Skírnir - 01.01.1877, Qupperneq 137
GRIKKLAND.
137
herinn og reka rjettar síns á inóti Tyrkjum. Einnig er talaS
um, aí) menn hafi gengið í nefnd í höfuSborginni til að hvetja
til uppreisnar í enum sySri landshjeruSum Tyrkja og á eyjunum
í Grikklandshafi (sjerílagi á. Krít), og stýra þeim samtökum og
styrkja tilraunirnar meS fje og liSsafla, sem gert var um áriS
frá Aþenuborg á uppreisnartíma Kríteyinga. Stjórnin hefir og
dregiS liS saman, en sje til samvinnu hugsaS meS Rússum, er
ekki ólíkt aS hún bíSi eptir frekari umskiptum nyrSra, enn orSiS
hafa að svo stöddu.
D a n m ö r k.
Á undanfarandi árura befir Skírnir átt þar heista frjettaefnið
frá Danmörku, sem þingdeilurnar voru. Sama er enn á bugi,
en oss þykir viSureign flokkanna á þinginu ekki svo fróðleg, aS
oss þyki það taka því aS rekja hana eptir atvikum; en oss
þykir nóg að minnast á‘höfuðatriSi málsins, er hvoratveggju
'deilir mest á um, og segja svo í stuttu máli frá, hvernig til
þeirra lykta dró, sem urSu á þingsögu ársins, hverjar þær voru,
og úr hverjum vanda Danir eiga nú að ráða.
þaS sem einkarlega hefir skiliS og skilur enn hægri og
vinstri á þingi Dana og kjósendur hvorrartveggi handar, er
skilningurinu á ríkislögunum. Vinstri menn leggja allt viS aS
halda því fram og fá því játaS af þjóS og konungi, að sam-
kværnt ríkislögunum, þá sje þungamiðja stjórnvaldsins í fólksdeild
þingins. það er meS öSrum orSum: konungurinn verSur að
taka sjer þaS ráðaneyti og halda þeim einum við stjórnina,
sem hafa sjer sinnandi meiri hlutann í þeirri deild. þeir vitna
jafnan í þær greinir ríkislaganna, sem skipa fyrir, að fjárhags-
áætlunin skuli fyrst borin undir fólksþingið, og aS þessi deild
skuli hafa ákæruheimild í gegn ráðaneytinu. þetta þykir þeim
sýna, aS fólksþingið standi skör ofar enn hin deildin til laga
og lofa í stjórn ríkisins. þeir þykjast eiga rjetta heimting á,
aS menu af sínum flokki skipi ráSaneytið, og um þetta vitna
þeir til stjórnarhátta í öðrum löndum; og því verður ekki neitað,