Skírnir - 01.01.1884, Side 16
18
ALMENN TÍÐINDI.
manna frá þeim byggðum sem ofsettar eru. En hjer er sá
hængur á, að yrkt land nemur að svo komnu ekki meira enn
23 millíónum ekra, en skyldi nema 60 milliónum, ef til ætti að
hrökkva.
Um jafnrjetti og jafnstæði kvenna gagnvart
karlmönnum.
Bók J. St. Milis „Kúgun kvenmannsins ‘ (SubjecHon of
Woman) hefði eins mátt kalla: „Lausn kvenna úr ánauð“, því
þetta var tilgangurinn. íijer var til mikils verkefnis vísað, og
skorað á þann anda kærieiks og mannúðar, sem lyptir mönnun-
um af lægri stigum á efri, á stig vaxanda göfugleiks og fram-
fara. Ánauð kvenmannsins er eins gömul og mannkynið sjálft.
Konan var fyrsti þræll á jörðunni, og þó var í henni sá neisti
fólginn, sem átti að framleiða vermsl allrar ástar og kærleika.
J>að var móðurástin. Hið upphaflega ástand ætla menn hafi
farið því nær, sem enn finnst hjá sumum villiþjóðum, t. d. i
Afriku og Eyjaálfunni, sem skemmst eru komnar i mannúð og
menningarsiðum. Hin kristna þjóðmenning hefir að visu mikið
að gert til að rjetta hlut kvenmannsins, en þó eru enn of
margar leifar eptir af ójafnaði fyrri alda og hleypidómum.
Vjer þurfum ekki annað enn benda á, hverjum takmörkum eignar-
rjettur og þegnrjettindi kvenna hafa verið háð til vorra tima
t
i flestum löndum. Okristilegast og afskræmislegast er þó það
þýjarmark, sem lögin setja á kvenmanninn fyrir af-
brot, sem karlmanninum eru látin hlýða, eða honum
haldast uppi átölulaust. — Hjer þarf ekki berara að
mæla. — Vor öld á það lof skilið, að á siðara hluta henn-
ar hefir hjer verið margur steinn úr götu tekinn, og að því er
nú á hverju ári kappsamlega unnið, að greiða veg fyrir jafn-
rjetti karla og kvenna. Mest hefir til þessa á unnizt, þar kem
til atvinnunnar kemur, og kvenmenn nema það nú til atvinnu
i þúsanda tali, sem fáum mundi hafa þótt í mál takanda á
fyrirfarandi öldum. Vjer nefnum fátt eitt til dæmis. í fyrra
stúderuðu 108 stúlkur við háskólana á Svisslandi. Við háskól-
ann i París nema læknisfræði 50 kvenmenn, og við tvo háskóla