Skírnir - 01.01.1877, Blaðsíða 106
106
HOLLAND.
fullgjörður, ásamt öllum (9) liliðarskruðunum, stífluvjelunum og
hinum stórkostlegu hafnarörmum út í hafið, út frá sjálfu mynninu.
{>etta er eitt hið mesta mannvirki í vorri álfu. Skurburinn er
á lengd 25 þús. metra, Vk m. á dýpt og á breiddina 60—100.
Um bann má leggja stærstu skipum til höfuðborgarinnar og
komast þangað á tveim stundum, þar sem áður gekk eigi á
minni tíma, enn 2-3 dögum, um ena gömlu farleið. ViS skurð-
gerSina hafa Hollcndingar fengiS uppþurkaSa nokkuS yfir
15,000 vallarteiga. Enskir hugvitsmenn hafa staSiS fyrir skurS-
gerSinni.
í fyrra vor (19. maí) dó einn af helztu þingskörungum og
fræöimönnum (sagnariturum) Hollendiuga, Groon van Prinsterer,
og hafði nær fimm um sjötugt. Hann bafði stundað lögfræSi á
ýngri árum og var 1823 þegar ordinn dr. juris vi8 háskólann í
Leyden. Skömmu síðar gerSist hann skrifari hjá Vilhjálmi
konungi fyrsta, en hjelt jafnfram út tímariti (Nederlandsche
Gedachten), þar sem hann kenndi mönnum, a<5 frjófgun og vöxtur
þjóðlífsins yrði að koma frá sögulegum og kristilegum rótum.
1870 komst bann á þing og stóð þar alla stund í röS aptur-
haldsmanna og í gegn öllum hvatlegum breytingum. Af mögrum
ritum, sem eptir hann liggja, nefnum vjer sögu Hollands í
þrem bindum, prentaBa f þriSja sinn 1862 — 64.
þýzkaland.
þaS er ekki sjaidan, aS blöSin kalla Bismarck Svings, þegar
þcim þykir hann tala í ráSgátum, eSa þegar bann lætur einmitt
þá sem minnst til sín heyra, er allir kalla: „hvaS segir Bis-
marck? hvaS leggur hann til, karlinn í Varzin?" þetta hefir
r
jafnast veriB viSkvæSi blaSanna áriS sem leiB, en allir þóttust
sjá, aS þaS mundi verSa aSdraganda-ár til meiri tíðinda. J>ó
Bismarck gerSi lengi lítiB úr tíSindunum austur frá, er þaB þó
líkast, aB hann hafi vitað fyrir löngu, hvaS aB höndum fór, en
hitt eigi síBur ætlanda, aB hann hafi viljaB sem lengst koma í