Skírnir - 01.01.1884, Side 13
ALMENN TÍÐINDÍ.
15
meginlandi vorrar álfu, og kalla þetta valda óró og óstaðgæði
í stjórnarfarinu. f>eir benda á Frakkland, þar sem allt sje sem
á hverfanda hveli, en þar hafi 140 menn átt sæti við stjórnina,
siðan þjóðveldið komst á stofn. þeir benda á keisaradæmi
þjóðverja, á konungdóminn hjá Prússum, og minna á, hvernig
ríkisvaldið sje hjer ramlega saman timbrað. Hjer og víðar sje
það höfðingjarnir, sem láti til sinna lcasta koma og verði
bjargvættirnir, þegar á vill bjáta, og eigi það að vera. Sú
kenning, sem vill heimta allt vald frá þjóðinni eða fólkinu,
þykir þeim afar illa á rökum reist, en hitt fara sönnu fjarri —
og til þess er mikið haft — er menn tala um „fulltrúa alls
fólksins“, er um þingin ræðir, þar sem þó drjúgur partur
kjósanda taki engan þátt í kosningunum — en stórmikill sægur
sje utan við allt saman, eða allur sá fjöldi manna, sem lögin
stíi frá kosningum. f>að eru að vísu margir málsmetandi
menn, sem í þenna streng taka, t. d. Labouleye í Belgiu,
Charles Mazade og Cherbuliez (í Bevue des deux Mondes) á
Frakklandi, og fl., en það fer um þetta efni sem fleiri, að
sannfæring manna stendur eigi siður á innrættri trú eða venju
enn á vandlegri greining og rannsóknum — og svo má um
hvoratveggju segja. Jafnt finnast þeir og í hvorratveggju liði,
sem láta eigingirni eða metorðagirnd ráða meiru enn sannfær-
inguna. Um þetta mál var farið noklsrum orðum í fyrra í inn-
gangi þessa rits, og vjer getum visað þangað lesendum „Sldrnis11,
en bætum því hjer við að niðurlagi, að ágreiningsatriðið virðist
vera, hvort hærra beri, vilja og vald fólksins, eða vilja og vald
höfðingjanna, eða jafnvel þetta, þegar lengra er rekið: „er
rikisvaidið (höfðingjar) til fólksins vegna, eðafólk-
ið vegna ríkisvaldsins?11 Vjer munum allir svar Krists
til Faríseanna, (Mark. 2, 27.), þegar þeir vandlættu um
helgi sabbatsdagsins!
„Fjórða stjettin11, kappsmunir hennar, nýjar
stefnur og fl.
þrátt fyrir alla kappsmuni iðnaðar- og verkmannalýðsins á
meginlandi Evrópu að gera kjör sín hagfelldari með fjelögum,