Skírnir - 01.01.1877, Qupperneq 175
VIÐBÆTIR.
175
Braila heitir og frá Reni norSan raegin árinnar og svaraS þaSan
skotum brynskipanna. A þessum stöSvum hafa þeir boriS þaS
gagn úr býtum, a8 þeim hefir tekizt aS eySileggja tvö skip fyrir
Tyrkjum. 1 öSru þeirra kviknaSi af sprengikúlu í skothriSinni
og hljóp þaS í lopt upp, er eldurinn nam púSurhúsiS, og fórust
þar allir er á voru, eSa hátt á annaS hundraS raanna. AS hinu
rjeSu nokkrir ofurhugar á næturþeli og höfSu meS sjer sprengi-
vjel (Torpedo); en er nær kom, þá stukku þeir útbyrSis úr
bátnum og syntu aS Tyrkjaskipinu og komu vjelinni undir þaS.
Eptir þaS lögSu þeir sem skjótast frá aptur og urSu skip-
verSir Tyrkja ekki viS neitt varir, fyr enn skipiS flaug í lopt
upp. Vjelin sprengdi skipið svo, aS smáflekar og brot þess
þeyttust víSs vegar, en hins þarf ekki ab geta, aS öll skips-
höfnin — 200 manna — hafSi bana. Tyrkir hafa líka í hyggju
aS reyna til aS koma þessu vopni viS, þar sem Rússar taka aS
leggja brýrnar yfir fljótiS. þegar hjer var komiS sögunni (í
byrjun júní) var ána tekiS aS setja niSur, en engi vissi enn,
hvar Rússar mundu leita á til yfirferSar. J>eir hafa flutt meS sjer
aS norSan bæSi brýr og skip — hvorttveggja í pörtum — aS
járnvegunum, og er til þess getiS, aS þeir muni sækja yfir um
fljótiS á fleirum stöSum í senn. Rússakeisari og sonur hans,
keisaraefniS, voru komnir suSur til hersins, og hafSi hann mikla
foringja sveit í fylgd sinni, enn til þess var getiS, aS hann
ætlaSi sjálfur aS taka yfirforustu fyrir her sinum. Karl Rú-
menajarl er fyrir sínu liSi, en þó verSur æSsti foringi Rússa-
hersins hans yfirboSi. Serbum varS mjög órótt, er Rússar höfSu
sagtTyrkjum stríS á hendur og grannar þeirra rjeSusttil meS þeim,
og svall þeim þaS heldur sáran, er Rússakeisari baS þá halda
kyrru fyrir og láta ekki á sjer bæra. Vjer höfum fyrvikiS á, hvers
vegna Rússar mundu kjósa Serba frá allri tilbeining, en keisaran-
um er í meSallagi vel viS þá síSan í fyrra, er þeim gekk svo
slælega sókn og vöru, en Rússar lögSu fyrir þá mikiS í sölurnar.
— Nikita Svartfellingajarl hefir þegar tekiS til sókna á hendur
Tyrkjum og sezt um Niksjic, kastala í Herzegovínu sunnanverSri;
Fregnir hafa borizt af bardögum, en harSastur mun sá hafa veriS,
sem stóS nokkuS í norSur frá kastalanum 4. júní. þar börbust