Skírnir - 01.01.1877, Page 160
160
AMEBÍKA.
Ohio, forsetaefni þjó^valdsmanna. Seinna þótti fnllyrbandi, aS
185 atkvæSi væru vís hinum fyrnefnda, og lýSvaldsmenn í New-
york sendu raenn til hans að flytja honum fagnaíarkveftjur,
sem forseta Bandaríkjanna. Stjórnin í Washington hafði haft
betri gætur á kjörmannavalinu, og hafði fengið margar skýrslur
um aðferðina í sumum suSurríkjanna, þar sem þeim mönnum
var hleypt að kosningum, er eigi höfðu náS þegnrjetti í Ameríku,
eða atkvæSin voru rangtalin. þaS var sjerílagi í þremur ríkjum,
sem þörf gerSist eptirlits og rannsókna, og til þeirra sendi hún
nefnd valinkunnra manna af hvorutveggja flokki. þau voru
Louisíana, SySri Carolina og Florida. í Neworleans hafSi
lengi staSiS í hörSustu baráttu meS hvorumtveggja, og hjer
höfSu hvorir um sig sinn landstjóra, og sitt þing, og þar ógildu
hvorir lög annara. Hjer höfSu lýSvaldsmenn hleypt 5000 manna
aS kjörmannakosningunni, sem voru án löglegs þegnrjettar í
Bandaríkjunum (aSkomnir menn frá öSrum löndum og álfum).
í hinum ríkjunum höfSu lýSvaldsmenn sumpart bolaS svarta
menn frá kosningunum, eSa skotiS atkvæSum þeirra undan, er
taliS var saman. SiSast kom raáliS til rannsókna á sjálfu al-
ríkisþinginu í Washington og skipti þá svo um, aS 185 atkvæSi
urSu Hayes megin, en hinn hlaut einu færra. FormaSut1 öld-
ungaráSsins, Ferry afe nafni, birti kosninguna 2. dag marzmánaSar
á þinginu og lýsti Hayes rjett kjörinn forseta Bandaríkjanna,
og fögnuSu þjóSvaldsmenn mjög þeim úrslitum.
Rutherford Birchard Hayes er fæddur í Ohio 1822
og stundaSi lögfræSi á námsárunum, sem fleiri, er komizt hafa
til valdanna f NorSurameríku. 1858 var hann málafærslumaSur
í Cincinnati og bjó þar, þegar SuSurríkin hófu uppreisnina 1860.
ÁriS á eptir rjeSst hann í flokk sjálfboSaliSanna frá Ohio, og
hafSi skömmu áSur skrifaS einum vin sínum brjef og komizt
þar svo aS orSi, aS nú mætti enginn draga sig í hlje, því
NorSurríkin berfeust fyrir ijettu máli, og „heldur vil jeg láta líf
mitt í stríSinu enn sitja beima“. Hann var í mörgum orrustum
og fjekk alstaSar bezta orSstír fyrir hugrakklega framgöngu. í
lok stríSsins var hann foringi fyrir einni stórdeild hersins. 1865
var hann sendur á þing frá Cincinnati, og varS brátt einn af