Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 62
64
FRAKKLAND.
mestu leyti hinir sömu og í sáttmálanum frá 1874, en nokkru
við bætt. Hofuðatriðin þessi: Anam og Tongking skyldu hafa
yfirboð og vernd Frakklands. Enn fremur skyldi það fylki,
sem Dinthuan heitir, og liggur næst við Kokinkína tenggjast við
þessa landeign Frakka. Herkostnaður skyldi og þeim goldinn
af Anamskonungi, en þangað til skyldu Frakkar halda virkjun-
um við ármynnið, sem þeir unnu; auk fl. Frakkar hjetu á
móti, að reka burt svartfánaflokkana frá Tongking. Sínlending-
ar höfðu látið í veðri vaka, að þeir mundu eigi þola atfarir að
Anamskonungi, og sendiboði þeirra hjá Englendingum og
Frökkum ljet ávallt heldur drjúglega um, að stjórnin i Peking
(aðsetursborg Sínlandskeisara) mundi láta til sinna kasta
koma, ef Frakkar dirfðust þess og þess, sem hann greindi við
þá sem höfðu tal af honum. Hann kvað sjálfsagt, að Sínlend-
ingar mundu segja Frökkum stríð á hendur, ef þeir rjeðu til
sóknar á kastalana Sontay og Bac Ninh, enda væri þar her
Sínlandskeisara fyrir til varnar. I lok nóvembermánaðar höfðu
Frakkar eflt liðskost sinn í Tongking, og hjeldu nú til sóknar
að þeim kastala, sem fyr var nefndur. þeir unnu borgina og
virki hennar skömmu fyrir jól. Viðtakan var hörð en eigi
löng, áður enn svartfánamenn og keisarasveitirnar frá Sínlandi
leituðu sjer farborða undan úr virkjunum. Vjer vitum ekki
neitt um mannamissi hvorra um sig. Fyrstu frjettir nar báru
að af Frökkum hefðu fallið 75 memg en særzt hátt á annað
hundrað. Siðar var sagt, að tala særðra og fallinna hafi verið
miklu meiri, en manntjón hinna stórum meira eða allt að 6,000.
þetta voru síðustu vopnaviðskiptin árið sem leið, en því má
við hnýta, að Sínlendingar ljetu ekki enn svo á sjer bæra, að
þeir segðu Frökkum ófrið á hendur, og við það stóð enn, er
þetta var skrifað (í marz þ. á.), og höfðu Frakkar þá unnið
hinn kastalann (Bac Ninh). Dragi til friðarúrslita með Frökk-
um og Sínlendingum, úr þvi sem nú er, skal þess getið í
hann muni vera Frökkum betur hugaður enn hinir hafa verið, þó
liræzlan muni hjer mestu ráða.