Skírnir - 01.01.1884, Page 70
72
FRAKRLAND.
hafði keisaririn sæmt hann yfirliðanafni fyrir því riddaraliði,
„úlana“-sveit, sem svo nefnist, og um þær mundir var i Stras-
borg. Mörgum þótti svo á Frakklandi, sem þetta væri gert
Frökkum til skapraunar, og um það þurfti engar fortölur fyrir
Parísarlýðrmm. En nú skyldi allt á hinum unga konungi bytna.
þegar hann kom út úr járnbrautarsalnum voru þar fyrir utan
margar þúsundir manna, sem tóku að æpa: „Fari úlanakóng-
urinn norður og niður!“ „Sjáið Prússann!11 „Svei Prússanum!“
og þau köll fylgðu honum eptir strætum borgarinnar til hallar
hins spánska sendiherra og siðar, er hann ók þaðan á fund
Grévys. Mannmergðin var alstaðar svo mikil, að löggæzluliðið
gat ekkert að, hafzt til öptrunar, þó einstöku menn væru höndl-
aðir. Grévy forseti og ráðherrar hans höfðu haft mikinn við-
búnað, að fagna konungi sem virktalegast, og tóku á móti.
honurn úti á járnbrautarstöðinni, en við þessu áttu þeir ekki
búið. það er sagt, að Thibaudin, hermálaráðherrann, sem að
framan er getið, hafi ekki farið til móttökunnar, og tregðazt við
að sýna konungí þá sæmd, sem ætlað var, eða fá honum fylgd-
arsveit hermanna í heiðursskyni. Og er svo illa tókst til, sem
nú var sagt, á þetta að hafi dregið til, að Jules Ferry bað
Grévy að víkja konum frá stjórn hermálanna.1) Alfons konungi
rann held'ur í skap við svo óvæntar viðtökur, og ætlaði þegar
að kveðja París um kveldið, en Grévy bað hann i nafni ríkis
og þjóðar að virða það eigi við Frakkland, sem ráðlaus skríll
og borgarlýður hefði gert honum til stygðar. Hann minntist
á að þjóðskörungarnir Thiers og Gambetta hefðu átt líku að
sæta i París, er lýðnum bauð svo við að horfa. Fyrir mjúkar
umtölur Grévys gerði konungur að bæn hans, að hverfa frá
ráði sínu og þá heimhoð hjá honum daginn á eptir.
1873 komst það samkomulag á i Salzburg með greifunum
af París og Chambord, lögerfðaprinsinum, að hinn fyrnefndi
játaði frumtignarrjett Chambordsgreifans — „Henriks 5ta — til
rikis á Frakklandi, en hann mun þá lika hafa viðurkennt erfða-
J) Við þeim tók sá hershöfðingi, sem Campenon heitir, og fór með
þau í ráðaneyti Gambettu.