Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 99
ÞYZKALANl).
101
Mannalát. 24. janúarmánaðar dó tónaskáldið Friederich
v. Flotow, f. í Mechlenborg 1812. Hann va* herraborinn
maður, og hafði faðir hans hugað honum embætti meðal rikis-
erindreka, en hjer hlaut náttúran að ráða, því hann gaf sig
allan við sönglagalistinni, og varð mikils metinn fyrir yms
snilldarverk. — 13. febrúar dó annað tónaskáld, sem bar það
nafn með rentu öllum öðrum fremur. það var hinn nafntogaði
Richard Wagner (f. í Leipzig 13. maí 1813), sem orkti
sjálfur þá söngleika, sem eptir hann liggja. það er oss of-
vaxið að leggja nokkurn dóm á list og atgerfi þessa manns,
en þess má geta, að flestir ætla hann eigi enn á rjett met
lagðan. Um hitt kemur öllum saman, að hann hafi vísað
tónalistinni á nýjar og náttúrlegri brautir. Efni til margra
söngleika tók hann úr Niflungaljóðum. Við lát Wagners stóðu
i Times eptirmæli, sem í öðrum blöðum bæði í Evrópu og
Ameríku, og þar meðal annars svo að orði komizt: „Aptur er
mikill maður úr heimi horfinn. þeir af oss, sem hafa kynnzt
tónalist og sönglagament Wagners, og höfum heyrt hvernig
hún hreif á alla er hlýddu, eiga nú bágt með að skilja, hvernig
menn gátu kallað hugmyndir hans byltingastraum í tónanna
ríki, já líkt þeim við ærsl og óra.“ Einn rithöfundur hefir
kallað Wagner „Bismarch i ríki sönglagamenntarinnar.“ Einn
af hugástavinum Wagners var Loðvík Bayverjakonungur, sem
heiðraði hann manna mest bæði lífs og látinn. Wagner andaðist
bráðkvaddur i Feneyjaborg. Heimfylgdin til Bayreuth (í Bayern)
— þar sem hann er jarðsettur á eignargarði, sem þann þá að
gjöf af Loðviki konungi — og útförin öll var með svo miklum
veg og viðhöfn, sem títt er að hafa við likferðir stórhöfðingja.
— 15. marz dó Carl Marx (f. í Köln 1818) nafnkunnur
rithöfundur og forustumaður sósíalista. Hann gerðist snemma
svo nærgöngull i ritum sínum („Deutsch-französische JahrbUcher^)
stjórn Prússa, að honum var vísað úr landi (1847). A byltinga-
árunum 1848—49 var hann oddviti uppreisnarinnar í Baden,
flúði þaðan til Parísar og tók þar þátt í júníuppreisninni (1849).
þaðan komst hann á flótta til Lundúna, og settist þar að.
Hjer hjelt hann áfram ritstörfum sínum og fór ávallt mjög