Skírnir - 01.01.1884, Page 150
152
NOREGUR.
svo vaxið, að vjer tölum hjer um málalok, þó ekki sje sjeð
fyrir endann á málinu.
Fyrst er þá á að minnast, að ráðberrarnir í Noregi taka
ekki þátt í umræðum þingsins. það var snemma, að mönnum
þótti ríkislögunum vera hjer ábótavant, og því var þegar hreift
1821, að hjer skyldi um bæta. Stjórnin sjálf var þá frumkveðinn
og máiinu fylgjandi. það fjell niður nokkrum árum síðar, en
var þó upp tekið 1833 og síðar 1851. f>ví varð framgengt i
síðara skiptið, þó bændum væri ekki um sel, og Jóh. Sverdrup
væri þá fremstur í mótstöðuflokkinum. þeir uggðu, að stjórnin
yrði sjer örðugri viðfangs, ef við ráðherrana sjálfa væri að eiga
á þinginu, eða að áhrifin kynnu að verða meiri enn góðu
gegndi. þá var Stang hinn harðasti til forvígis fyrir breyt-
ingarfrumvarpinu. Seinna skiptu þeir Sverdrup stöðvum. það
var þá, er bændur og þjóðfylgisflokkur Noiðmanna hafði eflzt
til yfirburða á þinginu og árleg stórþing voru í lög leidd
(1869). jþá snerist Stang hugur, þvi hann og með honum
embættaflokkurinn var hræddur um, að nú mundu ráðherrarnir
verða forviða fyrir þinginu, ef þeir ættu að mæta þvi augliti
til auglitis. 1872 fylgdi Sverdrup og allir hans liðar lagabreyt-
ingunni, eða því að hún skyldi lögð til umræðu, og gekk það
þá fram með 8Ö atkvæðum gegn 29. Konungur neitaði, en
Ijet stjórnina bera fram yms önnur breytingafrumvörp, sem
yrðu að vera breytingunni samfara, og skyldu tryggja jafnvægið
með meginpörtum stjórnvaldsins, konunginum og þinginu.
Konungi skyldi gefinn rjettur á að hleypa upp þingi, er svo
bæri undir, ráðherrarnir öðlast kjörgengi, þingmönnum ákveðin
árslaun, og þinginu deilt i tvær málstofur, auk fl. 1874 var
uppástungum stjórnarinnar vísað aptur í einu hljóði, en breyt-
ingarfrumvarpið samþykkt með 74 atkv. gegn 35, og 1877
fylgdu því 82 atkvæði móti 29, en 17. marz 1880 93 gegn
20. Við þá atkvæðagreizlu fylgdu allmargir hægrimanna meiri-
hlutanum, því þeim þótti svo bezt úr ráðast, að málið kæmist
i kring þá þegar. Meirihlutinn vildi líka komast hjá frekari
kappþraut, og skoraði á stjórnina að gangast fyrir um stað-
festing nýmælanna af konungs hálfu. Konungur tók það af —