Skírnir - 01.01.1884, Page 59
FRAKKLAND.
61
nefndur. jþó Frakkar væru ávallt mjög fáliðaðir móti Tongkings-
mönnum, höfðu þeir náð mörgum góðum stöðvum í landi þeirra
og höfðu marga kastala þeirra á sinu valdi 1878, en þá gerð-
ist það í samningum við erindreka Anamskunungs, að þeir
skyldu kveðja lið sitt á burt, og halda að eins einum kastalan-
um eptir. Við burtför liðsins urðu mandarínarnir djarfari enn
fyr, og ljetu svartfánaliðið veita atgöngu kristnum mönnum og
þeim öllum, er Frökkum voru sinnandi, og kusu heldur þeirra
yfirráð enn kúgunarvald mandarínanna. Sagt er að atgöngu-
liðið hafi brennt 80 þorp og drepið 10,000 kristinna manna.
Nú sneru Frakkar sjer að Anamskonungi og hjeldu að honum
þeim kostum, sem hann treystist elcki að neita, þó harðir væru.
Eptir þeim samningi varð allt ríki hans svo háð Frökkum, sem
Túnis fyrir þrem árum, og um öll utanrikisviðákipti skyldi
hann hlíta að eins þeirra handleizlu. |>eir hjetu honum á móti,
að halda uppi ró og reglu í ríki hans, eyða víkingum, sem
hafa jafnan gert þar mikinn usla, en áskildu sjer um leið yms
umboð og embætti, og fengu við það aðaltök á landstjórninni.
Enn fremur skyldi þeim heimilt að halda konsúla í ymsum
borgum, meðal þeirra í Hanoi, og neyta svo Rauðár til flutn-
inga, sem þeir vildu. Konsúlarnir skyldu hafa með sjer vopn-
aða menn til varðgæzlu. Hitt var sjálfsagt, að samningingurinn
áskildi kristniboðendum og kristnum mönnum full grið og frelsi.
Um sama leyti þá konungurinn að gjöf af Frökkum nokkur
gufuskip og góðar vopnabirgðir. það leið ekki á löngu, áður
Tonglcingsmenn tóku að ganga á sáttmálann, banna siglingarnar
um Rauðá og leggja lag sitt við víkingana. Sínlendingar kalla
Anam og Tongking lýðskyldulönd keisara síns, konunginn i
Hue, höfuðborg Anams, hans skattgilding, og rekja rjett sinn
langt aptur til miðalda.1) f>að þótti lika óefað, að þeir reri
') Frakkat segja, að skattgjaldið hafi i langan tíma verið í þvi fólgið,
að Anamskonungur hafi endrum og eins sent Sinlandskeisara góðar
gjafir, og viljað eiga hann að í viðlögum. J>ví víkur líka undarlega
við, er Anamskonungur gerði samninginn við Frakka upp á sitt
eindæmi og að Sínlendingum fornspurðum. og það virðist, sem hann