Skírnir - 01.01.1877, Síða 76
76
FRAKKLAND.
forsjóninni til of mikils, og þá sjerílagi þeir, sem gera, sig aft
óskabörnum bennar, og þykir þa8 sjálfsagt, að hún bregöist sjer
ekki í neinu, er þeim þykir mestu varSa. þetta má heimfæra
upp á lögerfSamenn á Frakklandi, og klerkana ekki síSur, þó
þeir sje ötulari og atgjörSameiri aS bera sig sjálfir „eptir björg-
inni“. En !í rauninni bíSa hvorutveggju eptir táknum og stór-
merkjum, og margir rammtrúaÖir kaþólskra manna ætla, aÖ
himneskar hersveitir komi og rjetti hlut páfans og kirkjunnar.
þeir sem bera meira skyn, bugsa sjer stórmerkin eSa látast sjá
þau í annari mynd. Kenningar og fjelagsskipun vorra tíma draga
til ógurlegra byltinga, og í því heimshruni ferst hvorttveggja
fyrir, en þeir sem þau ósköp lifa, hverfa aptur undir verndar-
væng kirkjunnar og hennar laga. A& þjóSveldiS verSi undir
skriSunni má nærri geta, því þaS hefir hnekkt riki GuSs ájörS-
unni, kirkjunni og konungveldinu. Af þessum rökum álíta klerk-
arnir sjer skyit, aS rísa í gegn þjóÖveldinu, hvar sem þeir geta
því viS komiS. þeir tóku þaS til bragSs á mörgum stööum, aö
ógna bændum og einföldum mönnum meS „reiSi drottins" viS
kosningarnar síöustu, eöa hótuBu þeim aS setja þá af sakrament-
inu, ef þeir kysu ekki konungs- og kirkju-vini. þeir vitna
jafnan til, „aö fremur beri aB hlýSa GuSi enn mönnum“, en
skilning þeirra er sú, aö páfans boö sje Gu&s boS, og boB ríkis-
stjórnarinnar Belials boB, ef þau fara þar á móti. þeir vilja
helzt gera umburBarskjal páfans (Syllabus), sem getiB er um .í
Skirni 1874, aS leiBarvísi fyrir kirkju og ríki, og því er hitt sam-
kvæmt, aS þeir vilja óheimila þaB frelsi, sem „Gallikanska“
kirkjan fjekk sjer á skiliB í sáttmálanum viö Rómabiskup 1682.
Hinn nafnfrægi Bossuet tók þaS skjal saman, og því lýsa þeir
enir frekari af klerkunum á Frakklandi hann nú villuniann. —
Orleaningar láta minnst á sjer bera, en þó er öllum grunur á,
aB þeir búi yfir meiru enn þeir láta í veSri vaka. Menn geta
þess til, aS þeir muni freista þess til byrjunar, aS koma hertog-
anum af Aumale á forsetastólinn eptir Mac Mahon. En mönnum
þykja litlar líkur til, aS þetta takist, því þó margir af Orleans-
prinsunum (t. d. greifinn af París) sje a.8 mörgu leyti atgerfis-
menn og vel metnir ýmissa kosta vegna, þá eru þeir samt ekki