Skírnir - 01.01.1884, Side 143
DANMÖRK.
145
Grundtvígsflokki þjóni þeirri kirkju, þegar hún er albúin.
Háskólafundirnir á Jótlandi rjett á eptir voru i rauninni áfram-
hald hátíðarinnar í Kaupmannahöfn.
Arið var, hvað uppskeruna snertir, í lakara meðallagi og
ollu þvi rigningar á uppskerutimanum. Af mannvirkjum og
fyrirtækjum er ekki margs að geta. Sýningarhöllin nýja fyrir
listaverk myndlistamanna, sem fyr er nefnd, var algerð og
vigð 1. aprílmánaðar. Af öðru stórhýsi má nefna nýtt leikhús,
sem heitir „Dagmartheatret“, samkunduhús þeirra fjeiagsmanna
— einskonar „frímúrara“ — sem „ Odd Fellows11 heita, og eflast
mjög að liði um alla Danmörk; enn fremur fullnaðarauka hinna
miklu veitingar og skemmtunarsala, með áfastri gestahöll, sem
„National“ heita. Við járnbrautir á Jótlandi var þeirri aukið,
sem liggur frá Randarósi til Hadsunds.
Arið sem leið hafa Danir haft tvær sendisveitir á Græn-
landi, sem hafa kannað land og lopt. Fyrir annari þeirra var
A. Poulsen, adjunkt, og hefir hann haft stöð sína í Goðthaab
á vesturströndinni og rannsakað veðurfar og lopteðli, rafmagn
og segulkrapt þess og norðurljós. þeir hættu rannsóknunum
1. sept. og komu aptur til Hafnar i byrjun nóvembermánaðar.
Minnsta fjarlægð norðurljósanna frá jörðu, sem þeir tóku eptir,
var 2000 feta. Hin sveitin — fyrir henni sjóliðsforinginn
Holm — skyldi kanna austurströnd Grænlands, og rjezt hún — á
„kvenbátum11 og með fylgd Grænlendinga — suður fyrir Cap
Farvel frá þeirri byggðarstöð (?) syzt á vesturströndinni, sem
Nanortalik heitir. þeir komust ekki lengra i þetta skipti enn
til 61. norðl. br., könnuðu þar nokkra firði og komust upp á
fjall eitt með góðu víðsýni. |>eir hittu marga af austurstrandar-
byggjum — á einum stað 60 saman — en Holm hafði kynnzt
þeim 1881, og tekið þá eptir, hve ólíkir margir þeirra eru
hinum á vesturströndinni i vexti og skapnaði. Sumir eru
háfir og velvaxnir, hafa mikið skegg og nær því ásýndum sem
Evrópumenn. Konur þeirra bera og mjög af vesturstrandar-
konunum. J>eir fara opt til kaupa til vesturstrandar, en varn-
ingur þeirra eru skinn bjarna, refa og sela. Fasta bólstaði
hafa þeir ekki, en kunna ekki við sig á vesturströndinni, og
10