Skírnir - 01.01.1877, Page 31
AUSTRÆNA MÁLIÐ.
31
hefSu lengiS abvaranir af þeim, sem voru þeim heilhugaSastir,
þá slógu þeir skolleyrunum viS öllu, e8a hjetu því, sem þeir
ætluSu sjer aldri a8 efna. Rússar vissu, aS öllum var hið sama
niSri fyrir, og aS nú mundu flestir vilja segja Tyrkjum til synd-
anna, og þaS var þetta, sem gerSi þá fúsa til aS fallast á fund-
arhaldiS í MiklagarSi.
ASur enn vjer segjum frá því, sem gerSist á fundinum, þykir
oss hlýSa, aS gefa lítiS ágrip, eSa, rjettara orSaS, tilfæra nokkur
dæmi af atferli Tyrkja á Bolgaralandi og öSrum stöSum. þaS
er líka grimíndin og siSleysiS, sem hefir gjört þeim öllum hug-
hvarf, sem áSur tóku málstaS Tyrkjans, og knúS stórveldin til aS
taka ofan í lurginn á honum, hvaS frekara sem enn á eptir fer.
— þar er fyrst til máls aS taka, aS samtök voru gerS á Bolg-
aralandi til uppreisnar þegar vora tók, en á framkvæmdum bryddi
ekki fyrr enn í síSari hluta aprílmánaSar. Landsbúar bjuggust
viS, aS Serbar mundu leggja í stórræSi og þeim mundi takast aS
brjótast inn í landiS aS vestan, og vildu, sem von var, hafa eitt-
hvaS fyrirbúiS og skipaS til samvinnu og sameiginlegs fulltingis.
þegar þar aS kæmi. Bolgörum hafSi tekizt aS lauma til sín
vopnum frá öSrum löndum, og voru þau lengi í fylgsnum geymd.
RáS þeirra komust upp fyrr en þá varSi, og af því þeir vissu
sjer von karSrar atgöngu og vægSarleysis, þá gengu þeir í flokka,
sem í samsærin höfSu bundizt, og hjeldu sjer saman bæSi til
atvíga og varnar. þar sem flestir þeirra voru ungir menn og
óreyndir, og meS öllu óhervanir, þá raá nærri geta, aS hjer
mundi lítil skipan verSa á öllu, sem í var ráSizt. þó Tyrkir
gerSu mikiS úr öllum þeim spellvirkjum og illræSum, sem þessir
flokkar hefSu átt aS fremja, þá hefir ekki annab or&iS sannaS,
en aS þeir gerSu atsúg aS einstöku varSflokkum eSa löggæzlu-
mönnum Tyrkja, og fengu fólkiS í nokkrum bæjum og þorpum
til aS veita sjer fulltingi og hlaSa vígi til varna. Hitt er og
auSvitaS, aS þeir reyndu til aS neyta vopna sinna, þegar Tyrkja-
sveitirnar böSluSust aS þeim, þó lítiS yrSi úr vörninni áSur þeir
voru ofurliSi bornir, drepnir eSa reknir á flótta. Undir eins og
stjórn soldáns varS þess vísari, hvaS haft var í bruggi þar nyrSra,
þá var skjótt aS því undiS, aS slökkva uppreisnarneistann sem