Skírnir - 01.01.1877, Blaðsíða 13
AUSTRÆNA MÁLIÐ.
13
ræna málíð er í e81i sinu og aS framan er á vikiS. Hvergi hefir
heldur boriB á því eins og í MiklagarSi (milli erindreka þeirra),
aS hverir grunuSu aSra um græzku. þaS er líka þetta, sem Tyrkir
hafa fært sjer í hag. Oss minnir þaS vera haft eptir Bismarck
einhvern tíma, af) þaS væri næstum ísjárvert, a<5 senda drenglynda
menn til erindareksturs í MiklagarSi, því flestir lærSu þar meira
af klækjum og refjum , enn góbu hófi gegndi. Keisaravöldin í
Evrópu vildu án efa ráSa bót á þessari tortryggni og ósamheldi
forusturíkjanna og þess afleiSingum, þegar þau (eptir undirlagi
Bismarcks) gerSu nánara samband sín á milli. Fyrir 3 árum
bundu keisararnir — eSa „keisaraþrenningin11, sem Skirnir kall-
aSi þá í fyrra — þaS meS sjer, ab þeir skyldu sækja hver ann-
an aS ráSum og fylgi í öllum stórvandamálum, og hjer skyldi
ekkert þeirra vináttu skilja. MeS þessu móti hlyti þaS aS vera
þeim á sjálfsvaldi aS haida uppi friSi milli þjóSanna, og til slíks
mundu þá hin stórveldin á eitt meS þeim leggjast. þetta hefir
nú aS vísu ræzt aS nokkru leyti, en hvaS austræna máliS snertir,
þá er, því miSur, ekki enn um allt utsjeS. þaS voru keisara-
veldin sem fyrst lögSu til þessa máls, og komu sjer saman um
þær greinir til sátta meS Soldáni og uppreistarmönnum, sem An-
drassy greifi hafSi saman tekiS og hjelt fram; sbr. Skírni í fyrra
8. bls. Hin stórveldin mæltu fram meS þeim tillögum, en þessi
tilraun fjekk þó engu til betra vegar komiS, og eptir skammt
vopnahlje tóku hvorutveggju til atvíganna. I miSjum maí lauk
sögu Skírnis í fyrra. Vjer skulum nú rekja feril höfuSviSburSanna
síSan þar eystra, og um leiS segja frá tilhlutun stórveldanna, til
þess er henni lýkur viS fundarslitin í MiklagarSi í byrjun ársins.
TíSindin, sem gerzt hafa frá nýjári til vordaga þ. á., látum vjer
koma, sem niSurlag þessa kafla, i viSaukagrein rits vors.
I maímánuSi fóru Tyrkir heldur halloka fyrir uppreisnar-
mönnum og kenndu því um, aS flokkar frá Serbíu og Monté-
negró hefSu veriS meS þeim í bardögunum. þetta mun ekki hafa
veriS tilhæfulaust, og þaS vissu allir, aS hvorutveggju höfSu lengi
haft liSsafnaS og búiS her sinn. þeir kváSu sjer eigi annaS úr-
kostis, þar sem Tyrkir drógu ógrynni liSs saman aS landamerkj-
1
um beggja landanna, og þau væru sem lögS í herfjötra þeirra.