiferðimar verða ekki fleiri og það verður stórt skai’ð fyrir skildi í Þverá. Við munum ekki eiga fleiri samtölin um stjómmálin og horfur í sjávarát- vegi og svo mætti lengi telja. Sannur vinur og einstakur afburðamaður ei allur og lífið er fátæklegra. Ég á Sig- m’ði Einarssyni mikið að þakka. Hann reyndist mér vinur í raun og til hans gat ég leitað ef á bjátaði. Fyrii' þá vináttu verð ég ævinlega þakklát- m-. Sorgin er þó sárast í kastalanum góða í Eyjum. Fjölskyldan í Blikanesi óskar Guðbjörgu og sonunum bless- unar. Megi Guð vera ykkur styrkur á þessari erfiðu, óskiljanlegu og ótíma- bæra stundu. Við geymum með okkur minningu um einstakan vin og dreng- skaparmann. Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson. Fyrir unga menn er dauðinn oftast íjarlægur draumur, en enginn veit hvenær kallið kemur. Það var okkur bekkjarbræðram Sigurðar Einars- sonar, sem útskrifuðumst stúdentar frá MR vorið 1970, mikið áfall að frétta að hann væri fallinn frá á besta aldri, sá fyrsti úr okkar hópi. Upp í hugann koma margar hug- ljúfar myndir af Sigurði Einarssyni frá lífsglöðum menntaskólaárum. Námsgreinamar vöktu auðvitað mismikinn áhuga. Kannski vora sex latínutímar á viku í þrjú ár í máladeild þó ekki verra veganesti verðandi stórathafnamanni en hvað annað. Þegar við voram í Fjósinu í fimmta bekk fór umframorkan í að spila fót- bolta í portinu í frímínútunum. Sig- urður var kannski ekki sá allra leikn- asti með boltann en baneitraður ef hann fékk hann í teignum. Fagrar listir vora honum ekki sérlega hug- leiknar en í mannkynssögu var þekk- ingin traust, sem leiðir hugann að eft- irfarandi atviki veturinn í Þráðvangi í 4. bekk. Það hafði snjóað mikið eina nóttina og snjór er handhægt bygg- ingarefni. Þegar sögukennarinn kom eftir löngu frímínúturnar var búið að reisa rammgert virki sem varnaði honum að komast að útidyranum. Hann vappaði ráðvilltur um stund framan við ókleifan múrinn, en tók loksins við sér þegar Sigurður kallaði til hans og dró örlítið seiminn eins og hans var vandi: „Hvað hefði N apóleon gert nú?“ Við kveðjum Sigurð Einárssonar, kæran bekkjarbróður, með söknuði. Hann var góður drengur, kraftmikill,^ glaðsinna, jákvæður og vfidi öllum vel. Við sendum fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Bekkjarbræður 6.-B MR 1970. • Fleiri minningargreinar um Sig- urð Einnrsson bíða birtingai- og munu biriast iblaðinu næstu daga. í -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.