Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 8
10
AI.MEIsN TÍÐINDI.
kpma þeim að mestu haldi, er það hlýtur að 'koma Frökkum
til að sjást fyrir, áður þeir hefja stórræðin. En ætla má, að
þeir hafi mikið til síns máls, sem segja, að hjer sje satt fram
borið að eins að hálfu eða nokkru leyti, því hitt búi engu siður
undir, að koma þjóðveldinu á Frakklandi i sem mestan
einangur í Evrópu, gera Frakka leiða á að sjá land sitt eins
og bundinn mann eða hnepptan út í horni skákborðs, eða
leifa þeim það eina leiksvæði, þar sem forustumenn þjóðveldis-
ins, eða flokkar þeirra og konungssinna, tefla heima hja sjer
um völd og gróða. þó lítið sie látið á bera, mun höfðingjum
norðurálfunnar standa heldur stuggur af þjóðveldinu frakkneska,
og af frönskum rótum þykir þeim það mart runnið, sem veldur
og heldur uppi óró og óspektum í mörgum eða flestum lönd-
um vorrar álfu. Allir vita, liverjar nýjungar hafa gerzt i Evrópu
og víðar, sem eiga til upptaka að rekja í byltingunum á
Frakklandi (1789, 1830 og 1848), og konungarnir hafa ekki
sjeð enn út fyrir endatakmörkin, og hinir ekki heldur, sem,
álíka og Rómverjar og fleiri i fyrri daga, vilja grundvalla rjett
ríkja og þjóða á vopnaþingum, dómsuppkvæðum sverða og
skeyta. — Samkvæmt því, sem að framan er greint um vörzlu-
samband friðarins í Evrópu, og ina öflugu forustu þess
(þýzkaland), mun því mega treysta — og svo hafa höfðingjum
stórveldanna farizt orðin um áramótin —, að friðrofin dragist
nú lengur enn skemur, og það þvi heldur, sem nú er tekið að
draga aptur saman til vináttu með þeim, sem um hrið hafa
tortryggt hvorir aðra, Rússum og þjóðverjum. Vjer nefnum
hjer þjóðirnar, en eigum þó við höfðingja þeirra og þá sem
stjórn þeirra hafa á höndum, þvi sama er enn á bugi þar sem
ræðir um þjóðverja og slafneskar þjóðir. þó rikjunum eða
stjórnendum þeirra takist að setja svo málum sinum, að við
megi hlita um stund, þá skiptir öðru um samlyndi og friðar-
hug þjóða og þjóðflokka. f>að er i þessu efni, að Evrópu
brestur ofmjög á að vera það sem henni vera bæri, ból-
stöð friðar og rjettlætis, eða þeirrar þjóðmenningar, sem sæmir
jatendum truar „friðarboðansw, og hefir hun þó þegar í 20
aldir brýnt fyrir mönnum friðarást, jöfnuð og rjettlæti. það