Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 100
102
ÞÝZKALAND.
andvigur í gegn ríkisfari Prússa. 1864 stofnaði hann „alþjóða-
íjelag sósíalista.“ Hann var mjög harður og einráður, , og því
varð hann að fara frá stjórn þess fjelags 1873. Rit hans hið
merkasta er: „Das Capital, Kritik der polit. ökonomie^ (Ham-
borg 1867). Hann dó í Argenteuil i grennd við Paris. — 28.
marz andaðist málfræðingurinn Lorenz Diefenbach, 77 ára
að aidri. Meðal margra ágætisrita, sem eptir hann liggja,
nefnum vjer: „ Vergleichendes Wörterlwch der gothischen Sprache.Li
— 29. apríl dó Schulze-Velitzch; 75 ára að aldri. jþessi ágæti
frelsisvin var sá bezti forustuskörungur iðnaðar og verknaðar-
manna, sem þjóðverjar hafa átt. Hann kenndi þeim að ganga
i sjálfbjargafjelög, eða gera samtök og leggja saman krapta
sina í iðnum sinum á líkan hátt og titt er á Englandi. Enn
fremur stofnaði hann viðlagasjóði, eða fólksbanka, sem þeir
nefndust, og komu að miklu haldi. I litlum bæ (Delitzch), þar
sem hann er borinn, stofnaði hann tvö fjelög 1853 meðal skó-
smiða og snikkara. Hjer var „mjór mikils vísir," því fyrstu árin
seldu þau ekki fyrir meira enn 2000 rikismarka, en þegar hann
dó,j stýrði hann 3000j sjálfbjargafjelögum, en sala þeirra á 2
milliarða. Eptir hann eru til rit og fjöldi ritgjörða um fjelaga-
sjóði, samtök manna og allskonar samverknað.
Austurríki og Ungverjaland.
Efniságrip: Skýrsla Kalnokýs. — þjóðernisbarátta á rikisþinginu. —
Frá Böhmen, kósningasigur Czeka og fl. •— Óeirðir á Króatalandi, m. fl. —
Af júðahatri á Ungverjalandi; login sök. — Frumvarp um hjúskap með
kristnum mönnum Og Gyðingum gert apturreka. — Af sósíalistum. — Morð-
saga. — Minningarhátíð.
það sem að framan er sagt um samband stórveldanna á
meginlandi álfu vorrar mun nóg til leiðarvísis um horf Austur-
ríkis og Ungverjalands til annara ríkja. I deildanefndum
alríkisins („delegatiónunum") gerði Kalnoký greifi, kanselleri