Skírnir - 01.01.1877, Page 147
DANMÖRK.
147
og viögerð dómkirkjunnar í Vjebjörgum, sem byrjaS var á 1862.
Kirkjan var fullreist á dögum Nikuláss konungs og er næst
kirkjunni í Hróarskeldu ein af elztu og merkilegustu kirkjum í
Hanmörk. ViSgerbin er vönduS sera mest og fyrir henni hafa
beztu meistarar staSib, og látife endurnýja svo alla ásýnd og
öll einkenni kirkjunnar, sem þau voru í öndverSu. þegar
kirkjan var vígS á ný i fyrra (10. sept.), fór konungur til þeirra
hátíSarhalda, ásamt drottningunni og hörnum þeirra —• meSal
þeirra Georg grikkjakonungi — og var þaÖ mikill dýrSardagur
í Vjebjörgum. Bærinn var aSsetur enna dönsku fornkonunga,
og var lengi aSalþingahær Dana, og hjer kusu þeir konnnga
sina til þess á dögum Kristjáns iimmta (síSasti kon. á þingi
kjörinn). í sama mánuSi var lokiS viSgjörðinni á Mikáelskirkj-
unni í Slagelsi, en hún er líka ein af miSaldakirkjum. í Kaup-
mannahöfn voru tvær nýjar kirkjur vígSar og ein utanborgar, en
kirkjum hefir fjölgaS hjer svo vel á ríbisárum konungs vors, aS
Kaupmannahöfn væri fyrir löngu orSin fyrirmynd annara höfuS-
borga, ef guShræzla og góSir siSir hefSu aukizt hjer a?) sama
hófi. — ISnaSarmenn og fl. sendu sýnismuni til gripasýningar-
innar í Fíladelfíu, en þeir voru vei fáir og of fábreyttir, aS
þeim yrSi til neinna muna gaumur gefinn, enda skorti mjög á
þann viSbúning, fyrirhyggju og forstöSu sem Danir hafa veriS
áSur vanir aS hafa viS þesskonar sýningar. — í Arósi hjeldu
Jótar gripasýning (allskonar iSnaSar) í fyrra, sem byrjaSi 13.
júlí og stóS svo þaS eptir var sumars og fram á haustiS.
í fyrra voru reistir tveir minnisvarSar (likneskjuvarSar) í
Kaupmannahöfn; er annar þeirra eptir stjörnufræSinginn Tycho
Brahe (afhjúpaSur 8. ágúst), en hinn eptir náttúrufræSinginn
H. C. Örsted (afh. 25. sept.). Til minningar um hinn síSar-
nefnda hcfir einn af meiri auSmönnum Hafnarhúa, ölgerSarmabur-
inn J. C. Jacohsen, lagt fje til nýrrar vísindastofnunar („ Carls-
bergerfondet“, eptir ölgerSarstaS hans Carlsberg), en af henni
skal styrkur sjerilagi veittur þeim mönnum, sem iSka náttúru-
vísindi, og þá einkarlega þar sem þau hafa gagnfræSilega stefnu.
MeSan Jacobsen og frú hans eru á lífi, skal til variS 20,000
króna á ári, en eptir þeirra dag 50,000 kr.
10*