Skírnir - 01.01.1884, Síða 162
164
AMERÍKA.
Vjer skulum enn geta tveggja nýmæla, sem náðu að ganga
fram á þinginu. Hin fyrri voru viðbótagrein við ríkislögin, og
tóku til, hver við forsetadæminu skyldi taka, ef svo bæri undir,
að bæði forseti fjelli frá og varaforseti, eða hinn siðarefndi
skoraðist undan, eða yrði ófær til stjórnarforstöðu. Nýmælin gera
ráð fyrir, að völdin beri þá undir ráðherra útanríkismálanna, en
verði hjer nokkuð til fyrirstöðu, þá undir þann af hinum ráðherr-
unnm, sem honum gengur næst að virðingu. Ef svo ber að milli
þinga, þá kveður hinn nýi forseti þegar til þinggöngu (rikisþings) á
20 daga fresti. Hin nýmælin voru toll-iagabreyting. Vjer
sögðum í fyrra, að í öldungadeildinni væri jafnt á komið um
afla hvorra um sig, samveldismanna (fhe republicans) og sjer-
veldismanna (democrats), en hitt mun þó rjettara, að hinir
fyrrefndu hafi þar tveggja atkvæða yfirburði. I fulltrúadeildinni
hafa sjerveldismenn drjúgum meiri afla. þeir eru 191 á móti
119, en 25 hvarfa meðal flokka. Hin nýmælin voru ný eða
breytt tollög. Tollmálið hefir i langan tíma verið höfuð
þrætumál flokkanna. Samveldismenn, sem sátu við völdin,
hafa haldið uppi tollverndarlögum og fært tollana upp á ymsan
hátt. þetta þótti þeim, sem rjett hefir reyn/.t, vera bezt og
beinast fallið til að ljetta þeim skuldum af Bandarikjunum, sem
uppreisnin olii. Vjer höfum opt minnzt á, hve ríflega og
rösklega Bandaríkjunum hefir farizt að borga skuldirnar. Kn
það er ekki heldur smáræði, sem af tollunum hefir runnið í ríkis-
sjóðinn. Menn telja, að þeir kasti af sjer 1 — IV2 millión dollara
á hverjum degi (!). Sjerveldismenn hafa lengi viljað hleypa
tollunum niður, og barizt fyrir eins óbundinni verzlun og
víðast á sjer stað í vorri álfu. Arið sem leið tóku samveldis-
menn heldur nýnæmisle ga undir þetta mál, er upp var boríð,
að sumum tollum skyldi hleypt talsvert niður, en við aðra
landssjóðinum 2 ‘/j millíón króna, og strauk siðan. Menn höfðu
hendur á honum í St. Antónia, enn hann komst úr varðhaldinu og
nndan til Mexíkó, og telja menn sjálfsagt, að hann hafi mútað for-
stjóra varðhaldsins. |>að hefir komizt upp, að margir voru við sök
hans riðnir um fjárstuldinn.